Dagblaðið Vísir - DV


Dagblaðið Vísir - DV - 24.10.2001, Qupperneq 12

Dagblaðið Vísir - DV - 24.10.2001, Qupperneq 12
12 MIÐVIKUDAGUR 24. OKTÓBER 2001 Skoðun I>V Hvað er rómantík? Benjamín Friöriksson málari: /Ást og hamingja. - — í i; Burkni Birgisson sjóntækjafræöingur: Rauövín, kertaljós og góö kona. Karl Valur Guömundsson þjónn: Kertaljós og góöur matur. Unnar Már Hjaltason nemi: Vera einn meö kærustunni. Guörún Hermannsdóttir móöir: Vera heima og hafa þaö huggulegt. Birgir Guömundsson nemi: Góö kvöldstund. Þorsteinn Einarsson skrifar: Fjárfestingarsnilld Orkuveitu Reykjavíkur verður seint nógsam- lega lofuð. Arðurinn af fjárfesting- um í Línu.neti verður þó vonandi einhver umbun i hinu vanþakkláta þjóðfélagi okkar þar sem menn efast jafnvel um að pólitíkusar eigi að stunda áhættufjárfestingar fyrir skattfé almennings. En þótt Orkuveitan mæti van- þakklæti í áhættufjárfestingum sín- um er hún ekki af baki dottin. Það er mikil gæfa. Nú má lesa það á vef- síðu hennar að „rekstur hraðlestar á milli Reykjavikur og Keflavikur- flugvallar getur staðið undir sér samkvæmt hagkvæmniathugun, sem unnin var á vegum Orkuveitu Reykjavíkur." Þetta er að vísu með því skilyrði að menn taki ekki tapið með í reikninginn. Lestin kostar um 30 milljarða króna en það er auðvit- Seifossbúi skrifar. Athygisverð frétt birtist á forsíðu Sunnlenska fréttablaðsins fyrir skemmstu þar sem bæjarfulltrúar í Árborg voru spurðir hvort þeir hygðust ætla að gefa kost á sér til endurkjörs í bæjarstjórnarkosning- um að vori. Flestir eru þeir á þeim buxunum, skv. fréttinni, eða hafa þá ekki tekið ákvörðun um framhaldið, sem varla verður túlkað öðruvísi en svo að þá fýsi að sitja áfram. Kristján Einarsson, oddviti Fram- sóknarflokksins í bæjarstjórn, kveðst þess albúinn að sitja áfram. Hann hefur setið í bæjarstjórn frá 1990 eða jafnlengi og Ingunn Guð- mundsdóttir og Björn Gíslason, bæj- arfulltrúar Sjálfstæðisflokksins, sem segjast ekki hafa gert upp hug sinn um hvort þau ætli að fara eða vera. „Lestin kostar um 30 millj- arða króna en það er auðvit- að ekki rétt að taka þann smákostnað með í reikning Orkuveitunnar enda kemur dœmið þá út með 30 millj- arða króna tapi.“ að ekki rétt að taka þann smákostn- að með í reikning Orkuveitunnar enda kemur dæmið þá út með 30 milljarða króna tapi. Það er ekki nema 1 milljón króna á hverja fjög- urra manna fjölskyldu í Reykjavík. Hvaða fjölskylda í Reykjavík vill ekki leggja eina milljón króna í lest? Lestin mun að vísu ekki spara mönnum ferðatíma frá Reykjavík til Keflavíkur þar sem hún mun ekki stoppa við hvert hótel eins og flug- rútan gerir og ekki heldur við hvert „Sorglegast er þó að þeim sem fýsir að kjósa Fram- sóknarflokkinn, Sjálfstœðis- flokkinn eða Árborgarlist- ann eigi ekki að bjóðast nýtt fólk, nýir valkostir. “ Það annars mæta fólk sem nú sit- ur í bæjarstjórn í Árborg hefur fengiö aðvörun. Með framboði ung- linganna í Diskólistanum í síðustu kosningum, sem fékk 520 atkvæði - og einn og nálega tvo menn kjörna í bæjarstjórn - áttu' bæjarbúar að geta skilið að hálfu þúsundi kjós- enda og tuttugu betur likar ekki leiðsögn þeirra. Margur myndi með- taka auðskildari boðskap en þenn- an. Á síðustu árum hefur bæjarkerflð heimili eins og einkabíllinn.ÝLestin verður þvi ekki notuð af jafnmörg- um og fjármálasnillingar Orkuveit- unnar gera ráð fyrir heldur munu skattgreiðendur einnig fá reikning- inn fyrir daglegum rekstri hennar. Hvers vegna ætti fólk að taka leigu- bíl út á lestarstöð og bíða þar eftir lest í allt að 30 mínútur þegar það getur tekið leigubílinn alla leið, keyrt sjálft eða tekið rútuna á hvaða hóteli sem er? Ef til vill átta menn sig á því hvað 30 milljaröar króna eru miklir pen- ingar ef það er sett í samhengi við annað en lestina. Fyrir 30 milljarða mætti tvöfalda Reykjanesbrautina tíu sinnum. Það mætti einnig tvö- falda Reykjanesbrautina einu sinni og fella niður öll gjöld og skatta á borgarbúa í eitt ár. Það mætti einnig greiða allar skuldir borgar- innar á einu bretti og nota það sem nú fer í vexti og afborganir í annað. í Árborg líka þanist út og svo virð- ist sem ofvöxtur sé hlaupinn í eink- um og sér i lagi stjómsýsluna. Á sama tíma er uppbygging þeirrar þjónustu sem bæjaryfirvöld eiga að veita ekki í sama takti og það gremst okkur íbúunum. Þarna hljóta skólamálin að vera efst á blaði en engu að síður kjósa bæjar- fullrúar að draga lappirnar í því máli eins og mörgum öðrum. Hugsa fyrst og síðast um hve setan í dún- mjúkum stólunum sé góð. Sorglegast er þó að þeim sem fýs- ir að kjósa Framsóknarflokkinn, Sjálfstæðisflokkinn eða Árborgar- listann eigi ekki að bjóðast nýtt fólk, nýir valkostir. Þarf fólkið að ganga þreytt á kjörstað og kjósa um þreytt loforð þreyttra frambjóðenda; þeirra slökkviliðs-Stjána, rakara- Bjössa, og svo allra hinna sem ég hirði ekki um að nefna. Að þekkja ekki vitjunartímann Hátíð hjá Garra skilst að framsóknarmenn um land allt hafi um helgina haldið mikla fagnaðarhátíð sem hafi verið með nánast trúarlegu ívafi. Sumir hömpuðu i þessum fögnuði biblíunni, einkum þeim kafla hennar sem fjallar um týnda soninn sem sneri aftur heim. Aðrir sáust lesa sér til gleði kafla úr skrifum Jónasar frá Hriflu í Tím- anum, sumir voru með ævisögu Eysteins, aðrir með Sókn og sigra Þórarins, einhver var með Farsældarríkið og manngildisstefnuna eftir Kristján i Últímu og einn eða tveir voru þama með bækurnar um Steingrím. Þetta með týnda soninn hafði táknræna merkingu fyrir flokks- menn eftir þvi sem Garri kemst næst, því hátíða- höldin snerust öll um það að þeir höfðu fundið tlokkinn sinn aftur eftir að hann hafði verið týndur um skeið. Framsókn er semsé komin í leitirnar. Jón fann hann Það var Jón Kristjánsson, heilbrigðisráðherra og hagyrðingur, sem fann flokkinn og það sem hann stendur fyrir. Eftir margra missera þvarg um hagkvæmni og peninga, markað og tækni- lega möguleika á þessu eða hinu, voru framsókn- armenn upp til hópa orðnir alveg ruglaðir í rím- inu. Pólitíkin var orðin að eintómum tæknileg- Framsókn um spurningum, þar sem viðskiptafræðingar og verðbréfadrengir réðu mestu um hvað væri hægt og hvað ekki, hvað væri gott og hvað ekki. Hug- sjónir um almannaheill samvinnu og fólk í fyrir- rúmi viku fyrir hagræðingu, einkavæðingu, hallalausum fjárlögum og góðu samstarfl við Sjálfstæöisflokkinn sem setti þessa hluti jú alla á oddinn. Fyrir vikið ráfuðu almennir framsóknar- menn ringlaðir um sveit og borg og grófu hend- ur djúpt í vösum, spörkuðu í steinvölur og reyndu að átta sig á því hvaðan allt þetta mark- aðstal kom. Smallnn Það var í þessum tilvistarvanda sem margur framsóknarmaðurinn lagði eyrun við flmmund- arsöng rauðbirkins smaladrengs norðan úr landi sem ekkert hafði þó með Framsókn að gera held- ur Vinstri-gæna. Smali þessi skammaðist meira að segja hástöfum út i Flokkinn en þuldi þess i stað ýmis rótgróin slagorð framsóknarmanna, rétt eins og þau væru hans eigin. Já, það var eitthvað heimilislegt við málflutninginn, eitthvað sem hreyfði við mönnum og fékk þá jafnvel til að rétta úr sér og taka hendurnar úr vösunum. En samt hefur verið hik á mönnum, smalinn var jú að gagnrýna Framsókn. En nú hefur Jón Kristjánsson fundið Framsókn aftur og bjargaö flokksmönnum frá smalanum. Jón kom fyrir helgina fram með pólitíska yflrlýsingu - alvöru pólitík, ekki enn eina markaðsrulluna. Hann sagði einfaldlega að þaö kæmi ekki til greina að skipta upp heilbrigðiskerflnu og búa til hrað- braut fyrir hina ríku sem gætu keypt sig fram- hjá biðlistunum - slíkt tæki hann ekki í mál. Löksins, loksins, einhver pólitík, einhver prinsipp! Þarna var þá gamla Framsókn eftir allt saman! Og þess vegna fögnuðu framsóknarmenn og fagna enn. G3ITI Ríkiö opnar flóðgáttir peningaflæðis - Skattgreiðendur fá reikninginn. Ríkisfjármál úr böndunum Ari Jónsson skrifar: Góð fjármálastjórn var aðal ríkis- stjórnar Sjálfstæðis- og Framsókn- arflokks á fyrra kjörtímabili stjórn- arinnar. Nú hefur orðið umsnúning- ur og allar flóögáttir opnast fyrir aukin og ný útgjöld. Líklega hafa menn orðið værukærir í góðærinu, en brotthvarf Friðriks Sophussonar úr stóli fjármálaráðherra virðist ekki hafa aukið mönnum árvekni. Eftirmaður hans, vel látinn meðal almennings, heldur ekki nógu fast um pyngjuna. Það gengur ekki að láta allt laust. Á endanum þarf að borga brúsann, og allir vita að það eru skattgreiðendur sem sitja uppi með reikninginn. Ótrúlegt fæö- ingarorlof Svava hringdi: Maður trúir tæplega því sem komið hefur fram, að hátekjufólk geti fengið margar milljónir í bætur frá ríkinu fyrir að vera heima hjá börnum sínum í fæðingarorlofi. Á sama tíma er okkur, öryrkjum og öldruðum, skammtað afar naumt. Fjölmiðlar láta að mestu kyrrt liggja. Og hvar eru nú þingmenn sem þykjast vera málsvarar þeirra sem minnst mega sín? Hvers vegna heyrist ekkert í Jóhönnu eða Ástu Ragnheiði Samfylkingarkonum um þessa mismunun? Hafl þær greitt þessum nýju fæðingarorlofslögum atkvæði sín eru þær orðnar hreint ómarktækar sem málsvarar okkar sem berum minna úr býtum í þjóð- félaginu. Á Hringbrautinni - Hál og senn gatslitin á ný. Glansinn á Hringbrautinni Þorsteinn Björnsson skrifar: Loks var sett nýtt malbik á Hring- brautina, á milli Suðurgötu og Ána- nausta. Borgaryflrvöld höfðu í ótrú- lega langan tíma látið götuna vera í óviðunandi horfi. Bæði voru slæm- ar holur i götunni og stóðu t.d. hvöss brunnlok upp úr slitnu mal- bikinu og stungust af afli inn í bUdekkin. En þetta er skammgóður vermir. Ofanáliggjandi tjara er svo' mikU að fyrr en varir verður mal- bikið jafn gatslitið og áður. Nú hafa borgaryfirvöld neyðst til að setja upp viðvörunarskilti um að gatan sé hál þótt hún blasi við öllum líkt og bónaður skaUi. Á sama tíma og þessi handvömm er látin viðgangast boða borgaryfirvöld skattlagningu nagladekkja. Lesendur geta hringt allan sólarhring- inn í síma: 550 5035. Eða sent tölvupóst á netfangið: gra@dv.is Eöa sent bréf til: Lesendasíða DV, Þverholti 11, 105 Reykjavík. Lesendur eru hvattir til aö senda mynd af sér til birtingar meö bréfunum á sama póstfang.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.