Dagblaðið Vísir - DV - 12.10.2001, Page 22

Dagblaðið Vísir - DV - 12.10.2001, Page 22
... ( Bláa lónið Veturinn er að skella á með öllu sem því fylgir. Þar sem veturinn er leiðinlegur er um að gera að beita öllum ráðum til að flýja hann og hvað er betra en að skella sér þangað sem alltaf er sumarstemning. Bláa lónið er frábrugðið sundlaugunum að því leyti að maður verður varla var við kuldann. Bláa lónið er málið. Hljómalind slær enn í gegn með frábærri tónleikadagskrá. Nú er það Vetrardagskrá eins og flestir ættu að vera farnir að vita og hún er ekki af verri endanum. Fyrst eru það Trans Am og Fucking Champs sem sparka við landanum og í næstu viku tekur Dismemberment Plan við. Gott mál. ... f Smáralind Það er fátt eins fyndið og geðveiki íslend- inga þegar kemur að nýjungum. Búast má við stöðugum straumi í nýjustu miðstöðina og er ekkert nema gott um það að segja. Skclltu þér á staðinn og taktu þátt í geðveikinni. Þetta getur jú varla verið annað en góð verslunar- miðstöð. ... Á The Tailor of Panama Pierce Brosnan virðist harðákveðinn í því að festast ekki í hlutverki Bonds. Þessi ræma hefur upp á ýmislegt að bjóða og Brosnan fer bókstaflega á kostum. Þarna er hann á stöðugu kvennafari eins og í Bond-myndunum en krimmaeðlið kemur skemmtilega á óvart. Það er blómleg plötuútgáfa á íslandi og fólk orðið óhrætt við að setja tónlist eftir sig á stafræna diska til að leyfa öðrum að njóta. Hljómsveitin Tvö dónaleg haust er þar engin undantekning, hún heldur veglega útgáfuhátíð í Tjarnarblói á morgun, laugardag, sem hefst stundvíslega kl. 21. Texti um ömmudrap ekki dökkur „Þetta eru ekki útgáfutónleikar heldur fjölmenningar- leg útgáfuhátíð þar sem fólk getur hlýtt á tónlist og ljóða- lestur, horft á leikrit og skoðað málverk," segir Guðmund- uri lngi Þorvaldsson, söngvari og aðallagahöfundur hljómsveitarinnar Tvö dónaleg haust, sem var að gefa út diskinn Mjög fræg geislaplata í síðustu viku. Félagarnir í sveitinni ætla sér greinilega að skera sig út úr þessu koma- fá-frían-bjór-og-hlusta-á'lögin-af'nýja-disknum útgáfu- tónleika sem íslenskar sveitir eru yfirleitt þekktar fyrir. Spila fyrir ánæcjuna Það hefur svo sem ekki farið mikið fyrir drengjunum í Tveim dónalegum haustum. Þeir hafa þó, að sögn Gumma, verið þónokkuð iðnir við að spila. Reyndar hef- ur hljómsveitin verið til síðan um 1992 þar sem hún var stofnuð af Gumma og vinum hans í Menntaskólanum á Akureyri. Þá voru þeir mun fleiri í bandinu en hópurinn hefur þynnst þar sem menn hafa flutt utan og eru upp- teknir við annað í lífinu. I dag eru þeir fjórir og tveir brassblásarar detta inn þegar mikið liggur við. Gummi segir að allt spilirí af þeirra hálfu miðist við að þeir hafi gaman af því. Smá boðskapur, ekki of Þeir sem hafa lagt leið sína inn á heimasíðu Tveggja dón- legra hausta, www.tdh.is, hafa kannski litið yfir texta þriggja laga eftir sveitina. Það er ekki hægt annað en láta sér bregða smá þegar maður les um mann sem ætlar að drepa ömmu sína fyrir arfinn, krakkaperra og illskeyttan prakkara. Gummi er ekki sammála því að hér sé um neitt sérstaklega dökka lífssýn að ræða. „Við vildum bara gera eitthvað annað en að skrifa svona vera-góðir-við-alla-texta. Eins og með textann við lagið Heimsókn á elliheimilið þá erum við bara að reyna að benda á hversu óþolinmótt og gráðugt margt fólk er orðið. Görnlu fólki er holað á elliheimili meðan þeir yngri eru að flýta sér að eignast jeppa og flott föt.“ Gummi bendir þó á að Tvö dónaleg haust séu ekki í neinni krossferð. „Við erum ekkert að kæfa fólk f boðskap heldur einbeitum við okkur frek- ar að því að vera með fyndna og létta texta og komum skoðun- um okkar temmilega á framfæri þegar það á við.“ Framtíðin hjá Tveim dónalegum haustum er björt ef marka má Gummi. Hann segir að steíhan sé að spila áfram þegar færi gefist og meðan þeir hata gaman af því. Svo er ætlunin að hefj- ast handa við að leggja drög að nýrri plötu enda eigi þeir efni tilbúið á eina ef ekki tvær plötur. ■ erjir \erða hvar? DVD OC TÓNLEIKAR Eg held ég haldi mig til hlés í kvöld og geri ekkert villtara en hrynja út í sjoppu, leigja mér DVD og eyða síðan kvöldinu ( ró- legheitum fyrir framan kassann. En á laugardag- inn ætla ég að skella mér í partí þar sem stemningin verður hituð upp áður en við í hljómsveitinni spil- um á tónleikum á Gauki á Stöng seinna um kvöldið. Auglýsist það hér með. Hrafnkell Pálmarsson, gítarleikari „I svörtum föt- um“. Tónlistarmyndband og bíó Dagurinn í dag verður undir- lagður af vinnu hjá mér. Ég er að fara að leika í tónlistarmynd- bandi og verð stödd úti á landi allan daginn á meðan á því stendur. A laugardaginn er ég hins vegar hvergi búin að skuld- binda mig þannig að ég gæti jafnvel hugsað mér að kíkja eitt- hvað út með vinkonum mínum. Á sunnudaginn ætla ég svo að kíkja í bíó með kærastanunt mín- um Rakel Karlsdóttir fyrirsæta. Tónleikar oc myndband I dag ætla ég að halda tón- leika í Smáralind klukkan 19.30 þar sem ég mun kynna nýtt efni af plötu sem ég er að vinna um þessar mundir ásamt ýmsum aðilum. Helgin fer síð- an í massfva undirbúnings- vinnu fyrir myndband sem verður tekið upp á næstunni við annað lag sem er enn óút- komið. Védís Hervör Amodóttir söng- og leikkona. www.astro.is

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.