Dagblaðið Vísir - DV - 13.07.2001, Side 15

Dagblaðið Vísir - DV - 13.07.2001, Side 15
14 19 Útgáfufélag: Útgáfufélagiö DV ehf. Útgáfustjóri: Eyjólfur Sveinsson Framkvæmdastjóri: Hjalti Jónsson Ritstjórar: Jónas Kristjánsson og ÓIi Björn Kárason Aðstoóarritstjórar: Jónas Haraldsson og Sigmundur Ernir Rúnarsson Fróttastjóri: Birgir Guómundsson Auglýsingastjóri: Páll Þorsteinsson Ritstjórn, skrifstofur, auglýsingar, smáauglýsingar, blaöaafgreiðsla, áskrift: Þverholti 11,105 Rvík, sími: 550 5000 Fax: Auglýsingar: 550 5727 - Ritstjórn: 550 5020 - Aðrar deildir: 550 5999 Græn númer: Auglýsingar: 800 5550, Áskrift: 800 5777 Stafræn útgáfa: Heimasfða: http://www.skyrr.is/dv/ Fréttaþjónusta á Netinu: http://www.visir.is Ritstjórn: dvritst<®dv.is - Auglýsingar: auglysingar@dv.is. - Dreifing: dvdreif@dv.is Akureyri: Strandgata 31, sími: 460 6100, fax: 460 6171 Setning og umbrot: Útgáfufélagiö DV ehf. Plötugerð: ísafoldarprensmiðja hf. Prentun: Árvakur hf. Áskriftarverð á mánuði 2050 kr. m. vsk. Lausasöluverð 190 kr. m. vsk., Helgarblað 280 kr. m. vsk. DV áskilur sér rétt til að birta aösent efni blaösins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. DV greiðir ekki viömælendum fyrir viðtöl við þá eða fyrir myndbirtingar af þeim. Þjóð lítilla prinsippa íslendingar búa í landi þar sem fólk fær sífellt minna fyrir skattpeninga sína. Æ oftar er ráðist á kjör þess með nokkuð skipulögðum hætti og ýmist dregið úr þjónustu sem talin hefur verið sjálfsögð eða fólki gert að gjalda fyr- ir hana ríkulegra verði en áður hefur tíðkast. Þessi stefna í íslenskri pólitik er kölluð þekkilegum nöfnum og út- skýrð með flóknari orðum en fólk skilur - og við það sit- ur. Þjónustugjald og kostnaðarhlutdeild eru til dæmis fín orð en þýða aðeins eitt: Aukna skatta. Merkilegt hefur verið að fylgjast með þessari þróun. Hún fór að gera vart við sig upp úr þjóðarsáttinni fyrir réttum áratug. Á sama tíma og skattaálögur á almenning jukust eða stóðu í stað fór þátttaka fólks í útgjöldum heilsugæslustofnana og sjúkrahúsa vaxandi. Einstaka orð- hákar hreyfðu mótmælum við þessari þróun en svo virt- ist sem þorri fólks yppti aðeins öxlum og léti vitleysuna ganga yfir sig eins og landsmenn eru frægir fyrir. Fyrir vikið hefur ríkið gengið á lagið og náð sér í auðfengið fé. íslendingar hafa ekki tamið sér viðhorf neytandans. Þeir eru miklu fremur þiggjendur. Stolt eyjaskeggja er meira en svo að þeir vilji vera að væla yfir háu verðlagi á vörum og þjónustu. Miklu fremur stæra þeir sig af því að borga ríkulega enda telja þeir að jafnaðarmerki sé á milli þess og lífsins gæða. Á meðan Bandaríkjamenn fara ríkja á milli til að kaupa bensín, sem er tíu sentum ódýrara en heima hjá þeim, kaupa íslendingar enn þá bensín út frá flokkshagsmunum. Merkið er meira en verðið. Það er af þessum sökum sem heilbrigðisráðherra og for- ráðamenn Landspítalans geta hækkað enn einu sinni álög- ur á sjúklinga án þess að þjóðin æmti. Það er ótrúlegt að bera saman gerðir þessara manna og viðbrögð þjóðarinn- ar. Sá samanburður sýnir linkind þjóðar. Hann sýnir þjóð lítilla prinsippa. Miðað við viðbrögðin mætti ætla að ráð- herrar og sjúkraforstjórar nagi sig nú i handarbökin yfir því að hafa ekki hækkað verð á þjónustunni enn meira og oftar. Samt var hún næg fyrir og gott betur. Hækkunin nú kemur harkalega niður á fólki. Og orða- vaðallinn heldur áfram: í stað „fastagjalds“ greiða menn nú „fastagjald og hlutfallsgjald“ fyrir röntgenrannsóknir! Hækkunin þar er 50 prósent en þar við bætist að fólk þarf nú að borga 40 prósent af raunverulegum kostnaði á röntgendeild. Komugjöld hækka um fimmtung og þar við bætast önnur 40 prósent af heildarverði sem sjúkir verða nú að borga. Afsláttarviðmið, sem var 12 þúsund, er nú hækkað í 18 þúsund. Önnur helmingshækkun þar. Það er rétt hjá alþingismanninum Ögmundi Jónassyni í DV í gær að hér er á ferðinni veruleg kjaraskerðing fyr- ir fólk sem veikist. Hann segir stjórnvöld vera að ganga enn lengra en áður í innheimtu sjúklingaskatta. Ögmund- ur og Ásta Ragnheiður Jóhannesdóttir eru í hópi örfárra þingmanna sem þora að ráðast á þessar stjórnvaldsaðgerð- ir. Þau segja hug sinn og hamra á prinsippum og kalla hlutina réttum nöfnum. Þjóðin ypptir hins vegar öxlum og finnst þetta vera nöldur, eilíft aumingjans nöldur. Samtakamáttur íslendinga í þessum efnum er ekki meiri en svo að menn sleppa í mesta lagi út úr sér nokkrum blótsyrðum í biðröðum sjúkrahúsanna. Innst inni langar þá til að mótmæla en þora það ekki af ótta við að gera sig að aumingjum. Að svo búnu horfa menn í gaupnir sér og undrast að ekkert skuli um þetta fjallað. Þetta sama fólk kýs yfir sig sömu úrræðalitlu flokkanna ár eftir ár og safnar um leið rauðum miðum læknaþjón- ustunnar eins og skömmtunarseðlum i gömlu sovéti. Sigmundur Ernir _________________________________________________FÖSTUDAGUR 13. JÚLÍ 2001_FÖSTUDAGUR 13. JÚLÍ 2001 I>v Skoðun Flogið fyrir skattfé „Þeir sem fljúga mest innanlands gera það oftast á kostnað stórra fyrirtœkja, félagasamtaka, Alþingis eða sveitarfélaga, þ.e.a.s. fyrir skattfé. Raunveruleg oln- bogabörn fljúga sjaldan, m.a. af því þau þurfa að greiða flugfarið úr eigin vasa. “ „Staðsetning Reykja- víkurflugvallar er skipu- lagsmál sem varðar alla landsmenn, ekki síst okk- ur - olnbogabörn sam- félagsins - landsbyggðar- fólkið, sem verður að sækja allt suður.“ Þannig kemst Tryggvi Gislason, skólameistari Mennta- skólans á Akureyri, að orði í grein sem kallast „Opið bréf til hjóna“ í DV 9. júlí sl. Undirrituð er annað hjóna. Ég fellst ekki á skilgreiningu sem gerir Áma Johnsen, formann sam- göngunefndar Alþingis, að olnboga- barni eða Þorstein Má Baldvinsson, forstjóra Samherja, bæjarstjórana á Akureyri, Isafirði, Fjarðabyggð, Eg- ilsstöðum og Vestmannaeyjum eða aðra háttsetta embættismenn og stórnotendur innanlandsflugsins. Innanlandsflugið er ekki samgöngu- net olnbogabama, heldur hinna bet- ur settu. Þeir sem fljúga mest innan- lands gera það oftast á kostnað stórra fyrirtækja, félagasamtaka, Al- þingis eða sveitarfélaga, þ.e.a.s. fyrir skattfé. Raunvemleg olnboga- börn fljúga sjaldan, m.a. af þvi þau þurfa að greiða flugfarið úr eigin vasa. Finnum land fyrir flugvöll Ég er sammála skólameist- aranum að rétt sé að öll þjóð- in taki þátt i leit að stað fyrir framtíðarmiðstöð innanlands- flugsins. Samtök um betri byggð á höfuðborgarsvæðinu lögðu það til fyrir ári. Slík leit verður þó að hlíta lögum og reglugerðum og ekki er hægt að neyða jafnvíðáttumikið og mengandi mannvirki upp á nokkurt sveitar- félag í trássi við vilja íbúanna. Lögin um umhverfismat frá 1993 voru einmitt sett til þess að ekki yrði haf- ist handa um byggingu mannvirkja á borð við virkjanir, járnbrautir og flugvelli nema að undangengnu ítar- legu mati og eitt af því sem meta á eru áhrif á samfélag og mannlíf. Lögin um umhverfísmat eru afar mikilvæg fyrir lýöræðið í landinu en valdsmenn hafa engu að síður ríka tilhneigingu til þess að sniðganga þau. Eyjabakkamálið er eitt alvarleg- asta dæmið um slíkt, nýbygging Reykjavíkurflugvallar er annað. Endurbætur annað en nýbygging Það er rangt hjá Tryggva að heim- ild frá borgarstjórn sjálfstæðis- manna í Reykjavík fyrir endurbótum á Reykjavíkurflugvelli 1993 hafi jafn- gilt framkvæmdaleyfi til að byggja nýjan flugvöll í Vatnsmýrinni og festa hann í sessi um ófyrirsjáanlega framtíð. Endurbætur eru ekki sama og nýbygging. Ákvörðun um nýbygg- ingu Reykjavíkurflugvallar var tekin fimm árum síðar. Hún var tekin af samgönguráðherra og Flugmála- Steinunn Jóhannesdóttir rithöfundur Að elta tíðarandann Við bjuggum áður við það fjöl- miðlakerfi að pólitísk dagblöð tókust á um túlkun á atburðum. Þau voru flokkstengd og hlutdræg um margt, en þegar á leið ekki eins flokksbund- in í þröngum skilningi og margir vildu vera láta. Svo liðu þau undir lok, Morgunblaðið breyttist líka og nú mætti ætla að við tæki það virka frelsi til gagnrýni og aðhalds sem fjölmiðlamenn töldu sig vilja keppa aö. Af því varð ekki. Pólitísku blöðin höfðu hvert um sig sína galla en samanlögð höfðu þau einn mikinn kost: þau tókust á um tíðarandann. Þau héldu með tilveru sinni lífi í þeirri hugsun að fleiri valkostir en einn væru til í samfélag- inu. En eftir þeirra dag er sem allt falli í einn farveg. Fjölmiðlar takast ekki á við tíðarandann og ganga þaðan af síður á hólm við hann. Þeir elta hann hver sem betur getur. Að visu ekki allir fjölmiðlamenn en heildarmyndin er samt þessi. Tíðarandinn (allir komi sér sem best fyrir á markaðstorgi og leggi sig alla fram um að spila á þau lögmál sem þar ráða) drottnar yfir allri umræöu með frekum hætti. Flestir sem láta í sér heyra eru dauð- hræddir um að vera ekki samstíga honum. Skamvinn iðrun Stundum fá menn að sönnu timburmenn. Stund- um sjáum við blaðamenn láta í ljósi iðrun vegna þess hve leiðitamir þeir hafa ver- ið tíðarandanum. Til dæmis yfir því hve gagnrýnislaust þeir gleyptu meðmæli verð- bréfastráka og hve innilega þeir trúðu á fagurgala um „nýtt hagkerfi" þar sem allir eru að selja hver öðrum upplýsingar um verðbréf en asnar einir og vanþróað- ir fátæklingar eru svo úreltir að framleiða hluti. Og einhverjir hafa rifið í hár sér yfir eigin ofsahrifn- ingu á „útrás íslenskra fjárfesta" sem hefur m.a. verið fólgin i því að eitthvað af kvótagróða hefur farið í að kaupa annars flokks breskt knatt- spyrnufélag. En þessi iðrunarköst eru skamm- vinn. Fjölmiðlamenn og verðbréfa- salar sameinast í stuttri játningu um að þeir hafi „ofmetið" tölvufyrirtæki og líftæknifyrirtæki, en hressa sig strax með glöðum staðhæfingum um að nú séu allir komnir niður á jörð- ina ásamt gengi hlutabréfanna og héðan í frá muni allt þokast upp á við í þolinmóðu raunsæi. Undarleg hrifning af fjárfestingartilburðum erlendis heldur áfram á fullu: Baug- ur kaupir stóra hluti í breskri versl- unarkeðju og dollarabúðakeðju í Bandaríkjunum og með fylgja gagn- rýnislaus viðtöl og útlistanir á því hve indælt og hagkvæmt það sé að standa í þessu. Sé einhver svo dóna- legur að spyrja hvaðan íslenskri smásölusamsteypu kemur fé til að standa í þessum ævintýrum sem vissulega kosta tugi milljarða, þá er honum náttúrlega ekki ansað. Hvað þá að menn spyrji af þrákelkni sem um munar að því, hvort það sé ekki íslenskir neytendur sem borgi með háu verðlagi hér heima herkostnað af þessum innrásum Baugsvíkinga á viðskiptavígvöll Engilsaxa. Lamandi ótti Nei, fjölmiðlar eiga bágt með að stiUa sig um að vera sem þægastir við ríkjandi viðhorf. Einn þáttur í því er að óttast það meir en nokkuð annað að vera sakaður um að vUja skerða frelsi. Þegar súlustaðif risu í Reykjavík og annars staðar fylgdi með gífurlega þungur orðaflaumur um að þetta væri hluti af nútímalífi í stórborg og ekki mætti banna markaðsfrjálsum stúlkum að selja sínar auðlindir og kannski væri þetta barasta listdans (já og veist þú hvað er list, lagsi, og hvað ekki?) og aUavega væri margt „spennandi að gerast á hinum erótíska markaði." Þetta var tíðarandavæn umræða og hún hafði m.a. þau áhrif að súlustað- ir breiddu úr sér eins og skítur í regni. Síðan hafa að visu runnið á menn tvær grímur í þessum efnum. En það er ekki fjölmiðlafólki að þakka, því miður. Það lætur sem fyrr sjálfvirkt yfirborðshjal um frelsi fæla sig frá þvi að gera það sem helst gæti gefið fjölmiðlaheimi líf og þýðingu á okk- ar dögum: að ganga gegn straumi, rétta af kúrsinn, koma í veg fyrir að ríkjandi viðhorf á hverri stundu verði að þrúgandi dellu. Árni Bergmann „ Pólitísku blöðin höfðu hvert um sig sína galla en sam- anlögð höfðu þau einn mikinn kost: þau tókust á um tíð- arandann. Þau héldu með tilveru sinni lífi í þeirri hugs- un að fleiri valkostir en einn vœru til í samfélaginu. En eftir þeirra dag er sem allt falli í einn farveg.“ stjórn, samþykkt á Alþingi með fjár- veitingu til framkvæmdarinnar en framkvæmdin var samþykkt af borg- arráði 31. ágúst 1999. Framkvæmda- leyfið var gefið út af Borgarskipulagi og Borgarverkfræðingi 22. október sama ár. Af hálfu ríkis og borgar var ný- bygging Reykjavíkurflugvallar ein- ungis kynnt borgarbúum sem breyt- ing á deiliskipulagi með sex vikna kærufresti vorið 1999. Samtök um betri byggð voru stofnuð 14. febrúar 1999 til þess m.a. að hamla gegn því að jafnstór ákvörðun um framtíðar- skipulag höfuðborgarinnar næði fram að ganga með jafnólýðræðisleg- um hætti. Samtökin lögðu fram kær- ur í málinu sem úrskurðaraðilar vís- uðu á bug með veikum rökum. Síðasta kæran til umboðsmanns Alþingis hefur ekki enn hlotið af- greiðslu, þótt hátt á annað ár sé liðið frá því að hún var lögð fram og ný- bygging flugvallarins sé langt komin. Ef Tryggvj vill tala um tvær þjóðir í landinu má vel ræða um þá sem fljúga frítt og hina sem hlusta á gný- inn. Steinunn Jóhannesdóttir Ummæli Dýr fundur „Mikið hefur gengið á í málefnum Lyflaverslunar íslands undanfarið og í vikunni var haldinn sögulegur hlut- hafafundur hjá félaginu. Úrskurður Hæstaréttar rétt fyrir fundinn dró þó heldur betur úr spennunni. Á fundin- um mátti þó merkja andstæða strauma en greinilegt var þó hver vilji meiri- hluta hluthafa var. Nýrri stjðrn var fagnað með lófataki og kaupum á bréf- um Frumafls var hafnað. Hart var barist um atkvæðisrétt á hluthafafund- inum á Verðbréfaþinginu á mánudag- inn, en miðað var við hlutafjárstöðu i lok dags þá. Á síðustu mínútum opn- unartíma VÞÍ hækkaði verð bréfanna upp í 6,2 en í dag er verð bréfanna komið í 4,7. Það er því ljóst að menn greiddu hátt verð fyrir atkvæðisréttinn á fundinum sögulega." Björn Knútsson á strik.is Hlátur og grátur „Ný þjóðhagsspá hefur vakið ugg hjá mörgum enda eru hér í fyrsta skipti nefndar verðbólgu- tölur sem eru ískyggilega nærri tveimur stöfum. Nefnd spá ætti þó ekki að teljast nýstárleg miðað við það sem á undan er gengið. En fyrir rúmu ári sendi Þjóðhagsstofnun frá sér spá sem gerði ráð fyrir miklum og órofa við- skiptahalla, allt fram til ársins 2004. Ef sú spá hefði verið tekin alvarlega á sín- um tíma hefðu afleiöingarnar átt að vera ljósar - gengisfall og verðbólga. Ekkert land með eigin mynt, sem jafn- framt hefur ekki gjaldgengi erlendis, get- ur þolað slikan viðskiptahalla til lengd- ar, nema þá aðeins að til hallans sé stofnað til þess að auka útflutningsfram- leiðslu. Slíkt gerðist árin 1973 til 1974 þegar skuttogaravæðingin átti sér stað.“ Örn Valdimarsson I Viöskiptablaöinu Spurt og svaraö Leysir það „miðbœjarvanda“ Reykjavíkur að lögreglumenn verði borgarstt Ríkarður Másson, sýslumaður Skagfirðinga Leysa ekki mið- bœjarvandann „Það eru ekki svo ýkja mörg ár síðan lögreglumenn voru starfs- menn sveitarfélaga, og þá var fjöldi þeirra í algjöru lágmarki, og enn þá minna fé úr að spila en í dag. Ríkið jók löggæsluna þegar það tók við henni svo það væri að fara i hringi að fara með hana aftur til sveitarfélaganna. Það yrði mjög erfitt fyrir sveitarfélögin að reka það „batterí.", nógur er vandi þeirra samt. Ég sé því ekki að þess- ar hugmyndir borgarstjórams i Reykjavik leysi miðbæjarvandann því lögreglan gerir allt sem hún getur til þess að leysa svona vandamál. Það er auk þess ekki hægt að bæta við fjölda lögreglumanna bara til þess að vera á vakt um helgar." Ólafur Helgi Kjartansson, sýslumadur ísfirðinga Skyldur leyfishafa „Alls ekki. Það er vegna þess að vandamálið í Reykjavík er aö hluta til fólgið í því að skemmtistaðirnir eru á svo litlu svæði og kröfur þeirra sem veita skemmtistöðunum leyfi, þ.e. þeirra borgaryfirvalda sem ráða vínveitingaleyfum, eru greinilega ekki nógu miklar til þess að tryggja að þar sé nægjanlegur agi. Þetta er hins vegar ekki bara vandamál Reykjavíku- borgar heldur einnig lögreglunnar sem báðir aöilar þurfa að leysa. Borgarstjórn verður að gæta þess að þeir sem fá leyfin hafl ákveðnir skyldur og þegar í ljós kemur að 30% ofbeldisverka í miðborginni eru unnin inni á veitingastöðunum, þá kallar það á sameiginlegt átak til að krefjast betri reglna." Gunnar Öm Gunnarsson, framkvœmdastjóri Kísilidju Borgarlögregla óþörf „Það á ekki að búa til einhverja borgarlögreglu í Reykjavík, það þarf að leysa þetta vandamál ein- hvem veginn öðruvísi. Ég tek hins vegar undir þá gagnrýni að lögreglan megi vera sýnilegri í mið- bænum og vera með fyrirbyggjandi aðgerðir, ekki fylgjast með úr fjarlægð og blanda sér í slagsmál eða deilur á götum úti þegar allt er að fara i hund og kött. Það er einnig spurning hvort það eru ekki allt of margir veitingastaðir í miðborg Reykjavíkur og allt of margir af þeim með leyfi til þess að hafa opið fram á morgun. Borgarstjórn Reykjavíkur þyrfti kannski að skoða fyrst þann þáttinn og koma þannig til móts við lögregluna." Ólafur F. Magnússon, borgarfulltrúi D-lista Meira fé til lög- gœslumála „Það er ekki til nein einföld lausn á þessu vandamáli. En yf- irfærsla löggæslumála frá ríki til sveitarfélaga gæti haft stóra kosti í för með sér, einfaldlega vegna þess að þá er stjórn þessa málaflokks nær vettvangi. Það þarf að styrkja og efla löggæslu á svæðinu og gera lögregluna sýnilegri en til þess þurfa bæði ríki og sveitar- félag að sýna það í verki að þau séu tilbúin að leggja meira fé til málaflokksins. Lögreglan get- ur ekki stóreflt sína þjónustu nema vilji sé fyr- ir hendi að leggja meira fé til löggæslumála sem og annarra brýnustu öryggisþátta þessa sam- félags." Borgarstjórinn í Reykjavík vill skoöa hvort það þurfi aö flytja löggæslu frá riki til borgar því vellíðan og óryggistllflnning borgarbúa skipti sköpum. •h|gt Bágborinn atvinnuvegur Ef telja á grasnytjar til landgæða ráða sauðfjár- bændur yfir víðlendustu auðsuppsprettu landsins. Þeir eru helstu landeigend- umir og bregðast við af hörku ef einhverjir draga eignarrétt þeirra á landinu í efa. Þjóðlendur eru þeim þyrnir í augum vegna þess að bændur vilja eiga landið einir. En þrátt fyrir gífur- legar landeignir sem era margfaldar að verðmæti miðað við allar Kringlur og stóriðjuver eru sauðíjárbændur skuldug lágtekjustétt sem lepur dauðann úr skel og dregur fram lífið á tiltölulega litlum bústofni eins og forverar þeirra í torfkofunum. Eitt breytist ekki Og enn þrengir að stéttinni, slát- urhúsum er lokað og fyrirtæki sem annast kaup og sölu á afuröunum ramba á barmi gjaldþrots og setja bændum afarkosti eigi viðskiptin að halda áfram. Þau vinnslu- og sölu- fyrirtæki sem enn hjara geta þakkað það ríflegri ríkisaðstoð þegar illa stóð á fyrir þeim. Því eru þau hér nefnd í fleirtölu þótt Goði sé núna eina afurðasalan sem stendur höll- um fæti, og ríflega það. Að vonum bera bændur sig illa og berja sér. Afurðasölum- ar reyna að semja um samruna og hagræðing- ar með misjöfnum ár- angri. Eitt breytist seint en það er verðið á kinda- kjöti. Það helst ávallt himinhátt og er að verða undir í sam- keppninni við kjúklinga og svínakjöt sem er orðin verk- smiðjuframleiðsla og lækkar í verði eftir því sem framleiðslan verð- ur hagkvæmari. Ónýtt fram- leiðslugeta Það er eitthvað mikið að í hefðbundnum sauð- fjárbúskap sem ekki er tekið á af skynsamlegu viti. Bændur kvarta yfir lágu afurðaverði og drætti á greiðslum. Af- urðásölurnar ráða ekki Oddur Olafsson skrifar: við að borga betur fyrir dilka á fæti og neytendur halda ótrúlegri dyggð við fokdýrt lambakjötið. En verðinu er meðal annars haldið uppi með þröngum kvóta sem bændum er skylt að hlýta. En framleiðslu- geta þeirra er miklum mun meiri en markaðurinn þol- ir. Þegar talað er um vanda landbúnaðarins er þar helst neínt að fólksfækkun sé í sveitum og að ekki komist fleiri að framleiðslunni en kvótinn og markaðurinn leyfir. Sjaldan er minnst á að búin eru allt of mörg og óþarflega tæknivædd. Framleiðslu- geta hjóna á einum sveitabæ er jafn- vel meiri en tíu til tuttugu hjúa heimilis var á velmektardögum bændasamfélagsins. Þeir sem haldn- ir eru þeirri þráhyggju að sjá eftir því mannlífi sem þá var talið boðlegt vilja gleyma hve erfitt það var og kröfulítið miðað við þau lífskjör sem nú þykja sjálfsögð. Ef bændur og genitískir sveita- menn á mölinni fengust til að líta á sauðfjárbúskapinn raunsönnum aug- um myndu þeir skynja að hann er tímaskekkja. Samfélagiö hefur þró- ast i aðrar áttir en þeir viðurkenna. Sjálfsþurftarbúskapur er af lagður og sauðkindin fullnægir hvergi nærri þörfum mannsins til matar og klæða eins og áöur fyrr. Hún var gjörnýtt og var jafnvel notuð í leik- föng hvað þá annað. Dýrt sport Lítill vandi er að sýna fram á að búskapur fyrri alda var sjaldnast annað en hokur og basl við að halda líftórunni í mannskapnum, sem tókst misjafnlega. Menn héldu þá að þeir ættu sauðkindinni einni líf sitt að launa. En um það má deila hvort sauðirnir lifðu og dóu fyrir manninn eða maðurinn lifði til að halda lífinu í sauðkindinni. Sú einarða afstaða að leggja land- ið undir hefðbundinn sauöíjár- búskap og rembast við að viðhalda atvinnuvegi sem er fyrir löngu úr sér genginn, og á stundum þarflítill, hefur reynst þjóðinni dýr. En þeir sem þessi fortíðarhyggja bitnar verst á eru bændur. Þarf ekki nema þeirra eigin orð til vitnis um hve léleg lífs- afkoma þeirra er og framtiðarhorfur bágar. Þegar afurðasölufyrirtækin eru líka komin að fótum fram er tími til kominn að fara að athuga og viður- kenna hvar sveitamanninum varð á i messunni. - Og hér hæfir að vitna í séra Sigvalda og segja amen eftir efninu. Ef bændur og genitískir sveitamenn á mölinni fengjust til að líta á sauðfjárbúskapinn raunsönnum augum myndu þeir skynja að - hann er tímaskékkja. v

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.