Dagblaðið Vísir - DV - 13.07.2001, Side 12

Dagblaðið Vísir - DV - 13.07.2001, Side 12
12 FÖSTUDAGUR 13. JÚLÍ 2001 Skoðun DV Gagnslítið nám Kennarar á námskeiöi - „Meöal þeirra kennara sem ég þekki hefur engum fundist námið í uþpetdis- og kennslufræði gagnslaust. Þvert á móti. “ Áttu GSM-síma? Eva Benjamínsdóttir veitingamaður: Já, ég á tvo, gæti ekki verið án simans. Lilja Björk Ólafsdóttir húsmóðir: Já, ég nota hann samt ekki mikið. Karen Lena Óskarsdóttir, 12 ára: Nei, en flestallir vinir mlnir eiga síma. Aron Birkir Óskarsson, 9 ára: Nei, en einn vinur minn á GSM. Sigríður Klara Árnadóttir (Klara) matvælafræðingur: Já, og ég nota hann mikið og gæti ekki verið án hans. Heiða Dögg Helgadóttir sjúkraliði: Nei, ég gæti samt átt eftir aö fá mér. Guðmundur Ólafsson skrifar skemmtilegan pistil i DV 10. júlí um þá kvöð sem lögð er á okkur framhaldsskóla- kennarana að læra uppeldis- Marjatta Ssberg, fræði áður en við fiL malk°?JennarL getum fengið .—- fasta stöðu við skóla. Hann fullyrðir að „nám í þess- um fræðum breyti ekki vondum kennara i góðan og breytir trúlega góðum kennara sáralítið". Guð- mundur segir að menn séu nú „pind- ir til að sitja í þessu gagnslitla námi, flestum til sárra leiðinda" og vill leggja niður þessi „obbbeldisfræði," sem hann kýs að kalla svo. Meðal þeirra kennara sem ég þekki hefur engum fundist námið í uppeldis- og kennslufræði gagns- laust. Þvert á móti. Margir sem eftir nokkurra ára feril sem kennarar hafa farið i þetta „réttindanám" hafa sagt mér að námið hafi breytt við- horfi þeirra og að þeir hafl öðlast mikinn faglegan styrk af því. Námið hafl kennt þeim að skoða eigin kennslu og íhuga hvað þeir gætu gert betur í starfmu. Þess vegna dett- ur mér helst í hug að andmælendur þessa náms annaðhvort viti ekki hvað það felur í sér eða þeir séu sjálfir of latir til að leggja það á sig. Sjálf lærði ég reyndar kennslufræði fyrir um þrjátíu árum og hef ávallt talið að hún ásamt æfmgakennsl- unni hafi verið nauðsynlegur undir- búningur fyrir kennarastarfið. Hér má svo bæta við að um Geir Þóröarson skrifar: í fréttum Stöðvar 2, þriðjudaginn 3. júlí sl., var sagt frá dómi Héraðs- dóms Reykjavíkur yfir manni sem framið hafði hræðilegan kynferðis- og ofbeldisglæp. Því miður eru svona glæpir allt of algengir og oft sagt frá þeim í fréttum. Það sem skar sig úr varðandi fréttaflutning Stöðvar 2 af þessum dómi var ná- kvæm lýsing á atburðarás glæpsins. Engin viðvörun var gefln í inngangi að fréttinni en í byrjun fréttarinnar var sagt að lýsing í dómi héraðs- dóms væri vart fyrir viðkvæm eyru. Þessi varnaðarorð voru þó ekki nægileg til að búa mann undir þá lýsingu sem á eftir kom. Þvílika lýs- ingu á hræðilegum glæp hef ég ekki „ Ef skólastjóri hefur litla innsýn í kennslufrœðina og hefur ekki fylgst með rann- sóknum á því sviði getur það reynst honum erfitt að gegna hlutverki sínu sem faglegur leiðtogi. “ kennslufræðina eins og önnur fög gildir sama reglan: Menn þurfa að halda þekkingunni við og kynna sér nýjungar til að geta miðlað þekkingu sinni á sem bestan hátt í þessum síbreytilega heimi. Tilefni greinar Guðmundar var reyndar skipun í ákveðna skóla- meistarastöðu. Um það má segja að skólastjóri á auðvitað fyrst og fremst að vera góður stjórnandi. „Ég treysti dómstólum til að dœma sakamenn í við- eigandi refsingu og sé ekki þörf á því að fréttastofa Stöðvar 2 leggi sitt lóð á vogarskálar réttvísinnar með því að blása út hryll- ing glœpsins. “ heyrt áður í fjölmiðli hér á landi og aðrir fjölmiðlar fundu ekki hjá sér þörf til að lýsa atburðarásinni svona nákvæmlega. Ég treysti dómstólum til að dæma sakamenn í viðeigandi refsingu og sé ekki þörf á því að fréttastofa Góður kennari er ekki nauðsynlega góður stjórnandi. Þetta tvennt fer ekki alltaf saman. Á þeim grund- velli mætti telja að skólastjóri þyrfti ekki að vera kennaramenntaður. En starfssvið hans er þríþætt: Hann er framkvæmdastjóri, fjármálastjóri og einnig faglegur leiðtogi á sínum vinnustað. Ef skólastjóri hefur litla innsýn í kennslufræðina og hefur ekki fylgst með rannsóknum á því sviði getur það reynst honum erfitt að gegna hlutverki sínu sem fagleg- ur leiðtogi. Þetta getur leitt til stöðnunar. Lausnin gæti verið breytt fyrir- komulag þar sem tveir stjórnuðu skólanum, einn sæi um fjárhagshlið- ina og annar væri faglegur stjórn- andi, svipað og t.d. er í mörgum óp- eruhúsum þar sem listrænn stjórn- andi leiðbeinir um efnisvalið. Stöðvar 2 leggi sitt lóð á vogarskál- ar réttvísinnar með því að blása út hrylling glæpsins. Gleymum því ekki að einnig fórnarlambið á fjöld- skyldu, ættingja og vini. Mér finnst svona lýsingar auka við glæpinn og séu ekki til þess fallnar að græða þau andlegu sár sem eftir sitja þeg- ar þau líkamlegu eru gróin. Haft var samband við fréttastofu Stöðvar 2 strax eftir fréttina og varð fréttamaður fyrir svörum. Varði hann fréttaflutninginn með þeim orðum að þeim bæri skylda til að upplýsa almenning. Þegar honum var bent á að böm væru á stjái á þeim tima sem fréttirnar eru, sagði hann að fréttirnar væru ekki fyrir börn. - Þá vitum við það, böm mega ekki horfa á fréttatíma Stöðvar 2. Maður nefndur Atli Ragnar skrifar: í þættinum Maður er nefndur, sem sýndur var í Sjón- varpinu sl. þriðju- dagskvöld, ræddi Eva Ásrún Alberts- dóttir við Atla Dag- bjartsson barna- lækni. Þessi þáttur bar af þeim þáttum sem ég hef horft á undir þessu heiti. Venjulega er lítið sem ekkert rætt við þá sem þarna koma í heimsókn, aðeins þurr upp- talning á eigin ágæti án afskipta stjórnenda. í þessum þætti átti sér stað fræðandi samtal og vel lifandi. Þetta var prýðilegt samspil stjórnanda og viðmælanda sem gerir þennan þátt þess virði að hann sé i sjónvarpsdag- skrá. Oftast er þátturinn Maður er nefndur einungis útvarpsefni. Þetta var því nýmæli. Undir lás og slá Brynja skrifar: Ég varð stórhrifin af erindi sem flutt var í útvarpinu þann 10. júlí. Þar kom fram mjög góð hugmynd um hvernig á að afgreiða „villidýrin" (sem ég kalla svo) sem leika lausum hala hér í borginni öllum til ama og skelfingar. Kristján heitinn Alberts- son hefur sannarlega rétt fyrir sér: þessi óþjóðalýður er kjarklaus þegar á reynir. Fangelsin leysa ekki mál þessa hóps eins og allir vita. Réttara væri að loka þessa „villiketti" í búri og hafa þá til sýnis á Lækjartorgi í nokkra daga. Ætli óþokkarnir myndu ekki hugsa sig tvisvar um, vissu þeir hvaða refsing biði þeirra? Þetta myndi líka spara fé skattborgara gagnvart lögmönnum, réttarkerfinu og fleiri aðilum sem þarna koma nærri í dag. Og heimsóknum á Litla- Hraun myndi fækka að sama skapi. Á hluthafafundi Lyfjaverslunar íslands. - Töfrabrögðin afhjúpuð - að hluta til. Minnihlutinn verður meirihluti Ólafur Jójisson skrifar: Lögmaður Frumafls fullyrðir að nú hafi „heildsalarnir tekið yfir“ og á þar við Lyfjaverslun íslands. Ekki sé ég nú mikinn mun á þessum „heildsöl- um“ og þeim sem ráða ferðinni í Frumafli og virðast hafa ætlað að sækja viðskipti út fyrir landsteinana, þ. á m. til Eystrasaltsríkjanna (þaðan sem við fáum svo margt nýtt í þjóðlíf okkar íslendinga þessi misserin). Nú verður fróðlegt að fylgjast með þróun mála hjá Lyfjaverslun íslands þar sem minnihlutinn hefur orðið að meiri- hluta eins og oft gerist í hallarbylting- um. Bygging sjúkraheimilis í Sóltúni verður hins vegar áfram á herðum Frumafls og afkvæmisins, Öldungs. - Eftir stendur þjóðin starandi augum og skilur ekki töfrabrögðin sem beitt er til að „búa til“ fyrirtæki. Hver ók á Polobíl? Ingibjörg skrjfarj Mánudaginn 9. júlí var ekið á nýjan dökkbláan POLO, UJ 836, og hann rispaður eftir endilöngu farþega- megin. Ljóst er af ummerkjum aö tjónvaldur var á hvitum bil. Hér með er auglýst eftir vitnum að ákeyrslunni sem átti sér stað annaðhvort við Sundhöll Reykjavíkur, húsnæði Sjó- vár Almennra eða við verslanamið- stöð í Kópavogi. - Jafnframt er skorað á tjónvald að sýna heiðarleika, koma samviskunni í lag og gefa sig fram - og hringja í síma 554 6331. Lesendur geta hringt allan sólarhring- inn í síma: 550 5035. Eða sent tölvupóst á netfangið: gra@ff.is Eða sent bréf til: Lesendasíða DV, Þverholti 11,105 ReyKjavík. Lesendur eru hvattir til aö senda mynd af sér til birtingar meö bréfunum á sama póstfang. íslenskt sjómannsblóð Rómantíkin í kringum sjómennskuna er land- læg á íslandi eins og eðlilegt er hjá þjóð sem um langan aldur hefur átt nánast allt sitt undir þori og þreki þeirra sem draga björg í bú. Hinn ís- lenski sjómaður er og hefur verið hetja eins og minnt er á í þulunni um Suðurnesjamennina, aö sæmd sé hverri þjóð að eiga sægarpa enn. Enda hefur mönnum verið hollara að vera ekki að derra sig við hetjur hafsins því þeir kunna að svara fyrir sig og eru ekkert að skafa utan af hlutunum. Hér áður fyrr þekktist það meira að segja að sjómenn lentu í slagsmálum, gjaman við landkrabba sem ekki höfðu migið í saltan sjó, en það þekktist líka að þeir slægjust hver við annan í landlegum. Allt er þetta sjálfsagt og eðlilegt því þulan segir okkur jú að „ekki er að spauga með íslenskt sjómannsblóð / ólgandi sem hafið og eidfjallalóð". Breyttir tímar En allt er breytingum undirorpið og glans- mynd sjómennskunnar hefur fallið nokkuð með breyttum samfélagsháttum og sjómenn hafa ekki lengur þessa miklu sérstöðu í hugum þjóðarinn- ar og var. Raunar sýnist Garra einsýnt að fæstir sjómenn hafi sjálflr áhuga á að vera sífellt í ein- hverju hetjuhlutverki, þeir vilja helst af öllu vera venjulegir menn sem hafa tækifæri til að vinna skikkanlegan vinnutíma og eyða tíma með fjölskyldu sinni. Þetta endurspeglast í því m.a. að nokkuð er nú um liðið síðan útvarpiö hætti með hinn vinsæla þátt Á frívaktinni. En þó svo að sjómennirnir sjálfir hafi kosið sér nýja ímynd og breyttan stíl þá er ekki það sama að segja um forystumenn þeirra sem eru rækilega fastir í gömlum klisjum og tungutaki og vilja helst heilsa öllum „að sjómannasið". Fyrir þeim gildir að vera ásæknir sem logi og áræðnir sem brim og hræðast hvorki stórsjó né bálviðra glym. Þeir eru allir af gamla skólanum. Risaeðlur Þetta virðist hafa kristallast nokkuð í síðustu kjarasamningum. Þó Garri sé ekki tilbúinn til að taka undir það, þá er ljóst að óneitanlega heyrast þær raddir að erfiðleikar í samningsgerð sjó- manna megi rekja til þess að bæði forysta sjó- manna og útgerðarmanna sé yfirkeyrð af hug- myndafræðinni um að báðir hópar séu af þeirri ætt ofurmenna sem ætlandi var, gull að sækja í greipar þeim geigvæna mar. Og nú síðast má sjá í blöðunum hvernig forystumenn Sjómannasam- bandsins kallast á þar sem tveir stjómarmenn Sjómannafélags Reykjavíkur, þeir Jónas Garð- arsson og Birgir Björg- vinsson, fara slíkum hrak- yrðum um Konráð Al- freðsson, for- mann Sjó- mannafélags Eyjafjarðar, að sá síðar- nefndi er augljóslega að ihuga meiðyrðamál, ef marka má frétt hér i DV. Þessir karlar halda uppi goðsögn- inni róman- tísku um sjó- mannastétt- ina sem slæst í landlegum. Eini gallinn er að þeir eru að verða hálfgerðar risaeðlur blessaðir, og óheppilegt að þeir séu í forsvari fyrir stétt sem óðum er að nú- tímavæðast. En þessum foringjum er þó nokkur vorkunn því landlegan hefur verið löng hjá þeim flestum og von að þá þyrsti í dáiitn áfiog. Garn Dómur héraðsdóms á Stöð 2 Eva Ásrún Albertsdóttir - Glæddi þátt- inn lífi og fræðslu.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.