Dagblaðið Vísir - DV - 24.10.2001, Síða 5

Dagblaðið Vísir - DV - 24.10.2001, Síða 5
MIÐVIKUDAGUR 24. OKTÓBER 2001 I>V 5 Fréttir Þórshafnarhreppur á barmi gjaldþrots: Félagslega húsnæðis- kerfið leikur okkur illa - segir Henry Ásgrímsson oddviti sem segir uppgjöf þó ekki til í röðum heimamanna íþróttamiöstööin á Þórshöfn Mörgum fannst þeir vera fullflottir á því aö byggja 250 milljóna króna íþróttamiðstöð í ekki stærra sveitarfélagi. Fjárhagsvandræði Þórshafnar- hrepps á Langanesi eru geysilega mik- il og ekki í fljótu bragði hægt að sjá hvemig heimamenn eiga að geta leyst úr þeim vanda. Sem dæmi má nefna að skuldir sveitarfélagsins nema 557 þús- und krónum á hvem íbúa þar sem landsmeðaltal er 200 þúsund krónur og rekstur málaflokka tekur allar skatt- tekjur sveitarfélagsins. Það þýðir að Þórshafnarhreppur verður að taka lán fyrir öllum afborgunum sínum og vöxtum, og öllu reyndar sem ekki fell- ur undir daglegan rekstur. „Þórshafh- arhreppur er ekki gjaldþrota, a.m.k. ekki á meðan hreppurinn hefur eitt- hvert lánstraust en þetta lítur ekki vel út,“ sagði einn viðmælandi DV sem þekkir vel til málsins. „Félagslega húsnæðiskerflð hér hefur leikið okkur vægast sagt illa og það er langstærsti hluturinn þegar litið er á skuldir okkar, þær skuldir einar og sér nema a.m.k. 200 mflljónum. Þetta kerfi er alveg rosalega þungt viðureignar en samkvæmt okkar bókum þá skuldar fé- lagslega kerflð okkur 25-30 milljónir króna ef allt væri eðlilegt. Við höfum verið að borga með þessu kerfl í gegn- um tíðina en kaupskyldan og neikvæð- ur rekstur auk viðhalds þessara íbúða, sem em 35-40 talsins, fer mjög iila með okkur,“ segir Henry Ásgrímsson, odd- viti Þórshafnarhrepps. Henry segir að auk þessa skuldi hreppurinn fjárhæðir vegna byggingar íþróttamiðstöðvarinnar sem byggð var fyrir nokkrum árum, en sú bygging kostaði a.m.k. 250 milljónir að sögn Henrys sem er um helmingi hærri upphæð en lagt var upp með. Hreppur- inn sem þá var stærsti eignaraðilinn 1 Hraðfrystistöð Þórshafnar seldi 17% í því fyrirtæki vegna byggingar íþrótta- miðstöðvarinnar en á þar í dag 5-6% hlutafjár. „Daglegur rekstur okkar er mjög erfiður og alveg í jámum. Við fengum mikið kjaftshögg á okkur við síðustu samninga, t.d. samninga kennara og þá hefur orðið til aukinn rekstrar- kostnaður m.a. vegna íþróttahússins. En þótt þetta sé erfitt þá er engin upp- gjöf meðal okkar. Það sem þarf áð ger- ast er að fá fram leiðréttingu hjá hinu opinbera t.d. vegna kennarasamning- anna og við þurfum að fá leiðréttingu vegna félagslega kerfisins. Svo þurfúm við meiri umsvif og meiri tekjur. Við höfum nokkurn veginn haldið í horf- inu hvað varðar íbúaflölda og það er ekki uppi á borðinu hjá okkur að leggja upp laupana," segir Henry. ■gk Drukkinn á hjóli meö farþega Tveir Dalvíkingar umwítugt hafa í Héraðsdómi Norðurlands eystra verið dæmdir í fésektir vegna reiðhjólastuld- ar og fleiri saka, en mennirnir stálu reiðhjóli við verslunina Dallas á Dalvík nótt eina í maí sl. Mennirnir tveir tvímenntu á hjólinu um götur bæjarins og reiddi annar hinn í barnastóli sem var á hjólinu. Lögreglu- maður sá til ferða þeirra og stöðvaði aksturinn og i ljós kom að sá sem hjólaði reyndist vera undir áhrifum áfengis. Mennimir játuðu allt sem á þá var borið og greiddu auk þess skaðabætur til eiganda hjólsins en þeir skemmdu hjólið talsvert. Dómurinn gerði þeim að auki að greiða sekt til ríkissjóðs, þeim sem hjólaði og réöi for 35 þúsund krón- ur og þeim sem sat í bamastólnum 25 þúsund krónur. -gk Sæmundur sérleyfishafi kaupir Helga P. Sérleyfisbílar Helga Péturssonar hafa hætt áætlunarakstri á Snæfells- nes og Sæmundur Sigmundsson í Borgeumesi tekið við sérleyfinu í Dali og á Snæfellsnes. Sæmundur keypti einnig sex af áætlunarbUum Helga Pét- urssonar. Að sögn Sæmundar er ætlun- in að gera einhveijar breytingar á áætl- un sem felast meðal annars í flölgun ferða en þær breytingar eru ekki full- mótaðar og verða auglýstar síðar. Hóp- ferðafyrirtæki Sæmundar er með leiða- kerfi sem nær um ailt Vesturland svo að með þessum breytingum verður þægi- legra fyrir þá sem þurfa t.d. að komast á Akranes að notfæra sér rútur í stað þess að aka einir á einkabfl. -DVÓ/JÓ MEIRIHATTAR MIÐVIKUDAGAR Magnaðar fréttaskýringar, alls konar 20.00 fólk í beinni útsendingu, Amy dómari 2i!so og auðvitað Jay Leno. 22.00 48 Hours Fólk með Sirrý Fréttir og Máíið Judging Amy Jay Leno ;' & MALIÐ MEÐ SIRRY SKJAREINN

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.