Dagblaðið Vísir - DV - 24.10.2001, Side 7
MIÐVIKUDAGUR 24. OKTÓBER 2001
Fréttir
7
Réttarhöldin endurtekin
vegna vanhæfni dómara
- í ljós kom eftir aðalmeðferð að sami dómari hafði úrskurðað gæsluvarðhald
Sú óvenjulega staða hefur komið
upp að héraðsdómari i ííkninefna-
máli þar sem sakir varða við 10
ára fangelsi hefur úrskurðað sig
vanhæfan. Sakamálið varðar inn-
flutning á einu mesta magni flkni-
efna sem lagt hefur verið hald á í
einu lagi - tæplega 17 þúsund e-
töflur, 8 kíló af hassi og 200 grömm
af amfetamíni.
Það sem er sérstakast er að rétt-
arhöldin, það er aðalmeðferð, var
öll afstaðin og málið tekið til dóms
að undangengnum málflutningi
þegar dómarinn uppgötvaði að
hann væri í raun lögum sam-
kvæmt vanhæfur. Ástæðan er sú
að á fyrri stigum málsins hafði
sami dómari úrskurðað sakborn-
inginn í áframhaldandi gæsluvarð-
hald á grundvelli 2. mgr. 103. grein-
ar hegningarlaganna - ákvæði þar
sem dómari er í raun að taka af-
stöðu til sektar. Þegar fyrri af-
skipti dómarans uppgötvuðust
voru verjandi og sækjandi látnir
vita og málið sent dómstjóra Hér-
aðsdóms Reykjavíkur. Nýr dómari
verður skipaður í vikunni.
Þetta þýðir að endurtaka þarf
réttarhöldin, dómsyflrheyrslur og
vitnaleiðslur, málflutning og svo
framvegis. Málið þykir hins vegar
ekki mjög flókið þannig að ekki er
útlit fyrir að það taki langan tíma.
Engu að síður, nýr dómari þarf að
setja sig inn í gögn og málsmeð-
ferð, dómari sem ekki hefur fjallað
á fyrri stigum um mál sakborn-
ingsins sem er á fertugsaldri og
var að koma frá Amsterdam þegar
hann var handtekinn með öll efn-
in.
-Ótt
Valgeröur
Sverrisdóttir.
Byggðakort ESA:
Hefði mátt
upplýsa
betur
ESA, Eftirlitsstofnun EFTA er nú
að fara yfir svör iðnaðarráðuneytis
og tillögur að
byggðakorti fyrir
landið, en heimil-
idr til ríkis-
styrkja til at-
vinnurekstrar
miðast við þessi
byggðakort. í
lokatillöguinni
sem ráðuneytið
hefur sent ESA
er ekki gert ráð
fyrir því að Suð-
urnes séu inni á
kortinu og þar
með ekki inni á
þeim svæðum
sem heimilt er að
að veita ríkis-
styrki. Valgerður
Sverrisdóttir iðn-
aðarráðherra á
þó ekki von á að
þessi breyting muni hafa mikil
áhrif á atvinnustarfsemi á svæðinu
og muni t.d. ekki koma niður á
framlögum eða samskiptum
Byggðastofnunar við atvinnuþróun-
arfélög eða Eignarhaldsfélag Suður-
nesja. Hún hefur þó þann fyrirvara
að enn er ekki ljóst að hver við-
brögð ESA verða við byggðakortinu.
Þessar upplýsingar komu fram sem
svar við fyrirspurn frá Kristjáni
Pálssyni þingmanni á Alþingi í gær,
en Kristján gagnrýndi mjög þá
málsmeðferð sem viðhöfð var í
þessu máli, þar sem Suðurnesja-
menn hafi lesið um þetta mál í blöð-
um og ekkert samráð verið haft við
þá. Iðnaðarráðherra svaraði því til
að e.t.v. hafi mátt standa betur að
upplýsingaþætti þessa máls en hins
vegar hafi ráðuneytið gert hvað það
gat til að halda Suðurnesjum inni á
byggðakortinu, en slíkt hafi einfald-
lega ekki samþykkt af ESA. -BG
Kristján Pálsson.
DV-MYND GVA
Indíánasumri aö Ijúka
Hitamælarnir í borginni eru að ærast afgleði þessa dagana - október bráðum að baki og enn er brakandi sumar-
blíða. Issalar fagna ekki síður þessu sumri að hausti, sem einu sinni var kallað indíánasumar, enda finnur fólk þörf
fyrir svalann meðan lægðir sunnan frá Afríku ylja okkur. En nú sér fyrir endann á blíðunni í bili. „Það fer að kólna
smátt og smátt, gott í dag og á morgun, en síðan fer hann í norðlæga átt og má þá búast við éljum fyrir norðan undir
vikulokin, “ segir Þorsteinn Jðnsson veðurfræðingur. Vinkonurnar þrjár á myndinni voru að gæða sér á rjómaís á Aust-
urvelli, ungar og fallegar mæður sem hefur fjölgað skemmtitega í henni Reykjavík.
^ Þingsályktun um áfallahjálp:
Afallahjálp í hvert sveitarfélag
- komi saman strax og áfall dynur yfir
ram er komin á Alþingi þingsá-
lyktunartillaga um að ríkisstjómin, í
samstarfl við sveitarfélög, komi á
skipulagðri áfallahjálp innan sveitar-
félaga til að bregðast við þegar alvar-
leg og mannskæð slys ber að hönd-
um. Fyrsti flutningsmaður tillögunn-
ar er Hjálmar Ámason en með hon-
um flytja hana Magnús Stefánsson,
Ámi Steinar Jóhannsson, Guðrún
Ögmundsdóttir og Katrín Fjeldsted.
Fram kemur í greinargerð að
flutningsmenn telja að á meðan
björgunaraðilar standi sig jafnan
með miklum ágætum i björgunar-
störfum sé áfallahjálp til handa fóm-
arlömbum sjald-
an til staðar með
kerfísbundnum
hætti. „í tillög-
unni er gert ráð
fyrir því að í
hverju sveitarfé-
lagi eða í sam-
starfl nærliggj-
andi sveitarfélaga
sé komið á mark-
vissri stjóm
áfallahjálpar. Slikri stjórn er ætlað
að bregðast við kerfisbundið þegar
ósköp dynja yfir.
Stjórnunamefndinni er ætlað að
taka frumkvæði í að veita þeim fag-
lega áfallahjálp sem hinir válegu at-
burðir snerta mest. Má þar benda á
þá sem lifa af atburðina og fjölskyld-
ur þeirra, ættingja þeirra sem kunna
að hafa farist, vinnufélaga fómar-
lamba, björgunarfólk og aðra sem
tengjast hinum válegu atburðum
náið. Mikilvægt er að slík stjórnun-
amefnd-sé skipuð formlega með aðal-
og varamönnum þannig að þegar
hörmungar dynja yfir komi nefndin
strax saman, skilgreini aðstæður,
bregðist markvisst við og af fag-
mennsku," segir í greinargerðinni.
Ekki er óeðlilegt að í hverri stjóm-
unamefnd áfaHahjálpar sveitarfélaga
sitji fulltrúar heilsugæslu, prestar,
lögreglumenn, björgunarsveitarfólk,
fulltrúar peningastofnunar, trygg-
ingafélags, skóla og atvinnulífs.
Þá telja flutningsmenn eðlilegt að
skipuð verði yfirstjóm áfallahjálpar
fyrir landið allt til þess að veita stað-
bundnum stjómum áfallahjálpar fag-
lega ráðgjöf, sem og til að fylgjast
með skipan og fyrirkomulagi áfalla-
hjálpar á hverjum stað. Gildi fræðslu
fyrir einstaklinga í slíkum stjórnum,
á vinnustöðum og heimilum, sé
ómetanlegt.
-BG
Hjálmar Árnason.
Notaðir bíiar hjá
Suzuki bílum hf.
Opel Astra Station, ssk.
Skr. 3/98, ek. 33 þús.
Verð kr. 1130 þús.
TILBOÐ kr. 950 þús.
Daihatsu Terios, bsk.
Skr. 10/99, ek. 35 þús.
Verð kr. 1020 þús.
TILBOÐ kr. 950 þús.
Suzuki Baleno GLX, 4dr., bsk.
Skr. 4/97, ek. 46 þús.
Verð kr. 830 þús.
Suzuki Baleno Wagon, ssk.
Skr. 6/99, ek. 26 þús.
Verð kr. 1270 þús.
Sjáöu fleiri á suzukibilar.is
$ SUZUKI
---M.....—.....-.
SUZUKI BÍLAR HF.
Skeifunni 17, sími 568-5100
323F, 5dr., ssk.
12/99, ek. 23 þús.
Verð kr. 1270 þús.
Land Rover Freelander, bsk.
Skr. 6/99, ek. 39 þús.
Verð kr. 1790 þús.
Suzuki Vitara JLX, 5dr., ssk.
Skr. 9/95, ek. 105 þús.
Verð kr. 990 þús.
Suzuki Baleno GLX, 4dr., 4x4.
Skr. 6/96, ek. 102 þús.
Verð kr. 680 þús.
Daewoo Lanos, 4dr., ssk.
Skr. 11/99, ek. 45 þús.
Verð kr. 990 þús.
Daihatsu Charade SR, bsk.
Skr. 6/97, ek. 64 þús.
Verð kr. 590 þús.