Dagblaðið Vísir - DV - 13.07.2001, Síða 10
10
Útlönd
FÖSTUDAGUR 13. JÚLÍ 2001
DV
Abdurrahman Wahid
Indónesíuforseti viröist hafa lítinn
stuöning í stjórnkerfi lands síns.
Wahid í vand-
ræðum
Amien Rais, leiðtogi indónesíska
þingsins, sagði við fjölmiðla í gær
að þingið myndi birta ákæru gegn
Abdurrahman Wahid, forseta
Indónesíu, um spillingu ef hann
leysir upp þingið og setur á neyðar-
lög í landinu, eins og hann hefur
hótað að gera 20. júlí. Rais sagði að
yfirheyrslur og vitnaleiðslur vegna
ákærunnar yrðu haldnar daginn eft-
ir að Wahid setti neyðarlögin.
Wahid gaf út handtökuskipun á
yfirmann indónesísku lögreglunn-
ar, Bimantoro Jakarta. Ástæðan er
að lögreglustjórinn neitar að hlýða
Wahid, sem hefur sagt honum upp
störfum. Um leið og Wahid tilkynnti
um handtökuskipunina þustu tveir
skriðdrekar frá lögreglunni auk
hundrað manna lögregluliðs aö
heimili Jakarta og vörðu heimili
hans. Wahid sá sig knúinn til að
draga handtökuskipunina til baka.
Hótun um neyðarlög stendur enn.
Kyoto-samningur
veldur sparnaði
Kyoto-samningurinn gæti minnk-
að útgjöld bandariskra neytenda um
billjónir króna. Ef Bandaríkin
myndu framfylgja samningnum,
sem miðar að því að skera niður út-
blástur gróðurhúsalofttegunda,
myndu bandarískir neytendur
spara 5000 milljarða króna í gas- og
rafmagnsreikningum fyrir árið
2010, og 135 billjónir fyrir árið 2020.
Náttúruverndarsamtökin World
Wildlife Fund gerðu rannsókn sem
leiddi af sér þessar niðurstöður.
George W. Bush forseti dró
Bandaríkin út úr viðræðum um
Kyoto-samninginn undir þeim for-
merkjum að samningurinn gæti
valdið efnahagslífinu miklum
skakkaföllum.
Fulltrúar 180 ríkja munu í næstu
viku mæta á fund í Bonn í Þýska-
landi þar sem reynt verður að ná
málamiðlun um Kyoto-samninginn.
30 ríki hafa nú þegar staðfest samn-
inginn en aðeins eitt þeirra, Rúmen-
ía, hefur sett fram áætlun um að
draga úr útblæstri gróðurhúsaloft-
tegunda. Ef samningurinn á að taka
gildi verða 55 þjóðir að staðfesta
hann, sem standa fyrir að minnsta
kosti 55 prósent af öllum útblæstrin-
um. Örlög samningsins munu velta
á þremur ríkjum, Japan, Rússlandi
og Kanada.
UPPBOÐ
Framhald uppboðs á eftirfarandi
eignum verður háð á þeim sjálf-
um, sem hér seglr
Bakkagata 13, Kópaskeri, þingl. eig.
Bjargvætturinn ehf., gerðarbeiðendur
Ibúðalánasjóður, Landsbanki íslands
hf., höfuðst., og Sýslumaðurinn á
Húsavík, miðvikudaginn 18. júlí 2001
kl. 13.00.__________________
Bakkagata 8, Kópaskeri, þingl. eig.
Guðbjörg Kristjánsdóttir, gerðarbeið-
endur Byggðastofnun og Ferðamála-
sjóður, miðvikudaginn 18. júlí 2001 kl.
13.30.
SÝSLUMAÐURINN Á HÚSAVÍK,
Lógregla berst við
kaþólska óeirðaseggi
Miklar óeirðir brutust út í
Belfast i gær þegar ganga Óran-
íureglu fóru fram hjá hinu kaþ-
ólska Ardoyne-hverfi, sem oft
hefur verið vettvangur átaka.
Að sögn yfirlögreglustjóra norð-
ur-írsku lögreglunnar, Ronnie
Flanagan, særðust 113 lögreglu-
menn í óeirðum sem kaþólskir
óeirðaseggir hófu þegar Óraníu-
gangan gekk fram hjá Ardoyne-
hverfinu. Þar af þurftu nítján
lögreglumenn að leita læknis-
hjálpar, m.a. vegna beinbrota
og brunasára. Einn lögreglu-
maður slasaðist alvarlega en er
ekki í lífshættu.
Óeirðirnar hófust þegar lög-
regla reyndi að leysa upp mót-
mæli kaþólikka er gangan fór
fram hjá. Við það virðast hlutir
hafa farið úr böndunum. Hópur
kaþólikka réðst á bensinstöð og
kveikti í henni. Einnig hófu
óeirðaseggir að fleygja bensín-
og sýrusprengjum auk grjóts og
öðru lauslegu að lögreglu. Lög-
regla notaði vatnsþrýstibyssur
og skaut plast- og gúmmíkúlum
Ungir mótmælendur
Taliö er aö um 200 kaþólikkar hafi ráöist aö lög-
reglunni viö Ardoyne.
að ólátaseggjunum til að dreifa
mannfjöldanum. Lögreglan
segir óeirðirnar skipulagðar.
Einnig kom til átaka í mið-
borg Belfast og í austurhluta
borgarinnar. í miðborg þurfti
lögregla að hafa afskipti af
deilum tveggja hópa Óraníu-
ganga. í austurhluta Belfast
lenti síðan saman fylkingum
mótmælenda og kaþólikka.
Forsvarsmenn mótmælenda og
kaþólikka hafa ásakað lögreglu
um óþarfa hörku i aðgerðum
sínum. Lögreglan lenti einnig í
átökum við hóp mótmælenda á
miðvikudagskvöldið.
Hápunktur göngutíðar Óran-
íumanna var í gær og fór að
mestu friðsamlega fram þang-
að til í gær. Göngurnar eru til
minningar um sigur Vilhjálms
af Óraníu á James II konungi
árið 1690.
Viðræður til bjargar friðar-
samkomulagi, kennt við fóstu-
daginn langa, halda áfram í dag.
Þar hittast leiðtogar deiluaðila.
Hundraö og þrettán lögreglumenn særöir
Óeiröirnar í gær tóku á fyrir lögreglumenn á Noröur-írlandi. 113 þeirra meiddust í átökunum. Þar af þurftu 19 aö leita
sér læknishjálpar á sjúkrahúsum vegna meiösla. Eitthvaö var um beinbrot og alla vega tveir brenndust þegar þeir
fengu bensínsprengju í sig. Einn lögreglumaöur er alvarlega slasaöur en þó ekki í lífshættu.
ísraelskur landnemi læt-
ur l'rfið eftir skotárás
ísraelskur landnemu lést í nótt af
skotsárum er hann hlaut af hendi
palestínskra byssumanna, auk þess
sem annar særðist. Árásin átti sér
stað í gær á milli Kiryat Arba land-
nemaþorpsins og borgarinnar Hebr-
on. Auk þess var skotið á landnema-
hjón og barn þeirra þegar þau óku
um í bíl sínum. Þau særðust öll.
Harðir skotbardagar hófust við
Hebron í kjölfar skotárásana og er
talið að þeir séu þeir hörðustu frá
því átök ísraela og Palestínumanna
hófust fyrir níu mánuðum. Að sögn
vitna þá lék borgin á reiðiskjálfi og
sírenuvæl var það eina sem yfir-
gnæfði skothvellina. Einn palest-
ínskur lögreglumaður lést í skrið-
drekaárás ísraelshers í gærdag sem
gerð var í hefndarskyni fyrir
skotárásina á landnemafjölskyld-
una. Eftir að fréttir af dauða ísraels-
Skoöa verksummerki
ísraelskir landnemar skoöa hér bíl
fjöiskyldunnar er skotiö var á.
mannsins úr seinni skotárásinni
bárust gerði ísraelsher aðra skrið-
drekaárás á þrjár stöðvar úrvals-
sveita palestínsku lögreglunnar.
Samkvæmt fréttum særðust meira en
60 palestínskir borgarar sem búa í
nágrenni lögreglustöðvanna. Óeirð-
irnar í gær og nótt sýna að vopnahlé
sem Bandaríkjastjórn kom á er svo
gott sem liðið undir lok.
Sharon, forsætisráðherra ísraels,
er nú í heimsókn á Ítalíu til að afla
málstaö ísraelsmanna stuðnings.
Samkvæmt fréttum mun hann hafa
sent son sinn til fundar við Arafat,
leiðtoga Palestínumanna, til að
reyna að finna lausn á harðnandi
átökum. Haft var eftir Sharon að
ísraelar muni halda uppi hörðum
viðbrögðum við ofbeldi Palestínu-
manna. Hann segist þó enn trúa á
pólitíska lausn deilunnar.
900 milljóna bætur
BLögregluyfirvöld
í New York sam-
þykktu i gær að
borga innflytjanda
frá Haítí, Abner
Louma að nafni, 900
milljóna króna bæt-
ur fyrir ofbeldi
gegn honum. Hann
var laminn í lögreglubíl og á lög-
reglustöð.
Innflytjendur flæða á land
Um 300 innflytjendur æddu á land
á Suður-Ítalíu í gær þegar 25 metra
langur fiskibátur þeirra strandaði
nokkra metra frá ströndinni. Flestir
þeirra voru Kúrdar.
Týndar löggur
Yfirvöld í Nepal leita dyrum og
dyngjum að 70 lögreglumönnum
sem maóískir uppreisnarmenn tóku
höndum i gær.
Ólympiuborgin valin í dag
Alþjóða Ólympiunefndin mun
velja á milli fimm borga í dag sem
vilja halda Ólympíuleikana árið
2008. Peking í Kína þykir sigur-
stranglegust, enda hafa Kínverjar
sýnt af sér fádæma blíðuhót í tengsl-
um við leikana. Þeir hafa aldrei
fengið að halda þá áður.
Genamengið fjölbreytt
Nákvæmasta rannsókn sem gerð
hefur verið á mismun milli gena-
mengis einstaklinga af mannkyni
leiða í Ijós að genamengið sem sam-
ræmd teikning af manninum er
ekki raunin. Óvæntur mismunur
reyndist á einstaklingum.
Gaddafí
Muammar Gadda-
fi, leiðtoga Líbíu-
manna, var fagnað
af þúsundum manns
þegar hann kom til
Simbabwe í gær.
Með honum í fór
var 80 bíla lest og
kvenkyns lífvarðar-
sveit hans.
SÞ neitar ásökunum íraka
Sameinuðu þjóðirnar neita harð-
lega ásökunum Iraka um að þær !
eyði meiru í sprengjuleitarhunda en j
að fæða svelta iraska þjóð eftir 11
ára viðskiptabann. Irakar sögðu SÞ
þurfa að útvega leitarhundunum
tíkur til að seðja kynhneigðina.
íburður hjá
rn
Gore í kosningabaráttu
Demókratinn A1
Gore, sá er tapaði
forsetakosningataln-
ingunni í Bandaríkj-
unum á síðasta ári,
ætlar að taka þátt í
kosningabaráttu
frambjóðenda til
þingsins. Hann hef-
ur verið í sjálfskipaðri pólitískri út-
legð frá því í desember.
Skæruliðar skotnir
Stjórnarherinn í Líberíu skaut 8
skæruliða til bana þegar þeir fóru
yfir landamærin frá Gíneu í gær. Lí-
bería segir Gíneu aðstoða skærulið-
ana.
Sprengjuhræðsla hjá Bush
Hluti af Hvíta húsinu var rýmdur
i gær þegar varðhundur taldi sig
finna lykt af sprengju í bíl sem lagt
var við húsið. Engin fannst sprengj-
an. Bush þurfti ekki að fara út.