Dagblaðið Vísir - DV - 19.10.2001, Síða 4
4
FÖSTUDAGUR 19. OKTÓBER 2001
Fréttir I>V
^ Fjársöfnun fyrir íbúa Afganistans hófst í gær:
Astandið er að verða
óheyrilega sárt
- segir Þórir Guömundsson hjá Rauða krossinum
Hjálparstarf kirkjunnar og
Rauði kross íslands hófu í gær
sameiginlega íjársöfnun fyrir
nauðstadda íbúa Afganistans. Að
sögn Þóris Guðmundssonar hjá
Rauða krossinum er fjöldi íbúanna
á flótta frá heimkynnum sínum og
eru þeir illa undir veturinn búnir.
„Neyðin var fyrir hendi áður en
árásimar á landið hófust en í kjöl-
far þeirra er hún orðin sárari og
mun erfiðara er að veita aöstoð,"
segir Þórir. Síðastliðinn þrjú ár
hafi verið þurrkaár og miklir upp-
skerubrestir orðið. Hann segir að
mjög brýnt sé að ná til fólks áður
en vetur gengur i garð því þá verða
aðflutningar miklu erfiðari. „Við
höfum ekki nema nokkrar vikur
upp á að hlaupa
þannig að þetta er
kapphlaup við
tímann," segir
Þórir.
Flóttafólkið
þarfnast allra
nauðsynja, það
líður hungur og
býr í tjöldum í
miklum kulda.
Meðal þess sem
gert sé til að að-
stoða það sé að
koma upp tjöldum
og útvega mat,
vatn og læknisað-
stoð. „Ástandið er
að verða óheyri-
Nauðstaddlr íbúar Afganistans
Flóttamenn frá Afganistan skjálfandi af kulda í flóttamannabúðum viö landa-
mæri írans.
lega sárt,“ segir Þórir og bætir við
að þegar hungrið sverfi að hjá
flóttamönnunum komi einnig upp
ýmsir heilsufarskvillar. Bömin
verði verst fyrir barðinu á þessum
erfiðu aðstæðum því þau séu veik-
ust fyrir. Af þeim ástæðum sé
bamadauði mikill í Afganistan og
fimmta hvert barn deyi áður en
það nær fimm ára aldri.
Fólk sem vill styðja söfnunina getur
hringt í sima í 907 2003 og gefið þannig
1.000 krónur sem leggjast á næsta sím-
reikning. Það fé sem safnast meðal al-
mennings bætist við 10 milljóna króna
framlag sem utanríkisráðuneytið hefur
tiikynnt að verði veittar til félaganna
til aðstoðar í Afganistan.
Sjá erlendar fréttir á bls. 10
-MA
Maður sem hlaut einn þyngsta sifjaspellsdóm hér á landi árið 1996 ákærður aftur:
Staða tilsjónarmanns í kynferðismáli leiddi til sýknu
Maður, sem er á eins og hálfs árs
skilorði eftir einn þyngsta sifjaspells-
dóm sem kveðinn hefur verið upp hér
á landi, var í gær sýknaður af ákæru
um kynferðisbrot gegn stjúpdóttur
sinni. Héraðsdómur Reykjaness komst
að þeirri niðurstöðu að aðkoma tiisjón-
armanns sem skipaður var til að hafa
eftirlit með heimili mannsins, með
hliðsjón af sakaferli hans, var til þess
fallin að rýra sönnunargildi framburð-
ar stjúpdótturinnar. Einnig telur dóm-
urinn óviðeigandi að tilsjónarmaður-
inn skuli vera tengdur fyrrum eigin-
konu ákærða - móður dótturinnar sem
maðurinn var dæmdur fyrir að mis-
nota oft og ítrekað á margra ára tíma-
bili. Dómurinn taldi það ekki síst óvið-
eigandi í ljósi þess að fyrrum eiginkon-
an ber mikið hatur til ákærða vegna
kynferðisbrota sem hann gerðist sekur
um gagnvart dóttur þeirra.
Maðurinn hlaut 7 ára fangelsisdóm
fyrir kynferðisbrot gegn dóttur sinni
árið 1996. Hæstiréttur lækkaði þá refs-
ingu niður í fjögur og hálft ár, ekki síst
i Ijósi þess að maðurinn hafði af sjálfs-
dáðum sótt hjálp til geðlæknis i því
skyni að ráða bót á tilhneigingum sín-
um. Þá þótti Hæstarétti það koma til
refsilækkunar að maðurinn hafði afsal-
að sér eignarhlut sínum í ibúð til dótt-
urinnar,
Maðurinn kom úr afplánun árið 1999
eftir að hafa tekið tvo þriðju refsingar-
innar út. Hann fékk þvi reynslulausn á
eftirstöðvum eins og hálfs árs refsing-
ar. Áður en maðurinn fór í fangelsi
hafði hann stofnað til sambúðar við nú-
verandi konu. Eftir að hann losnaði út
skipuðu félagsmálayfirvöld tilsjónar-
mann með heimilinu, ekki síst vegna
sakaferils mannsins. Það var síðan í
febrúar síðastliðnum sem tilsjónarmað-
urinn greindi yfirfélagsráðgjafa frá
samtali sínu við stjúpdóttur mannsins
þar sem fram hafði komið að maðurinn
hefði snert stúlkuna á stöðum „þar sem
pabbar ættu ekki að koma við“.
Dómurinn telur að við rannsókn og
fyrir dómi hafi gætt misræmis í fram-
burði tilsjónarmannsins. Þannig hafi
hann sagt hjá lögreglu að hann hefði
„spurt“ stúlkuna hvort ákærði kæmi
inn til hennar er hún færi að sofa en
sagt fyrir dómi að stúikan hefði haft
orð á þessu að fyrra bragði. Þannig var
niðurstaða dómsins að tilsjónarmaður-
inn hefði beint leiðandi spumingum til
stúlkunnar. -Ótt
Ný samtök:
Vinir bílsins
Samtökin „Vinir bílsins“ voru
stofnuð með formlegum hætti í Nor-
ræna húsinu i gær. Þau eru regn-
hlífarsamtök nokkurra hagsmuna-
aðila sem hafa tekið sig saman um
að rétta stöðu bílsins í umræðunni.
Markmiðið er að sýna mikilvægi
bílsins fyrir samfélagið og stöðu
hans í samgönguþróuninni. Jafn-
framt er það ætlun Vina bílsins að
skapa umræðu um eðlilega endur-
nýjun bílaflotans. Vinir bílsins eru
Bílgreinasambandið, bílaumboðin,
tryggingafélögin og lánafyrirtækin.
Forráðamenn samtakanna, sem
Erna Gísladóttir hjá B&L leiðir,
nefna að þegar fjölmiðlar fjalli um
viðskiptahallann birti þeir oftar en
ekki myndir af fjölda nýrra bíla á
hafnarbakkanum. Sömu myndirnar
sjáist svo þegar talað sé um of-
þenslu. í opinberri umræðu setji
menn upp áhyggjusvip og bendi á
kostnað og landrými til að þjóna
þörfum bílsins. Bílnum sé gjarnan
hallmælt í nafni umhverfisverndar
og almannaheilla.
Að mati Vina bílsins á bíllinn á
þetta ekki skilið og margt af því sem
sagt er bílnum til hnjóðs sé byggt á
misskilningi og draumsýn. -NG
Rauðvínssendingin:
Kallað eftir
upplýsingum
Rannveig
Gunnarsdóttir.
Rannveig Gunn-
arsdóttir, forstjóri
Lyfjaskoðunar, seg-
ist hafa kallað eftir
upplýsingum frá
Pharmaco vegna
rauðvínssendingar
til lækna. Ekki er
búið að svara erind-
inu og segist Rann-
veig aðallega hafa
fylgst með málinu í
blöðum.
„Okkar hlutverk er að afla upp-
lýsinga um svona mál. Óveruleg
verðmæti mega fylgja kynningum
en slíkt hlýtur alltaf að vera túlkun-
aratriði. Spurningin snýst líka um
vín eða ekki vín. Engar beinar regl-
ur virðast banna þetta en við viljum
gjarnan vita hvernig var staðið að
þessu, hvað fylgdi með rauðvíns-
flöskunni og svo framvegis," segir
Rannveig. -BÞ
Veöriö i fcvöld | | Sölargangur og sjávarföll
yíz
V?-
10,
REYKJAVIK AKUREYRI
Sólarlag í kvöld 17.54 17.36
Sólarupprás á morgun 08.33 08.25
Síödeglsflóð 20.03 12.17
Árdeglsflóó á morgun 08.26 00.36
Skýriisgair á ve&uirtáknunt
.
15
NVINDSTYRKUR
í nnrtnnn ú &3'Ktiwíu
-10:
Hlýjast sunnan til
Hæg breytileg átt og dálítil súld eða rigning
með köflum á Suöausturlandi en annars víða
léttskýjað í dag. Hiti 4 til 12 stig, hlýjast
sunnan til.
LÉÍTSKYJAÐ
V
HALF-
SKÝJAÐ
SKÚRIR
Nfrost heí0SKÍRT
o
SKYJAÐ ALSKYjAÐ
Ígí*
SLYDDA
SNJÓKOMA
w
ÉUAGANGUR
ÞRUÍVJU-
VEÐUR
5KAF-
RENNÍNGUR
ÞÖKA
Víöast léttskýjað
NA 5-8 m/s og lítils háttar skúrir á austanverðu landinu og allra nyrst en
víða léttskýjað annars staöar. Hiti 3 til 11 stig, hlýjast á Suðurlandi.
Siinniidn
Jffl
Vindun
5-8 m/s
Hiti 5° til 11°
Austlæg átt, 5-8 m/s.
Súld eða rigning víóa
austan tll. Á vestanveröu
landlnu veröur skýjaö og
rlgnlng af og tll suövestan-
lands. Hltl 5 tll 11 stlg.
Mánudaj
Hiti 5° til ll° •V.V.V
Austlæg átt, 5-8 m/s.
Súld eöa rigning víða
austan tll. Á vestanveröu
landinu veröur skýjaö og
rigning af og tll suövestan-
lands. Hitl 5 til 11 stig.
Þríöjud
sm
Vindun ,
5—8 tn/s
Hiti 5° tii 11° ^'W‘5*
Austlæg átt, 5-8 m/s.
Súld eöa rignlng víða
austan tll. Á vestanverðu
landinu veröur skýjaö og
rignlng af og tll suövestan-
lands. Hlti 5 tll 11 stlg.
15
AKUREYRI heiðskirt 2
BERGSSTAÐIR þoka í gr. -2
BOLUNGARVÍK heiðskírt 2
EGILSSTAÐIR þokumóöa 5
KIRKJUBÆJARKL. alskýjaö 8
KEFLAVÍK lágþoka 6
RAUFARHÖFN heiöskírt 5
REYKJAVÍK þokumóöa 8
STÓRHÖFÐI alskýjaö 8
BERGEN hálfskýjaö 6
HELSINKI skýjaö 6
KAUPMANNAHÖFN skýjað 11
ÓSLÓ léttskýjað 4
STOKKHÓLMUR 7
ÞÓRSHÖFN þoka 10
ÞRÁNDHEIMUR hrímþoka -1
ALGARVE alskýjaö 18
AMSTERDAM þokuröuningur 15
BARCELONA léttskýjað 14
BERLÍN þokumóöa 11
CHICAGO alskýjaö 12
DUBLIN skýjaö 13
HALIFAX léttskýjaö 5
FRANKFURT þokumóða 9
HAMBORG þokumóða 10
JAN MAYEN skýjaö 3
LONDON skýjaö 12
LÚXEMBORG þokumóöa 12
MALLORCA skýjaö 16
MONTREAL heiöskírt 4
NARSSARSSUAQ léttskýjaö -1
NEW YORK heiðskírt 10
ORLANDO skýjaö 21
PARÍS þokumóöa 13
VÍN súld 12
WASHINGTON heiöskírt 3
WINNIPEG skýjaö 8