Dagblaðið Vísir - DV - 03.09.2001, Page 12
12
MÁNUDAGUR 3. SEPTEMBER 2001
Skoðun I>V
Hver er uppáhalds-
sjónvarpsþátturinn þinn?
Berglind Ríkharösdóttir nemi:
Friends.
Kristín Jóhanna Jónasdóttir nemi:
Friends.
Elva Dögg Mahaney nemi:
Friends og 70 mínútur.
Máni Hrafnsson nemi:
Friends.
Viðsnúningur
í barnarækt
Hún var ánægju-
leg, sjónvarpsfrétt-
in sl. fimmtudag
um fund (pall-
borðsumræður) for-
eldra barna í Lista-
koti, þar sem m.a.
var skoðað hvort
verið sé að gera of
mikið fyrir börnin
okkar, og hina mis-
skildu gæðaflóð-
öldu frá foreldrum til barna sinna.
Já, það má líka spyrja hvort börnin
hafi í raun gott af öllu því eftirlæti
sem foreldrar hafa talið að börn
þeirra þurfi að búa við. Það er já-
kvætt að nú virðist a.m.k. örla á
viðsnúningi í bamarækt hér á
landi.
Til þessa, og nokkuð lengi, hafa
flestir íslenskir foreldrar látið reka
á reiðanum og talið að börn þeirra
ættu ekki bara allt gott skilið held-
ur allt það besta sem fáanlegt er,
gegn greiðslu eða raðgreiðslum, líkt
og viðskiptahættir segja til um í
dag.
Hvað hafa svo krakkaormarnir
uppskoriö? Frekju, geðvonsku, mál-
helti, kæruleysi og klókindi í að
heimta enn meira eftir því sem
þeim vex fiskur um hrygg. Auðvitað
ekki allir, því heiðarlegar undan-
tekningar eru á uppeldisaðferðum
foreldra en fullyrða má, að helftin af
íslenskri æsku er ekki í stakk búin
til að axla ábyrgð á sjálfri sér, hvað
þá að stofna til hjónabands og ala
sjálf upp nýja einstaklinga.
íslensk æska er ekki á sama báti
og jafnaldrar í nágrannalöndunum,
Jumnott i Reykjavik
Æskan á næturskemmtun.
„Hvað hafa svo krakkaorm-
amir uppskorið? Frekju,
geðvonsku, málhelti, kœru-
leysi og klókindi í að
heimta enn meira eftir
því sem þeim vex fiskur
um hrygg.“
það sést á fasi og framgöngu, al-
mennum kurteisisvenjum og skerpu
í hugsun og tali. Skólamenntun hér
skilar sér líka mun síðar í heilabú
krakka, sérstaklega á fyrra skóla-
stigi. - Hvað er t.d. rangt við það að
hefja tungumálanám ásamt ís-
lenskri málfræðikennslu um leið og
lestrargeta er komin sæmilega á
veg?
Hvers vegna eru ærsl, næturrölt,
drykkjulæti og slagsmál sérstakt
einkenni íslenskra ungmenna?
Svarið er: agaleysi á heimilum og í
skólum. Agaleysi þjóðarinnar er
víðþekkt og tekur einnig yfir fjár-
mál og viðskipti við aðrar þjóðir.
En hvað hafa aðrar þjóðir þá
helst fram yfir þá íslensku í uppeld-
islegu tilliti? Agann fyrst og fremst
og það sem við þyrftum nauðsyn-
lega að búa við; skipulagða þegn-
skylduvinnu. Aðrar þjóðir búa við
herskyldu ungra manna í svo sem
12 mánuði áður en tvítugsaldri er
náð (Norðurlandaþjóðir jafnt og aðr-
ar þjóðir Evrópu). Hér er um enga
aðra skyldu að ræða fyrir íslenska
þegna, alLt frá vöggu til grafar, en
grunnskólaskyldu.
Er ekki rétt að líta nú til frum-
kvæðis þess hóps sem hefur fengið
bakþanka um að eitthvað sé að í
uppeldismálum okkar? Áður en
þjóðin steypist kollhnís í meðal-
mennskunni og misskilningnum
um að börnin eigi „allt hið besta
skilið". - Sem leiðir oftast til alls
hins versta.
Sjálfstæðismenn og
Kristinn Sigurgíslason nemi:
CSI á Skjá einum.
Gunnar Ingi Sveinsson nemi:
Will og Grace á Skjá einum.
Hafiiði Helgason
skrífar:
Miðvikud. 22. ágúst sl. skrifar
Karl Ormsson um R-listann og fylgi-
fiska hans. Hugsanlega man Karl
ekki langt aftur í fortíðina, en hann
mætti minnast síðustu borgar-
stjórnarkosninga þegar formaður
Sjálfstæðisflokksins var sífellt að
hrókera með borgarstjóraefni fram
og til baka, eftir að skoðanakannan-
ir voru R-listanum í vil. Og var ekki
Amal Rún Quase sem náði góðri
stöðu í prófkjörinu færð neðar á
framboðslistann? - Karl Ormsson
ætti að svara þessu.
En eiga sjálfstæðismenn nokkurn
alvörukandídat á móti Ingibjörgu
Sólrúrtu Gísladóttur? Eða eru þeir
búnir að velja sér borgarstjóraefni?
Mikið hljóta þeir að hræðast núver-
„En eiga sjálfstœðismenn
nokkurn alvörukandídat á
móti Ingibjörgu Sólrúnu
Gísladóttur? Eða eru þeir
búnir að velja sér borgar-
stjóraefni? Mikið hljóta
þeir að hrœðast núverandi
borgarstjóra. “
andi borgarstjóra. Jú, víst horfði ég
á Kastljóssþáttinn þar sem Bubbi
Morthens tjáði sig um R-listann; að
hann stykki upp í bíl er hann lyki
tónleikum í miðborginni. Greini-
lega er mikil hræðsla í honum.
En málið er ekki slíkt sem Bubbi
lýsti. Sjálfstæðisflokkurinn á að sjá
R-listinn
um gæslu í miðborg Reykjavíkur.
Lögreglan er undir stjórn dóms-
málaráðherra. En illa hefur tekist
til vegna fjárskorts. Borgarstjóri
hefur boðist til að taka við löggæsl-
unni. Dómsmálaráðherra vildi það
ekki. Hefur líklega vitað að R-list-
inn gæti stjórnað lögreglunni mun
betur.
Reykvíkingar fengu ekki að kjósa
um staðsetningu Ráðhússins. Ingi-
björg Sólrún sá hins vegar um að
Reykvíkingar fengju að kjósa um
framtíð flugvallarins. Og ströndina
í Nauthólsvík er búið að lagfæra og
gera þar glæsilegt útivistarsvæði.
En hvað um svæði fyrir æfingaakst-
ur sem Sjálfstæðisflokkurinn lofaði
fyrir mörgum árum? Við það hefur
ekki verið staðið frekar en annað á
loforðalista hans.
Garri
Innstæöulausir
Guðnalausir íslendingar afgreiddu innstæðu-
lausa gúmmítékka sem boppuðu ráðlausir og
skyrpandi um Laugardagsvöll um helgina.
Garri hefur fyrir þessu áreiðanlegar heimildir
en sjálfur var hann í sumarbústað stéttarfélags
síns um helgina og því sambandslaus við um-
heiminn og sá því ekki þennan frækilega sigur í
landsleiknum. Hann var hins vegar í bænum
þegar umræðan og írafárið stóð sem hæst um
Guðna eða ekki Guðna í landsliöið og þar risu
öldur tilfinninganna hátt og ýmsir sérfræðingar
létu andlegar hendur skipta í fjölmiðlum.
„Hvers vegna völduð þið ekki Guðna?“ hvæstu
blaðamenn að Eggerti, kexbaróni og fótboltafor-
kólfi, og ugglaust hefur sala á Frónkexi dregist
verulega saman þessa Guðnalausu daga. „Hví er
Guðni ekki í liðinu...?“ dengdu margir með þjósti
á Atla landsliðsþjálfara sem var líklega lítið vin-
sælli á íslandi fyrir helgi en nafni hans Húna-
konugur meðal fómarlamba sinna í denn. Atla
og Edda vöfðust tungur um fætur og fátt var um
svör.
Hrákadallar n
Og svo rann leikdagurinn upp. Og niðurstaðan
sú sem öllum er kunn. Án „besta varnarmanns"
í enska boltanum gjörsigruðu tslendingar Tékk-
ana sem áttu að vera með eitt besta lið í heimi
og kannski einn besta, eða í það minnsta
.stærsta, sóknarmann í heimi, hrákadallinn Koll-
er. Og sigurbrosið er enn á andlitum slöttólfanna
Atla og Eggerts sem fyrir fram voru sakaðir um
að leggja drög að stórtapi íslendinga með því að
velja ekki Guðna i landsliðið. Litið hefur hins
vegar heyrst í gagnrýnendum þeirra félaga eftir
leikinn en þeir eiga eftir að láta í sér heyra. Því
íslendingar, ekki síst sérfræðingar um íþróttir,
eru þrashundar og kverúlantar fram í fmgur-
góma.
Þjóðverjar án Guðna
Sportþrasarar munu auðvitað benda á að ef
Guðni hefði verið í liðinu hefðu Tékkarnir ör-
ugglega ekki skorað í leiknum og sigurinn senni-
lega orðið enn stærri. Og þeir munu líka benda
á að sama daga og Guðnalausir íslendingar sigr-
uðu gúmmítékkana aðeins með tveggja marka
mun þá burstuðu Engilsaxar Germani, 5-1. Og
r hverjir skoruðu fimm mörk í :þeim leik? Jú,
Liverpoolstrákarnir sem Guðni var nýbúinn að
jarða nánast upp á eigin spýtur. Þjóðverjar stein-
lágu sem sé fyrst og fremst vegna þess að þeir
voru Guðnalausir. Og íslendingar unnu Tékkana
„aðeins" 3-1 af því að Guðni var ekki með.
Og tuðið og þrasið heldur áfram því að það er
auðvitað hluti af leiknum og kannski það gefur
honum mest gildi.
Garri
Á Krýsuvíkursvæði
Allt kvikt undir niðri?
Eldvirkni á Reykja-
nessvæðinu
Siguröur Magnússon hringdi:
Ég er ekki eini íbúinn á Reykjanes-
svæðinu sem óttast eldsumbrot sem
kunna að ríða yfir skyndilega og án
þess að þekkja þau viðbrögð sem verð-
ur beitt til vamar eða bjargar íbúun-
um. Er t.d. einhver neyðaráætlun til-
tæk til að flytja fólk brott frá hverjum
og einum kaupstaðanna hér á svæð-
inu? Hvað með tiltækan bátaflota og
hve fljótt má safna honum saman?
Hvað með skipulag á akstursleiðum?
Eða sjúkrahús og aðhlynningu hjá
þeim fyrir fjölda manna? Eru skipu-
lagðir neyðarstaðir á svæðinu sem
leita skal til, miðað við ýmis hættu-
svæði og mismunandi eftir því hverr-
ar tegundar slysavaldurinn er? Þessu
ættu yfirvöld hér á Suðurnesjum að
huga að, bara sem varúðarráðstöfun.
Ofbeldi í miðbænum
Halldóra Guðmundsdóttir skrifar:
Það ætlar ekki að verða einfalt að
leysa vandann sem er til staðar í mið-
borg Reykjavíkur þar sem ráðist er á
menn og þeir ýmist lamdir til óbóta
eða hreinlega drepnir líkt og dæmi er
um, þótt sem betur fer sé það ekki al-
gengt. Síðast kom upp mál þar sem Ní-
geríumaður einn, búsettur hér, varð
fyrir árás á Hverfisgötunni. Nú hefur
sá er sagöur var valdur að árásinni
kært og snúið ofbeldinu upp á Nígeríu-
manninn. Ofbeldismálin eru hins veg-
ar óleyst vandamál. Vel má vera að
kvörtun hins þeldökka Nigeríumanns,
Teddys, sem var nafngreindur, fái
betri og skjótari undirtektir og nú
verði borgin hreinsuð af þeim svarta
bletti sem óaldarlýður hefur sett á
borgina okkar undanfarin ár.
Oft var þörf ...
Kristjana Vagnsdóttir hringdi:
Ég vil koma á
framfæri þakklæti til
Lýðs Árnasonar sem
skrifaði nýlega kjall-
aragrein í DV undir
starfsheitinu „heil-
brigðisstarfsmaður í
Önundarfirði“.
Greinin hét „Karl-
menn í fæðingaror-
lofi“. Þetta var grein
sem segja má um: Oft
var þörf en nú er
nauðsyn. - Grein
þessi var í léttari kantinum, eins og
Lýð er svo lagið að túlka málin, og
það vantar einmitt í margan pistilinn
sem settur er á prent 1 nútímanum.
Ég reikna með að þessi grein hafi vak-
ið verðskuldaða athygli hjá mörgum.
Áfram á sömu braut, Lýður!
Aukafjárveitingar
hins opinbera
Guðjón Einarsson skrifar:
Manni blöskrar hversu stíft sótt er
til ríkisins á öllum sviðum varðandi
hluti sem ættu að vera í höndum ein-
staklinganna sjálfra. Þannig þarf nú
að afgreiða aukafjárlög vegna 3 millj-
arða viðbótaríjárþarfar Trygginga-
stofnunar vegna hins svokallaða „ör-
yrkjadóms" Hæstaréttar og eru þar
lyfin einn stærsti útgjaldaliðurinn.
Einnig er í bigerð að gefa lagaheimild
til fjárveitinga vegna launahækkana
kennara. Þarna virðist hafa verið
gerður kjarasamningur sem engin
innistæða var fyrir. Hér er um mikla
handvömm að ræða af hálfu Alþingis
og ráðamanna, sem eru komnir einum
of langt í því að lofa öllum öllu.
Lýður Árnason
læknir.
Lætur vel að
teika á léttu
nótunum.
Lesendur geta hringt allan sólarhring-
inn í síma: 550 5035.
Eða sent tölvupóst á netfangið:
gra@ff.is
Eða sent bréf til: Lesendasíða DV,
Þverholti 11, 105 Reykjavík.
Lesendur eru hvattir til aö senda mynd
af sér til birtingar með bréfunum á
sama póstfang.