Dagblaðið Vísir - DV


Dagblaðið Vísir - DV - 24.10.2001, Qupperneq 9

Dagblaðið Vísir - DV - 24.10.2001, Qupperneq 9
MIÐVIKUDAGUR 24. OKTÓBER 2001 DV 9 Fréttir Heildsöludreifing: Reemax ehf. sími 588 2179. Dyttað að í Firðinum Þessir herramenn voru eflaust ánægöir meö aö geta unniö utandyra í veöurblíöunni sem veriö hefur á suövesturhorn- inu. Þeir notuöu aö minnsta kosti tækifæri til aö dytta aö bát einum í slippnum í Hafnarfiröi. Nýr bæklingur Ferðamálaráðs prentaður í Slóveníu: Framkvæmd opinbers útboðs mótmælt - íslensk fyrirtæki þurftu að láta þýða útboðsgögn á eigið tungumál Sumir stjórnarþingmenn sammála stjórnarandstöðufrumvarpi um fiskveiðar en munu ekki styðja það: Smábátalöggjöfin gríðarleg mistök - segir Einar „Ég hef ekki skipt um skoðun á því að kvótasetning smábáta hafi verið gríðarleg mistök. Ég mun hins vegar styðja frumvarp ríkisstjórnar- innar þrátt fyrir deilur um þetta,“ segir Einar Oddur Kristjánsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins á Vestfjörðum. Stjórnarandstaðan hefur lagt fram nýtt frumvarp þar sem segir að smábátar eigi að vera undan- þegnir kvóta ef undan er skilinn þorskur. Sumir stjórnarþingmenn, s.s. Einar Oddur, eru sammála stjórnarandstöðunni en eigi að síð- ur mun hann styðja frumvarp rikis- stjórnarinnar um hið gagnstæða. Ástæðan er að sögn Einars sú að tekist hafi að ná fram allmiklum breytingum sem gætu orðið til þess Oddur - ýsukvótinn verður stóraukinn frá fyrri áætlunum Kristinn H. Gunnarsson. Einar Oddur Kristjánsson. að hægt sé í megindráttum að lifa við frumvarpið. „Það er ekkert leyndarmál að það á að auka veru- lega ýsukvótann sem kemur til með að hjálpa. Efnislega hef ég þó ekki skipt um skoðun. Ég tel að við séum meira og minna á villigötum með þessa stjórn og ég mun fara ræki- lega yfir þessi mál i umræðunum á þingi,“ segir Einar Oddur. Hann telur með öðrum orðum engar líkur á að stjórnarandstöðu- frumvarpið verði samþykkt og á sömu skoðun er Kristinn H. Gunn- arsson, þingtlokksformaður Fram- sóknartlokksins. Kristinn hefur barist einna harðast gegn kvóta- setningu smábáta og er ósammála sjávarútvegsráðherra um að gamla kerfið stangist á við stjórnarskrána. „Ég geng samt ekki svo langt að styðja frumvarp stjórnarandstöðu. Ég stend með stjórnarliðinu og leiði mál til lykta þar,“ segir Kristinn. í greinargerð með frumvarpinu segir að óeðlilegt sé að kvótasetja smábátana. Það þjóni ekki hags- munum þjóðarinnar og stuðli að byggðaröskun. Kristinn tekur undir með að þetta sé augljóst mál og varla þrætuepli. Mjög hafi hallað undan fæti frá því að kvótinn var settur á bátana. Verulegur sam- dráttur sé sérstaklega á Vestfjörð- um og eins á Snæfellsnesi, Suður- nesjum, Norðurlandi og Austur- landi. „Ég sagði það strax í vor að ég gæti ekki gengið að því sem þá var uppi og þess vegna eru menn í þeirri stöðu nú að reyna að ná fram breytingum. Menn minnast þess sem Davíð Oddsson sagði, að ég hefði stoppað málið. Síðar hefur komið fram meira I frumvarpinu. Það eru t.d. pottar um byggðakvóta fyrir smábátakerfið sem gætu dreg- ið úr samdrættinum en eftir sem áður verður hann verulegur,“ segir Kristinn. Þeir sem lagt hafa fram stjórnar- andstöðufrumvarpið eru Guðjón A. Kristjánsson, Karl V. Matthíasson og Ámi Steinar Jóhannsson. -BÞ Athygli vekur að hækling- ur Ferðamálaráðs íslands skuli ekki prentaður hérlend- is á tímum samdráttar í prentiðnaði. Haraldur Dean Nelson, upplýsingastjóri Samtaka iðnaðarins, segist hafa gert athugasemd við framkvæmd útboðsins til Ríkiskaupa í byrjun júlí en því hafi ekki enn verið svar- að. Hann sagðist hafa gagn- rýnt að útboðsgögnin væru öll á ensku en ekki íslensku. Þar með væri verið að torvelda íslenskum fyrirtækjum að bjóða i verkið. „Það er í hæsta máta óeðlilegt að íslensk fyrirtæki þurfi að láta þýða útboðs- gögn á vegum íslenska ríkisins yflr á sitt eigið tungumál.“ Haraldur segist þó að öðru leyti ekki gera at- hugasemd við að slík verk séu boð- in út víðar en á íslandi. Magnús Oddsson ferða- málastjóri segist ekki kom- ast undan því að stór prentverk á vegum opin- berra aðila séu boðin út samkvæmt milliríkjasam- ingum íslands og Evrópu- landa. Þetta er verk upp á níu til tíu milljónir króna en bæklingurinn er prent- aður á tíu tungumálum. „Aftur á móti létum við vinna alla þá vinnu hérlendis sem mögulegt var án útboðs. Þar er um að ræða textagerð, ljósmyndun, um- brot, litgreiningu og filmuvinnu sem unnið var af verktökum á ís- landi. Síðan var prentunin boðin út. Þar átti prentsmiðja í Slóveníu hag- stæðasta tilboðið samkvæmt mati Ríkiskaupa. Bæklingurinn var því þetta árið prentaður í Slóveníu. í síðasta útboði lenti hann hjá inn- Magnús Oddsson. lendum aðila,“ sagði Magnús. Sjálf prentun bæklingsins lætur nærri að vera um helmingur kostnaðarins við bæklingsgerðina. Að sögn Magnúsar mun kostnaðurinn í heild, með dreifingu og öðru, vera nálægt 20 milljónum króna. -HKr. y. NISSAN PATROL TURBO DISIL árg 1996, ekinn 195.000 km, 5 gíra, 7 manna rafdr. rúður, samlæsingar, topplúga, álfelgur. 35“ breyting, er á 33“ dekkjum. Eigum marga bíla með háum lánum, dæmi Golf ‘96, Peugeot 30G ‘99, Avensis ‘99 Baleno ‘98, Octavin ‘00, Primern ‘98. Til sölu á JR Bílasölu, Bíldshöfða 3, sími 567-0333 J. R. BILASALAN www.jrbilar.is Vísa/Euro raðgreiðslur a OKU /TVSjKOMNN ^/IMJODD Þarabakka 3,109 Reykjavík Aukin ökuréttifidij Hægt er að hefja nám alla miðvikudaga (áfangakerfí). Kennt er á leigu-, vöru- og hópbifreið, einnig eftirvagn. Endurbætt kennsluaðstaða og sérhæfðir kennarar. Námsgögn verða eign nemenda. Námslok nemenda tryggð. Góðir kennslubílar. Greiðsluskilmálar við allra hæfi. Hringið eða komið og fáið nánari upplýsingar. Sími 567-0300 E-mail okusk.mjodd@simnet.is Súlan ein í loðnuleit „Súlan fór til loðnuleitar t sið- ustu viku og hef- ur verið að leita síðan en án ár- angurs enn þá,“ segir Sverrir Le- ósson, útgerðar- maður nótaveiði- skipsins Súlunn- ar EA frá Akur- eyri sem leitað hefur loðnu undanfarna daga, víða úti fyrir Norðurlandi og m.a. við Kolbeinsey. Sverrir er mjög ósáttur við eig- endur annarra loðnuskipa fyrir að slást ekki í hópinn og leita uppi loðnuna. „Nú er engin síldveiði og ég velti fyrir mér hvað menn eru að gera með nótaskipin. Okkur liggur á að finna loðnuna, Hafró talar um að svo mikið sé til af loðnu að hugsanlegt sé að metvertíð geti orðið, en við verðum þá að fara að finna loðnuna og fara að hefja veiðarnar, við náum ekki nema ákveðnu magni ef veiðarnar hefjast ekki af krafti fyrr en í janúar. Við stöndum ekki í því einir lengi að vera að leita að loðnu. Mér finnst ekkert athugavert við það að stóru útgerðirnar sem eru jafnvel með mörg skip fari að taka þátt í þessu með okkur, þetta er dýrt fyrir litla útgerð eins og þá sem við Bjarni Bjarnason, skipstjóri á Súlunni, rekum" segir Sverrir. -gk Sverrir Leósson.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.