Dagblaðið Vísir - DV - 24.10.2001, Síða 14
14
Menrúng
Frá Vesturheimi
Símon Símonarson og Valdís Guömundsdóttir, kona
hans
Meöal efnis í bókinni eru ævisögubrot Simonar sem fór
ásamt konu sinni og tveimur börnum tii Ameríku 1874.
Á íslandi höfðu þau síðast búiö í Heiðarseli.
Á undanfömum áram hef-
ur glæðst almennur áhugi á
vesturfórum og Vestur-
heimsferðum. Allmörg
fræðirit, bækur og tímarits-
greinar, hafa komið út um
efnið, en að öðrum ritum
ólöstuöum eiga líklega skáld-
sögur Böðvars Guðmunds-
sonar, Lífsins tré og Híbýli
vindanna, hvað drýgstan þátt í þessum áhuga.
Burt - og meir en bæjarleið er fimmta bindið
í ritröðinni Sýnisbók íslenskrar alþýðumenn-
ingar. Þar er að fmna brot úr skrifum íslenskra
vesturfara, ferðalýsingar, sjálfsævisögur og
minningar í bland við dagbækur og bréf. Um-
sjónarmenn útgáfunnar, Davíð Ólafsson og Sig-
urður Gylfi Magnússon, fylgja skrifum vestur-
faranna úr hlaði með tveimur ítarlegum inn-
gangsritgerðum. í ritgerð Sigurðar Gylfa er fjall-
að um hugmyndafræði útgáfunnar, en í ritgerð
Davíðs er gerð grein fyrir textunum sem eru í
bókinni og höfundum þeirra.
Margt fróðlegt kemur fram í báðum ritgerð-
unum, til dæmis er vel til fundið hjá Sigurði
Gylfa að minna á þá staðreynd að ferðalög voru
forfeðrum okkar ekkert nýnæmi, hvorki árs-
tíðabundin ferðalög né búferlaflutningar, stund-
um um langan veg. Vesturheimsferðir hafa því
kannski ekki verið þeim jafn ógnvænlegt fyrir-
tæki og nútímamenn kynnu að ætla. Hins vegar
er ofuráhersla Sigurðar Gylfa í öllum skrifum
sínum á ágæti og yfirburði einsöguaðferðarinn-
ar að verða leiðigjörn. Hann er satt að segja far-
inn að minna á Cato hinn gamla. Einsagan er
búin að vinna sér sess í islenskri sagnfræði sem
einn af þeim þáttum sem mynda skilning okkar
á fortíðinni, en hún er ekki alfa og omega sagn-
fræðinnar og verður það seint.
Fyrir fróðleiksfúsa lesendur
í formála bókarinnar gera ritstjórar ritraðar-
innar, þeir Sigurður Gylfi og Kári Bjamason,
grein fyrir markmiðum hennar og ritstjómar-
stefnu. Þar kemur fram að tilgangurinn er tví-
þættur: að gefa almenningi kost á að kynnast
textum skrifuðum af alþýðufólki en jafnframt að
gera fræðimönnum kleift að vinna með þá. Reynt
er að byggja brú milli þessara tveggja markmiða
og sú leið valin að hafa engar neðanmálsgreinar
með textunum en rita þess i stað itarlega inn-
ganga. Með því að hafa textann sem ómengaðast-
an af fræðilegum hjálpartækjum vilja ritstjórar
gefa lesendum tækifæri til að „setjast í stól fræði-
mannsins", eins og það er orðað.
Einhvern veginn læðist að manni sá grunur
að þeir séu fáir almennu lesendumir
sem glugga í Sýnisbækur íslenskrar al-
þýðumenningar með þessu hugarfari.
Hinir eru áreiðanlega mun íleiri sem
lesa þær af almennri fróðleiksfýsn.
Gagnvart slíkum lesendum eru neðan-
málsgreinar mun hentugri framsetn-
ingarmáti. Hvað annan frágang textans
varðar verður ekki betur séð en hann
dugi prýðilega jafnt fyrir fræðimenn
sem almenning. Það er hins vegar
slæmur ljóður á ritröðinni að ekki
skuli vera í bókunum nafna- og atriðis-
orðaskrá og þvi nýtast þær ekki sem
skyldi.
Endalaust er hægt að deila um
hvaða texta á að birta í riti sem þessu,
en yfirleitt er þó hægt að vera sáttur
við val umsjónarmanna á þeim. Hvað
hinn almenna lesanda varðar hefðu
sumir dagbókakaflarnir gjarnan mátt
vera styttri og birta þá í staðinn dæmi
frá fleiri höfundum eða fleiri bréf eins
og gert er síðast í bókinni. Því miður
eru dagbókarfærslumar þess eðlis að
fáir endast til að lesa þær í gegn nema
í ákveðnum rannsóknartilgangi, og ef
sá er tilgangurinn með lestrinum er
líklegt að farið sé í handritið sjálft til
að kanna textann í heild sinni. Fyrir
hinn almenna lesanda geta stutt vel
valin dagbókarbrot frá mörgum höf-
undum hins vegar verið mjög áhuga-
verð.
Að lokum vil ég geta þess að bráð-
skemmtilegt er að kafa ofan í málfar
vesturfaranna og skoða hvernig þeir
aðlaga íslenskuna nýjum aðstæðum,
taka upp ensk orð yfir hugtök og verk
sem þeir þekkja ekki að heiman og
splæsa við þau mishugvitsamlegum ís-
lenskum viðskeytum. Ekki er mér
kunnugt um hvort einhverjar rann-
sóknir hafa verið gerðar á málfari vest-
urfara en það kæmi mér ekki á óvart
þó þarna væri óplægður akur fyrir út-
sjónarsama málvísindamenn.
Guðmundur J. Guðmundsson
Burt - og meir en bæjarleið. Dagbækur og persónuleg
skrif Vesturheimsfara á síöari hluta 19. aldar. Davíö
Ólafsson og Sigurður Gylfi Magnússon tóku saman.
Háskólaútgáfan 2001.
Kvótinn hennar ömmu
Marsibil á heima í Reykjavík hjá pabba sín-
um. Á sumrin og um jólin dveljast feðginin
hjá ömmu og alnöfnu Marsibilar vestur á
Qörðum. Árið sem Marsibil verður tólf ára
reynist viðburðarikt og hún öðlast skilning á
heimi hinna fullorðnu og því góða og slæma
sem fylgir honum.
Marsibil er um margt óvenjuleg bók. Sjaldn-
ast er fjallað um „fullorðinsvandamál“ eins og
kvótakerfið í barnabókum en Helgi Guð-
mundsson sýnir hér fram á að slík mál eiga
ekki aðeins heima í bókum fyrir fullorðna.
Börn heyra talað um kvótann eins og eitthvert
fyrirbæri og það er gaman að lesa um skilning
Marsibilar á kvótanum en amma hennar út-
skýrir hann svona: „Líklega er hann eins og
terta sem allir keppast um að boröa. Þeir sem
eiga stærstu tertuspaðana eru fljótastir og fá
mest. Ef tertan er étin upp má enginn fara á
sjó.“ (24)
Kvótakerfið er þó ekki aðalefni bókarinnar
heldur er lif fjölskyldunnar sett í almennt
samfélagslegt samhengi. Snjóflóð fellur á
kauptún ömmu
Marsibilar, pabbi
hennar byrjar með
pólskri fiskverka-
konu eftir erfiðan
skilnað við móður-
ina. Ástin kviknar
hjá móöursystur
Marsibilar og leiðir
til framhjáhalds, og
síðast en ekki síst
tengjast ýmis
vandamál Dóra,
besta vini Marsibil-
ar, sem er ofvirkur.
Þessi vandamál eru
rædd í bókinni og amman útskýrir margt fyr-
ir Marsibil, t.d. af hyerju svo margir útlend-
ingar vinna í fiski á íslandi.
Marsibil er sögumaður og þar sem hún seg-
ir einkum frá öðrum verður persóna hennar
ögn litlaus. Aðalpersónan er í raun amma
hennar og alnafna sem virðist í fyrstu vera
hin hefðbundna barnabóka-amma, sífellt að
baka pönnukökur, steikja kleinur og elda kjöt-
súpu, en reynist þegar betur er að gáð vera
trúlaus og moldrík athafnakona.
Amman er sterk persóna og skyggir jafnvel
á sumar aðrar persónur. Ýmsar aukapersónur
eru þó áhugaverðar eins og Stína, mamma
Dóra, afskaplega stressuð kona sem reynir að
sinna starfi sínu í Háskólanum en líka syni
sínum. Dóri sjálfur er einnig trúverðug per-
sóna, en kannski ekki sérlega geðfelldur.
Aftast í bókinni er svokölluð Orðabók
ömmu. Þar eru ýmis orð skýrð sem ungir les-
endur gætu átt erfitt með að skilja og er það
vel. Sagan sjálf er viðburðarík og sérstæö en
helsti kostur hennar er umræðan um öll
möguleg samfélagsmál sem börn lesa sjaldnast
um nema í dagblöðum.
Katrín Jakobsdóttir
Helgi Guömundsson: Marsibil - Skáldsaga um gott
fólk og óvenjulegt. Mál og menning 2001.
Myndlist____________
Myndlistarþing í Hafnarhúsi
Myndlistarþing verður haldið í Listasafni
Reykjavíkur - Hafnarhúsi á fóstudaginn, 26.
október, og verður það sett kl. 9.30 um morgun-
inn. Ávörp við setningu ílytja Ingibjörg Sólrún
Gísladóttir borgarstjóri og Pétur Stefánsson,
formaður Sambands islenskra myndlistar-
manna.
Þingið er í þremur hlutum og verða fyrir-
spurnir leyföar á eftir hverjum hluta og stund-
um milli atriða líka.
Fyrsti hluti þingsins nefnist Myndlist í upp-
lýsingasamfélagi og talar þar fyrst Katrín Guð-
mundsdóttir um upplýsingamiðstöð myndlistar.
Ásamt henni flytja erindi fyrir hádegi Guð-
mundur Oddur Magnússon sem talar um mynd-
list í auglýsingum (rán eða hagnýting), Hlynur
Helgason um myndlist á Intemeti og Hannes
Lárasson sem talar um einangrun íslenska
myndlistarheimsins, orsakir, afleiðingar og úr-
bætur.
Eftir hádegishlé eða kl. 13.30 ávarpar mennta-
málaráðherra, Bjöm Bjarnason, þingið. Þá tala
Þorbjörg Gunnarsdóttir frá Listasafni Reykja-
víkur og Nathalie Jacqueminet frá Listasafni ís-
lands um listasöfn, gagnabanka og Internet.
Annar hluti þingsins hefst um 13.50 og nefn-
ist Höfundaréttur - gagnabankar og Inter-
net. Þar talar Þórunn Hafstein um alþjóðlegar
reglur og íslenskt lagaumhverfi.
Síðasti hluti þingsins hefst kl. 14.20 og ber yf-
irskriftina Myndlistarmarkaður á íslandi.
Þar tala fyrst Tryggvi P. Friðriksson um gallerí
og uppboð og Guðbjörg Kristjánsdóttir um gall-
erí og sýningar. Því næst tala Ólafur Ingi Jóns-
son og Halldór Bjöm Runólfsson um mál-
verkafalsanir og eigendasögu og á eftir þeim
verða panelumræður undir stjóm Eiríks Þor-
lákssonar. Þátttakendur auk hans eru Guðný
Magnúsdóttir, Kristján Steingrímur Jónsson,
Ragnar Th. Sigurðsson og Ósk Vilhjálmsdóttir.
Kl. 17 verður myndlistarþingi slitið en á eftir
verður móttaka í nýju húsnæði Sambands ís-
lenskra myndlistarmanna, Hafnarstræti 16, og
mun Ingibjörg Sólrún Gisladóttir borgarstjóri
afhenda formanni SÍM húsið formlega.
Þinggjald er 1000 kr. og er þá innifalið morg-
unkaffi, hádegisverður (súpa og brauð) og síð-
degiskaffi ásamt meðlæti.
MIDVIKUDAGUR 24. OKTÓBER 2001
DV
Umsjón: Silja Aðalsteinsdóttir
Nútíminn í Skugga
Skuggasýning verður í Gallerí Skugga,
Hverfisgötu 39, annað kvöld kl. 20.30. Þá
verður sýnd hin sígilda kvikmynd Charles
Chaplin, Modern Times (Nútíminn), baka
til í galleríinu. Bjöm Þór Vilhjálmsson
bókmenntafræðingur flytur stutt spjall þar
sem hann veitir innsýn í ýmsa þætti kvik-
myndarinnar. Húsið verður opnað kl. 20 og
gefst gestum þá kostur á að skoða mynd-
listarsýninguna „Hver með sínu nefi“ en
hluti hennar er til umfjöllunar í viðtalinu
við Ásmund hér á opnunni.
(Um)heimur
Miðausturlanda
Magnús Þorkell Bernharösson, lektor í
miðausturlandafræðum við Hofstra-háskól-
ann í New York, verður gestur á rabbfundi
Sagnfræðingafélags íslands í kvöld kl.
20.30. Fundurinn er haldinn i samvinnu
við ReykjavíkurAkademíuna og fer fram í
aðalfundarsal hennar á fjórðu hæð í JL-
húsinu, Hringbraut 121.
Magnús ræöir stöðu miðausturlanda-
fræða í fræðaheiminum, bakgrunn fræði-
manna, fræðilegan og pólitískan, aðstöðu
til rannsókna, aðgang að heimildum og eig-
in rannsóknir sem hafa einkum beinst að
þjóðemi og þjóðemishreyfingum i þessum
heimshluta. I lokin mun hann fjalla um
þróun mála í Miðausturlöndum á undan-
förnum árum, einnig í Ijósi nýliðinna at-
burða.
Kaldalónstónleikar
Ámi Sighvatsson barítonsöngvari og
Jón Sigurðsson píanóleikari flytja sönglög
Sigvalda Kaldalóns í Menningarmiðstöð-
inni Gerðubergi annað kvöld. kl. 20. Á síð-
asta ári kom út geisladiskur þeirra félaga,
Úr söngvasafni Kaldalóns, og hafa þeir sið-
an einbeitt sér að því að kynna hann.
Mál og mannlíf á Ítalíu
Kynnist ítölsku þjóðlífi og lærið ítölsku á
líflegu námskeiði sem hefst hjá Endurmennt-
un Háskóla Islands 29. október. Fjallað verð-
ur í máli og myndum um menningu á Ítalíu
fyrr og nú og ljósi varpað á helstu verk í ital-
skri bókmenntasögu. Námskeiðið miðast við
að þátttakendur skilji ítölsku ef hún er töluð
hægt og skýrt og verður lögð megináhersla á
að þjálfa talmál. Kennari er Mauro Barindi.
Nánari upplýsingar á slóðinni www.endur-
menntun.is og i sima 525 4444.
Hriflur á Kistunni
Hið óþreytandi vefrit Kistan (www.kist-
an.is) hyggst blanda sér í hóp miðla sem
fialla um nýjar bækur fyrir jólin. Þar hefur
lið hörkupenna verið ráðið til að skrifa
umsagnir, svokallaðar hriflur, þar sem
þeir lýsa fyrstu áhrifum sínum af viðkom-
andi verki. „Hrifluhöfundarnir" eru Eirík-
ur Guðmundsson, Þröstur Helgason, Bima
Bjarnadóttir, Matthías Viðar Sæmundsson,
Geir Svansson, Hermann Stefánsson, Jón
Ólafsson, Steinunn Ólafsdóttir og Viðar
Hreinsson.