Dagblaðið Vísir - DV - 22.08.2001, Blaðsíða 25

Dagblaðið Vísir - DV - 22.08.2001, Blaðsíða 25
MIDVIKUDAGUR 22. AGUST 2001 61 I>V Tilvera Áratugadraumur loks að verða að veruleika, - Skaftfellingur kominn heim: Bjargaði 52 skipbrotsmönn um af þýskum kafbáti DV, SUÐURLANDI: Flutningur mótorbátsins Skaft- fellings frá Vestmannaeyjum til Víkur í Mýrdal hefur lengi staöið til. Eigandi bátsins, Sigrún Jóns- dóttir kirkjulistakona, sem hefur um áratugi barist fyrir þvi að „elskhugi" hennar, eins og hún nefndi bátinn eitt sinn i sjónvarps- viðtali, kæmist til Víkur, sá draum sinn verða að veruleika á áttræðisafmælinu sínu um helg- ina. Örlátir á hlutaféö Skaftfellingur kom fyrst til Vík- ur 15. maí 1918. Áður en ráðist var í kaup á Skaftfellingi hafði staðiö umræða í allmörg ár um nauðsyn þess að kaupa mótorbát til flutn- inga austur 1 Skaftafellssýslu. Þá voru samgöngur á landi lítt kpmn- ar á veg og sýndist mónnum að besta flutningsleiðin væri á sjó. Frá árunum 1908 til 1910 eru til heimildir um að því hafi verið slegið fram á málfundum að Skaft- fellingar ættu að kaupa skip til flutninga og sjósóknar. 1 mars 1915 var kosin sérstök millifundanefnd af Sýslunefnd V-Skaftfellinga til að fjalla um samgöngur á sjó og gera tillögur til úrbóta. í fundargerð sýslunefndar frá 13. mars 1913 kemur fram að þá hafi verið hafin hlutafjársöfnun meðal V-Skaftfell- inga til kaupa á „bifbát" sem verði í eigu íbúa sýslunnar. Hlutafjár- söfnunin gekk vel, alls sðfnuðust 30.225 kr. í hlutafé. V-Skaftfellingar sjálfir sýndu þá eindæma samstöðu um að ná sam- eiginlegu markmiði sinu og lögðu fram 25.000 krónur, eða um 63 krónur að jafnaði á hverja fimm manna fjölskyldu. Til samanburð- ar var timakaup við slátrun í Vík árið 1916 40 aurar. Miðað við 10 stunda vinnudag voru heimilisfeð- ur því 16 daga að vinna fyrir fram- lagi hverrar fimm manna fjöl- skyldu: Formlegur stofnfundur hlutafé- lagsins Skaftfellings var haldinn að Flögu í Skaftártungu 7. febrúar Fluttu bátlnn Þeir önnuðust um flutning Skaftfellings frá Þorlákshöfn til Víkur, erfíöa sjó- og landleiö. Frá vinstri Eiríkur Gunnarsson, Kristján Eggertsson skipasmiöur, sem fylgdi skipinu aila leiö frá Eyjum til Víkur, og lengst til hægri Trausti Gunnars- son en hann og Eiríkur starfa hjá GG-flutningafyrirtækinu. 1917. Þá þegar var hafin smíði Skaftfellings í Troense á Fjóni í Danmörku. Samkvæmt mælingar- vottorði frá 17. desember 1917 var Skaftfellingur 60,46 brúttólestir. Lengd hans var 21,60 metrar og breidd 5,53 metrar. Skaftfellingur var smíðaður úr eik og beyki. Upp- haflega var hann með 48 hestafla vél, sem var skipt út fyrir 90 hest- afla vél árið 1926. Bjargaöi 52 þýskum kafbátsmönnum Skaftfellingur var í ferðum fyrir Vestur-Skaftfellinga til ársins 1939 þegar samgöngur á landi voru orðnar allt aðrar en á upphafsár- um útgerðar Skaftfellings og flutn- ingar á landi leystu af siglingar. Árið 1940 var Skaftfellingur seldur Helga Benediktssyni í Vestmanna- eyjum. Þar tók við ekki siður merkur kafli í sögu skipsins, þeg- ar það var i fiskflutnmgum til Bretlands í síðari heimsstyrjöld- inni. Meðal annars bjargaði 7 manna áhöfn bátsins 52 þýskum kafbátssjómönnum um borð í Skaftfelling eftir loftárás 19. ágúst 1942 eftir að flugbátur varð að snúa frá vegna veðurs. Kafbáturinn hafði laskast í or- ustu á Atlantshafi milli þýskra og breskra flugvéla, áhöfn kafbátsins hafði bjargað þýsku flugmönnun- um um borð en báturinn var svo illa laskaður að hann var að sökkva þegar Skaftfelling bar að. Skaftfellingur hélt með skipbrots- mennina áleiöis til Fleetwood en breskur tundurspillir tók skips- brotsmennina um borð utan við höfnina en leyfði íslensku sjó- mónnunum að halda áfram ferð sinni. Bretarnir voru afar tor- tyggnir á að aðeins sjö islenskum sjómönnum hefði tekist að bjarga 52 mönnum úr sjónum, en leyfðu áhöfn Skaftfellings samt að halda áfram ferð sinni. í júlí 1999 heiðr- aði þýski sjóherinn áhöfn Skaft- fellings fyrir björgunarafrekið. Samþykkt var að leggja niður hlutafélagið um Skaftfelling 15. júní 1942. Þrátt fyrir að Vestur-Skaftfell- ingar réðust stórhuga í kaup á Skaftfellingi var enginn staður í sýslunni þar sem báturinn gat lagst að bryggju frekar en í dag. Eina leiðin til að koma vörum til og frá Skaftfellingi upp á land var með árabátum sem lentu í fjör- unni, oft við erfiðar aðstæður. Það má því með sanni segja að Skaft- fellingur sé nú að koma í fyrsta skiptið alla leið til Víkur í Mýrdal því skipið lá alltaf fyrir akkerum úti á sjó þegar hann kom þangað á árum áður. Stofnað hefur verið áhugafélag um Skaftfelling, sem hefur nú fengið húsnæði í Vik yfir bátinn þar sem stefnt er að því að hann verði til sýnis þegar lokið hefur verið við endurbætur á honum. Sigrún Jónsdóttir sagði að það hefði verið dásamlegt að sjá Skaft- felling loksins koma til Víkur. Hún eignaðist bátinn fyrir um þrjátíu árum og hefur alltaf haft það að markmiði að koma honum til Víkur. Gott áheitaskip, seglr lístakonan „Það var dásamlegt að sjá hann birtast hér út úr þokunni, það var eins og yfir honum væri einhver ljómi, engu likara en yfir honum væri krossmark þegar hann var að koma hér niður fjallið," sagði Sig- rún. Hún segir að Skaftfellingur hafi alla tíð verið hið mesta happafley. „Hann hefur alltaf reynst vel, hann er líka gott áheitaskip, það veit ég, en það hef- ur líka ekki farið vel fyrir öllum sem hafa reynt að leggja stein 1 götu Skaftfellings," sagði Sigrún Jónsdóttir. Fyrir þá sem hafa áhuga á að leggja endurbyggingu Skaftfellings lið er bent á reikning í Lands- banka íslands, nr 0101-18-465946. Fólk er hvatt til að láta nöfn sín fylgja svo að skrá megi gefendur í sérstaka skrautskrifaða bók. -NH Meginheimild: Verslunarsaga Vestur-Skaftfellinga, annaö bindi. Ný sending Frábært verð Vriiliiul.i ? .'. 588 !>/¦!/ WWví"Í/D®«>S Verð frá 35.500 Allar stærðir EVRÓ Grensásvegi 3 s: 5331414 A leiöinni heim Skaftfellingur er hér á leiö til Vikur. DV-MYND NJORÐUR HELGASON. /\OKU W/1 MJODD Þarabakka 3,109 Reykjavík Kennsla á leigu-, vöru- og hópbifreið og vörubifreið með eftirvagn.Hægt er að hefja nám alla miðvikudaga. (Áfangakerfi) Endurbætt kennsluaðstaða. Reyndir kennarar og góðir kennslubílar. Aukið við atvinnumöguleikana. Hringið eða komið og leitið upplýsinga E-mail okusk.mjodd@simnet.is

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.