Dagblaðið Vísir - DV - 19.10.2001, Qupperneq 24

Dagblaðið Vísir - DV - 19.10.2001, Qupperneq 24
28 FÖSTUDAGUR 19. OKTÓBER 2001 !>V * Tilvera lí f iö Afmælissýning Sneglu-listhúss Sýning á verkum þeirra kvenna sem standa aö Sneglu-Iisthúsi verður opnuð í dag, kl. 18. Hún er haldin i tilefni af tíu ára afmæli hússins. Snegla-listhús er á horni Klapparstígs og Grettisgötu. Það er opið virka daga frá 12-18 og á laugardögum frá 11-15. Listakonurnar starfa sjálfar í húsinu. Leikhús ■ KRISTNIHALD Leikrit Halldórs Laxness, Kristnihald undir Jökli, verður sýnt í kvöld kl. 20. Meö aöal- hlutverk fara Árni Tryggvason og Gísli Örn Garðarsson en tónlist er eftir Sölva Blöndal. ■ LEIKFÉLAG MOSFELLSSVEITAR í kvöld frumsýnir Leikfélag Mosfelis- sveitar leikritiö Brúðkaup Tony og Tínu í Bæjarleikhúsinu Mosfellsbæ og hefst sýningin kl. 20. ■ PÍKUSÖGUR Kl. 20 í kvöld sýnir Borgarleikhúsið á þriöju hæöinni leikritiö Píkusögur eftir Evu Ensler. ■ SKUGGALEIKUR Barnaleikritiö Skuggaleikur eftir Guörúnu Helga- dóttur verður sýnt í dag kl. 11 á veg- um Möguleikhússins, en það er til húsa á Laugavegi 105. ■ SYNGJANDI í RIGNINGUNNI Leikverkiö margfræga, Syngjandi í rigningunni, veröur sýnt í kvöld í Þjóðleikhúsinu. Sýningin fer fram á stóra sviöinu og hefst hún kl. 20. ■ LEIKFÉLAG AKUREYRAR ! kvöld frumsýnir Leikfélag Akureyrar leikrit- iö Blessað barnalán eftir Kjartan Ragnarsson. Sýningin hefst kl. 20. Tónleikar ■ HORÐUR TORFA A ISAFIRÐI Hörður Torfa heldur tónleika í Sjall- anum á ísafirði þar sem hann kynnir m.a. efni af nýjum diski sínum Lauf. Tónleikarnir hefjast kl. 21. Hátíð ■ LISTAHATH) UNGS FOLKS Listahátíð ungs fólks verður sett viö hátíölega athófn í Ráöhúsi Reykjavíkur kl. 20.00 í kvöld. Oagskráin er svona: Bóas Hallgrímsson setur hátíðina, nemendur úr Hönnunardeild lönskólans í Reykjavík opna sýningu. Anonymous, Tónaflokkurinn, Dagskrárbrot frá væntanlegum viöburðum unglistar og götuleikhúsiö með atriöi. Hátíðin stendur til 27. okt. Popp ■ AIRWAVES A GAUKNUM Þaö er rokk og aftur rokk á Gauki á Stöng í boði Airwaves-tónleikahátíðarinnar. Þar sþila Svanur, Eliza, Silt aka Botnleðja, Laces, Tweeterfriendly Music, Ný dönsk, Tvö dónaleg haust og Sóldögg. ■ AIRWAVES Á SPOTLIGHT Af- kvæmi guðanna, Kritikal Mazz, Battery, Antlew & Maximum X Rotweiler, Tommi White og Gus Gus Dj.-settlð hipphoppast á Spotlight. ■ AIRWAVES Á THOMSEN Prince Valium, The Worm Is Green, Ampop og Skurken blása lífi í Kaffi Thom- sen frá 21 til miðnættis. Eftir þaö taka Dj. Grétar, Dj Balli og Jamie Crulsey & Alex Knight frá Fat Cat Records við. ■ INGIMAR Á PUSSABAR Gleöigjafinn Ingimar spilar á harmoníku á Dussabar, Borgarnesi, Sjá nánar: Lífið eftir vinnu á Vísi.is Náttúrulækningafélag íslands í Hverageröi: Flottasta baðhús lands- ins á teikniborðinu - að ungverskri fyrirmynd, segir forseti NLFÍ Bíógagnrýni Háskólabíö - Beautiful Creatures: ★ ★ Rennur blóð eftir slóð Náttúrulækningafé- lag íslands ætlar í stór- framkvæmdir á næst- unni þvi þar á bæ er stefnt að því að reisa stærsta baðhús landsins við heilsuhælið í Hvera- gerði. Að sögn Gunnlaugs K. Jónssonar, forseta NLFÍ, hefur hugmyndin verið í vinnslu í tvö ár og verða teikningar lagðar fyrir landsþing samtakanna á morgun. Glæsilegasta bað- hús landsins „Síðastliðin tvö ár höfum við verið að hanna nýtt baðhús sem er gert að ungverskri fyrirmynd. Við ætlum að leggja teikningarnar fyrir landsþing Náttúru- lækningafélags Islands um helgina og kynna þær. Líka er í gangi vinna til að tryggja fjár- mögnun og við vonumst til að það mál liggi einnig Ijóst fyrir á þinginu.“ Gunnlaugur segir að löngu sé orðið tímabært og brýn nauðsyn að endurnýja húsakost félagsins og í tengslum við það eigi að brydda upp á ýms- um nýjungum. „Eigum við ekki að segja að þetta gæti orðið stærsta og glæsi- legasta baðhús landsins ef það fær að líta dagsins ljós?“ Óhefðbundin úrræði Að sögn Gunnlaugs er ljóst að fjármögnun af þessari stærð- argráðu sé ekki framkvæmanleg nema í samráöi og samvinnu við ríkið. Innisundlaug, gufuböð og pottar Fjármögnun af þessari stæröargráðu er ekki framkvæmanleg nema í samráöi og samvinnu viö ríkiö. „NLFÍ hefur lengi boðið upp á leirböð og ýmis óhefðbundin úr- ræði á heilsuhæl- inu í Hveragerði. Böðin og matar- æðið hafa verið eins konar tákn félagsins. Bað- húsið kemur til með að breyta þessu. Við ætlum að halda leirböðunum áfram en stórbæta alla aðstöðu. I baðhúsinu verður stór innisundlaug og vað- Gunnlaugur K. Jónsson, for- seti NLFÍ. laugar með heitu og köldu vatni. Þar verða gufuböð og heitir pottar bæði úti og inni og i framtíðinni ætlum við að byggja 25 metra úti- laug sem verður samtengd innilauginni." Hryggsúlan toguð niður Gunnlaugur segist reikna með að það meðferðarform sem nefnist „underwater traction“ eigi eftir að vekja mikla athygli. „Fyrirbærið, sem er þekkt víða í Ungverjalandi og Þýskalandi, lítur voðalega skuggcdega út. Þeir sem fara í þetta eru settir upp á hálfgerðan kross sem er niðri í vatnsgryfju. Menn eru síðan reistir upp og látnir hanga með hendurnar beint út frá öxlunum og líkamsþyngdin togar þá niður í vatninu. Meðferð- in felst síðan í þvi aö þyngja menn með lóðum og toga hryggsúluna niður. Þetta er náttúrlega allt gert undir handleiðslu fagfólks. Þessi meðferð er mjög vinsæl í dag með- al fólks sem vinnur við tölvur. Ég er búinn að prófa þetta sjálfur og meðferðin er hreint ótrúleg." -Kip Fyrir nokkrum árum fannst mér eins og flestallar myndir sem kæmu frá Bretlandi gerðust i kringum aldamótin 1900 - ef ekki fyrr - og fjölluðu nánast undantekningar- laust um ástir og örlög aðalsfólks. Nú er öldin önnur (í bókstaflegri merkingu). Kvikmyndirnar sem koma frá fyrrum heimsveldinu ger- ast núna meðal lágstéttarfólks, oft atvinnulauss - ef ekki stéttlausra glæpamanna og dópista. Beautiful creatures eða Fallegar verur til- heyra þessum seinni hópi. Titillinn er tekinn úr myndinni, önnur aðal- persónan er trekk í trekk kölluð fal- legasta vera í heimi af alls kyns karlmönnum rétt áður en þeir reyna að berja hana eða nauðga henni - nú, eða drepa hana sem er líka til í dæminu. BC hefst á samtali milli karls og konu. Samtaliö byrjar huggulega með ástarjátningum en fer fljótt úr huggulegheitunum yfir i andstyggi- legheit þegar karlinn hótar konunni lifláti fyrir að hafa týnt golfsettinu sínu. Parið eru Dorothy (Susan Lynch) og kærastinn hennar, Tony (Iain Glen). Þau rífast, hann málar hund- inn hennar rauðan og hún flýr - með hundinn. Á meðan Dorothy bíður eftir strætó heyrir hún angist- aróp frá konu sem maður er að mis- þyrma og grípur til þess ráðs að berja manninn í höfuðið með járn- röri. Sú misþyrmda heitir Petula (Rachel Weisz) og drösla þær rotuö- um manninum heim til Dorothy. Sá rotaði drepst síðan í baðkari og eft- ir að hundurinn gerir hann fingrin- um styttri byrjar mikill löggu- og bófahasar þar sem lík hrannast upp og peningafúlgur skipta um eigend- ur. Hljómar kunnuglega. í BC er lamið til hægri og vinstri, svívirt og skotið. Það rennur aldeil- is blóð eftir slóð þessara tveggja óhappakvenna - og ég segi óhappa því allt gerist þetta einhvern veginn óvart, þær ætluðu í raun og veru ekki að meiða neinn - þetta varðaði bara svona, eins og fræg söguper- sóna sagði einu sinni. Og það er ef til vill vandamálið við BC. í kvik- myndum eins og Lock Stock and Two Smoking Barrels eftir Guy Ritchie, sem leikstjórinn er greini- lega að stæla, eru aðalpersónurnar mun klárari en hér. Þar eru menn í vandræðum en taka málin í sínar eigin hendur - gera hluti frekar en lenda í þeim. Þar eru líka samtöl hnyttnari og persónusköpun í tvílit en ekki grátónum eins og hér. Svo vantar ákveðinn hraöa og markviss- ari klippingar og þótt snúningar í söguþræðinum séu ótalmargir og mikið sé verið að reyna að koma áhorfandanum á óvart þá er endir- inn fyrirsjáanlegur. Annars standa þær sig prýðilega Lynch (Waking up Ned) og Weisz (The Mummie), sérstaklega Weisz sem er nánast óþekkjanleg með of- boðslega aflitað hár, en þær líða báðar fyrir illa skrifuð samtöl. Karl- mennirnir skila líka sínum skít- hælshlutverkum ágætlega en þaö er langt siðan ég hef farið á kvikmynd þar sem eina almennilega karlkyns „persónan" er hundur - allir hinir þvilíkir óþokkar að þeir virkilega eiga sín maklegu málagjöld skilin. Leikstjóri: Bill Eagles. Handrit: Simon Donald. Kvikmyndataka: James Welland. Aöalleikarar: Rachel Weisz, Susan Lynch, lain Glen, Maurice Roéves, Alex Norton og Tom Mannion.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.