Dagblaðið Vísir - DV - 24.10.2001, Side 10
10
Útlönd
MIÐVIKUDAGUR 24. OKTÓBER 2001
r>v
Beöiö hjálpar
Faöir og dóttir bíða þess sem veröa
vill viö landamæri Pakistans.
SÞ gagnrýnir stað-
setningu nýrra
flóttamannabúða
Stjórnvöld í Pakistan eru nú í sara-
vinnu við talibanastjórnina í
Afganistan að koma upp nýjum flótta-
mannabúðum innan landamæra
Afganistans og er ætlunin að senda
þangað hluta þeirra flóttamanna sem
þegar eru komnir yfir landamærin til
Pakistans, en allt að fimmtán þúsund
manns eru nú í reiðileysi við land-
mæri ríkjanna í einskismannslandi
og hafa sér ekkert til viðurværis.
Flóttamannahjálp Sameinuðu þjóð-
anna hefur gagnrýnt þessa ákvörðun
stjórnvalda og segir það alvarlegt mál
að senda fólkið aftur til baka, því
erfitt gæti reynst að tryggja öryggi
þess og veita því hjálp.
Nýr menntamála-
ráðherra Noregs
biðst afsökunar
Strax á fyrstu starfsdögum nýrrar
ríkisstjórnar í Noregi er farið að blása
verulega frá sumum ráðuneytunum
og er menntamálaráðherrann, Kristin
Klement, sá sem mestu fárinu hefur
valdið til þessa. Um helgina lýsti ráð-
herrann því yfir að hún vildi reka alla
þá kennara sem ekki stæðu undir
væntingum, bæði hvað varðar aga í
kennslustundum og aðra kennslu-
hætti og bætti því við að margir
þeirra væru svo illa að sér að þeir
gætu ekki einu sinni skrifað skamm-
lausa norsku. Hún sagði að lélegir
kennarar stæðu skólastarfinu fyrir
þrifum og þess vegna þyrfti að losna
við þá sem fyrst. Ummæli fóru að von-
um illa í kennara, sem tóku þau sem
stríðsyfirlýsingu og sögðu hana tæp-
lega hafa haft tíma, á þeim klukkutím-
um sem hún hefði setið í embætti, til
að setja sig nægjanlega vel inn í mál-
efni skólanna til að bera slíkar full-
yrðingar á borð. í gær baðst ráðherr-
ann síðan afsökunar á ummælum sín-
um og viðurkenndi að hún heföi tekið
fulldjúpt í árinni.
REUTER-MYND
Gaddafí vill skilgreiningu
Muammar Gaddafí Líbýuleiötogi vill
skilgreina hryöjuverk og berjast svo.
Gaddafí á móti
hryðjuverkum
Muammar Gaddafí Líbýuleiðtogi
sagði í gær að hryðjuverkaárásim-
ar á Bandaríkin í síðasta mánuði
hefðu verið hræðilegar. Hann hvatti
til að haldin yrði alþjóðleg ráðstefna
til að skilgreina hryöjuverk og síð-
an yrði barist gegn þeim.
Bandarísk stjórnvöld hafa lengi
haldið því fram að Gaddafi styðji
við bakið á hryðjuverkamönnum.
Gaddafi sagði í viðtali við arab-
ísku sjónvarpsstööina al-Jazeera að
efnahagslegar refsiaðgerðir sem
valda dauða saklauss fólks yrðu að
teljast til hryðjuverka.
Talsmenn SÞ staðfeststa að hersjúkrahús hafi verið lagt í rúst:
Bandaríkjamenn viður-
kenna sprengjumistök
Bandarísk hernaðaryfirvöld hafa
viðurkennt að þrjár öflugar sprengjur
hafi misst marks i loftárásum helgar-
innar, en hafa þó ekki fengist til að við-
urkenna að ein þeirra hafi lent á
sjúkrahúsi í borginni Herat í vestur-
hluta Afganistans. Victoria Clark, að-
stoðarvamarmálaráðherra Bandaríkj-
anna, sagði við fréttamenn í gær að
tvær 500 punda sprengjur hefðu af
slysni lent á íbúðabyggð í norðvest-
urhluta Kabúl á laugardaginn og á
sunnudag hefði 1000 punda sprengja
lent á akri nálægt elliheimili í borg-
inni Herat. Hún sagði þó að talibanar
hefðu tilhneigingu til að ýkja afleiðing-
ar sprengjuárásanna og fara ranglega
með tölur fallinna, þannig að litið væri
að marka fullyrðingar þeirra.
Talsmenn Sameinuðu þjóðanna hafa
staðfest fréttir talibanastjórnarinnar
um að hersjúkrahús í Herat hafi verið
lagt í rúst, en þar hafi verið sjúkrarúm
fyrir um hundrað manns. Fullyrðing
talsmanna talibanastjórnarinnar um
að hundrað manns, bæði sjúklingar og
Fórnarlamb loftárásanna
Þessi 16 ára afganski íssölumaöur
missti vinstri fót og tvo fingur í loft-
árásum Bandaríkjamanna á
höfuöborgina Kabúl í fyrradag.
hjúkrunarlið, hafi farist í ásrásinni
fengust ekki staðfestar, þó líkur bendi
til þess aö mannfall hafi verið verulegt.
Clark viðurkenndi einnig að þyrla,
sem tekið hefði þátt í aðgerðum nálægt
Kandahar, hafi orðið fyrir árás og við
það misst hluta af hjólabúnaði, en þó
komist heilu og höldnu aftur til bæki-
stöðva sinna.
Á sama tima lýsti Geoff Hoon, varn-
armálaráðherra Bretlands, því yfir á
fundi í London að öllum níu bæki-
stöðvum al-Qaeta-samtaka Osama bin
Ladens í Afganistan hefði verið eytt og
einnig hafi níu flugvellir verið eyði-
lagðir og harðar árásir gerðar á einar
24 liðssveitir talibanastjórnarinnar.
Fréttir herma að hermenn talibana
séu nú farnir að dyljast meðal
óbreyttra borgara og sagði talsmaður
herstjórnarinnar í Pentagon í morgun
að það kallaði á breyttar áherslur.
„Við munum alls ekki beina árásum
gegn óbreyttum borgurum til að ná til
þeirra heldur beita öðrum aðferðum
við það,“ sagði talsmaðurinn.
REUTER-MYND
Gelmvíslndamenn fagna merkum áfanga
Dave Spencer (t.h.), sem stjórnar för geimfarsins Odyssey til reikistjörnunnar Mars, fagnar merkum áfanga meö sam-
starfsmanni sínum, Jim McClure. Geimfarið fór á sporbaug um Mars í gærkvöld eftir 200 daga feröalag.
Miltisbrandur varð tveimur póstmönnum að bana:
Eitur fannst í flokkunar-
stöð bréfa til forsetans
Gró miltisbrandsbakteríunnar
fundust í gær í afskekktri herstöð
þar sem póstur til Hvíta hússins er
flokkaður. Þá var staðfest að tveir
starfsmenn póstflokkunarstöðvar í
Washington hefðu látist af miltis-
brandi, eins og grunur lék á.
„Við urðum varir við smá miltis-
brand í afskekktri stöð í dag. Og rétt
eins og í þinginu voru stjórnvöld
fljót að grípa til aðgerða," sagði Ge-
orge W. Bush forseti við fréttamenn
í fundarherbergi ríkisstjórnarinnar
í Hvíta húsinu.
„Ég er ekki með miltisbrand,"
sagði forsetinn enn fremur en neit-
aði að tjá sig um hvort hann hefði
farið í skoðun. Hann sagðist ekki
óttast um öryggi sitt þegar hann
kæmi til vinnu.
REUTER-MYND
Miltlsbrandur nálgast forsetann
Ari Fleischer, talsmaöur Hvíta húss-
ins, greinir frá miltisbrandi í flokkun-
arstöö bréfa til forsetaembættisins.
Embættismenn vestra eru í aukn-
um mæli famir að viðra þær skoð-
anir sínar að miltisbrandstilfellin í
Bandaríkjunum að undanförnu
tengist hryðjuverkaárásunum í síð-
asta mánuði.
„Það leikur grunur á aö þetta
tengist alþjóðlegum hryðjuverka-
mönnum," sagði Ari Fleischer, tals-
maður Hvíta hússins, á fundi með
fréttamönnum.
Embættismaður sagði óljóst hvort
miltisbrandurinn sem fannst 1 her-
stöðinni hafi verið bein árás á Hvíta
húsið éða hvort hann hafi borist
þangað með pósti sem hafði farið í
gegnum flokkunarstöð í Was-
hington þar sem bakterían hafði
fundist. Hann sagði að verið væri að
rannsaka málið.
Túlkurinn Egypti
Dagblað í eigu
Sádi-Araba greindi
frá því í morgun að
eineygði túlkurinn
fyrir sendiherra
talibana í Pakistan
væri egypskur
harðlínumaður,
Abdel Aziz Moussa
al-Jamal. Hann er fyrrum yfirmað-
ur i egypska hernum og nú liðsmað-
ur í samtökum harðlínumúslima.
Fjöldamorð í Nígeríu
Hermenn í Nígeríu skutu rúm-
lega tvö hundruð þorpsbúa í mið-
hluta landsins' til bana á mánudag,
að því er sjónarvottar greindu frá í
gær. Hermennirnir stráfelldu íbúa
fjögurra þorpa.
Þing til starfa á ný
Bandarískir þingmenn ákváðu í
gær að opna eina byggingu þingsins
þar sem enginn miltisbrandur hefði
fundist þar. Fjórar byggingar eru
hins vegar enn lokaðar.
Bosníu-Króatar sýknaðir
Þrír Bosníu-Króatar, sem stríðs-
glæpadómstóllinn í Haag hafði
fundið seka um grimmilega árás á
þorp múslíma 1993, voru sýknaðir í
gær af áfrýjunardómstól SÞ og leyst-
ir úr haldi.
ETA fari að dæmi IRA
Spænsk stjórnvöld hvöttu skæru-
liðasamtök Baska, ETA, í gær til að
fara að dæmi írska lýðveldishersins
og afvopnast.
Meira mannfall heima
Dick Cheney,
varaforseti Banda-
ríkjanna, sagði í
gær að stríðið gegn
hry ðj u verkamönn-
um myndi líklega
krefjast fleiri
mannslífa heima en
meðal bandarískra
hermanna á erlendri grundu. Chen-
ey hvatti landsmenn um leið til aö
halda vöku sinni.
Áhyggjur af aðstoðinni
Evrópusambandið lýsti í gær
áhyggjum sínum vegna fyrirhugaðr-
ar aðstoðar svissneskra stjórnvalda
við flugfélagið Swissair sem rambar
á barmi gjaldþrots.
Osama lifir enn
Sendiherra tali-
bana í Pakistan
lýsti því yfir í gær
að bæði hryðju-
verkamaðurinn
Osama bin Laden
og Mohammad Om-
ar, andlegur leið-
togi talibana, væru
á lífi. Talibanar eiga von á löngu
stríði við Bandaríkjamenn.
Khatami sendir tóninn
Hinn umbótasinnaði forseti
írans, Mohammad Khatami, hvatti
dómstóla landsins í gær til að virða
stjórnarskrárbundin réttindi borg-
aranna á sama tíma og ráðist er
gegn tjáningarfrelsinu i íran.
Fóru um borð í Kúrsk
Rannsóknarmenn fóru í gær um
Iborð í rússneska kjarnorkukafbát-
inn Kúrsk, í fyrsta skipti frá því
hann sökk með manni og mús í
fyrra. Ekki ríkir bjartsýni um að
ástæður slyssins finnist.