Dagblaðið Vísir - DV - 24.10.2001, Page 28

Dagblaðið Vísir - DV - 24.10.2001, Page 28
36 MIÐVIKUDAGUR 24. OKTÓBER 2001 Tilvera DV 1 1 f i ft íímIi Hirðisbréf biskups rætt Sr. Sigurður Pálsson mun leiða opinn leshóp sem fjalla mun um Hirðisbréf biskups í Hallgríms- kirkju í kvöld og næstu þrjú miðvikudagskvöld. Hirðisbréf biskups kom út snemma á þessu ári og þar er margt athyglisvert sem áhugavert er að ræða, segir í fréttabréfi frá kirkjunni. Krár ■ SÓLON A GÁUKNUM Hliómsveit- in Sólon spilar á Gauknum. Kabarett ■ SKEMMTIKVOLDNokkrar af..... þekktari listakonum landsins koma fram á skemmtun í Salnum í kvöjd. Dagskráin verður fjölbreytt. Auk Ás- geröar Júníusdóttur mezzosópran- söngkonu koma fram listakonumar Stelnunn Birna Ragnarsdóttir, Bryn- dís Halla Gylfadóttir, Auöur Haf- steinsdóttir, Áshildur Haraldsdóttir, Sigrún Eövaldsdóttir, Ólöf Ingólfs- dóttir, Gjörningaklúbburinn, Kristín Omarsdóttlr, Margrét Lóa Jónsdótt- ir, Helga Braga Jónsdóttir og Þór- unn Lárusdóttir. ■ DANSINN DUNAR Á vegum Unglistar mun dansinn duna í Tjarnarbíói í kvöld. Þar munu, nemendur frá Listdansskóla Islands, Klassíska listdansskólanum, Jazzballettskóla Báru, Dansskóla Birnu Björnsdóttur, Danshópurinn Ok og strákarnir í danshópnum Götudans dansa af hjartans lyst.Dagskráin byrjar kl. 20.30. Fundir og fyrirlestrar ■ FRÆÐSLUFUNDUR A KELOUM Fræösiufundur verður á Keldum á morgun, fimmtudag, kl. 12.30 á vegum Háskóla íslands. Þar flytur Bergljót Magnadóttir, líffræöingur á Keldum, erindi sem hún nefnir: Ovenjuleg komplement virkni þorska- og barrasermis. Fræöslufundurinn veröur á bókasafni Keldna og eru allir velkomnir. ■ (UM)HEIMUR AUSTUR-LANDA Magnús Þorkell Bernharösson, lektor í miðausturlandafræöum viö Hofstra-háskólann í New York, verður gestur á rabbfundi Sagnfræöingafélags íslands í kvöld. Magnús mun fara nokkrum oröum um stöðu miöausturlandafræða í fræöaheiminum, fjalla um eigin rannsóknir, sem einkum hafa beinst aö þjóðerni og þjóöernishreyfingum í þessum heimshluta. I lokin mun hann fjalla um þróun mála í Miðausturlöndum á undanförnum árum, einnig í Ijósi nýliöinna atburða. Fundurinn er haldinn í aöalfundarsal ReykjavíkurAkadem- íunnar að Hringbraut 121 og hefst kl. 20.30. SÍÐUSTU FORVÖÐ ■ VERA SORENSEN I GALLERII REYKJAVIK Vera Sörensen sýnir málverk sín í Galleríi Reykjavík, Skólavörðustíg 16 til 27. okt. ■ FRUMHERJAR í ÍSLENSKRI MYNDLIST Svnineunni Frumherjar íslenskrar myndlistar lýkur í Listasafninu á Akureyri sunnudaginn 4. nóvember. Hún er unnin í samvinnu við Listasafn Islands. ■ KRISTJÁN DAVÍÐS í 18 GALLERÍ Sýningu Kristjáns Davíðssonar i 18 galleri lýkur laugardaginn 27. október. Sjá nánar: Lífiö eftir vinnu á Vísi.is Minn heimur og þinn í Salnum: Eins og lítil listahátíð - segir Ásgerður Júníusdóttir söngkona DV-MYND E.ÓL. Skipuleggjandi kvöldsins Ásgeröur Júníusdóttir söngkona hefur seitt til sín fjöida kvenna sem er margt til lista lagt. „Þama er mörgum greinum lista blandað saman, tónlist, dansi, leik- list, myndlist og skáldskap. Þetta er eins og lítil listahátíð," segir Ás- gerður Júníusdóttir messósópran- söngkona um skemmtidagskrána Minn heimur og þinn sem flutt verður i Salnum í kvöld. Ásgerður er skipuleggjandi dagskrárinnar í samvinnu við Smekkleysu og Kópavogsbæ og konur eru þar í öll- um hlutverkum, bæði sem flytjend- ur og höfundar ljóða og laga. Af tónlistarflytjendum má nefna auk Ásgerðar, Steinunni Bimu Ragn- arsdóttur, Bryndísi Höllu Gylfa- dóttur, Auði Hafsteinsdóttur og Ás- hildi Haraldsdóttur. Leikkonan Helga Braga skemmtir og kynnir verður kollegi hennar, Þórunn Lárusdóttir. Dagurinn er ekki val- inn af handahófi, 24. október, sjálf- ur kvennafrídagurinn. Einkunnar- orðin gætu þvi sem best verið: Áfram stelpur! Aö körlum finnist sér ekki ofaukið „Það er mjög góður hópur sem kemur þarna fram, sannkallað ein- valalið," segir Ásgerður og bætir við: „Samt vona ég að körlum finn- ist sér ekki ofaukið og þeir komi til að hlusta og njóta.“ - Þegar haft er orð á að þeir ættu að minnsta kosti að geta notið þess að horfa á allar þessar fallegu kon- ur hlær Ásgerður og tekur því vel. Hún segir líka dagskrána eiga að vera við hæfi fólks af báðum kynj- um og á öllum aldri. „Ég veit um fólk sem ætlar að koma með börn, enda byrjum við kl. 20 og verðum bara í um það bil klukkutíma.“ Skúlptúrar í staö blóma Sjálf mum Ásgerður syngja nokkur lög af nýjum diski sem Smekkleysa gefur út í næsta mán- uði. Þar eru eingöngu ljóð og lög eftir íslenskar konur. „Það er ákveðin nýsköpun á plötunni því helmingur efnisins er nýr. Slíkt leiðir oft af sér frekari nýsköpun og hún kemur fram á þessari kvöldvöku okkar I Salnum. Til dæmis er þar sólódansverk sem var samið sérstaklega af þessu til- efni. Það er eftir Ólöfu Ingólfsdótt- ur. Hún dansar það við lag eftir Karólínu Eiríksdóttur sem Sigrún Eðvaldsdóttir leikur á fiðlu. Svo verða upplestrar. Ég fékk tvær skáldkonur sem eru að gefa út bækur núna til að lesa upp. Þær eru Kristín Ómarsdóttir og Mar- grét Lóa Jónsdóttir." Ásgerður kveðst hafa ákveðið að hafa skúlp- túra eftir Brynhildi Þorgeirsdóttur á sviðinu í staðinn fyrir blóma- skreytingar og segja megi að þama verði líka hönnunarsýning því hún ætli að vera í nýjum kjól eftir Rögnu Fróðadóttur. „Ekki má svo gleyma Gjörningaklúbbnum sem ætlar að fremja magnaðan gjörn- ing,“ segir Ásgerður. Þegar henni er líkt við seiðkonu sem hafi náð að galdra til sín allar þessar lista- konur segir hún: „Ég vona að þetta verði verulega skemmtilegt. Það var það sem ég hafði í huga, fyrst og fremst." -Gun. Bíógagnrýni Krimmar eins og verða verstir Sambíóin - Sexy Beast Hilmar Karlsson skrifar gagnrýni um kvikmyndir. Logan mættur Ben Kingsley sýnir snilldartakta í hlutverki hins samviskulausa Don Logan. Meö honum á myndinni erJulianne White. Það er friður og ró yfir fyrstu at- riðunum í Sexy Beast. Við erum stödd á Spáni á heimili glæpa- mannsins Gary (Ray Winstone) sem sestur er í helgan stein og eigin- konu hans DeeDee (Amanda Redm- an), fyrrv. klámmyndastjömu. Þau lifa af tekjum fyrri ára, hafa það gott í einbýlishúsi með sundlaug. Þeirra helstu vinir eru Aitch (Cavin Kendall) og Jackie (Julianne White), sem einnig koma úr sama geira atvinnulífsins og eru einnig hætt í glæpum og lifa kyrrlátu lífi i stanslausri sól. Eina sem truflar friðsældina eru martraðir sem Gary fær, martraðir sem minna hann á fyrra líf. Kvöld eitt eru öll fjögur stödd á veitingastað þegar Jackie segir að Don Logan (Ben Kingsley) hafl hringt og hann sé á leiðinni til þeirra. Það kólnar snögglega og hrollur fer um viðstadda. Gary veit að það er aðeins ein ástæða fyrir komu Logans. Logan vill fá hann í vinnu. Hræðsla þeirra er skiljanleg þegar Logan birtist. Samviskulausari og brjálaðri verða þeir ekki í kvikmyndum og túlkun Ben Kingsleys á þessum glæpamanni sem kominn er til að sækja Gary er meistaraverk svo ekki sé meira sagt. Andrúmsloft myndarinnar breytist nú úr friðsæld í taugaþrungna spennu þar sem Logan tekur ekki nei fyrir svar, um leið og hann leiðir áhorfandann í heim sem fjórmenn- ingarnir héldu að þau væru búin að loka á. Bretar hafa á undanförnum árum verið iðnir við kolann þegar kemur að gangstermyndum og Sexy Beast fer nánast beint á toppinn í þessum geira. Myndin hefur það meðal ann- ars við sig sem margar skortir, hún byggir á fáum en sterkum persón- um og heldur uppi magnþrunginni spennu og taugastríði sem helst alla myndina út. Skipa má Sexy Beast í tvo hluta, Costa Del Sol og London. í fyrri hlutanum er það Ben Kingsley sem með magnaðri túlkun sinni á Don Logan gerir það að verkum að við finnum vel fyrir þeirri hræðslu sem samskipti ann- arra við hann býður upp á. Og bara atriðið um nóttina þegar Logan stendur fyrir framan spegilinn og talar við sjálfan sig segir okkur að það stoppar ekki neitt þennan mann nema byssurkúlur. Þegar svo hann hverfur af sjónarsviðinu um stund er eins og frostinu linni. Þegar Gary er kominn til London og orðinn þátttakndi í stórráni þá er það annar gangster, Teddy (Ian McShane), sem sér um að halda hræðslunni við og sjálfsagt hefur Gary aldrei verið jafnnálægt dauð- anum og þegar hann lendir í sam- skiptum við hann þar sem þeir eru einir. Sexy Beast er frumraun Jonathan Glazer, sem hefur verið að gera góða hluti í tónlistarbransanum, meðal annars með hljómsveitinni Radiohead. Öfugt við marga starfs- bræður hans vestanhafs, sem koma úr sama geira, nær hann algjörlega að losa sig við áhrifin úr mynd- bandabransanum og leikstýrir af út- sjónarsemi krimmamynd sem er þétt og áhrifamikil. Sexy Beast hefði samt aldrei orðið jafnsterk og raun- in er ef ekki væri fyrir leik þriggja aðalleikaranna, Ray Winstone, Ben Kingsleys og Ian McShane. Kingsley kveður að vísu alla í kútinn þegar hann er í mynd, en túlkun Winsto- ne á Gary, fyrrum harðjaxl, sem orðinn er háður letilíflnu og finnur fyrir hræðslu sem hann fann ekki fyrir áður er einnig mjög góð. Hann er á nálum allan tímann og það sést. Til að mynda í lokaatriðinu með Ian McShane er lítill töggur orðinn eftir í honum. McShane er í sams konar hlutverki og Kingsley, grimmur og samviskulaus, McShane talar minna en augun og hreyfingar leyna ekki eðlinu. Fínn leikur hjá Ian McShane. Sexy Beast er sterk og áhrifamik- il kvikmynd. Það eina sem truflaði mig var sjálft ránið, eins myndrænt og það er: Af hverju tóku þeir ekki vatnið úr lauginni? Leikstjórl: Jonathan Glazer. Handrit:Louis Mellis og David Scinto. Kvikmyndataka: Ivan Bird. Tónlist: Roque Banos. Aöal- hlutverk: Ray Winstone, Ben Kingsley, lan McShane, Amanda Redman, Julianne White, Cavan Kendall og James Fox.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.