Dagblaðið Vísir - DV - 29.09.2001, Blaðsíða 28
28
LAUGARDAGUR 29. SEPTEMBER 2001
Helgarblað
DV
Sumir menn eru þannig gerðir
að þeir hætta aldrei við hálfn-
að verk heldur fylgja hverju
máli fast til enda. Þetta eru gjarnan
menn sem þekkja viðfangsefni sin
út í hörgul og kunna á þeim betri
skil en flestir aðrir. Fyrir þeim er
ekki nóg að vita hluta einhvers
máls. Þeir vilja vita og þekkja allt
og gefast aldrei upp.
Hörður Geirsson rafvirki, ljós-
myndari, safnvörður og flugsögu-
grúskari er einn þessara manna.
Hörður hefur eftirminnilega kom-
ið nafni sínu á spjöld sögunnar á
sínu áhugasviði en hann leitaði um
20 ára skeið að breskri herflugvél
með fjórum mönnum innanborðs
sem fórst á hálendinu milli Öxna-
dals og Eyjafjaröar 26. maí 1941 á
leið frá Akureyri til Kaldaðarness.
Hörður gafst aldrei upp og fann að
lokum það sem hann leitaði að.
DV MYNDIR GVA
Hörður ies fréttir
Höröur hefur lagt mikiö á sig viö aö
ieysa verkefniö og eins og sést á
myndinni hefur árangurinn vakiö at-
hygli úti um allan heim. Hann hand-
leikur möppu meö 250 fréttum úr
víðri veröld af fundi vétarinnar.
Hönd í hanska
Gerð var leit að vélinni á sínum
tíma og hermenn sem komu að flak-
inu mátu það svo að engin leið væri
að bjarga því eða líkamsleifum flug-
mannanna ofan af fjallinu enda flak-
ið á kafi i snjó.
Síðan liðu nærri 60 ár og eini
maðurinn sem kom á staðinn á
þeim tíma var ungur smalamaður,
Gísli Ingólfsson sem gekk fram á
staðinn í smalamennsku. Hann sá
glitta í skammbyssu við fætur sér
og sá svo dökkan hanska standa upp
úr snjónum og datt í hug að taka
hann með sér til minja. Hann togaði
í en þegar honum varð ljóst að köld
hönd var í hanskanum setti að hon-
um óhug og hann hljóp í burtu.
Hörður ákvað 1980 að hefja leit að
umræddri flugvél. Fyrsti leiðangur-
inn stóð í eina viku og í það skipti
segist Hörður örugglega hafa gengið
yfir staðinn þar sem flugvélin
leyndist.
13 leiðangrar á 20 árum
„Þetta var í rauninni nokkurs
konar manndómsvígsla fyrir mér að
geta legið einn úti og bjargað mér.
Ég notaði í rauninni leitina að flug-
vélinni sem nokkurs konar afsök-
un,“ segir Hörður og vill ekki gera
mikið úr þrautseigju sinni við leit-
ina.
„Ég fór með margra ára millibili.
Ég fór allt í 13 leiðangra á nærri 20
árum og gekk meðal annars fimm
sinnum á Gloppufjall sem lengi var
haldið að væri vettvangur slyssins.
Ég haföi alltaf meiri áhuga á þýskri
flugsögu en þetta var óleysta gátan
um týndu vélina og gaman að koma
að þessu aftur og aftur.“
Fyrir fáum árum urðu þáttaskil i
leitinni þegar Hörður kom höndum
Jökullinn skilar sínu
Jökullinn þar sem flugvélin leyndist
hefur lækkaö um 3,5 metra á tveimur
sumrum síöan vélin fannst. Eins og
sjá má á þessari mynd, sem Höröur
Geirsson tók, hefur flugvélin sundrast
í litla parta viö brotiendinguna.
yfir leitarskýrslur frá breska hern-
um frá þeim tíma sem slysið gerð-
ist. Þegar það var fundið var hægt
að bera það saman við nútíma kort
og allt í einu var kominn kross á
kortið þar sem flugvélin leyndist.
„Það var Friðþór Eydal, blaðafull-
trúi Varnarliðsins, sem fann þessar
skýrslur í London og í þeim reynd-
ust vera hnit af staðnum. Ég fékk
þau, fann svo kort úr eigu breska
hersins frá Landsbókasafni og þá
loksins gat ég sett hinn langþráða
kross á kortið."
Loksins, loksins
Það var síðan 21 ágúst 1999 sem
Hörður loksins fann flakið á litlum
jökli í um 1100 metra hæð í hálend-
inu milli Eyjafjarðar og Öxnadals.
Hann hefur því trúlega verið fyrsti
maðurinn sem leit það augum síðan
smalamaðurinn gekk fram á það.
Með honum í þessum fyrsta leið-
angri voru Örn Arnarson sem fyrst-
ur fann brak úr flakinu, Skúli Árna-
son og Arnar Össur, sonur Harðar.
Mikið af alls kyns braki og mun-
um hefur síðan fundist á svæðinu
en jökullinn er að þiðna allhratt og
mun að sögn jöklafræðinga hverfa
alveg með tímanum. Líkamsleifar
þeirra fjögurra sem fórust með vél-
inni hafa fundist að hluta og hafa
varðveist ótrúlega vel sem staðfestir
að snjó hefur ekki tekið af flakinu
síðan það fórst. Á þeim tveimur
sumrum sem liðin eru síðan flakið
birtist undan ísnum hefur jökulinn
þynnst um þrjá og hálfan metra og
mikið magn af braki og leifum kom-
ið í ljós.
Líkamsleifarnar voru jarðsettar
með viðhöfn í Fossvogi sumarið
2000 að viðstöddum fulltrúum
breska flughersins en einnig komu
ættingjar nokkurra hinna látnu
hingað til lands af þessu tilefni.
Hörður segir að Björgunarsveitin
Súlur á Akureyri hafi unnið gríðar-
legt starf við aö safna saman leifum
og braki og taka þátt í og aðstoða
við þá fjölmörgu leiðangra sem fam-
ir hafa verið á fjallið síðan.
í miklum leiðangri sem farinn
var sumarið 2000 komu sex sérsveit-
armenn frá breska flughernum frá
Skotlandi til Islands til að taka þátt
í leiðangrinum og Hörður segist
aldrei hafa kynnst öðrum eins harð-
jöxlum sem féllu afar vel inn í hóp
íslenskra björgunarsveitarmanna
og fjallamanna sem komu að þessu
verkefni.
Sérstök sýning á munum og minj-
um sem tengjast þessum sérstæða
atburði sem jökullinn geymdi í
nærri sextíu ár hefur verið höfð
uppi á Minjasafninu á Akureyri og
þar sýnir Hörður þeim sem áhuga
h
,riL
Flugmaöur
Höröur fór 13 le
tók Skúli Arna.
se.
í fyrra lífi
Hörður Geirsson á Akureyri segir frá leitinni sem stóð í
20 ár, endurminningum úr fyrri lífum og sorginni sem
knúði dyra á heimili hans um líkt leyti og sigurinn.