Dagblaðið Vísir - DV - 24.10.2001, Side 4
4
MIÐVIKUDAGUR 24. OKTÓBER 2001
Fréttir r>V
Skrifstofustjóri fjármálaráðuneytisins um gagnrýni á fjárlagafrumvarpið:
Erum ósammála
Standard & Poor’s
- en sérfræðingar þess spá fjárlagahalla upp á 1,8% af landsframleiðslu
Fjármálafyrirtækið Standard &
Poor’s, sem er eitt þriggja alþjóð-
legra fyrirtækja sem metur láns-
hæfi íslendinga, telur að fjárlaga-
hallinn á næsta ári muni verða
1,8% af landsframleiðslu, sem er
þveröfugt við það sem gert er ráð
fyrir í fjárlagafrumvarpinu þar
sem talaö er um 1,8% afgang. Fram
kemur að sérfræðingar S&P telja
líkur á að innbyggð framúrkeyrsla
í ríkisfjármálunum muni veröa
með svipuðu móti á næsta ári og
hún var í ár. Þá gerir S&P ráð fyr-
ir að skuldir ríkisins sem hlutfall
af landsframleiðslu muni aukast,
bæði í ár og á næsta ári. Þetta
skuldahlutfall verði í ár 48,8% og á
næsta ári verði þetta komið í
51,7% samhliða því að landsfram-
leiöslan dregst saman. Eins og
fram kom í DV í gær er það skoö-
un fyrirtækisins
að fjárlagafrum-
varpið sé byggt á
of bjartsýnum
forsendum og I
greinargerðinni
sem liggur að
baki fréttatil-
kynningu fyrir-
tækisins er
einmitt dregið
fram að fjár-
málaráðuneytið hafi ekki notað
þjóðhagsáætlun Þjóðhagsstofnunar
við gerð fjárlaganna.
Fram kemur einnig í greinargerð
S&P að fyrirtækið telur að veikleik-
ar séu í íslenska fjármálakerfinu og
benda á eftirspurn sem byggist á
lánsfé, hækkun fasteignaverðs og
viðskiptahalla við útlönd. Er jafnvel
talið að til þess gæti komið að út-
lánatöp yrðu til þess að ríkisvaldið
yröi að koma bankakerfinu til hjálp-
ar og leggja því til fé.
Bolli Þór Bollason, skrifstofu-
stjóri í fjármálaráðuneytinu, segir
ráðuneytið einfaldlega ósammála
þeirri niðurstöðu sem þarna kem-
ur fram varðandi fjárlagahalla á
næsta ári og segir þá grundvallar-
forsendu ranga að framúrkeyrslan
á næsta ári verði eins og hún var í
ár. í ár segir Bolli að til hafi kom-
ið sérstakar aðstæður sem skýri
framúrkeyrsluna, s.s. kjarasamn-
ingar og gengislækkun. „Hann
(sérfræðingur S&P) er ekki að gera
ráð fyrir að kjarasamningum verði
sagt upp og hann er ekki að gera
ráð fyrir áframhaldandi gengis-
lækkun þannig að þá er forsendan
fyrir einhverri svona framúr-
keyrslu brostin og þetta er það at-
riði sem við eru ósammála," segir
Bolli Þór. Varðandi ólíkar forsend-
ur um hagvöxtinn þar sem hið er-
lenda fyrirtæki telur að hér muni
verða samdráttur en fjármálaráöu-
neytið gerir ráð fyrir 1% hagvexti
í fjárlagafrumvarpinu, segir Bolli
ráðuneytið einfaldlega ósammála
og telji aö Standard & Poor’s of-
meti samdráttinn. Aðspurður
hvort S&P sé ekki einfaldlega sam-
mála Þjóðhagsstofnun, sem spáir
0,3% samdrætti, sagði Bolli að fyr-
irtækið hefði í raun engar forsend-
ur fyrir sínum spám aðrar en sam-
drátt í alþjóðlegu efnahagslífi.
„Það sem kannski skilur okkur að
er aö hann gerir heldur ekki ráð
fyrir neinum áhrifum af þeim
skattkerfisbreytingum sem eru á
dagskrá," segir Bolli.
-BG
Útvarpsstjóri og deildarstjórar svæðisstöðvar RÚV funda um flutning:
Dagskrárstjóri yrði á Akureyri
- styttra svæðisútvarp en aukin aðkoma landsbyggðar að Rás 2
Svo virðist sem flutningur Rásar
2 til Akureyrar þar sem hún yrði
gerð að „miðstöð svæðisútvarpa"
gæti falist í því að skipulagi Rásar-
innar yrði breytt og sérstakur dag-
skrárstjóri yrði á Akureyri, ef til-
lögur sem forstöðumenn svæðis-
stöðvanna hafa sett fram ná fram
að ganga. Uppbygging dagskrár-
innar yröi síðan þannig að hún
yrði i ríkari mæli en verið hefur
unnin úti á landi en dagskrárgerð-
in yrði samvinnuverkefni svæðis-
stöðvanna og starfsmanna í
Reykjavík þannig að framlág svæð-
isstöðvanna yrði mun meira en
verið hefur. Deildarstjórar svæðis-
útvarpanna hafa fundað um þessi
mál með Markúsi Erni Antonssyni
og viröast menn nokkuð sammála
um hvaða meginstefnu rétt sé að
taka. „Þegar menn eru að tala um
hugsanlegan flutning Rásar 2 eru
Markús Örn Björn
Antonsson. Bjarnason.
menn ekki að tala um að loka hana
niöri í einhverri kistu norður í
landi heldur að það verði áfram
samspil milli starfsstöðva, milli
Akureyrar og Reykjavikur og
hinna svæðisstöðvanna líka. Hér
yröi áfram spiluð tónlist og þetta
yrði til að þjappa fólki saman hvar
á landinu sem það er,“ segir Mark-
ús örn Antonsson.
Málið var m.a. tekið fyrir i út-
varpsráði í gær og þar var form-
lega kynnt bréf Björns Bjarnason-
ar menntamálaráðherra um málið
og hefur útvarpsstjóri einnig lagt
fram greinargerð um málið. Eins
og áöur segir hafa deildarstjórar
svæðisútvarpanna gert ákveðnar
tillögur að skipulagsbreytingum
og því hvemig breyta m^tti dag-
skráruppbyggingunni þannig að
framlag svæðisútvarpanna flyttist
meira inn á landsrás Rásar 2 en
sérstakar svæðisbundnar útsend-
ingar myndu að sama skapi stytt-
ast. Þannig er í þessum tillögum
t.d. einungis gert ráð fyrir 15 mín-
útna sérstöku svæðisútvarpi frá
kl. 17.45-18.00 á virkum dögum þar
sem sagðar yrðu fréttir og tilkynn-
ingar af staðbundnum viðburðum.
í þessu hólfi skapaðist þá jafn-
framt tækifæri til að hafa svæðis-
bundið efni af höfuðborgarsvæð-
inu sem sent yrði út frá Efstaleiti.
Önnur dagskrá yrði þá send út á
landsrás Rásar 2 og yrði það gert
sameiginlega úr hljóöverum í
Reykjavík og á landsbyggðinni. Að
sögn Markúsar Arnar eru þessar
hugmyndir deildarstjóranna mjög
í þeim anda sem hann getur hugs-
að sér aö breytingin feli í sér. „Ég
tel t.d. að dagskrárstýring á svona
uppleggi eins og hér er lagt til
myndi mjög vel eiga heima á Ak-
ureyri. Við myndum frekar ná
markmiðum okkar um virka aðild
svæðisstöðvanna að þessu sam-
spili öllu með því að hafa mann
fyrir norðan sem væri þá dag-
skrárstjóri, eða forráðamaður
þessarar dagskráruppstillingar, en
ef sú stýring færi fram í Reykja-
vík,“ segir Markús Örn Antons-
son.
-BG
Syngjandi í rigningu:
Leikarar
fengu tiltal
Leikaramir Rúnar Freyr Gíslason,
Selma Björnsdóttir og Stefán Karl
Stefánsson, sem öll leika í Syngjandi
i rigningu, fengu tiltal hjá þjóðleik-
hússtjóra vegna þess að þau fluttu
valin atriði úr sýningu Þjóðleikhúss-
ins í fimmtugsafmæli Kjartans Gunn-
arssonar, framkvæmdastjóra Sjálf-
stæðisflokksins, í Perlunni í síðustu
viku. Ástæðan var sú að fólkið kom
fram í búningum leikhússins.
Stefán Baldursson þjóðleikhús-
stjóri staðfesti í samtali við DV að
hann hafi rætt við fólkið.
„Ég talaði við þessa krakka vegna
málsins. Þau vissu ekki betur en
þetta væri í lagi. Þeim er frjálst að
syngja lög úr sýningunni og taka
greiðslu fyrir en þau mega ekki taka
þetta í gervum og búningum eins og
atriöi úr okkar sýningu," segir þjóð-
leikhússtjóri sem hefur fyrirgefið
leikurum sínum frumhlaupið. „Þetta
eru ungir krakkar sem vissu ekki bet-
ur. Ég útskýrði þetta og málið er úr
sögunni," segir Stefán. -rt
Söfnun fyrir Afgana:
Framlag þjóðar-
innar 20 milljónir
Alls söfnuðust 4,5 milljónir króna
i söfnun Hjálparstarfs kirkjunnar
og Rauða kross íslands vegna
Afganistans. Því til viðbótar hefur
ríkisstjórn íslands lagt fram 10
milljónir króna, Hjálparstarf kirkj-
unnar eina milljón og deildir Rauða
kross íslands eru að senda inn fram-
lög þessa dagana. Gera má ráð fyrir
að í heild muni aðstoðin nálgast 20
milljónir króna þegar allt er talið.
„Ástandið í Afganistan er skelfi-
legt og við þurfum að aðstoða bæði
þá sem eru hjálparþurfi í landinu og
þá sem hafa komist yfir til grann-
ríkja og eru þar sem ílóttamenn,"
segir Sigrún Árnadóttir, fram-
kvæmdastjóri Rauða kross íslands.
Flóttamönnum íjölgar og töluverður
hluti söfnunarfjár verður notaður
til að reisa ílóttamannabúðir og
mæta þörfum fólks þar fyrir vatn,
mat, skjól og læknisaðstoð. Féð
verður notað til þess að aðstoða fjöl- |
skyldur í Afganistan sem líða sára
neyð vegna þurrka og ófriðar und-
anfarin ár. -aþ
Veðríö í kvöíd
Bjart sunnanlands
Fremur hæg norðlæg átt í dag. Súld eða
rigning austan til, smáskúrir á Norðurlandi en
víða bjart veöur sunnanlands. Hiti 2 til 10
stig, hlýjast á Suðurlandi.
Sóiargangur og sjávarföil
REYKJAVIK AKUREVRI
Sólarlag í kvöld 17.37 17.16
Sólarupprás á morgun 08.49 08.40
Síödegisflóö 24.45 16.41
Ardegisflóö á morgun 00.45 05.18
Skýringar á voðurtáknum
J*"* VINDATT — HITI .10»
\ VINDSTYRKUR \ á 6ci<ún<lu *'nfrost HEIOSKÍRT
O O
LÉTTSKÝJAD HÁLF- SKÝJAÐ SKÝJAÐ ALSKÝJAÐ
: w O? Ö Ö1
RIGNING SKÚRIR SLYDDA SNJÓKOMA
w © =S|
ÉUAGANGUR ÞRUMU- VEÐUR SKAF- RENNfNGUR POKA
Þjóðvegir landsins eru allir greiðfærir
eins og á sumardegi, enda hitastigiö
ótrúlega hátt miðað viö árstíma, eins
og sjá má annars staöar á síðunni.
I GREIDFÆRT
HÁLT
■FUNGFÆRT
I ÓFÆRT
BYGGT A UPPLYSINGUM FRA VEGAGERÐ RIKISINS
Vabrib á morgun
Súld eða rigning
NA 8-13 m/s norövestan til en annars hægari. Dálítil súld eöa rigning
norðan- og austan til en úrkomulítiö suðvestan til. Hiti 2 til 10 stig,
hlýjast á Suðurlandi.
FóMud
Vindur: ,
10-15 m/,
Hiti 0° til6° *****
Noröaustan 10-15 m/s og
él á Noröurlandi, dðlítil
rigning eöa slydda
austanlands en heldur
hægarl sunnan til og skýjaö
meö köflum. Hltl 0 til 6 stlg
Laugard
ZM
Vindur: C
5—10 nvs\
HitiO” til 5°
Norölæg átt, 5-10 m/s.
Skýjaö með köflum og
úrkomul'itlö. Hltl 0 til 5
stig aö deginum.
Sunmirl
Vindúr;
2—8
Hiti 2° tii8° * * *
Suölæg átt og víöa
rignlng. Hitl 2 tll 8 stig.
mmm
AKUREYRI alskýjaö 5
BERGSSTAÐIR alskýjaö 6
BOLUNGARVÍK rigning 7
EGILSSTAÐIR skýjaö 5
KIRKJUBÆJARKL. alskýjaö 9
KEFLAVÍK skýjaö 8
RAUFARHÖFN alskýjaö 5
REYKJAVÍK skýjaö 7
STÓRHÖFÐI alskýjaö 8
BERGEN rigning 8
HELSINKI léttskýjaö -6
KAUPMANNAHÓFN
ÓSLÓ léttskýjaö 0
STOKKHÓLMUR -2
ÞÓRSHÖFN þoka á síö. kl. 10
ÞRÁNDHEIMUR léttskýjað -3
ALGARVE heiöskírt 17
AMSTERDAM þokumóöa 12
BARCELONA skýjaö 13
BERLlN léttskýjaö 5
CHICAGO þrumuveöur 16
DUBLIN léttskýjaö 10
HAUFAX skúr 10
FRANKFURT þoka i gr. 12
HAMBORG skýjað 8
JAN MAYEN þoka í grennd 3
LONDON þrumuveöur 13
LÚXEMBORG þokumóöa 11
MALLORCA léttskýjaö 12
MONTREAL 16
NARSSARSSUAQ skýjaö 1
NEW YORK þokumóða 18
ORLANDO heiöskírt 22
PARÍS alskýjaö 12
VÍN alskýjaö 8
WASHINGTON hálfskýjaö 19
WINNIPEG alskýjað -1
UíTaTTTlJi 14 s l í í ftl