Dagblaðið Vísir - DV - 29.09.2001, Qupperneq 50
58
LAUGARDAGUR 29. SEPTEMBER 2001
Tilvera
DV
1 í f i
Kabarett í
kjallaranum
Þórunn Lárusdóttur veröur 1
Leikhúskjallaranum í kvöld og
flytur lög úr hinum ýmsu söng-
leikjum. Skemmtunin hefst kl.
20 fyrir matargesti en kl. 22 fyr-
ir aðra. Að kabarettinum lokn-
um munu Hringir og Magga
Stína leika fyrir dansi.
Leikhús
■ HÁFNARFJÁRÐÁRLElkHUSIÐ
Leikritið Englabörn verður sýnt í
Hafnarfjaröarleikhúsinu í kvöld kl.
20. Sýningin er bönnuð börnum.
■ HVER ER HRÆDDUR VH) VIRG-
INIU WOLF? Hver er hræddur vlö
Virginíu Wolf? eftir Edward Albee
veröur sýnt í kvöld í Þjóðleikhúsinu,
á litla sviðinu.
■ IIRO Í LOFTKASTALANUM Ofur
huginn og galdramaðurinn liro verð-
ur meö aukasýningu í kvöld kl. 20 í
Loftkastalanum.
■ MEÐ FULLA VASA AF GRJÓTI
Leikritið Nleð fulla vasa af grjóti
verður sýnt í kvöld á stóra sviði
Þjóðleikhússins kl. 20.
■ MEÐ VÍFH) í LÚKUNUM I kvöld
verður leikritið Með vífiö í lúkunum
eftir Ray Cooney sýnt á stóra svið-
inu í Borgarleikhúsinu kl. 20.
■ VIUI EMMU I kvöld verður leikrit-
ið VIIJI Emmu eftir David Hare sýnt á
Smíöaverkstæöi Þjóöleikhússins og
hefst sýningin kl. 20.
Opnanir
■ HARPA ARNA I ASI Harpa
Arnadóttir sýnir málverk sem
unnin eru sem teikningar í, Ás-
mundarsal Listasafns ASÍ.
■ LISTAMAÐURINN Á HORNINU
í dag klukkan 15 veröur afhjúpaö
verk viö Kermóa í Elliöaárdal (Breiö-
holtsmegin). Um er aö ræða vett-
vangsverk í seríunni Listamaðurinn
á horninu eftir listamanninn Ing-
arafn Stelnarsson.
■ SARI MAARIT CEDERGREN í
ASI Finnskættaða myndlistarkonan
Sari Maarit Cedergren opnar sýn-
inguna Veðrabrigöi í Gryfju lista-
safns ASÍ í dag kl. 14.
■ MARISA NAVARRO ARASON í
STRAUMI Marisa Navarro Arason
Ijósmyndari opnar í dag sýningu í
Listamiöstöðinni Straumi.
■ HRÖNN EGGERTS j SAFNAHÚS-
INU A HUSAVIK Hrönn Eggerts-
dóttir, myndlistarmaður frá Akra-
nesi, opnar málverkasýningu !
Safnahúsinu á Húsavík í dag kl. 16.
Klassík
■ SONGDAGSKRA A HUSAVIK
Hólmfríður Benediktsdóttir
sópransöngkona flytur fjölbreytta
söngdagskrá í Borgarskóla,
Húsavík, á morgun kl. 17. Henni til
fulltingis er Anadár Rácz
píanóleikari.
■ UÓÐAGANGA í VAÐLASKÓGI
Hin árlega Ijóöaganga Gilfélagsins
og Skógræktarfélags Eyfirðinga
veröur farin í Vaölaskógi í dag. Farið
verður frá Deiglunni kl. 13.30 og
kostar fariö 500 kr. Gengiö verður
um Vaölaskóg, undir leiösögn
Hallgríms Indriöasonar og
Aðalsteins Svans Sigfússonar. Áð
verður á nokkrum stoðun, lesin upp
Ijóö og hlýtt á tónlist, auk þess sem
boðið verður upp á ketilkaffi að
hætti skógarmanna.
SJá nánar: Lífiö eftir vinnu á Vfsi.is
DV-MYND HARI
Skagamenn, Skagamenn skoruöu mörkin!
Hjónin Siguröur Sigursteinsson og Margrét Ákadóttir meö soninn Arnór.
Hjónin íslandsmeistarar, hvort með sínu liði:
Erfiðið gleymist
þegar uppskeran er góð
Hjónin Margrét Ákadóttir og Sig-
urður Sigursteinsson eiga mikilli vel-
gengi að fagna í fótboltanum þetta
árið, því bæði urðu íslandsmeistarar,
hvort með sínu liði. Margrét með
Breiðabliki og Sigurður með ÍA. Þau
tóku því með varúð þegar hringt var
að falast eftir viðtali, voru ekki alveg
viss um hvort hugur fylgdi máli. „Við
erum búin að fá svo mörg atsímtöl
upp á síðkastið frá kunningjum, þar
sem verið er að bjóða 1 okkur og ann-
að þessháttar." segja þau til skýring-
ar. En þegar bíU, merktur DV í bak og
fyrir, var mættur á hlaðinu þá efuðust
þau ekki lengur.
Tveggja ára glókollur
Margrét og Sigurður búa í fallegu
húsi við Hjarðarholt á Akranesi og
morgunfrúin breiðir úr sér í garðin-
um. Þau segjast bæði vera Akurnes-
ingar í húð og hár og þótt þau hafi
búið annars staðar, bæði hérlendis og
erlendis um skeið hafi það verið létt
ákvörðun að snúa aftur heim. „Þegar
erfingi var í vændum ákváðum við að
setjast að hér því við vildum ala barn-
ið upp utan við borgarysinn. Við höf-
um líka stundum þurft að leita til
fólksins okkar með pössun fyrir son-
inn þegar ég er í æfingastússinu með
Blikastelpunum," segir Margrét. Það
er glókollurinn Arnór sem um er
rætt. Hann er tveggja ára og takka-
skórnir eflaust ekki langt undan!
Vissu alltaf hvort af öðru
Þótt þau hjón séu kornung segjast
þau hafa verið saman síðan ‘89. „Við
vorum bara á 16. og 18. ári,“ rifjar Sig-
urður upp. Þá liggur beinast við að
spyrja hvor þau hafi kynnst á Skaga-
vellinum. „Já, við vorum auðvitað
alltaf á sama svæði og vissum hvort af
öðru,“ viðurkennir Margrét „en við
byrjuðum nú samt saman á balli, eins
og mörg önnur pör.“ Hún segir yngri
systur þeirra hafa verið miklar vin-
konur og því hafi verið samgangur
milli heimila þeirra. „Foreldrar okkar
þekktust ágætlega, þannig að þetta
var þægilegt," segir hún glaðlega.
Margrét er umsjónarkennari í 7 ára
bekk og kennir dönsku í 7. bekk i
Grundaskóla. Sigurður er iðjuþjálfl í
ársleyfi frá Reykjalundi og starfar nú
á sjúkrahúsi Akraness.
Kostaöi margar ferðir undir
fjörðinn
En hvernig stóð á því að Margrét
gekk til liðs við Breiðablik. „Kvenna-
boltinn var með miklum blóma hér á
Skaga og við náðum mörgum titlum á
árunum kring um ‘90 en nú er hér
enginn meistaraflokkur. Ég varð því
annaö hvort að leggja skóna á hilluna
eða fara í eitthvert annað lið, þótt það
kostaði margar ferðir undir Hvalflörð-
inn. Ég vissi að Blikastelpumar stóðu
vel og fyrst þær sóttust eftir að fá mig
þá sló ég til,“ segir hún. „Hvorugt
okkar þekkir nokkuð annað en að
vera í fótbolta. Við höfum verið í
þessu síðustu 14-15 árin, alltaf í meist-
araflokkum." segir Sigurður. Sjálfur
kveðst hann hafa spilað með Fylki síð-
ustu þrjú árin en nú hafl þetta snúist
við og Margrét sé farin að keyra á
milli. „Það venst ágætlega og maður
hefur þarna smá tíma með sjálfum
sér,“ segir hún jákvæð.
Æfa sex sinnum í viku
Áhuginn á fótbolta gengur í erfðir á
Akranesi. Þannig er það í Sigurðar
ætt og hann segir miklu máli skipta
fyrir plássið að það séu Skagahjörtu
sem slái innan undir peysunum. En
óneitanlega fari mikill timi í æfmgar.
„Menn eru að æfa sex sinnum í viku
frá 1. nóvember til septemberloka.
Þótt þetta sé áhugamannalið þá er
þetta gífurleg vinna. Það gleymist
samt þegar uppskeran er góð.“ -Gun.
Þjóöminjasafn íslands tengist stórri styrkumsókn:
Landnám á Norður-
Atlantshafssvæðinu
Þjóðminjasafn íslands er þátttak-
andi í þverfaglegu rannsóknarverk-
efni sem Leverhulme Trust í
Englandi hefur veitt 1,25 milljónum
sterlingspunda. Dr. Guðrún Svein-
bjarnardóttir, yerkefnisstjóri hjá
Þjóðminjasafni íslands, á aðild að
umsókninni. Styrkurinn er veittur
til þess að rannsaka vistfræðilegar
afleiðingar landnáms á Norður-Atl-
antshafssvæðinu, í Færeyjum, á ís-
landi og í Grænlandi.
Rannsaka langtímaáhrif bú-
setu
Guðrún segir að styrkurinn verði
notaður til að rannsaka hvað gerist
þegar fólk sest að á landi þar sem
ekki hefur verið búið áður. „Með
þvi að nota steingerðar leifar og
túlka þær með aðstoð ritheimilda
gefst tækifæri til að rannsaka lang-
tímaáhrif búsetu á landsvæði þar
sem vistkerfið er viðkvæmt."
Rannsóknir munu m.a. nýtast í
svonefndu Reykholtsverkefni sem
Þjóðminjasafnið á aðild að ásamt
Sagnfræðistofnun, Raunvísinda-
stofnun við Háskóla íslands, Nátt-
úrufræðistofnun og Snorrastofu í
Reykholti. „Markmið verkefnisins
er að varpa ljósi á valdasamþjöppun
á þjóðveldistímanum, tilurð póli-
tískra og kirkjulegra miðstöðva og
tengsl þeirra við landnytjar, byggða-
þróun og bókmenntasköpun. Reyk-
holt í tíð Snorra Sturlusonar er
kjaminn í þeirri rannsókn."
Fimm ára verkefni
Leverhulme verkefnið hefst árið
2002 og mun standa í 5 ár. Að rann-
sókninni standa auk Guðrúnar, sem
er fulltrúi Þjóðminjasafns tslands
og University College í London, pró-
fessor Kevin Edwards við Háskól-
ann í Aberdeen, en hann er stjórn-
andi rannsóknarinnar, prófessor
Paul Buckland við Háskólann í
Sheffleld, dr Ian Simpson við Há-
skólann í Stirling, dr Andrew Dug-
more við Háskólann í Edinborg og
prófessor Thomas McGovern við
City University í New York. Verk-
Þverfagleg rannsóknarvinna
Dr. Guörún Sveinbjarnardóttir segir
aö með því aö nota steingeröar leif-
ar og túlka þær með aöstoö ritheim-
ilda gefist tækifæri til að rannsaka
langtímaáhrif búsetu.
efnið mun fela í sér rannsóknar-
vinnu á 12 fagsviðum í 10 löndum.
-Klp