Dagblaðið Vísir - DV - 03.09.2001, Page 28

Dagblaðið Vísir - DV - 03.09.2001, Page 28
FRETTASKOTIÐ SÍMINN SEM ALDREI SEFUR Hafir þú ábendingu eöa vitneskju um frétt, hringdu þá í slma 550 5555. Fyrir hvert fréttaskot, sem birtist eöa er notað í DV, greiöast 3.000 krónur. Fyrir besta fréttaskotiö í hverri viku greiðast 7.000. Fullrar nafnleyndar er gætt. Viö tökum viö fréttaskotum allan sólarhringinn. 550 5555 Vill ekki fara til móðurfólksins í Avery: Dauðhræddur við að fara aftur til Frakklands - segir Sahari Jakobsson sem verður tíu ára í næsta mánuði Sahari Jakobsson, sem veröur tíu ára i næsta mánuði, segir í viötali við DV að það sé rangur skilningur að faðir hans, Jakob Páll Jóhanns- son, hafi neitað að senda sig til móð- ur sinnar í Frakklandi. „Það rétta er að það var ég sem vildi ekki og vil ekki fara þangað. Frekar vildi ég deyja en fara aftur til Frakklands. Það mundi algjörlega rústa hjarta mitt og bemsku mína ef ég þyrfti að fara til baka,“ sagði Sahari í gær- kvöld og bætti við að á íslandi liði sér vel. Hann sagði að hann vildi gjarnan að þetta kæmi fram í um- 'fjöllun blaðsins i dag. Sahari sagði að sér fyndist héraðsdómurinn óréttlátur, honum hefði fundist að ekki væri tekið tillit til aðstæðna eins og þær væru. Sahari sagði að lög væru oft meira sniðin fyrir hina fullorðnu og þá gengið á rétt barnanna. „Ég er skíthræddur við að fara aftur til Frakklands." Hann segir að í kjölfar barsmiða hafi hann alloft þurft að leita hjálpar geðlækna og sálfræð- inga, bæði á íslandi og í Frakklandi. Sahari hefur búið í Avery sem er 30 kílómetra suður af París. „Ég á helling af vinum hérna á Is- landi og vil búa hér og fara í ís- lenskan skóla. Ég vil hvergi annars staðar búa en á Islandi og sætti mig DV-MYND ÞOK Vill ekki fara Sahari Jakobsson, níu ára gamall þar til í næsta mánuöi, vill ekki yflr- gefa Hafnarfjörö og segist hræddur við aö fara aftur til Frakklands. Hér er hann í Hafnarfiröi í gærkvöld. alls ekki við að búa í Frakklandi. Ég bið alla þjóðina að hjálpa mér,“ sagði Sahari Jakobsson í gærkvöld. Hörður Felix Harðarson er lög- maður Saharis. Hann sagði í gær- kvöld að í dag, mánudag, yrði lögð fram kæra til Hæstaréttar á úr- skurð Héraðsdóms Reykjaness. Tal- að er um kæru þegar úrskurður hef- ur verið kveðinn upp eins og hér en áfrýjun ef um er að ræða dóma. I að- fararmálum frestar kæra til Hæsta- réttar ekki aðfór. Svo kann því að fara að aðíor verði gerð í vikunni. „Það er til heimild fyrir dómara að mæla fyrir um að kæra fresti framkvæmdinni og þess var kraflst af okkur I héraði að mælt yrði fyrir um það. I greinargerð með því ákvæði var mælt fyrir um að slík frestun yrði veitt, meðal annars með tilliti til hagsmuna barnsins," sagði Hörður Felix í gærkvöld. Hann kvaðst ekki geta tjáð sig um barsmiðar á barninu en fram hefur komið að erlendir sérfræðingar hafa bent á að það geti verið drengnum skaðlegt að búa áfram við sömu aðstæður. „Það fer ekki milli mála að vilji drengsins í þá átt að búa hér á landi er mjög staðfastur. Það fer heldur ekki milli mála að þetta er raun- verulegur og einlægur vilji. Við telj- um því að svigrúm sé fyrir íslenska dómstóla að synja um afhendingu. Það sé svigrúm bæði í Evrópusamn- ingnum og Haagsamningnum sem gilda um mál af þessu tagi, fyrir ís- lenska dómstóla að meta þetta sjálf- stætt, með hagsmuni barnsins í huga,“ sagði Hörður Felix. Á Netinu mun mál Saharis Jak- obssonar verða kynnt á slóðinni barnaland.is og þar getur fólk veitt drengnum stuðning frá og með deg- inum í dag. -JBP A181 km hraða í Fló- anum Ungur ökumaður var stöðvaður í ofsaakstri í Flóanum fyrir austan Selfoss aðfaranótt laugardags en lögreglan mældi hraða bifreiðar hans 181 km. Maðurinn gaf lögreglu þá skýr- ingu á ofsaakstri sínum að hann hefði „gleymt sér við að hlusta á út- [ varpið". Hann var sviptur ökuleyfi sínu á staðnum og missir það vænt- anlega í 3 mánuði, auk þess sem hann þarf að greiða 70-80 þúsund króna sekt. -gk Selfossprestakall: Sr. Gunnar leysir af 1 vetur Séra Gunnar Björnsson, áður prestur á Holti í Önund- arfirði, mun gegna embætti sóknarprests á Selfossi í vet- ur. Sr. Þórir Jökull Þorsteins- son, starfandi sóknarprestur, hefur sótt um níu mánaða námsleyfi og fengið. Að sögn Eysteins Jónassonar sóknar- nefndarformanns er hann í sumarleyfi í september en heldur síðan utan til Dan- Sr. Gunnar Björnsson. merkur þar sem hann verður í námi næstu níu mánuðina. Eysteinn sagði að biskups- embættið hefði sétt sr. Gunn- ar í að leysa sr. Þóri Jökul af. Glúmur Gylfason organisti yrði áfram með stjórn kirkjukórsins og yngri hóp- inn i unglingakórnum. Þá væri Margrét Bóasdóttir með eldri hópinn í unglingakóm- um. -JSS MANUDAGUR 3. SEPTEMBER 2001 DV-MYND ÞOK Glæstur sigur íslendinga ísienska landsliöið vann glæstan sigur á Tékkum í riölakeppmi fyrir HM. Á myndinni fagnar Andri Sigþórsson fyrra marki Eyjólfs Sverrissonar. Jarðskjálfti und- ir Mýrdalsjökli haustskjálftar, telur jarðfræðingur DV. SELFOSSI: Jarðskjálfti upp á 2,6 stig á Richterkvarða varð í Mýrdalsjökli undir kvöld í gær. Þórunn Skafta- dóttir á jarðeðlisdeild Veðurstof- unnar segir að rólegt hafi verið undanfarið undir Mýrdalsjökli; þessi skjálfti nú sé einstakur at- burður og ekki í tengslum við neitt undanfarna mánuði. Þórunn segir að nú megi fara að vænta haustskjálfta undir Mýr- dalsjökli, þessi skjálfti geti allt eins verið upphafið að hausthrinunni. Undanfarið hefur fólk kvartað yflr mikilli brennisteinslykt úr ám sem renna frá Mýrdalsjökli. Ekki hefur mælst aukin leiðni í ám frá jöklinum. Katla hefur ekki gosið alvörugosi frá árinu 1918. Smágos varð undir jöklinum 1952 og hlaup með liklegu gosi fyrir tveim árum. -NH ÞAÐ ER FJOR í FLÓANUM! Lúsafaraldur á Selfossi: Lúsin viðvarandi árið um kring „Lúsin er ekki lengur bundin vetr- inum, það hefur verið viðvarandi lús hér á Selfossi í allt sumar. Fram kom í einu héraðsfréttablaðanna nýlega að sala á lúsameðali hefði verið meiri í sumar en áður hefur verið," sagði Guðmundur Ó. Ásmundsson, skólastjóri Sólvallaskóla á Selfossi. Börn í leikskólum og grunnskólum á Selfossi hafa verið send heim með leiðbeiningar Landlæknisembættis um viðbrögð við lús og hvernig eigi að leita hennar nú á fyrstu vikum skólans. Guömundur segir að lúsin hafi verið að stinga sér niður meira og minna á Selfossi allan fyrravetur DV-MYND NJORÐUR HELGASON Leitaö lúsa Nauösynlegt er aö allir bregöist strax viö og leiti í hári barnanna þeg- ar boö koma frá skólum og leikskól- um um lús. Hér kannar móöir ástandiö hjá dóttur sinni. með tilheyrandi óþægindum og að- gerðum til að halda faraldrinum niðri. „Það þurfa allir að vera sam- stiga við að berjast gegn lúsinni. Það tekur langan tíma að vinna á henni. Ef einhver einn tekur ekki þátt í að leita og bregðast við á réttan hátt ef lús finnst þá er allt ónýtt hjá þeim sem hafa staðið vel sig í leitinni. Fólk var farið að vera órótt yfir þvi að þurfa ítrekað að leita í fyrravetur. Þetta er fyrst og fremst mál foreldr- anna. Nauðsynlegt er að allir bregð- ist strax rétt við þegar beiðni frá skólanum berst inn á heimili með bömum úr skóla og leikskóla," sagði Guðmundur Ó. Ásmundsson. -NH brother P-touch 1250 Lítil en STÓRmerkileq merkivél 5 leturstærðir 9 leturstillingar prentar (2 ifnur borði 6, 9 og 12 mm 4 gerðir af rómmum Rafport Nýbýlavegi 14 Simi 554 4443 Veffang: www.if.is/raJfporj______ Útiljós Rafkaup Ármúla 24 • S. 585 2800 / / / / / / / I

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.