Dagblaðið Vísir - DV - 24.10.2001, Page 24

Dagblaðið Vísir - DV - 24.10.2001, Page 24
32 Tilvera MIÐVIKUDAGUR 24. OKTÓBER 2001 E»V Carey reynir fyrir sér í tívíi Söngkonan Mariah Carey er ekk- ert á því að gefast upp þótt móti blási. Úr því fyrsta kvikmyndin sem hún lék í, Glitter, var afspyrnuléleg, er ekki um annað að ræða en reyna aftur fyrir sér í leiklistinni. Núna ætlar Mariah að gera betur i gesta- hlutverki í hinni vinsælu sjónvarps- syrpu um Ally McBeal. í þættinum sem verður sýndur í Bandaríkjunum í janúarbyrjun á næsta ári mun söngkonan leika konu eina sem er miðpunktur mála- ferla gegn hjúskaparmiðlun. Annar frægur söngvari, Jon Bon Jovi, kemur fram i sama þætti. Dylan skrifar sjálfsævisöguna 1 Rokkraularinn Bob Dylan hefur gert samning um að skrifa sjálfs- ævisögu sína í mörgum bindum fyr- ir bókaforlagið Simon og Schuster. Dylan, sem varð sextugur í maí síð- astliðnum, hefur sjálfsagt átt við- burðaríkari ævi en flestir jafnaldrar hans og því ætti hann ekki að vera í vandræðum með að fylla nokkur bindi af skemmtilegum frásögnum og hugleiðingum. Ekki spillir fyrir að maðurinn er afskaplega ritfær, að minnsta kosti ef eitthvað er að marka ódauðlega textana sem hann hefur samið. Britney hræöir þýsk villisvín Bændur í Þýskalandi hafa uppgötv- að að tónlist táningastjörnunnar Brit- ney Spears getur nýst þeim í barátt- unni við óboðin villisvín á ökrum þeirra. í ljós hefur sem sé komið að tónlist stúlkunnar skelfir villigeltina og gylturnar svo mjög að dýrin hafa sig á brott um leið og hún heyrist. „Madonna gagnaði ekkert, Robbie Williams var ónothæfur en villisvínin þola Britney Spears alls ekki,“ segir þýski bóndinn Hermann-Josef Becker í viötali við skoska blaðið Daily Record. Bannað er að skjóta dýrin. íslandsmeistaramótið í Galaxy Fitness: Þetta var erfitt, strákarnir eru að verða rosalega öflugir - segir Kristján Ársælsson sem sigraði nokkuð örugglega í karlaflokki Kaöall Kaöallinn í tímabrautinni reyndist mörgum keppandanum erfiður enda oft lítil orka eftir í lok brautarinnar. „Þetta var erfitt í lokin, ég var orðinn svo þreyttur. Ég key.rði mig alveg út í þrautabrautinni," sagði Kristján Ársælsson sem sigraði nokkuð örugglega í karlaflokki Galaxy Fitness-keppninnar sem fór fram í íþróttahöllinni í Keflavík síð- astliðin laugardag. íþróttahöllin var troðfull af fólki sem fylgdist af áhuga með harðri og spennandi keppni. Kristján hafði töluverða yfirburði í keppninni en hann sigraði í svo til öllum greinunum. í upphífingum og dýfum tók hann samanlagt 105 en ívar Guðmunds- son, sem kom næstur honum, tók 83. í tímabrautinni náði Kristján besta tímanum en hann fór braut- ina á 66,46 sekúndum. ívar, sem kom á hæla honum, fór brautina á 78,49 sek. í samanburðinum varð Kristján að deila fyrsta sætinu með Benedikt Þorgrímssyni og er þetta í fyrsta sinn sem Kristján hefur ekki haft hreina yfirburði i fitness- keppni. „Ég varð að leggja mig allan í þetta því samkeppnin er að harðna svo mikið. Strákarnir eru að verða rosalega öflugir. Ég var sérstaklega ánægður með Smára Harðarson sem er einungis 17 ára, yngstur allra keppendanna. Hann er búinn að vera í þjálfun hjá mér og komst upp í 10. sæti, það er glæsi- legt,“ sagði Kristján. „Við þessa V, Steinatak Ein þrautanna sem kariarnir þurftu að leysa í tímabrautinni var að færa þennan 90 kg stein í stall. Því fylgdu mikil átök en allir komu steininum upp. Sigurvegarar Sigurlína og Kristján voru að vonum ánægð með sigurinn eftir harða og jafna keppni. I í flottu formi „Þetta var bara ljúft og gott, en maður þarf keppni fannst mér undirbúningur- inn erfiðastur. Keppnin er bara keppni og hún var allt í lagi. Ég fékk reyndar harða samkeppni í samanburðinum, við vorum jafnir ég og Benedikt. Hann er þræl- flottur, strákurinn. Ég hef yfirleitt verið „dom- inerandi" í samanburð- inum en þeir eru greinilega farnir að ýta við mér þar. Ég hef oftast fengið fullt hús stiga en þarna var tekið af mér hálft stig. Kannski er ég að verða gamall, eða hinir að veröa betri,“ sagði Kristján að lokum. alltaf að hafa smávegis fyrir þessu,“ sagði Sigurlína Guðjónsdóttir úr Vestmannaeyjum eftir að hafa sigr- DV-MYNDIR JAK Pósur Sigurlína Guöjónsdóttir (til vinstri) inn- siglaði sigur sinn í samanburðinum en dómurunum þótti hún flottust. Karlar pósa Strákarnir eru sumir hverjir farnir að veita Kristjáni Ársælssyni harða samkeppni í samanburðinum og að þessu sinni þurfti Kristján að deila 1. sætinu með Benedikt Þorgrímssyni. að í kvennaflokknum. Sigurlína Guðjónsdóttir sigraði þar eftir harða baráttu við Lilju Kjalarsdótt- ur og Aðalheiði Jensen. Sigurlínu gekk misvel í greinunum og náði t.d. einungis fjórða sætinu í 1. grein mótsins, armréttunum, en bætti það upp í tímabrautinni þar sem hún náði besta tímanum. Sigurlína inn- siglaði síðan sigurinn í samanburð- inum en þar þótti hún glæsilegust. „Samkeppnin er alveg frábær. Það er bara meiri háttar hvað stelpurna eru flottar og í góðu formi,“ sagði Sigurlína. Kaðallinn stressaði mig svolítið mikið fyrir keppnina en ég er búin að fara oft í gegnum braut- ina og komin með reynslu sem nýtt- ist mér vel, þetta var fínt,“ sagði Sigurlína að endingu. -JAK Karlaflokkur Sæti Nafn Stig alls 1. Kristján Þ Ársælsson 12,75 2. ívar Guðmundsson 10,75 3. Jósep Valur Guðlaugsson 10,5 4. Benedikt Þorgrímsson 9,75 5. Sævar Ingi Borgarsson 7,75 6. Orri Pétursson 7,75 7. Freyr Bragason 6,25 8. Jóhann Ingi Stefánsson 5,25 9. Garðar Sigvaldason 5,125 10. Bjarni Bærings 5 11. Smári Valgarðsson 4,25 12. Trausti Ómarsson 3,375 13. Tómas Guðmundsson 2,5 Kvennaflokkur Sæti Nafn Stig alls 1. Sigurlína Guðjónsdóttir 11,4 2. Lilja Kjalarsdóttir 9,3 3. Aðalheiður Jensen 8,8 4. Sunneva Sigurðardóttir 7,4 5. Nancy Lun Jóhannsdóttir 6,6 6. Þórunn Helga Kristjánsdóttir 6,5 7. Katrín Karen Þorbjörnsdóttir 6,2 8. Valdís Sigurþórsdóttir 5,6 9. íris Reynisdóttir 5 10. Inga Jóna Ingimundardóttir 4,9 11. Bjarney Bjarnadóttir 4,1 12. Svava Steina Rafnsdóttir 2,2 Skólakeppni Tónabæjar: Álftamýr- arskóli sigraði Álftamýrarskóli sigraði í hinni árlegu skólakeppni Tónabæjar sem fram fór í síðustu viku. Það voru fjórir skólar í hverfinu sem æsku- lýðsstarfsemi Tónabæjar nær yfir sem tóku þátt í keppninni. Hlíða- skóli hafnaði í öðru sæti og Austur- bæjarskóli í því þriðja. Verðlauna- afhendingin fór fram í Tónabæ á föstudagskvöld og hlutu sigurvegar- ar farandbikarinn sem fylgir þess- ari keppni. Þetta er í ellefta skiptið sem keppni þessi er haldin. Keppt var í þremur greinum; spurninga- keppni, fótbolta og „actionary", þar sem reyndi á ólíka hæfileika og samstöðu innan hvers skóla. Hlíða- skóli fékk verðlaun fyrir að vera með besta stuðningsliðið. Stúlkurnar í Alftamýrarskóla fögnuðu að vonum vel og lengi þegar í Ijós kom að þær höföu sigrað.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.