Dagblaðið Vísir - DV - 19.10.2001, Side 15
14
FÖSTUDAGUR 19. OKTÓBER 2001
FÖSTUDAGUR 19. OKTÓBER 2001
19
Útgáfufélag: Útgáfufélagiö DV ehf.
Útgáfustjóri: Eyjólfur Sveinsson
Framkvæmdastjóri: Hjalti Jónsson
Ritstjórar: Jónas Kristjánsson og Óli Björn Kárason
Aöstoöarritstjórar: Jðnas Haraldsson og Sigmundur Ernir Rúnarsson
Fréttastjóri: Birgir Guömundsson
Auglýsingastjóri: Páll Þorsteinsson
Ritstjórn, skrifstofur, auglýsingar, smáauglýsingar, blaðaafgreiösla, áskrift:
Þverhoiti 11,105 Rvík, sími: 550 5000
Fax: Auglýsingar: 550 5727 - Ritstjórn: 550 5020 - Aðrar deildir: 550 5999
Græn númer: Auglýsingar: 800 5550. Áskrift: 800 5777
Stafræn útgáfa: Heimasíða: http://www.netheimar.is/dv/
Fréttaþjónusta á Netinu: http://www.visir.is
Ritstjórn: ritstjorn@dv.is - Auglýsingar: auglysingar@dv.is. - Dreifing: dreifing@dv.is
Akureyri: Strandgata 31, sími: 460 6100, fax: 460 6171
Setning og umbrot: Útgáfufélagið DV ehf.
Plötugerö: Isafoldarprensmiðja hf. Prentun: Árvakur hf.
Áskriftarverð á mánuði 2200 kr. m. vsk. Lausasöluverö 200 kr. m. vsk., Helgarblað 300 kr. m. vsk.
DV áskilur sér rétt til aö birta aðsent efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds.
DV greiðir ekki viðmælendum fyrir viðtöl við þá eða fyrir myndbirtingar af þeim.
Tjón ferðaþjónustunnar
Hryðjuverkamönnum hefur tekist það ætlunarverk sitt
að skapa ótta í vestrænum samfélögum. Eðlilega er ástand-
ið verst í Bandaríkjunum enda hafa þegnar þeirra orðið
fyrir beinum árásum, fyrst með mannskæðum árásum í
New York og Washington og í seinni tíð með miltisbrands-
plágunni sem heldur áfram að breiðast út í landinu. Þar
beina óþokkarnir spjótum sínum einkum að fjölmiðla- og
stjórnmálamönnum. Þar er vegið beint að því helgasta í
vestrænni samfélagsgerð, lýðræði, mál- og prentfrelsi.
Afleiðingar hryðjuverkanna eru þegar alvarlegar og ótti
almennur vegna líklegrar stigmögnunar átaka og óútreikn-
anlegra aðgerða ósýnilegra fjandmanna vestrænna gilda.
Efnahagslegur samdráttur fylgir í kjölfar þess áfalls sem
flugfélög urðu fyrir þegar fullhlöðnum farþegavélum var
beitt sem sprengiflaugum á skotmörk í miðjum stórborg-
um. Farþegaflug dróst stórlega saman vegna þess að al-
mennir borgarar telja betur heima setið en af stað farið á
viðsjárverðum tímum. Flugsamdrátturinn hefur síðan
keðjuverkandi áhrif á ýmis svið hinna opnu vestrænu sam-
félaga. Flug innan Bandaríkjanna hefur dregist saman svo
nemur tugum prósenta sem og flug til og frá Bandaríkjun-
um. Þá halda margir þegnar Evrópuríkjanna að sér hönd-
um og viðsjár í flugi eru víðar í heiminum.
Þótt íslendingar telji sig fjarri heimsins vígaslóð hefur
þessi þróun þegar haft áhrif á samfélag okkar. Við vitum af
ógn hryðjuverkanna, þar sem enginn er í raun óhultur,
þótt mikilvægt sé að óttinn nái ekki tökum á okkur. Efna-
hagslegar afleiðingar blasa hins vegar við í þeirri atvinnu-
grein sem finnur mest fyrir afleiðingum hryðjuverkanna,
ferðaþjónustunni. Flugfélög víða um heim standa höllum
fæti og Flugleiðir fara ekki varhluta af ástandinu. Félagið
hefur því brugðist við með fækkun ferða, uppsögnum
starfsfólks og nýtir rétt sinn til þess að skila flugvélum sem
það hafði á leigu.
Ferðaþjónustan er sú atvinnugrein sem verið hefur í
mestum uppgangi hér á landi. Hún hefur velt á milli 50 og
60 milljörðum á ári og erlendum ferðamönnum hefur fjölg-
að ár frá ári. Ferðaþjónustan gengur næst sjávarútvegi í
öflun gjaldeyris í þjóðarbúið enda ötullega unnið að kynn-
ingu landsins sem ferðamannalands. Fram kom hjá Magn-
úsi Oddssyni ferðamálastjóra í DV í gær að velta vegna er-
lendra ferðamanna hefði að óbreyttu orðið um 36 milljarð-
ar króna. Ferðamálastjóri segir ljóst að talsvert slái á það
vegna þess stríðsástands sem nú ríkir. Líkur séu því á að
þeir veikustu í greininni muni eiga erfitt með að standast
áfallið.
Ferðamálastjóri telur skaða ferðaþjónustunnar þegar
orðinn gífurlegan. Hann fullyrðir að menn hafi aldrei stað-
ið frammi fyrir jafn mikilli óvissu um þróun ferðaþjónustu
í heiminum frá síðustu heimsstyrjöld. Ekki sjái fyrir end-
ann á þeirri þróun sem hafin er en ljóst að afleiðingar
hryðjuverkanna haldi áfram að hafa áhrif. Því verði ferða-
þjónustan að meta hvaða möguleikar séu til viðbragða.
Þetta gildir jafnt hér á landi sem annars staðar enda er
ástandið nú annað meginviðfangsefni ferðamálaráðstefnu
sem hófst á Hvolsvelli í gær. Þá ráðstefnu sitja um 200
manns víðs vegar af landinu. Þar verður leitað leiða til við-
bragða við því alvarlega ástandi sem hefur skapast og
snertir fjölmarga ferðaþjónustuaðila um allt land, flugfélög,
hótel- og gististaði, veitingastaði, bílaleigur, hópferðafyrir-
tæki og aðra þá sem byggt hafa upp þjónustu við ferða-
menn.
Tjón þessarar mikilvægu atvinnugreinar þarf að tak-
marka svo sem mögulegt er.
Jónas Haraldsson
tsKHETPDI TRORO
ySV± ? RLCT í EXNtJ - \
TJð, NíhINRSTSEM HENDI \
s/ÆRl V'EIPRD- ER F-trNKl
UTsKLTFfDl VRLDBRÆ'N-
IN6I 06 EINfceÐIBHERKB
i ORÍ>INN EINKHVINGR
\ OCt NHNR9TJ BRNDR- j
\ MR9UR VOLDUáRSTð /
LÝ©RÆ€)I2.í?ÍKrS
\ VERHLDRR? .
ÖbS'JÖ ERO T
KlNl/fRJitR Vlð FlRP
WKCMRSTÍ DýR-
V LIMófmSLö >
Spurt og svarað
Á að leyfa hœgri beygju á móti rauðu Ijósi?
Skoðun
I>V
Breytingar á mjólkuriðnaði á Norðausturlandi:
£ Frumvarp þessa efnis til breytinga á umferöarlögum hefur veriö lagt fram á Alþlngi. Hjálmar Árnason er fyrsti flutningsmaöur þess.
Oddur Olafsson
s krifar:
seu
meðan kristnin var enn undir-
staða hugmyndaheims lýðræð-
isþjóða Norðurálfu.
Veirutilbúningur
Svona er flest með ólíkind-
um á nýrri þúsöld. Það sem
enginn reiknaði með að gæti
gerst gerist og atburði ber að
með svo óvæntum hætti að
tækni og hugbúnaður má sín
litils hinu óvænta. Verkfræð-
ingar og eðlisfræðingar stað-
■ hæfa að ofnar kjarnorkuvera
öruggari og hættuminni en
brauðristir og geti ekki brætt úr sér,
en samt gera þeir það. Atómkafbátar
geta ekki sokkið og miðunargræjur
flugskeyta senda þau alltaf beint í
mark. Eða hvað?
Einn skarpgáfaðasti vísindamað-
ur nútímans, Stehpen Hawking ráð-
leggur nú mannkyninu að koma
sprota af sjálfu sér fyrir á annarri
plánetu þvi þaö muni meö nokkurri
vissu deyja út á Jörðinni innan þús-
und ára. Ekki þarf margbrotin tæki,
mikið fé né yfirburðaþekkingu til að
breyta litningum, enda er það gert í
stórum og smáum rannsóknarstof-
um um allan heim. Stæðfræðingur-
inn mikli staðhæfir að vegna slysni
eða af öðrum ástæðum verði búin til
veira sem tortimir mannskepnunni.
Útkoma líkindareiknings segir hon-
um það.
Aldrei var til svo fá-
ránleg líkindaformúla
að tölfræðilegur mögu-
leiki væri á að tvær far-
þegaflugvélar lentu sín á
hvorum heimsverslun-
artuminum á Manhatt-
an með 18 mínútna
millibili. Enginn reikn-
aði með að bráðnun
styrktarsúlna á efstu
hæðum orsakaði hrun
104 hæða húsa á örfáum
sekúndum. Að óvopnuð
farþegaflugvél gæti grandað höfuð-
vígi Bandarikjahers var útilokað
dæmi í öllum varnaráætlunum.
Úkraínski herinn barði höfðinu við
steininn í nokkra daga og sagði úti-
lokað að flugskeyti frá honum hefði
lent á farþegaflugvél yfir Svartahafi
og bandaríski flotinn staðhæfði að
óhugsandi væri að skeyti frá honum
hefði lent á birgðageymslu Rauða
krossins í Afganistan, þar til annað
kom í ljós.
Framkvæmdastjóri Almanna-
varna og landlæknir segja að það sé
fullkomlega öruggt að miltisbrandur
berist ekki til Natóríkisins íslands
eftir svipuðum leiðum og bandarískt
fjölmiölafólk er að fá í pósti. Um
heim allan keppast stjórnmálamenn
og embættismenn galopnu þjóðfélag-
anna við að hughreysta fólk með því
að vamir gegn hugsanlegum hryðju-
verkum séu i finasta
lagi.
Baráttan gegn
hry ðj u verkamönn-
um gengur takk-
bærilega, enda eru
þar aðeins örfáir
villutrúarmenn sem
stjórnað er af einum
manni sem liggur
við i gilskorningum
upp til fjalla með
riffil að vopni. Þegar
búið verður að kasta
meira sprengju-
magni á furtinn en
brúkað var i stríðum
síðustu aldar kemst
aftur ró á hlutabréfa-
markaðinn og
kristnir kirkjuhöfð-
ingjar gera Kóran-
inn að sínu nýjasta
testamenti enda eru
þeir komnir að ,
þeirri niðurstöðu að I þúsundum rannsóknarstofa er verið að rannsaka og breyta litning-
Krists1 og^Múhameðs um> sums staðar af nœsta lítilli þekkingu á því til hvers breyting-
sé einn og hinn arnar leiða. Hlutabréfabrask og gróðasjónarmið einstaklinga ráða
farsbreytingu hhefðí starísemmm ems °8 flestu öðru sem við kemur lífríkinu og inngrip-
enginn trúað á um í núttúrulega þróun. Það er allt metið til fjár í kauphöllum.
í þúsundum rannsóknarstofa er
verið að rannsaka og breyta litning-
um, sums staðar af næsta lítilli þekk-
ingu á því til hvers breytingarnar
leiða. Hlutabréfabrask og gróðasjón-
armið einstaklinga ráða starfsem-
inni eins og flestu öðru sem við kem-
ur lífríkinu og inngripum í núttúru-
lega þróun. Þaö er allt metið til fjár í
kauphöllum.
Hiö óhugsanlega
Eitt af dularfyllstu fyrirbærum
nútímans eru friðarferlin sem póli-
tíkusar og handbendi þeirra í fjöl-
miðlaheiminum finna upp. Hver
valdsmaðurinn af öðrum gerir sig að
friðarhöfðingja með því að fá ein-
hvern leiðtoga ísraels og áhanganda
spámannsins til að takast i hendur á
tröppum Hvíta hússins og endumýja
friðarferli sem logið er að grunn-
hyggnu fólki að sé í gangi. Árangur-
inn er svipaður og af fiskverndinni á
íslandsmiðum.
Líkindin til þess að ísraelar og
Palestínumenn sameinist um frið-
samlega sambúð i einu ríki eru álíka
mikil og að hermdarverkum linni ef
sameiginlegum herafla Bandaríkja-
manna og Breta tekst að bombardera
Osama karlinn í fjöllunum. Annars
má treysta því að það er með ólík-
indum hve oft það hendir sem alls
ekki á að geta átt sér stað. Við það
verðum við að lifa þangað til....
11. október sl. birti Þorkefl
Björnsson mjólkurfræðingur
grein í DV sem fjaflaði á
þann hátt um mjólkuriðnað
á Norðausturlandi að óhjá-
kvæmilegt er að draga fram
nokkrar staðreyndir er mál-
ið varða.
Þorkell verður að horfast í
augu við að Kaupfélag Þing-
eyinga var því miður raun-
verulega gjaldþrota og vant-
ar á annað hundrað mifljón-
ir á að lánardrottnar þess fái
inneignir sínar greiddar. Þaö
er auðvelt að segja að hrægammar
hafi hirt eigur félagsins fyrir fáeinar
krónur. Staðreynd málsins er hins
vegar sú að við sölu eignanna eru
þær ekki meira virði en einhverjir
fást til að greiða fyrir þær og hefur
raunar gengið bæði seint og illa að
selja margar þeirra.
Hverjir stóöu gegn?
Þorkell talar um að þingeyskir
bændur hafi ekki borið gæfu til að
standa sama um mjólkurvinnsluna.
Hann ætti að líta sér nær.
Mjólkursamlagið á Húsa-
vík var öflugt fyrirtæki
með yfir 200 milljón kr.
eigið fé samkv. efnahags-
reikningi 1998. Þingeyskir
bændur höfðu þá staðið
saman um það í mörg ár
að vilja aðskilja að fullu
rekstur KÞ og mjólkur-
samlagsins og var oft fjall-
að um það í sameiginlegri
stjórn fyrirtækjanna með-
an við Þorkell sátum þar
báðir. Þorkell (og raunar
fleiri) mættu íhuga hver væri staða
mjólkurvinnslu á Húsavík nú ef
sanngjamar kröfur bænda um að-
skilnað fyrirtækjanna hefðu náð
fram að ganga. Hann ætti einnig að
velta fyrir sér hverjir stóðu gegn
þeim kröfum.
Erfiö fjárhagsstaða
Vegna taps alls eiginfjár mjólkur-
samlagsins á Húsavik og af fleiri
ástæðum er eigið fé Norðurmjólkur
hlutfallslega mun minna en eigið fé
Ari Teitsson
er fyrrum stjórnarmab-
ur KÞ og Ms KÞ.
Þorkell œtti því fremur að spyrja hverjir komu Norður-
mjólk í þessa stöðu en gagnrýna þá sem reyna að
vinna úr henni.
mjólkurvinnslunnar á Suður- og
Vesturlandi. Samkvæmt ársreikn-
ingum mjólkurbúanna árið 2000 er
fjármagnskostnaður Norðurmjólkur
yflr 4 krónur á hvern unninn lítra
meðan búin á Suöur- og Vesturlandi
eru með fjármagnstekjur umfram
gjöld. í þessari erfiðu stöðu verður
Norðurmjólk að leita allra leiða til
sparnaðar, eigi það að halda velli og
fá mjólk til vinnslu. Þorkell ætti því
fremur að spyrja hverjir komu Norð-
urmjólk í þessa stöðu en gagnrýna
þá sem reyna að vinna úr henni.
í grein sinni gefur Þorkell i skyn
að brátt verði hætt að sækja mjólk til
þeirra framleiðenda sem fjærst liggja
búinu en flarlægð tfl þeirra er um
120 km. Ljóst má þó vera að Norður-
mjólk er mikilvægt að fá til sín alla
þá mjólk sem greiðslumark er fyrir á
svæðinu. Til samanburðar má nefna
að Mjólkurbú Flóamanna Selfossi tel-
ur sér hagkvæmt að sækja mjólk
austur í Hornafjörð í um 400 km fjar-
lægð frá búinu.
Það mun hins vegar valda röskun
í mjóikurframleiðslu á jaðarsvæðum
ef ekki tekst að ná viðunandi rekstr-
arárangri hjá Norðurmjólk svo unnt
sé að greiða sambærilegt hráefnis-
verð og hjá öðrum búum því þá mun
mjólkurframleiðsla flytjast þangað
sem betur er borgað fyrir mjólkina
og þá ekki síst frá jaðarsvæðunum.
Hugmyndir Þorkels um að reka á
Húsavík ostabú með vöruþróun í ost-
um og framleiðslu sérosta að mark-
miði eru allrar athygli verð en það
bú verður þá að reka á ábyrgð
mjólkuriðnaðgrins í heild. Skuldug-
asta mjólkurbú landsins getur ekki
eitt staðið að slíkum rekstri.
Ari Teitsson
Lýðræðið leiti
upprunans
„Kosningar á Net-
inu í kjölfar upplýs-
inga- og tæknibylt-
inganna eru að verða
að veruleika og brýnt
að kanna þegar í stað
kosti þeirra og galla
... Kominn er tími til
að lýðræðið leiti upprunans en í
stað handauppréttinganna á Agora-
torginu í Aþenu á guflöld Grikkja
rétta menn nú upp hönd á Netinu
þess í stað. Fulltrúalýðræði hins illa
upplýsta og fátæka almennings hef-
ur runnið sitt skeið á enda og næsta
framfaraskeið mannkynsins þarf að
eiga sér stað á stjórnmálasviðinu
með milliliðalausu lýðræði og notk-
un Netsins við að koma því á.“
Björgvin G. Sigurösson í grein í Mbl. í gær.
Guðlaugur Þór Þórðarson
borgarfulltrúi:
Gengur greitt í
Bandaríkjunum
„Mér finnst skorta rök fyrir
því hvers vegna menn mega
ekki beygja til hægri á rauðu
ljósi ef engin er umferðin. Sjálfur hef ég reynt
svona akstur úti í Bandaríkjunum - og þar fannst
mér þetta ganga mjög greiðlega upp og hvers
vegna ætti raunin þá ekki aö vera sú sama hér á
landi? Aðreinar eru góður kostur á gatnamótum
en dýrt er að byggja þær og þeim er ekki heldur
alls staðar hægt að koma fyrir. Því eigum við í
þessum efnum að taka þá leið sem er einföld og
góð. Hins vegar óttast ég að menn beri ekki gæfu
til þess að samþykkja þessa lagabreytingu eins og
svo margt annað gott.“
Senusjúkir eða
valdasjúkir
„Það má að minu
mati skipta stjórn-
málamönnum í tvo
hópa. Annars vegar
eru þeir sem eru
senusjúkir og gera
allt tfl að baða sig í
sviðsljósinu og hins
vegar eru þeir sem eru valdasjúkir
og vilja öllu ráða. í stjórnmálunum í
dag eru þeir senusjúku að mestu
ráðandi og fáir sem halda fast við
sömu viðhorf frá degi til dags. Ég
fell í valdasjúku deildina og hefði
því fallið illa í hópinn. Ég hefði ekki
verið góður maður í stjórnmálum.
Stjórnmálin mega vera fegin að
losna við mig og ég er feginn að
vera laus við þau.“
Ásmundur Stefánsson í viötali viö Ský.
Kristinn Snœland,
leigubílstjóri í Reykjavík:
Umferðarljós ekki
vitrari en menn
„Gatnamálastjóri er blindur á
stöðu mála. Það sést best á því að
ekki má aka af Sæbraut inn á Skúla-
götu nema fá grænt ljós, en inn á þessa hraðbraut
máttu aftur aka af Skúlagötu án umferðarljósa. Stund-
um verð ég í borgarumferðinni óskaplega þreyttur á
umferðarljósunum en hugga mig þá við að þau verði
svo sem aldrei vitrari en mennimir sem hafa stjórnað
upþsetningu þeirra. Ég vonast til þess að í umfjöllun á
Alþingi á næstunni beri menn gæfu til þess að breyta
lögunum svo taka megi hægri beygju á móti rauðu
ljósi, en slíkt held ég að myndi greiða stórlega fyrir um-
ferðinni. Mestu máli myndi þó skipta að umferðarstýr-
ing, miðað við álag, yrði meira notuð en nú er gert.“
Eldflaugar og tjöld
Árásin á Afganistan er vafalítið
óhjákvæmilegt framhald á undan-
fömum atburðum, hryöjuverkunum
11. september og stríðsyfirlýsingu
gegn hryðjuverkamönnum. Rann-
sóknir Bandaríkjamanna benda til
að net hryðjuverkasamtaka bin
Ladens nái til 40-50 landa og séu um-
fangsmeiri og öflugri en menn hafði
áður grunað. Að sjálfsögðu geta þjóð-
ir heims ekki unað því að ríki veiti
hryðjuverkasamtökum sem hafa það
opinberlega á baráttuskrá sinni að
valda skaða og manntjóni í öðrum
ríkjum landvist. Ríki sem það gera
bera stóran hluta ábyrgðarinnar og
við eigum ekkert val, það verður að
freista þess að uppræta slík samtök.
Nú hefur náðst víðtækari samstaða
meðal þjóða heims um slíkar aðgerð-
ir en dæmi eru til um áður. Enginn
veit hvenær slík samtök gætu beitt
sýklahernaði, efnahernaði eða jafn-
vel kjamorkuvopnum. í framhaldi af
yfirlýsingu sinni um stríð gegn
hryðjuverkamönnum og skilyrðum
sem hann hefur sett tali-
bönum og þeir ekki orð-
ið við er ljóst að Bush
hefði ekki getað haldið
trúverðugleika sínum
né áhrifamætti orða
sinna nema bregðast
við. Hitt er annað og
e.t.v. aðalatriði málsins
að innrás öflugasta stór-
veldis jarðarinnar í eitt
fátækasta ríki jarðar-
kringlunnar mun ekki
leysa málið.
Guðm. G.
Þórarinsson
verkfræöingur.
Hvað vinnst?
Afganska þjóðin er stríðs-
hrjáð. Styrjöld Rússa stóð
þarna í 12 ár og síðan hefur
staðið yfir borgarastyrjöld.
Nær aflt er í rúst. Þar er ekki
margt bitastætt að eyðileggja
með stórvirkum sprengjum.
Hryðjuverkahópar halda sig i
búðum upp til fjafla, líklega
mest tjaldbúðum. Samhengið
milli skeyta og skotspóna er
ekki mikið þegar skotið er á 10
dollara tjald með 2 m dollara
Tomahawk stýriflaug. Ódýrt
er að endurnýja slíkar búöir.
Flóttamannastraumurinn til
nærliggjandi landa getur rask-
að því viðkvæma jafnvægi sem
á svæðinu ríkir. Gríðarleg
átök eru í Pakistan og ef illa
tekst til gæti þar farið aflt í bál
. og brand. Bandaríkin verða að
Hitt er annað og ef til vill aðalatriði malsins að innras öflug- takast á við fióttamannavanda-
asta stórveldis jarðarinnar í eitt fátœkasta riki jarðarkringl- °g, fæðuvandamáiið.
J J j o Takist aö hafa hendur 1 han
bin Ladens er eins víst aö
unnar mun ekki leysa málið.
hann verði píslarvottur, nokk-
urs konar hjáguð og hundruð
ungra bin Laden komi fram á
sjónarsviðið. Takist að koma
talibönum frá völdum er ekki
víst að Norðurbandalagið sé í
hæsta gæðaflokki stjórnvalda.
Jafnframt eru ríkin fleiri sem
hýsa hryðjuverkamenn. Hvað
þýðir stríð gegn hryðjuverka-
mönnum nákvæmiega? Innrás
í hlutlaus og vinveitt ríki ef
þar starfa slíkir hópar? Ind-
verjar telja að Pakistan sé i
hópi slíkra ríkja. Sjálfs-
morðsárásir eru nýr flokkur hryðju-
verka. Við sjáum þær í Kasmír, á Sri
Lanka, í ísrael og e.t.v. víðar. Hvað
með írak?
Á skal að ósi stemma
Jafnhliða aðgerðum sínum verða
Bandaríkin að endurskoða stefnu
sína í Mið-Austurlöndum. Alþjóða-
samfélagið verður að beita sér fyrir
friði milli ísraels og Palestínuaraba.
Ella alast upp kynslóðir ungs fólks
sem ekkert þekkir nema hatur, ör-
væntingu og vanmátt. Það getur tek-
ið margar aldir að uppræta það hat-
ur sem nú er sáð til. Mikið er gert úr
þætti bin Ladens en vel má vera að í
samtökunum séu margir mun öfl-
ugri menn en hann. Þegar hópur
manna er tilbúinn að fórna lífi sínu
fyrir málstaðinn þarf að huga að
mörgu. Herir duga ekki gegn hug-
sjónum. Tilfinningin bíður aldrei
ósigur eins og vitið þegar það skilur
ekki eða viljinn þegar hann getur
ekki.
Guðm. G. Þórarinsson
Bjöm Snorrason,
lögregluvarðstjóri á Akureyri:
Gœti ruglað fólk
í ríminu
„Hægri beygja á móti rauðu
ljósi er leyfð sums staðar, svo
sem í Bandaríkjunum. í mörgum
tilvikum hér heima gæti það greitt fyrir umferð ef
þetta væri leyft en gæti aftur á móti oft ruglað
fólk ofurlítiö i ríminu. Að það fari - jafnvel í
hugsunarleysi - að taka einhverja áhættu á með-
an ljósið logar enn þá rautt. Því held ég að við
ættum að halda okkur við núgildandi lög um
þetta efni. Ég tel aðrar breytingar á umferðarlög-
unum heldur ekki timabærar. Hækkun leyfilegs
hámarkshraða þykir mér varla koma til greina,
enda hefur reynslan sýnt að afar mörg umferðar-
slys verða einmitt vegna þess að of hratt er ekið.“
Ragnheiður Davíðsdóttir,
forvamarfuUtrúi VÍS:
Eru þingmenn
aðgerðalausir?
„Hafa menn ekkert betra að
gera í þinginu en koma með
svona tillögur? Þetta minnir
mig óþægilega á frumvarp um hækkun há-
markshraða sem nokkrir þingmenn lögðu fram
á Alþingi fyrir nokkrum árum en náði aldrei
fram að ganga. Mér finnst aldrei rétt að aka á
móti rauðu ljósi, það býður heim engu nema
hættunni. Frekar hefði ég viljað að þingmenn
berðust í sameiningu, hvar sem því væri við
komið, fyrir fjölgun lögreglumanna svo hægt sé
að halda uppi öflugri umferðarlöggæslu í land-
inu. Á að hún sé mannsæmandi þykir mér mik-
ið skorta.“
Með ólíkindum
Orsakir og afleiðingar