Dagblaðið Vísir - DV - 24.10.2001, Qupperneq 32
FRETTASKOTIÐ
SÍMINN SEM ALDREI SEFUR
Hafir þú ábendingu eöa vitneskju um frétt,
hringdu þá í síma 550 5555. Fyrir hvert
fréttaskot, sem birtist eöa er notað I DV,
greiöast 3.000 krónur. Fyrir besta fréttaskotiö
I hverri viku greiöast 7.000. Fullrar nafnleyndar
er gætt. Við tökum við fréttaskotum allan
sólarhringinn.
550 5555
MIÐVIKUDAGUR 24. OKTÓBER 2001
Svæðisútvarp RÚV:
Aftur morg-
unútvarp
^ Aðeins nokkram vikum eftir að út-
varpsráð ákvað að skera niður morg-
unútsendingar svæðisútvarpanna á
Akureyri og Egilsstöðum hefur ráðið
aftur ákveðið að taka þær upp frá og
með 1. desember nk. Ekkert morgun-
útvarp hefur verið frá síðustu mán-
aðamótum og var þeirri ákvörðun
harðlega mótmælt, m.a. hjá bæjar-
stjórnum víða um land. Þá sagði for-
maður útvarpsráðs í samtali við DV
að ákvörðunin myndi samt standa en
raunin er önnur, sbr. bókun útvarps-
ráðs í gær.
„Við fögnum þessari ákvörðun,"
sagði Sigurður Þór Salvarsson, deild-
arstjóri svæðisútvarpsins á Akureyri,
og svaraði aðspurður að hann liti svo
^ á sem um varnarsigur væri að ræða.
Morgunútvarp hefur verið alla virka
morgna frá Akureyri en einu sinni í
viku á Egilsstöðum. -BÞ
Borgarendurskoðun:
Innsigli átti að
rjúfa á hádegi
Þrettán starfsmenn áttu að mæta í
vinnu á skrifstofu Borgarendurskoð-
unar á hádegi þegar rjúfa átti innsigli
á vinnustaðnum eftir að ótti hafði
'3 vaknað um miltisbrandssmit á mánu-
dag. Símon Hallsson borgarendurskoð-
andi sagði við DV að öllu fólkinu liði
vel og líkur bentu til að niðurstöður
sýnatöku yrðu neikvæðar. Einn starfs-
maður fékk reyndar ofnæmiseinkenni
vegna fúkkalyfja í gær en við því var
brugðist og fékk viðkomandi aðra teg-
und lyfja en hinir tótt
Simon sagði að þar sem skrifstof-
urnar hefðu verið lokaðar hefði starfs-
fólkið farið í vettvangsskoðun í gær -
verið við störf utan skrifstofunnar - og
m.a. farið til Orkuveitu Reykjavíkur i
þeim tilgangi. Símon sagði að opnunin
á hádegi væri ákveðin í samráði við
heilbrigðis- og lögregluyfirvöld. -Ótt
Rafkaup
Ármúla 24 • S. 585 2800
Kaffibarinn innsiglaður:
Framkvæmda-
stjórinn horfinn
KaíTibarinn,
einn þekktasti
veitingastaður
borgarinnar, hef-
ur verið innsigl-
aður. Á skilti
sem sett hefur
verið á inngang-
inn er sagt að
lokað sé vegna
breytinga en á
bak við skiltið er
innsigli sýslu-
mannsins í
Reykjavík. Stað-
urinn innsiglað-
ur að kröfu Toll-
stjóra vegna
vörsluskatta upp
á nokkrar millj-
ónir króna.
Stærstu eig-
endur Kaffibars-
ins eru Ingvar Þórðarson athafna-
maður og Baltasar Kormákur leik-
stjóri. Þá er Damon Albarn, söngv-
ari Blur, meðal eigenda.
Ekki tókst að ná í Ingvar Þórðar-
son athafnamann sem haft hefur
veg og vanda af rekstri staðarins.
Heimildir DV herma að hann sé
horfinn af landi brott. „Hann er
týndur,“ sagði
einn þeirra sem
vel þekkir til
Ingvars. Sam-
kvæmt heimild-
um DV er Ingv-
ar staddur í
Englandi.
Baltasar Kor-
mákur, sem
skráður er for-
ráðamaður
Kaffibarsins,
sagði í samtali
við DV í morg-
un að hann
hefði frétt af
lokuninni i
gær. Sjálfur
hafi hann engin
afskipti af
rekstrinum og
hann nær ekki
sambandi við Ingvar framkvæmda-
stjóra þrátt fyrir tilraunir.
„Örlög barsins eru ekki ráðin. Ég
verð að borga þessa skuld sjálfur en
lögfræðingar mínir eru að skoða
þessi mál og fara ofan i reksturinn,"
segir Baltasar sem hefur enga skýr-
ingu á hvarfi framkvæmdastjórans.
-rt
DV-MYND PJETUR
Kemst ekki leiöar sinnar
Maöurinn í hjólastólnum komst ekki ieiöar sinnar vegna jeppa sem lagt haföi
veriö uppi á gangstétt efst á Laugaveginum. Þaö er hreint ótrúiegt hvaö
menn geta veriö tillits- og skeytingarlausir og blindir fyrir þörfum annarra. Bíl-
um á aö leggja í þar til gerð stæöi en ekki uppi á gangstétt.
Dekkri efna-
Skilafrestur í útboði Landssímans framlengdur til föstudags:
Engin tilboð enn stað-
fest við Verðbréfaþing
- kemur í ljós hvort við skilum inn, segir Frosti Bergsson hjá Opnum kerfum
Engin tilboð höfðu borist frá hugsan-
legum kjölfestufiárfestum þegar skila-
frestur gagna vegna söluútboðs Lands-
símans rann út á mánudag. Verðbréfa-
þing íslands hafði engar upplýsingar
fengið um tilboðsgjafa þegar markaðn-
um var lokað síðdegis í gær.
VÞÍ leitaði eftir upplýsingum frá
Landssímanum í gær eftir að DV fór að
spyrjast tyrir um málið. Var það bæði
vegna þess að auglýstur útboðsfrestur
rann út á mánudag og einnig vegna
óvissu um stöðu fyrirtækisins í ljósi
frétta í DV í gær. Þar hótaði Jón Ólafs-
son málsókn Norðurljósa ef fyrirtækj-
um yrði mismunað um að taka þátt í út-
boðinu.
Landssíminn er skráður á svokölluð-
um tilboðsmarkaði. Hann fékk ekki
skráningu á Verðbréfaþinginu sjálfu eft-
ir fyrsta hluta útboðs á sölu hlutabréfa
Frosti Jakob Falur
Bergsson. Garöarsson.
þar sem aðeins seldust 5% í almennri
sölu af þeim 15% sem nauðsynlegt var
til að hljóta skráningu. í september var
tilkynnt að 14 aðilar hefðu sýnt áhuga á
að gerast kjölfestuftárfestar í Landssím-
anum. VÞÍ hafði ekki borist staðfesting
í gær um tilboð frá neinum þessara 14
aðila.
Frosti Bergsson, stjórnarformaður
Opinna kerfa sem eru nefnd sem líkleg-
ur kjölfestufjárfestir, staðfesti við DV i
morgun að frestur til að skila tilboðum
hefði verið framlengdur fram til klukk-
an fimm á fóstudag. Hann vildi ekkert
tjá sig um deilur Norðurljósa vegna út-
boðsins og taldi það beinast að einka-
væðinganefnd en ekki Opnum kerfum.
- Munuð þið skila inn tilboði?
„Það mun bara koma í ljós. Ég held
að það verði eitthvað að frétta af þessu
öllu eftir helgina,“ sagði Frosti Bergsson
sem staddur var í Svíþjóð. Jakob Falur
Garðarsson vildi ekkert segja um það í
gær hvort einhver tilboð hefðu komið.
„Við munum ekki upplýsa neitt um
málið. Einkavæðingarferlið er þó í mjög
góðum gír,“ sagði Jakob Falur sem
staddur var í London á fundi einkavæð-
inganefndar. -HKr.
- Sjá innlent fréttaljós bls. 6
hagshorfur
Katrín Olafsdóttir, sérfræðingur í
þjóðhagsspám hjá Þjóðhagsstofnun,
segir yfirlýsingar Standard & Poor’s
fjármálafyrirtækisins um efnahags-
horfurnar á íslandi á næsta ári ekki
koma mjög á óvart, enda sé niður-
staða fyrirtækisins nokkuð á svip-
uðu róli og þjóðhagsáætlun Þjóð-
hagsstofnunar geri ráð fyrir,
kannsk örlitið dekkri. Hins vegar
hafi viðskiptahorfur erlendis versn-
að síðan þjóðhagsáætlun var gerð.
Á fundi hjá Félagi viðskiptafræð-
inga og hagfræðinga í gær komst
Már Guðmundsson, aðalhagfræð-
ingur Seðlabankans, að þeirri nið-
urstöðu að niðursveiflunni í efna-
hagslifinu væri ekki lokið og horfur
væru jafnvel aðeins dekkri en fram
kemur í spá Þjóðhagsstofnunar.
Loks segir Greiningardeild Kaup-
þings að niðurstaða S&P sé áfall fyr-
ir fjármálakerfið í landinu og fjár-
lagafrumvarpið. Bolli Þór Bollason í
fjármálaráðuneytinu segist hins
vegar ósammála niðurstöðu S&P og
telur að forsendurnar sem menn
gefi sér þar séu allt of svartsýnar.
Sjá fréttir á bls. 4 og 8 -BG
Júlíus Vífill Ingvarsson ósáttur við grjótnám í Geldinganesi:
Mestu spjöll sem unnin hafa verið
- enginn bent á betri hafnaraðstöðu, segir Hrannar B. Arnarsson
„Grjótnám í Geldinganesi er þegar
orðið að mestu umhverfisspjöllum
sem unnin hafa verið í landi Reykja-
víkur. Það má öllum vera ljóst að af-
leiðingar grjótnáms þarna verða
miklu afdrifaríkari en ætlað var,“
segir Júlíus Vífill Ingvarsson, borg-
arfulltrúi sjálfstæðismanna, en borg-
arráð felldi í gær tillögu sjálfstæðis-
manna um að hætta þegar í stað
grjótnámi í Geldinganesi.
Júlíus segir engan vafa leika á að
Geldinganesið sé eitt fallegasta bygg-
ingarland borgarinnar sem enn hefur
ekki verið deUiskipulagt og með
Grjótnám í Geldinganesi
Borgarstjórn áformar aö koma upp
stórskipahöfn á þessu svæöi. Sjálf-
stæöismenn eru því mótfallnir og
segja landiö eitt fallegasta bygging-
arland borgarinnar.
grjótnáminu sé verið að ákvarða
staðsetningu stórskipahafnar langt
inn í framtíðina.
„Það er gert ráð fyrir því í skipu-
lagi borgarstjórnar að þarna verði
stórskipahöfn. Embættismenn í hafn-
arstjórn hafa sagt mér að ekki verði
þörf fyrir höfn í Eiðsvik fyrr en eftir
30 til 40 ár. Danskir sérfræðingar
sögðu að ekki yrði þörf fyrir slíka
höfn á höfuðborgarsvæðinu fyrr en í
fyrsta lagi eftir 50 ár,“ segir Júlíus.
Hann segir 240 þúsund rúmmetra
grjóts þegar hafa verið tekna úr Geld-
inganesi og heimild meirihluta borg-
arstjórnar sé fyrir að taka miUjón
rúmmetra til viðbótar.
Hrannar B. Arnarsson borgarfuU-
trúi sagði í samtali við DV að það
væri stefna borgarstjórnar að koma
upp stórskipahöfn á þessum slóðum í
framtíðinni. „Það hefur enginn sýnt
fram á betra hafnarsvæði í Reykja-
vík. Miðað við annað sem sjálfstæðis-
menn hafa sagt um samkeppni sveit-
arfélaganna finnst mér það skjóta
skökku við ef þeir viija að borgin
hafni þessum kosti i hafnarmálum tU
framtíðar," sagði Hrannar B. Arnars-
son. -aþ