Dagblaðið Vísir - DV - 24.10.2001, Side 23
31
MIÐVIKUDAGUR 24. OKTÓBER 2001
Tilvera
DV
Afmælishátíð Málbjargar, félags um stam:
Stamið kemur í köstum
- segja börnin Natan Freyr og Þórunn Jóna
ur hérna og dagskráin sem við
framleiðum, sem ég tel að þjóðin sé
þokkalega sátt við,“ segir Ólafur
Páll Gunnarsson, útvarpsmaður á
Rás 2. Sem kunnugt er kynnti Bjöm
Bjarnason menntamálaráðherra þá
hugmynd á dögunum að leggja nið-
ur starfsemi Rásar 2 i núverandi
mynd, flytja rásina til Akureyrar og
gera að miðstöð svæðisstöðva Ríkis-
útvarpsins, sem eru á Akureyri, ísa-
firði og Egilsstöðum.
Ólafur Páll segir það athyglisvert
að á sama tíma og fjárhagsvandi
Ríkisútvarpsins sé mál málanna og
gripið sé til víðtækrar sparnaðar-
ráðstafana sé rætt um flutning Rás-
ar 2 til Akureyrar. Slíkur flutningur
sé dýr og muni ekki skila betri af-
komu Ríkisútvarpinu. Raunar sé
þetta sú einasta eining í rekstri
stofnunarinnar sem sé sjálfbær
rekstrarlega, en styrkurinn felist að
miklu leyti í því að hún er hluti af
Ríkisútvarpinu. „Því held ég að
þessi Akureyrarhugmynd sé ekki
annað en pólískt plott hjá ráðherr-
anum,“ segir Ólafur Páll. Hann seg-
ist vona að Rás 2 fái áfram að vera
til og halda áfram að sinna sínu
hlutverki sem frétta-, dægurmála-,
íþrótta- og tónlistarútvarp,
DV-MYND HILMAR
Rússíbanarnir
Þriöja plata þeirra komin út.
Rússíbanarnir:
Gull-
regnið
Hljómsveitin Rússíbanar er uað
gefa út sína þriðju geislaplötu um
þessar mundir og heitir hún Gull-
regnið. Hljómsveitin er skipuð Ein-
ari Kristjáni Einarssyni, sem spilar
á gítar, Matthíasi M.D. Hemstock, á
slagverk, Guðna Franssyni, sem
leikur á klarinet, Tatu Kantomaa á
harmoníku og Jóni Skugga á bassa.
Rússíbanarnir voru með blaða-
mannafundi þar sem þeir kynntu
lög af nýja diskinum og lofaði það
mjög góðu.
Kiðlingarnir:
Krakkar
sem vita
hvað þeir
syngja
Krakkasveitin Kiölingamir hefur nú
sent frá sér tólf laga geislaplötu með
nýju efni. í lögunum er fjallað um ýmsa
hiuti eins og þeir koma bömum fyrir
sjónir en umgjörðin er rokk, á köflum í
suðrænum anda. Sveitina skipa Ómar
Öm Ómarsson, 11 ára, Óskar Steinn
Ómarsson, 7 ára, Hrefna Þórarinsdóttir,
12 ára og Þóranna Þórarinsdóttir, 12
ára.
Kiðlingamir em, auk þess að vera
önnum kafnir grunnskólanemar og
íþróttafólk, öll að stúdera hljóðfæraleik,
söng og leiklist en hafa þóÝí þetta sinn
fengið til liðs við sig sér reyndari menn
til að sjá um undirleik. Hljómsveitin hóf
feril sinn fyrir um tveimur ámm með
því að syngja fyrir svokallaða „eldri
borgara", en það fólk reyndist svo glað-
ir áheyrendur að hinir ungu listakrakk-
ar færðust allir í aukana og hafa síðan
sungið sig inn í hjörtu margra t.d. á Ing-
ólfstorgi, Amarhóli, Galtalæk, Stöð 2, og
Skjá einum.
Kiölingarnir
Krakkar sem kunna að rokka.
uiarur paii uunnarsson
Akureyrarhugmyndin pólitískt plott.
ómissandi þáttur í tilveru Qölda
fólks um land allt.
„Ef menn komast að því að Rás 2
sé útvarpsstöð sem sé að engu leyti
frábrugðin Bylgjunni eða FM957 þá
vil ég að þeir hvorki selji Rásina
eða flyti hana norður til Akureyrar,
heldur einfaldlega hendi henni. Rás-
in flytur dægurefni sem ekki heyr-
ist á öðrum útvarpsstöðum og
stendur þeim framar í öllu tilliti, en
auðvitað er alltaf hægt að gera bet-
ur,“ segir Ólafur Páll.
Ekki náðist í Markús Örn Ant-
onsson útvarpsstjóra vegna þessa
máls. -sbs
„Ég skal vera fremur fáoröur en
ég lofa ekki að vera fljótur!“ Ein-
hvern veginn svona hóf Benedikt
Benediktsson ávarp sitt í tíu ára af-
mælisfagnaði Málbjargar, félags um
stam. Fagnaðurinn var haldinn í
Iðnó á mánudagskvöld og þar var
glaðværð ríkjandi og góður andi.
Benedikt var einn aðalhvatamaður
að stofnun Málbjargar og fyrsti for-
maður. í ávarpi sínu rifjaði hann
upp hvað fólkinu sem að félagsstofn-
uninni vann hafi gengið illa að
koma öllum formsatriðum á kopp-
inn, svo mörgu hafi það þurft að
deila hvert með öðru, af sameigin-
legri reynslu sinni.
Rás 2 til Akureyrar:
Hugmyndin ekki hugsuð til enda
- segir Ólafur Páll Gunnarsson, útvarpsmaður í Rokklandi
„Ég held að hvorki ráðherranum
né Markúsi Erni gangi neitt slæmt
til með þessum hugmyndum sínum
um að flytja Rás 2 norður til Akur-
eyrar. En aftur á móti hefur þessi
hugmynd ekki verið hugsuð til enda
því hvað á eiginlega að flytja. Rásin
er ekkert annað en fólkið sem vinn-
------------mm------------
Hafið þið áður afrekað það að
standa upp fyrir framan ókunnugt
fólk og tala?
„Nei, aldrei," segja þau bæði.
- Er það satt að þeim sem stama
gangi betur að syngja en tala?
Segjast svo fölsk að þau
geti ekki sungið
Flestum finnst það mikið mál að
standa fyrir framan fjölda fólks og
tala, jafnvel þótt þeir teljist ekki
eiga við málörðugleika að stríða.
Þau Natan Freyr, 12 ára, og Þórunn
Jóna, 14 ára, sem bæði stama mikið,
létu sig samt ekki muna um það í af-
mælisveislunni að stíga fram á svið
og segja frá ferð sem þau fóru að
Bakkaflöt í Skagafirði á síðastliðnu
sumri. Greinilegt var að þau höfðu
notið þess ferðalags í botn, enda
voru þau í hópi annarra barna úr
félaginu sem þeim þótti gaman að
kynnast. Að dagskránni lokinni
voru þau Þórunn Jóna og Natan
Freyr króuð af og spurð nokkurra
spurninga.
DV-MYNDIR GUN.
Sýndu hugrekki á hátíðinni
Natan Freyr og Þórunn Jóna iétu stamiö ekki hindra sig í aö standa upp og
tala fyrir framan fjöida fólks.
Hlýtt á nýjan félagssöng
Meöal gesta í afmæli Málbjargar var forseti íslands, hr. Ólafur Ragnar Grimsson. Honum á hægri hönd standa þeir
Garöar Sverrisson og Arnþór Helgason, en Arnþór á heiöurinn að nafni féiagsins. Nær á myndinni er
formaöur félagsins, Björn Tryggvason.
„Já, það er alveg satt en ég er
bara svo falskur að ég get ekki sung-
ið,“ segir Natan Freyr og hlær. Þór-
unn Jóna tekur í sama streng og
segist líka vera fólsk. En hvort
skyldi vera hægara fyrir fólk sem
stamar að lesa upp af blaði eða tala
blaðalaust?
Þórunn Jóna: „Fyrir mig skiptir
það engu máli.“
Natan Freyr: „Það er eiginlega al-
veg eins.“
Sumir reyna að flýta fyrir
Bæði segjast þau Þórunn Jóna og
Natan Freyr hafa stamað frá þriggja
ára aldri og muna ekki hvernig það
er að vera laus við stam. Þeim ber
saman um að stamið komi í köstum.
Stundum sé það mjög slæmt, liggi
svo næstum niðri í nokkrar vikur
og versni svo aftur.
„Einu sinni stamaði ég lítið í
þrjá mánuði," segir Natan Freyr.
Tengist það einhverju sérstöku í
ykkar lífi þegar ykkur versnar aftur
- prófum í skólanum eða öðru álagi?
Natan Freyr: „Já, stundum."
-Finnst ykkur gaman að hitta
krakka sem stama líka?
Þórunn Jóna: „Já, mjög. Þau
skilja mann svo vel.“
Börnin ganga bæði í Heiðaskóla í
Keflavík og eru hvort um sig ein um
það í sínum bekk að stama. Þórunn
Jóna segir að stundum hafi henni
verið strítt. Erfiðast sé þó að kynn-
ast ókunnugum.
-Er þér strítt, Natan Freyr?
„Ekki lengur en mér var strítt."
Þau eru bæði í talþjálfun í
Reykjavfk hjá Jóhönnu Einarsdótt-
ur talmeinafræðingi. Þórunn Jóna
notar tölvu við sína þjálfun en Nat-
an Freyr hefur lítið gert af því, þó
aðeins prófað.
Natan Freyr kveðst ekki vera
feiminn en það segist Þórunn Jóna
vera. „Ég þori ekki nærri alltaf að
tala þótt mig langi eitthvað að
segja,“ segir hún. Bæði verða þau
vör við að fólki finnist óþægilegt að
heyra þau tala, þegar þeim gengur
illa að koma orðunum út úr sér.
Sumir reyni að flýta fyrir þeim og
giska á hvað þau séu að segja. Það
finnist þeim hins vegar óþægilegt.
-Gun.