Dagblaðið Vísir - DV - 22.08.2001, Blaðsíða 9

Dagblaðið Vísir - DV - 22.08.2001, Blaðsíða 9
9 MIÐVIKUDAGUR 22. ÁGÚST 2001 DV Fréttir Lögregla komin á fullt í rannsókn á máli Árna Johnsens: Meint mutumal Istaks rannsakað - viðurlög tveggja ára fangelsi. Allt undir í rannsókn efnahagsbrotadeildar „Rannsóknin er I gangi. Við erum með alla þætti málsins til rannsóknar. Það er allt undir í þessu máli í samræmi við þréf ríkissaksóknara frá 27. júlí,“ segir Jón H. Snorrason, yfirmaður efna- hagsþrotadeildar ríkislögreglusfjóra sem stjórnar rannsókn á máli Árna Johnsens, fyrrverandi alþingismanns, sem sagði af sér þingmennsku i kjölfar þess að hann varð uppvís að því að svikja út þyggingavörur í nafni bygging- amefndar Þjóðleikhússins. Jón vildi ekki tjá sig um einstaka þætti rannsókn- arinnar. Um er að ræða fjárhæðir sem nema allt að sjö milljónum króna ef tekið er tillit til úttekta hjá BYKO þar sem þing- maðurinn náði þó að láta breyta reikn- ingum þannig að úttektimar voru skráðar á hann sjáifan 1 stað Þjóðleik- hússins. Þetta gerðist í samstarfi við stjómendur BYKO eftir að DV fór að rannsaka málið fyrir miðjan júlí. Sá gjörningur verður rannsakaður með til- liti til þess hvort um ásetningsbrot sé að ræða. Að auki sveik Ámi út vörur frá BM-Vallá, Garðheimum og Tengi þar sem hann notaði beiðnir frá ístaki. Einn þeirra reikninga sem standa út af er reikningur torfhleðslumannsins Víg- lundar Kristjánssonar frá Hellu. Hann vann fyrir ístak að hleðslu Þjóðhildar- kirkju og bæjar Eiríks rauða á Græn- landi. Seinna vann hann við Höfðaból Áma Johnsens í Vestmannaeyjum og sendi reikning að upphæð 650 þúsund krónur sem hann segir vegna eftir- stöðva af Grænlandsvinnunni. ístaks- menn munu ekki vera i neinum vafa um að sá reikningur eigi ekki rétt á sér þar sem búið sé að gera upp við Víglund torfhleðslumann að fullu. Aðspurður sagðf torfmeistar- inn í DV að hann ætti enn eftir að gefa út reikning á Áma Johnsen en 650 þúsund krón- umar séu vegna Grænlandsverks- ins „en ekki út af einhverju Vest- mannaeyjadæmi," eins og hann orðaði það í DV. Árni Johnsen - rannsakaður. Innlent fréttaljós Reynir Traustason ritstjórnarfulltrúi Mútur saknæmar Tengsl Árna og verktakafyrirtækis- ins Istaks verða samkvæmt heimildum DV rannsökuð en saknæmt er að bera fé á embættismenn. Eins og DV hefur greint frá hefur ístak gert þingmannin- um greiða án þess að innheimta fyrir þá. Fyrirtækið hefur ekki getað hrakið dæmi þar sem trésmiður lýsti því að hann hefði verið látinn smíða muni fyr- ir Áma og annast viðgerðir á heimili hans. Þá starfaði trésmiðurinn á vegum ístaks í Þjóðleikhúsinu en var aldrei beðinn um sundurliðun á þeim verkum. DV hefur margítrekað óskað eftir því við Pál Siguijónsson, forstjóra ístaks, að Jón H. Snorrason - stjórnar rannsókn. Óskar Sigurðsson - Istak lét hann smíöa fyrir Árna. hann sýni fram á það að þingmaðurinn hafi verið rukkaður fyrir vinnu sem unnin var í hans þágu en án árangurs. Forstjórinn hefur borið því við að fyrir- tækið hafi mikla veltu og því erfitt að finna kvittanir. Því stendur framburður Óskars trésmiðs óhaggaður. Páll for- stjóri hefur ítrekað hafnað því að stjóm- endur ístaks hafi eitthvað gert sem ekki samrýmdist lögum. Þá hefúr hann for- dæmt sinn gamla félaga, Áma, fyrir að misnota beiðnir frá ístaki. Þegar upp komst um athæfi Áma í BYKO hafði ístak nýverið unnið í garði hans í Breið- holti. Páll forstjóri upplýsti DV um það skömmu síðar að verið væri að taka saman reikning á þingmanninn vegna þess. Án útboðs Fjöldi dæma er um að Árni Johnsen hafi útvegað ístaki verkefni án útboðs. Þar ber hæst byggingar Þjóðhildar- kirkju og Skála Eiríks rauða sem ístak fékk 70 milljónir króna fyrir. Miklar efa- semdir em um að sú upphæð sé í takt við það sem raunverulega kostaði að byggja húsin. Engum öðrum var gefinn Páll Sigurjónsson Víglundur - ekki benda Kristjánsson á mig. - torf fyrír Árna. Höfuðstöövar ístaks Árni Johnsen þáöi greiöa af stjórnendum sem nú hafa snúiö viö honum baki. Þjóðleikhúsið Margar Árna-úttektir skráöar á leikhúsiö. kostur á því að bjóða i verkið. Þá hefur ístak fengið fjölda smærri og stærri verka í Þjóðleikhúsinu án þess að útboð hafi farið fram. Þá er ljóst að reglur um útboð hafa verið þverbrotnar því lögum samkvæmt var skylt að bjóða út öll verk sem áætlað var að kostuðu meira en 5 milljónir króna. I vor var upphæð út- boðsskyldra verka hækkuð í 10 milljón- ir króna. Ekkert eftirlit virðist vera með því af hálfú ríkisins hvort reglur um út- boð séu haldnar. Ljóst má vera að kær- leikar voru miklir með þingmanninum og fyrirtækinu og margt bendir til þess að stjómendur hafi vísvitandi gert Árna greiða án þess að þiggja gjald fyrir. Sannist á ístaksmenn að þeir hafi borið mútur á þingmanninn bíða þeirra við- urlög sem geta verið allt að tveggja ára fangelsi samkvæmt hegningarlögum. Sá opinber embættismaður sem þiggur mútur getur átt von á allt að 6 ára fang- elsi. DV hefúr heimildir fyrir því að rannsókn lögreglunnar muni meðal annars beinast að þvi hvort stjómendur ístaks og Ámi sjálfur hafi brotið um- rædda lagagrein. Margir hafa gagnrýnt Ríkisendur- skoðun fyrir að fara ekki ofan i saumana á tengslum ístaks og Áma Johnsens í skýrslu sinni um þjófnaðar- mál hans. Samkvæmt heimildum DV var sú ákvörðun tekin í upphafi að öll mál sem vafi léki á um fæm beint til lögreglurannsóknar. Ríkisendurskoðun hafði hvorki tíma né mannafla til að rannsaka einstaka anga Ámamálsins til hlítar en vísaði þeim þess í stað til lög- reglurannsóknar. Meðal þess sem ekki tókst að útkljá var torfreikningur Víg- lundar sem nú er kominn í hendur lög- reglu. Vegna þess hve umfangsmikið málið er vill lögreglan engu spá um það hvenær rannsókninni ljúki. Ef þú ert ekki áskrifandi nú þegar þá bjóðum við þér að skuldbinda áskrift til a.m.k. 12 mánaða og ávísunin er þín. ís ' ■ . PORTÚGAL Brottför 24. ágúst 31. ágúst 07. september 21. september 28. september 05. október 12. pktóber 19. október KÝPUR Bókunarstaða Lengd dvaíar Ávfsun gitdir 9 sæti laus 22 sæti laus 14 sæti laus laus sæti 24sæti laus örfá sæti laus laus sæti laus sæti 2 vikur 1 eða 3 vikur 2 eða 3 vikur m 1,2 1,2 eða 3 vikur I eða 2 vikur I vika 7A nnn Irr 50.000 kr. 50.000 kr. 50.000 kr. — — P-4U 03. september 17. september li sæti laus laus sæti 2 vikur 2 vikur 50.000 kr. 75.000 kr. Verðdæmi á mann ívikuferð til Portúgals f 31. ágúst m.v. tvfbýli á Santa Eulálfa Fullt verð 65.168 kr. Áskrifendur DV greiða 27.668 kr. m.sk. Lágmark 2 í Studio/fbúð Allar nánari upptýsingar gefur Ferðaskrifstoan Sól í síma 545 0900 Nú eru sfðustu forvöð fyrir áskrifendur DV að tryggja sér ódýra sumar- eða haustferð fsólina með ferðaávísun DV og Sólar. Málið er einfalt. Ef þú ert áskrifandi þá bíður ávísunin þess að þú sækir hana íafgreiðslu DV að Þverholti II.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.