Dagblaðið Vísir - DV - 13.07.2001, Side 22
26
íslendingaþættir
Umsjón: Kjartan Gunnar Kjartansson
75 ára___________________________________
Sveinn B. Ólafsson raf-
virkjameistari, Rauöagerði
64, Reykjavík.
Sveinn og eiginkona hans,
Anna Þorgilsdóttir, veröa
aö heiman á afmælisdag-
inn.
Ingibjörg Finnbogadóttir,
Vallargötu 18, Þingeyri.
Sigurður Sighvatsson,
Engjavegi 7, Selfossi.
70 ára___________________________________
Rafn Franklín Olgeirsson,
Þórsgötu 5, Reykjavík.
Laufey Torfadóttir,
Hjaltabakka 16, Reykjavík.
Dýrunn Þorsteinsdóttir,
Háaleiti la, Keflavík.
60 ára_____________________
Jóhanna Ragnarsdóttir,
Heiðarseli 25, Reykjavík.
Gylfi Jónsson,
Fannafold 116, Reykjavlk.
Arthur Knut Farestveit,
Hvannalundi 19, Garöabæ.
Ágústa B. Árnadóttir,
Efstalundi 15, Garðabæ.
Guðný Jónsdóttir,
Garöabraut 21, Akranesi.
50 ára_____________________
Björn Kristjánsson,
Austurbergi 20, Reykjavlk.
Hlaðgerður Bjartmarsdóttir,
Vættaborgum 38, Reykjavlk.
Björn V. Þorleifsson,
Heiöargili 6, Keflavík.
Þóranna Þórarinsdóttir,
Hjallavegi 15c, Njarövlk.
Ásdís Baldvinsdóttir,
Borgarvlk 2, Borgarnesi.
Ragnar Þorsteinsson,
Koltröö 17, Egilsstööum.
Reynir Guðmundsson,
Kirkjubraut 60, Höfn.
40-ára ______________________
Jón Viðar Óskarsson,
Skúlagötu 44, Reykjavlk.
Gunnhildur F. Theódórsdóttir,
Ásgarði 15, Reykjavík.
Bryndís Ingibjörg Jónsdóttir,
Hvammsgeröi 7, Reykjavík.
Þóra Pétursdóttir,
Brúnastekk 8, Reykjavík.
Jón Einarsson,
Víkurströnd 3, Seltjarnarnesi.
Sigurður Ingimarsson,
Víöihvammi 14, Kópavogi.
Þorsteinn Gestsson,
Djúpavogi 22, Höfnum.
Björn Erlingsson,
Hamratanga 19, Mosfellsbæ.
Sigríður Gerða Bjarnadóttir,
Skólabraut 30, Akranesi.
Daníel Rúnar Elíasson,
Jörundarholti 15, Akranesi.
Guömundur Jónsson,
Erlurima 8, Selfossi.
Halldóra Þorvaldsdóttir
Halldóra Þorvaldsdóttir, fyrrver-
andi stöðvarstjóri Póst og síma í
Reykholti, verður áttræð þann 15.
júlí næstkomandi. Af því tilefni
taka hún og eiginmaður hennar,
Jón Þórisson, fyrrverandi bóndi og
kennari, á móti vinum og vanda-
mönnum í túninu heima i Reyk-
holti, laugardaginn 14. júlí næst-
komandi. Vinsamlega klæðið ykkur
eftir veðri.
lát
Árni Már Waage, Laufrima 12a, Reykja-
vík, varö bráðkvaddur á Mallorka föstu-
daginn 6. júlí.
Sigurður Jónsson, Mýrargötu 20, Nes-
kaupstað, lést á Fjórðungs-sjúkrahúsinu
Neskaupstað þriöjudaginn 10. júlí.
Gunnhildur Ósk Guðmundsdóttir,
Sævangi 1, Hafnarfirði, lést mánudag-
inn 9. júlí.
Henny M. Frímannsson, andaðist I Kett-
inge I Danmörku þriðjudaginn 10.
júlí.
Árni Sigurðsson, Vogatungu 25a, Kópa-
vogi lést á Landspítala Landakoti miö-
vikudaginn 27. júnl. Útförin hefur fariö
fram I kyrrþey.
FÖSTUDAGUR 13. JÚLÍ 2001
I>V
Níræður
Ásgrímur Hartmannsson
fv. bæjarstjóri
Ásgrímur Hartmannsson,
fyrrverandi bæjarstjóri Ólafsfirði,
er níræður í dag.
Starfsferill
Ásgrímur fæddist á Kolkuós, Við-
víkurhreppi, Skagafirðif og ólst þar
upp. Hann stundaði nám við Al-
þýðuskólann á Eiðum, lauk gagn-
fræðaprófi frá MA og stundaði sér-
nám í bókfærslu. Á uppvaxtarárun-
um vann hann landbúnaðarstörf,
verlunarstörf og við árabátaútgerð
sem faðir hans rak. Þá var hann eitt
sumar hjá Mjólkurfélagi Reykjavík-
ur. Ásgrímur flutti til Ólafsíjarðar
1935. Hann var kaupmaður i Ólafs-
firði 1935-1963, bæjarstjóri þar
1946-1974 og framkvæmdastjóri
Hraðfrystihúss Ólafsfjarðar hf.
1975-1983.
Ásgrímur sat í hreppsnefnd Ólafs-
fjarðar frá 1942 og siðar í bæjar-
stjórn frá 1945, er Ólafsfjörður fékk
bæjarréttindi, til 1978. Hann sat í
stjórn Hraðfrystihúss Ólafsfjarðar
hf. og var formaður stjórnar í fjölda
ára, formaður fræðsluráðs Ólafs-
fjarðar um tíma, formaður Ung-
mennafélagsins Geisla í Skagafirði
1933-1934. Ásgrímur var virkur í
Verkalýðsfélagi Ólafsfjarðar á
fjórða áratugnum og í stjórn pönt-
unarfélags þess, í stjóm iþrótta-
félagsins Sameiningar í Ólafsfirði í
nokkur ár, var einn af stofnendum
Rótaryklúbbs Ólafsjarðar, formaður
stjómar Tjarnarborgar í mörg ár.
Hann var formaður stjórnar
Fjórðungssambands Norðurlands og
í stjórn Samtaka kaupstaða á
Vestur-, Norður- og Austurlandi í
alimörg ár. Hann sat i
stjórnskipaðri nefnd til að gera
tillögu um staðsetningu opinberra
stofnana úti um land, var skipaður
í fasteignamatsnefnd í Ólafsfirði
1962 og umboðsmaður
skattstjóraNorðurlandsumdæmis
eystra 1962.
Ásgrímur var sæmdur
riddarakrossi Fálkaorðunnar árið
1972 og er heiðursborgari
Ólafsfjarðar frá árinu 1985.
Fjölskylda
Þann 23.5. 1937 giftist Ásgrímur
Helgu Jónínu Sigurðardóttur hús-
móður, f. 22.3.1917. Helga er fædd á
Vatnsenda, Ólafsfirði. Foreldrar
hennar voru Sigurður Jónsson og
Sigriður Vilhjálmsdóttir, bæði ætt-
uð úr Svarfaðardal. Þau bjuggu í
Höfn í Ólafsfirði.
Böm Ásgríms og Helgu eru: 1)
Sigríður, f. 1938, gift Kristjáni Sæ-
mundssyni, og eiga þau sex börn; 2)
Kristín, f. 1941, gift Ólafi Sæmunds-
syni og eiga þau fimm börn; 3) Þór-
gunnur, f. 1946, gift Kristjáni Þór-
hallssyni, og eiga þau tvö börn; 4)
Ingibjörg, f. 1949, gift Þorsteini Ás-
geirssyni og eiga þau þrjú börn; 5)
Nanna, f. 1953, gift Guðmundi
Haukssyni, þeirra böm eru fimm; 6)
Hartmann, f. 1955, kvæntur Eddu
Björk Hauksdóttur, þau eiga átta
börn. Afkomendur Ásgríms og
Helgu eru nú 75.
Bræður Ásgríms voru Þorkell
Bjöm, lést tvítugur, og Sigurmon,
nú látinn. Fóstursystkin hans eru
Ingibjörg Jósefsdóttir, nú látin;
Guðrún Hartmannsdóttir lést á
fimmta ári; Jónína Antonsdóttir, nú
látin, og Hartmann Antonsson.
Faðir Ásgríms var Hartmann Ás-
grímsson, bóndi, kaupmaður og
oddviti í Kolkuósi, og Kristín Sim-
onardóttir, Kolkuós.
Ætt
Hartmann var sonur Ásgríms, b. í
Hvammi, Hjaltadal, Gunnlaugsson-
ar, og Guðrúnar Ólafsdóttur, fór til
Vesturheims, b. á Reistará ytri,
Jónssonar, og konu hans, Guðlaug-
ar Ólafsdóttur.
Kristín var dóttir Símonar, b. í
Brimnesi í Viðvikurhreppi, Pálma-
sonar, og Sigurlaugar Þorkelsdóttur
frá Svaðastöðum.
Ásgrímur dvelur nú á sjúkradeild
Hornbrekku. Hann verður í faðmi
fjölskyldunnar á afmælisdaginn.
Fffll'WiHWHI
Ragnar Þorsteinsson
iðnverkamaður
Ragnar Þorsteinsson iðnverka-
maður, Koltröð 17, Egilsstöðum er
fimmtugur í dag.
Starfsferill
Ragnar er fæddur og uppalinn á
Þernunesi við Reyðartjörð. Hann
lauk námi frá Alþýðuskólanum á
Eiðum árið 1970, útskrifaðist sem bú-
fræðingur frá Hvanneyri árið 1971.
Fjölskylda
Þann 17. júní 1973 giftist Ragnar,
Ásdísi Jóhannsdóttur, húsmóður og
bankaritara, f. 8.12. 1952. Foreldrar
hennar eru Jóhann Valdórsson og
Hulda Stefánsdóttir sem búsett eru á
Þrándarstöðum, Eiðaþinghá.
Börn Ragnars og Ásdisar eru: 1)
Lovísa Herborg, f. 30.5. 1971, bóndi á
Hemlu, sambýlismaður hennar er
Vignir Siggeirsson, þau eiga tvo
syni; 2) Þorsteinn Baldvin, f. 28.5.
1975, tæknifræðingur Ósló, sambýlis-
kona hans er Merete Myrheim, þau
eiga einn son; 3) Þorleifur Bóas, f.
SMPii
31.5. 1988, nemi.; 4)
Þorvaldur Björgvin,
f. 3.7. 1990, nemi.
Systkini Ragnars
eru: 1) Björn, f. 22.9.
1937, bóndi Þernu-
nesi; 2) Þorvaldur, f.
1.5. 1940, trésmiður,
býr í Reykjavík; 3)
Guðlaug, f. 23.8.
1941, húsmóðir, býr
í Kópavogi; 4) Oddur, f. 15.10. 1942,
vinnur hjá Landsvirkjun, býr á Eyr-
arbakka; 5) Guðmundur, f.
9.6. 1947, kennari, býr 1
Kópavogi. 6) Jóhanna
Guðrún, f. 28.7.1954, skrif-
stofumaður, býr á Egils-
stöðum.
Foreldrar Ragnars voru
Þorsteinn Kemp Björns-
son, bóndi, f. 30.12.1909, d.
25.10. 1991 og Steinunn
Lovísa Einarsdóttir, f. 7.9.
1911, d. 30.4. 1973. Þau voru búsett á
Þernunesi við Reyðarfjörð.
Merkir íslendingar
Hákon Bjarnson skógræktarstjóri var
fæddur þann 13. júlí 1907. Hann var sonur
dr. Ágústs H. Bjarnasonar, heimspekings,
prófessors og háskólarektors, og konu
hans Sigríðar Jónsdóttur húsmóður.
Hákon varð stúdent frá MR 1926 og
lauk prófi í skógrækt frá Landbúnað-
arháskólanum í Kaupmannahöfn árið
1932 og stundaði síðan framhaldsnám
í Englandi og í Svíþjóð.
Enginn einn maður hefur unnið ís-
lenskri skógrækt jafn mikið og Hákon
gerði. Hann gegndi æðstu embættum er
lúta að skógrækt hér á landi allan sinn
starfsferil, var framkvæmdastjóri Skóg-
ræktarfélags íslands 1933-1977 og skóg-
ræktarstjóri ríksins 1935-1977.
Fáir muna nú lengur að um miðja öldina átt
Hakon Ujarnason
skógræktarhugsjónin oft undir högg að
sækja og átti sér harða andstæðinga hér á
landi, ekki síst meðal hagsmunagæslu-
manna hins hefðbundna landbúnaðar.
Þá kom oftast til kasta Hákonar að
verja hugsjón sína.
Hann var fyrsti hámenntaði skóg-
ræktarsinninn. Hákon benti á að ís-
land væri í barrskógabeltinu og fann
plöntur í Kanada of Alaska, s.s. ösp,
lúpínu og sitkagreni, sem hafa þrift-
ist mjög vel hér á landi. Hann var
skapmikill og stjómsamur baráttu-
maður. Þekking hans og vísindaleg
vinnubrög urðu hins vegar til þess að
hugsjónin varð á endanum ofan á. Hákon
lést 16. apríl 1989.
Friörik A. Jónsson, vélvirkjameistari,
Háuhlíð 14, Sauðárkróki, verður jarö-
sunginn frá Sauðárkrókskirkju á morgun
kl. 14.00.
Ólöf Vernharðsdóttir, fyrrv. hústjórnar-
kennari, Eskihlíð 20, verður jarðsungin
frá Fossvogskirkju I dag kl. 15.00. Blóm
vinsamlegast afþökkuð, en þeim sem
vilja minnast hennar, er bent á Blindra-
félagið.
Svanhvít Jóhannesdóttir, Enni, Höföa-
strönd, verður jarðsungin frá Hofsós-
kirkju þriðjudaginn 17. júlí kl. 14.00.
Markús Sigurjónsson, Reykjarhóli,
Skagafirði, verður jarðsunginn frá
Sauðárkrókskirkju á morgun kl. 11.00.
^ $akiur
Hugheilar þakkir færi ég öllum
þeim er sýndu mér vinarþel
á 100 ára afmæli mínu,
6. júlí sl., meö heimsóknum,
gjöfum og heillaóskum.
Verið öll Guöi falin.
Kristín Eiríksína Ólafsdóttir
Aðalstræti 32, Akureyri
M^Smáauglýsingar
byssur, ferðaiög, ferðaþjónusta,
fyrir ferðamenn, fyrir veiðimenn,
gisting, goifvörur, heilsa, hesta-
mennska, Ijósmyndun, líkamsrækt,
safnarinn, sport, vetrarvörur,
útilegubúnaður... tómstundir
DV
Skoðaðu smáugiýsingarnar á VÍSÍV.ÍS 550 5000