Dagblaðið Vísir - DV - 24.10.2001, Síða 6
6
MIDVIKUDAGUR 24. OKTÓBER 2001
JCW
Fréttir
Sala Landssímans í uppnámi, Verðbréfaþing krefst skýringa:
Ekkert tilboð komið frá
kjölfestufjárfestum
- munum ekki upplýsa neitt, segir aðstoðarmaður ráðherra
Leit að kjölfestufjárfestum í
Landssímann hf. virðist ekki ætla
að ganga áfallalaust. Engin tilboð
höfu borist þegar skilafrestur
gagna rann út á mánudag og að
mati verðbréfamiðlara þýðir slíkt
að útboðið sé mikilli óvissu. Verð-
bréfaþing íslands hafði engar upp-
lýsingar fengið um tilboðsgjafa um
miðjan dag í gær þegar DV leitaði
þar fregna.
Krafði VÞÍ Landsímann því
skýringa á málinu enda fyrirtæk-
inu skylt að tilkynna VÞÍ um öll
slík tilboð. Að sögn starfsmanns
VÞÍ var beðið eftir yfirlýsingu frá
Landsímanum en engin tilkynning
hafði borist þegar markaður lok-
aði klukkan hálffimm í gær.
Er málið í miklu uppnámi, m.a.
vegna átaka um hvaða fyrirtæki
falli undir skilyrði um að teljast
hæf til að taka þátt í útboðinu.
Hart hefur verið deilt um málið og
stíft fundaö með fulltrúum sam-
gönguráðuneytisins, einkavæðing-
arnefnd og ráðgjafarfyrirtækinu
PricewaterHouseCoopers í
London.
Guðríður Ásgeirsdóttir hjá við-
skipta- og skráningasviði VÞÍ
sagði í samtali við DV að þegar
óvissa skapaðist væri skráðum
fyrirtækjum skylt að tilkynna um
slíkt til Verðbréfaþingsins. Slík
óvissa hefði einmitt skapast í gær
vegna fréttar í DV um stöðu mála
vegna sölu Landssímans. Auk þess
var frestur tilboðsgjafa í útboði
fyrirtækisins runninn út. Því var
óskað eftir upplýsingum
frá Landsímanum eftir að
DV fór að spyrjast fyrir um
málið. Beðið var eftir upp-
lýsingum fram eftir degi í
gær en þær höfðu ekki
borist þegar markaði var
lokað.
Landsíminn til sölu
Búiö að selja hús en sala fyrirtækisins er í mikilli óvissu.
Utboöiö í óvissu
Frestur hugsanlegra
kjölfestufjárfesta til að
skila inn gögnum átti að renna út
á mánudag, 22. október, en fyrir
helgina var þess krafist sam-
kvæmt heimildum DV að frestur-
inn yrði framlengdur til 26. októ-
ber. Opinberlega vildi þó enginn
kannast við slíkan frest og Sturla
Böðvarsson samgönguráðherra
var hreinlega ekki viss um það í
gær hvort slíkur frestur hefði ver-
iö gefinn. Eigi að síður er það lyk-
ilatriði varðandi útboðið. Fyrir-
tækið er skráð á markaði, þar með
er væntanlega skylt að tilkynna
það inn til Verðbréfaþings íslands
hverjir hafi sent inn tilboð. Þó eru
uppi nokkrar efasemdir um þá
skyldu í þesu tilfelli þar sem um
óskuldbindandi tilboð er að ræða.
Þær efasemdir munu þó fyrst og
fremst snúast um hvort skylt sé að
upplýsa opinberlega um nöfn til-
boðsgjafa. Hafi engin tilkynning
borist þegar frestur til að skila inn
gögnum rennur út þýðir það
venjulega aö enginn hafi tekið þátt
í útboðinu. Þar með er væntanlega
komin upp óvissa um framhald
útboðsins.
Munum ekki upplýsa neitt
Jakob Falur Garðarsson, aðstoð-
armaður samgönguráðherra, vissi
ekki fremur en ráðherrann í gær
hvort frestur hefði verið framlend-
ur eða ekki. Aðspurður hvort til-
boð hefði borist sagði hann orð-
rétt:
„Ég get ekkert sagt um málið.
Það verður ekkert sagt um það að
svo stöddu. Við munum ekki upp-
lýsa neitt um málið. Einkavæðing-
arferlið er þó í mjög góðum gír,“
sagði Jakob Falur.
■'V'
Hreinn
Loftsson.
Ekki náðist í
Hrein Loftsson, for-
mann einkavæðing-
arnefndar, sem lika
var í London.
Ráðgjafinn í for-
stjórastól
Á ýmsu hefur
gengið varðandi
sölu Landssímans
og skemmst er að
minnast brotthvarfs
Þórarins V. Þórarinssonar úr stóli
forstjóra tímabundið eða þar til
kynnt hefur verið við hvern einka-
væðingarnefnd hefur ákveðið að
semja á grundvelli bindandi
kauptilboðs. Er þetta gert m.a.
vegna tengsla Þórarins við Opin
kerfí. Það fyrirtæki haföi einmitt
sýnt áhuga á að koma inn sem
kjölfestufjárfestir. Samkvæmt upp-
lýsingum fyrirtækisins á þessi
ráðstöfun að tryggja hlutlægni í
vali á kjölfestufjárfesti í félaginu.
Stjórn Landssíma Islands hf. fór
þess síðan á leit við PwC að Óskar
Jósefsson, sviðsstjóri rekstrarráð-
gjafar fyrirtækisins, tæki sæti Þór-
arins. Óskar hafði einmitt stýrt
mati og söluferli á Landssíma Is-
lands hf. Mun hann gegna stöð-
unni tímabundið.
Frestur t Landssinsaútboöi runninn út;
Norðurljós hótal
að fara í mál
Sturla
Böðvarsson.
Hafa menn í fram-
haldi af þessu velt
upp spurningum um
hvort það ekki sé i
hæsta máta óeðlilegt
að fulltrúi ráð-
gjafans, sem á að
miðla upplýsingum
til óskildra tilboös-
gjafa, stjórni nú
hagsmunagæslu
Landssímans sem
forstjóri.
Þórarinn V.
Þórarinsson.
allra leiða til að sætta sjón-
armið.
Líklegt er talið að breyta
verði skilyrðum útboðsins
en það gæti hugsanlega þýtt
að bjóða þyrfti út að nýju.
Þar með yrðu allar tímaá-
ætlanir ríkisstjórnarinnar
um söluna einnig í uppnámi
en sala ríkiseigna er m.a.
liður í fjárlögum fyrir næsta
ár.
Haröur slagur
Samkvæmt heimildum DV hefur
verið hart tekist á um málið á bak
viö tjöldin og var m.a. fundað með
ráðgjafarfyrirtækinu í London í
Hörður
Kristjánsson
blaöamaöur
E2L
•| ->ísuS»jsiadílM»
1 t oWU M-í» (
í r ias% u» », *«
7 -ms ÖV •
; feAítir
l m
| vfcvÍMt vV. ew. ■*»
I kth.
•*»T;i»
áfc.
«^ta tPirfui: jþw-j wi« .
K'm t ttndurt j
•tss vr t**TA r;áK> j.5 |wi vtt
11311 IM l>."tta :SrT'3«r> J
Jfttui. t vir |t»
r'-rit.tttaA iwMift öl-.sr ».in* 11
Tjf.li rit «<
-fctt «• »«ai*.-r
J.ii.>Hiirfjns*. *e*jr •** íurft
■*: KK! '0»V eSrkKICKÍ, «*. Húfl?
■'!»> -iS-
vrW, »> «cinurfei n>xst: •íUii f ic* t
ttiÁ úaiií
f Ot Min •Hnflrwu’jir
I *rKl 1« -m
l fcolö riH irS
1 —r—Tnrnwi
Frétt DV í gær
Fréttir um deilurnar valda óvissu um
stööu fyrirtækisins sem því er skylt aö
upplýsa um til Veröbréfaþings. Þangaö
hefur engin tilkynning borist.
gær. Tekist er á um skilyrði út-
boðsins sem talin eru útiloka m.a.
þátttöku Norðurljósa, fyrirtækis
Jóns Ólafssonar, frá því að taka
þátt í útboðinu. Er þaö vegna skil-
yrða um að tengsl megi ekki vera
við önnur íslensk símafyrirtæki
en Norðurljós eiga stóran hlut í
Tali hf. Jón er hins vegar mjög
ósáttur við slíka skilgreiningu.
Bendir hann á að Opin kerfi eigi
m.a. hlut í SKÝRR og Línu.Neti
sem bæöi starfa í þessum geira og
hótar hann málaferlum ef þetta
verði látið ganga eftir. Bent er á
reglur EES um útboðsmál í þessu
sambandi. Fleiri hugsanlegir til-
boðsgjafar hafa líka bent á það at-
riði.
Ef bæði Opin kerfi og Norður-
ljós reynast vanhæf samkvæmt út-
boðsreglum eru tveir líklegir ís-
lenskir aðilar dottnir út. Þar með
er útboðið I raun í algjöru upp-
námi. Þykir máliö allt hið vand-
ræðalegasta og mun verða leitað
Mörg álitamál
Fulltrúar einkavæðingarnefnd-
ar, með formanninn, Hrein Lofts-
son, i fararbroddi, hélt til London
vegna málsins. Þar voru einnig
fulltrúar PricewaterHouseCoopers
sem hafa haft veg og vanda af út-
boðinu.
Fjölmargir þættir í framkvæmd
útboðsins þykja orka tvímælis.
Heimildarmaður DV, sem þekkir
mjög vel til verðbréfaviðskipta er-
lendis, segir t.d. algjörlega óraun-
hæft að ætla að erlend stórfyrir-
tæki á þessu sviði taki sér ekki
nema fáar vikur til að skoða hugs-
anleg kaup á stóru fyrirtæki eins
og Landsímanum. Fjölmarga þætti
í rekstrinum þurfi að skoða. Þar
komi m.a. til álita sala Landsím-
ans á húsi sínu við Austurvöll sem
reiknað er inn í afkomutölur. Það
skekki mjög útreikninga varðandi
raunveruiega afkomu og verðmæti
fyrirtækisins. Ekki síst ef kaup-
verðið er að verulegum hluta
greitt af Landssímanum sjálfum
með leigu á hluta hússins undir
simstöð. Þá muni fjárfestar einnig
skoða vel helstu tekjulind fyrir-
tækisins sem eru símagjöldin. Þar
geti verið mörg álitamál. Allt þetta
þurfi að skoða vandlega, hvað þá
að hægt sé að ganga frá slíkri sölu
nú fyrir áramót. Þá sé líka mjög
óraunhæft að ætla að stór símafyr-
irtæki skrifi undir óskuldbindandi
tilboð eins og þarna er óskað eftir.
Bara það eitt segi mönnum að
þarna sé um platútboð að ræða
sem þýði að samið verði um verð-
ið eftir á. Alvöru stórfyrirtæki úti
í heimi muni seint leggja nafn sitt
við slíkt.
Umsjón: Birgir Guðtnundsson
netfang: birgir@dv.is
Lítil endurnýjun?
Eins og fyrri daginn ríkir gríðar-
legur spenningur í heita pottinum
fyrir framboðsmálum Sjálfstæðis-
flokksins í Reykjavík. Þar er nú mik-
ið rætt um endur-
nýjunina á listan-
um en ekki er útlit
fyrir að hún verði
mjög mikil. Fullyrt
er að borgarstjórn-
arílokkurinn hafi
fundað i Keflavík
um helgina og þar
hafi komið fram að flestir núverandi
borgarfulltrúar hafi talað um að þeir
hefðu áhuga á að halda áfram sem
borgarfulltrúar. Óliklegt er þó talið
að flokksmenn utan borgarstjórnar-
flokksins séu sammála þessu og
heyrist að listi sem ekki vann kosn-
ingarnar síðast sé ekkert líklegri til
að gera það núna. Að vísu liggur fyr-
ir að oddvitinn verður annar en þá -
hvort sem það nú verður Inga Jóna
Þórðardóttir eða einhver annar -
en engu að síður virðast menn telja
að frekari breytinga sé þörf ef björn-
inn á að vinnast!...
Eldri borgara framboð
Nokkuð hefur borið á fréttum um
að eldri borgarar séu að íhuga að
fara fram með sérstakt framboð í
borgarstjórnarkosningunum næstu.
Hefur komið fram
að slikt framboð
nyti talsverðs vel-
vilja hjá þjóðinni
samkvæmt könnun
PriceWaterhouse-
Coopers og hefur
Ólafur Ólafsson,
fyrrverandi land-
læknir, jafnan verið í forsvari fyrir
þeim sem velta þessum möguleika
fyrir sér. I pottinum er fullyrt að
sterk öfl innan raða samtaka eldri
borgara beiti sér gegn öllum fram-
boðshugmyndum og séu þetta yfir-
leitt aðilar sem tengjast Sjálfstæðis-
flokknum. Þar í flokki er starfandi
hreyfmg eldri borgara sem telur sig
ágætan farveg fyrir þá óánægju sem
uppi er og telja ýmsir þeir sem þar
starfa að sérstakt framboð í höfuð-
borginni myndi einungis skaða
Sjálfstæðisflokkinn umfram Reykja-
víkurlistann ...
Formönnum fjölgar
Framsóknarmenn í Reykjavík
hafa verið að ráða ráðum sínum upp
á síðkastið og skipuleggja sig eftir
kjördæmamörkum. I samræmi við
það hafa verið
stofnuð tvö félög í
Reykjavík í staðinn
fyrir að áður var
þar aðeins eitt félag
fullorðinna og nú
hafa líka verið
stofnuð tvö ungliðafélög í stað eins
áður. Hins vegar var kvenfélagið
lagt niður sem sérstakt félag og þyk-
ir það tímanna tákn. Mörg ný nöfn
eru að skjóta upp koOinum hjá
Framsókn í Reykjavík en kosturinn
við þessa fjölgun félaga er að hún
kallar á fleiri formenn! Formenn í
framsóknarfélögunum tveimur eru
þau Gestur Kr. Gestsson, sem er
einn af ritstjórum hriflu.is, og Sig-
rún Jónsdóttir. Formenn ungliða-
samtakanna eru hins vegar Haukur
Logi Karlsson (suður) og Hallur
Hallsson (norður).
Vigdís heit
Og talandi um framsóknarmenn í
Reykjavík þá liggur fyrir að borgar-
fulltrúar flokksins á Reykjavíkurlist-
anum, þau Alfreð Þorsteinsson og
Sigrún Magnús-
dóttir, munu fá
mótframboð þegar
kemur að því að
flokkurinn velur
fuUtrúa á listann.
Þannig hefur Anna
Kristinsdóttir
(Finnbogasonar)
þegar lýst yflr áhuga sínum á að kom-
ast i öruggt sæti á listanum og í pott-
inum er fuUyrt að Vigdís Hauksdótt-
ir, varaþingmaður flokksins í Reykja-
vík, hafi einnig áhuga á að láta að sér
kveða á þessum vettvangi...