Dagblaðið Vísir - DV - 24.10.2001, Page 15

Dagblaðið Vísir - DV - 24.10.2001, Page 15
15 MIÐVIKUDAGUR 24. OKTÓBER 2001 3D>V___________________________________________________________________________________________________Menning DV-MYND E.ÓL. Asmundur Asmundsson myndlistarmaöur „Þó að auövitað sé mjöggott aö fá fjárhagsaðstoö er Listasafn íslands ekki þannig aö þaö sé variö í að eiga verk þar. Þeir myndu aiveg örugglega setja þau uþþ í vitlausu samhengi..." AKUSA sýnir djarfa og afar fyndna myndlist í nýju Galleríi Skugga: Af dónaskap og smjaðri il.K. U.S.il. Niðri í kjallara nýja myndlistargallerísins Skugga við Hverfisgötu er skrattanum skemmt. Á veggnum í ganginum eru myndir og sendibréf sem Ásmundur Ás- mundsson og bandariskur jelagi hans, Justin Blaustein (sem saman kalla sig AKUSA), sendu eig- endurn gallería í New York, og í herberginu inn af hanga heyrnartól á vegg og bjóða gestum að hlusta á samtöl viö bandaríska listamenn eöa fulltrúa þeirra. Hvaó á þetta eiginlega að þýóa, Ásmundur? „Þetta eru tvö ólík verk en þó samtengd því bæði stefna að samtali við listheiminn," segir Ásmundur. „í öðru verkinu, „Logos and Letters" frá árinu 1998 hönnuðum við lógó fyrir 50 gallerí í New York, óum- beðnir, og sendum þeim mynd af því og bréf með þar sem við útskýrðum hvers vegna þeir þyrftu á þessu lógói að halda. Svo notuðum við tækifærið og spurð- um í bréfmu hvort þeir vildu ekki skoða verk okkar með sýningu í huga. Þetta var tilraun til að koma sér áfram.“ - Þó eru þessi bréf ekki öll kurteisleg, bendir blaðamaður kurteislega á. „Nei, við notuðum ýmsar aðferðir - héldum að ein- hver þeirra myndi virka - alveg frá auðmýkt yfir i dónaskap," segir Ásmundur, „og smjaður inn á milli. Við fengum bara svar frá einu galleríi, mjög stutt: „Thanks for your letter. Please bring me your slides. Good luck.“ Við höfum ekki fylgt þvi eftir. Hitt verk- ið, „firoken Integrities and other Pieces" frá síðasta ári samanstendur af tölvuútprenti í lit á nöfnum heimsfrægra listamanna og upptökum af samtölun- um þegar við reyndum að fá þá á sýningu hjá okkur í Los Angeles í þeirri von að vinskapur gæti þróast milli okkar og þeirra. Það var tilraun til að komast í samband við hinn alþjóðlega listheim." Þessi simtöl geta sýningargestir hlerað og þau eru afar fyndin, kannski vegna þess að við sem hlustum vitum hvað um er að vera en viðmælandinn hverju sinni er alveg í lausu lofti og veit hvorki við hvem hann er að tala né hvað hann á að halda. „Já, þetta er svolítið eins og simaat," viðurkennir Ásmundur, „nema að í þessu tilviki er simtalið auð- mýkjandi fyrir þann sem hringir." Smjaörað fyrir forstöðumönnum - Kom eitthvað út úr þessum símtölum? „Nei, við hugsuðum málið ekki lengra en að þess- ari sýningu og datt ekki í hug að það kæmi neitt ann- að út úr því. Við bjuggum báðir í New York þegar þetta var og upplifðum hvað listheimurinn þar er lokaður. Fólk langar til að vera listamenn en veit ekkert hvemig það á að snúa sér. Kann þetta ekki. Nema sá sem er inni. Og fólkið úti er örvæntingar- fullt. Eins er hér á íslandi, fólk veit ekki hvemig það á að tengjast þessum alþjóðlega listheimi en er alltaf að reyna. Það þarf ekki annað en hingað komi aðstoð- armaður frægs listamanns þá fara menn að skoppa í kringum haim.“ - Og er þetta verk athugasemd ykkar við þetta ástand í listheiminum? „Já, en um leið erum við hluti af þessum heirni." - Og þið hafið komist inn ... Á litlu myndunum eru dæmi um lógóin sem þeir sendu galleríum í New York. „Nei - ja, jú, héma heima, það er ekkert mál að komast inn hér ... Þú þarft bara að fara á opnanir og vera hress og skemmtilegur. Héma er fólk frekar að- gengilegt. Þú getur labbað upp að Ólafi Kvaran og smjaðrað svolítið fyrir honum og farið svo og hitt Ei- rík Þorláksson og smjaðrað fyrir honum. Þaðan yfir til Eddu Jóns og Co. Svo verður maður að passa sig að segja ekkert, gagnrýna ekkert, en það er auðvitað lika smjaður." Allt handverk óaðfinnanlegt - En ef ég spyr nú alveg eins og bjáni um þessi verk í Skugga, segir blaðamaður af einlægni, - hvem- ig er þetta myndlist? „Hvemig er þetta myndlist?" hváir Ásmundur. - Já, ég hló mig vitlausa að þessum bréfum og skellti upp úr yfir símtölunum, en ég veit ekki hvort þetta er myndlist... „Er ekki bara nóg að verkin skuli vera sett upp í galleríi?" segir Ásmundur stríðnislega. „Jú, og svo em tölvumyndimar af nöfnum listamannanna mjög fallegar, og allt handverk óaðfinn- anlegt. En mestu máli skiptir auð- vitað að verkin fjalla um myndlist og því er galleríið kjörinn vett- vangur." - Emð þið þá að stríða listheim- inum? „Nei, ég held að þetta sé meinlausara en svo því listheimurinn er alveg ósnortinn af þessu,“ segir Ásmundur. „Verkin em frekar fyrir þá sem em úti í kuldanum, verkin stappa í þá stálinu og þjappa þeim saman. Listheimurinn hefur engan húmor fyrir sjálfum sér og þarf ekkert að hlusta á suðið í þeim sem fá ekki að vera með. Þess vegna koma engin viðbrögð við þessu.“ - En ýmsir myndlistarmenn - til dæmis Erró og Hallgrímur Helgason - hafa vissu- lega kímnigáfu, andmælir blaðamaður. Þið emð kannski frekar að hugsa um galleríeig- endur, listgagnrýnendur og svoleiðis fólk? „Já,“ segir Ásmundur og er þó ekki alveg viss. féiagar Tölvugrafík í byrjun aldar Verkin á sýningunni í Skugga vom áður sett upp hvort í sínu lagi í galleríum i Los Angeles. Fengu þau gagnrýni? „Nei,“ segir Ásmundur, „þó hringdum við í nokkra gagnrýnendur og buðum þeim á sýninguna, en þeir komu ekki.“ - Ertu soldið sár? „Já, auðvitað er ég það,“ segir hann mæðulega og glottir svo: „Nei!“ - Er einkasýning á döfinni? Hefur smjaður þitt við Ólaf, Eirík og Eddu borið árangur? „Nei, ég hef ekki verið nógu duglegur að smjaðra fyrir Ólafi, ég verð að játa það. Enda sé ég ekki til- ganginn með því. Oftast er verið að smjaðra upp á von og óvon, og það besta sem gæti komið út úr smjaðri við Ólaf er að Listasafnið keypti verk af mér - sem er í rauninni bara fjárhagsaðstoð. Þó að auð- vitað sé mjög gott að fá fjárhagsaðstoð er Listasafn ís- lands ekki þannig að það sé varið í að eiga verk þar. Þeir myndu alveg ömgglega setja verkin upp í vit- lausu samhengi, „Tölvugrafik í byrjun aldar“ eða eitthvað svoleiðis. Annars væri ágætt upp á sam- skipti við frænkur að eiga verk á safninu. Þær gætu þá sagt: Nú, hann er þá ekki svo gal- inn!“ - En verkið um lógóin er til dæm- is alveg gilt safnverk, að mínu mati, sem athugasemd við samtímann ... „Já, það er líklega alveg rétt,“ ansar Ásmundur hugsi. „Kannski ættirðu ekki að birta þessa athuga- semd um Listasafnið..." Ásmundur á einnig verk á samsýningu í Skaftfelli á Seyðisfirði sem nú er uppi og verður næst á sam- sýningu í nýju Nýlistasafni á næsta ári auk þess sem hann skipuleggur „Listamanninn á hominu" með Gabríelu Friðriksdóttur sem er í gangi núna. Þau verk hafa verið á afskekktum stöðum þar til nú að nýjasta verkið er beinlínis i Tjamarhólmanum. -SA Meö Ásmundi í Galleríi Skugga, Hverfisgötu 39, sýna nú Birgir Andrésson, Lilja Björk Egilsdóttir og Guömundur Oddur og stendur sýningin til 28.10. Galleríiö er opið kl. 13-17 alla daga nema mán. Sýning í búðargluggum Á morgun verður opnuð mynd- listarsýning í 30 búðargluggum við Laugaveg. Opnunin verður haldin í Pennanum-Eymundsson kl. 18 og verður farið í skoðunarferð upp Laugaveginn kl. 18.30. Þetta er sam- starfsverkefni milli íslands, Finn- lands og Eistlands, styrkt af Youth for Europe auk þess sem íslenski hópurinn hefur hlotið styrk frá menntamálaráðuneytinu. Verkefnið gengur út á það að 6 myndlistar- nemar frá hverju landi hittast einu sinni í hverju landi fyrir sig og setja upp myndlistarsýningu. Þegar hef- ur verið haldin sýning í Eistlandi og í janúar heldur hópurinn til Finnlands. Hvert land hefur sína vefsíðu með upplýsingum um þátt- takendur og gefur það myndlistar- nemum tækifæri til að komast í samband við sína líka annars stað- ar. Nánari upplýsingar á slóðinni www.art-sie.is. Tolli sýnir í Smáralind Eitt af því sem hin nýja Smára- lind býður upp á er níu þúsund fermetra svæði sem skírt hefur ver- ið Vetrargarðurinn eftir frægum (og nokkuð illræmdum) skemmtistað í Reykjavík fyrri ára. Meðal annars sem ætlunin er að gera í Vetrargarðinum er að setja þar upp myndlistarsýningar og ríð- ur sjálfur Tolli á vaðið á morgun. Raunar er hann með tvær sýningar í Smáralind, annars vegar yfirlits- sýningu á verkum sínum i verslun- arrými Smáralindar eða þverskurð af málverkum frá 1984-2000, og hins vegar sýninguna Einskismannsland í Vetrargarðinum. Þar eru 3 stór og 30 minni ný verk sem saman mynda eina heild undir þessu nafni. „Á vissan hátt má segja að ég sé kominn í hring,“ segir Tolli. „Ég hóf ferilinn á því að mála vörður og myndefnið í þessi nýju verk er sótt í svipuð viðfangsefni. I gegnum tíð- ina hef ég leitast við að brjóta upp hiö hefðbundna sýningarferli, hvort sem er inni í sýningarsölum eða utan þeirra. Þess vegna er það skemmtileg áskorun að fá að takast á við og vinna með rýmið í Smára- lind og Vetrargarðinum." Konan í stólnum JPV útgáfa hef- ur sent frá sér bókina Konan í köflótta stólnum. Þetta er persónu- leg reynslusaga Þórunnar Stef- ánsdóttur um baráttu hennar við þunglyndi og bata sem hún náöi að lokum. Þórunn skrifar sögu sína sjálf. í frétt frá forlaginu segir: „Eftir tíu ára glímu viö sjúkdóm, sem leiddi hana á barm örvæntingar og sjálfsvígstilraunar, sjúkdóm, sem hefur lengi verið feimnismál, sjúk- dóm, sem sækir heim fleiri en okk- ur grunar, fann hún á ný gleðina og tilganginn í lífinu. Þetta er óvenju myndræn og falleg frásögn af hvers- dagslífi í svartholi þunglyndis. Hispurslaus og fágætlega einlæg og hugrökk lýsing á ferðalagi frá djúpu myrkri til bjartrar lífssýnar. Hún á erindi til allra, hvort sem þeir hafa kynnst sjúkdómnum af eigin raun eða ekki.“ Þórunn Stefánsdóttir er fædd í Reykjavík árið 1949 og starfar sem blaðamaður á Vikunni en hefur einnig skrifað pistla fyrir Morgun- blaðið og dægurmálaútvarp Rásar 2.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.