Dagblaðið Vísir - DV - 26.10.2001, Blaðsíða 8

Dagblaðið Vísir - DV - 26.10.2001, Blaðsíða 8
Gunnar Larus Hjólmarsson altmuligmaður Efnið og andinn fellur nú eiginlega undir sama hatc í dag, er það ekki? Maðurinn er ekki eins aðgreindur núna og á tímum Biblíunnar, sem betur fer. Tölvan er mun skemmtilegri gluggi en glugginn sjálfur. A skjánum get ég flakkað milli heimshluta á 33600 bps, sankað að mérdrasli og látið hugann reika. Ef ég horfi út um gluggann sé ég bara lauf falla og fólk koma heim til sín með innkaupapoka. Gott er að stinga diskum í tölvuna og þá dugir ekk- ert minna en að eiga svona 1500 stk. til að velja úr. Ég átti annað eins af plötum en lét freistast af tækniframförum og losaði mig við megnið af vinýlnum en dauðsé eftir því í dag. Andinn A andlega sviðinu er fátt uppbyggilegra en að hafa skýra framtíðarsýn og ekki láta lífið slugsast áfram eins og aumingi. Gott er að hafa í takinu a.m.k. þrjár ástæður til að hlak- ka til. Hjá mér hefur stefnan lengi verið sett á sól og sumaryl í Kyrrahafinu. Til að efla til- hlökkunina kom ég mér upp korti af Kyrra- hafinu og hef keypt öll National Geography í Kolaportinu þar sem minnst er á eyjar í Kyrrahafinu. Til að vera ávallt viðbúinn hef ég einnig sankað að mér hawaii-skyrtum og ukulele-gíturum. Það er aldrei að vita nema maður lendi í að þurfa að spila sig út úr hættu- legum aðstæðum á Puka Puka. Segulbaridyypóla í fyrlrtiídtíiuyiörfuin Musteri AAammons númer tvö er risið á höfuðborgarsvæðinu. Smáralind var opnuð fyrir rúmum tveim vikum með pompi og prakt og hefur sú opnun vakið mikla athygli þótt sjálfsagt sé sú athygli ekki alltaf á þeim nótum sem eigendur hafa ætlast til. Fókus hefur komist að meiru. Kynferðislegur kapítalismi íslenski hluti internetsins hefur verið rauðglóandi frá því nokkrum dögum fyrir opnun Smáralindar. Astæðan er ekki sú að fólk hafi verið að segja hvað öðru frá nýjum er- lendum og eksótískum stórverslunarkeðjum með útlenskur verðum. Né heldur nýju bíói eða bandarískri veitinghúsa- keðju sem þakkar guði að það sé föstudagur, alla daga vik- unnar. Nei. Það sem kom netsjúkum frónverjum, sem og öðrum, í stafrænt stuð var útlitshönnun Smáralindar. A loftmyndum mátti sjá að þetta musteri frjálsrar verslunar var hannað í líki reðurs svo ekki fór á milli mála. VlÐSKIPTAVINIR EÐA SÆÐISFRUMUR Það eru sjálfsagt flestir orðnir þreyttir á þeirri umræðu. En nú hefur nýju lífi verið blásið í vangaveltur um hönn- un Smáralindarinnar. 1 vikunni rak ljósmyndari Fókuss augun í óvenjulegt mynstur á gólfi verslunarmiðstöðvar- innar. Það er staðsett í þeim hluta byggingarinnar sem lík- ist mest kónginum á lífrænum tvífara hennar. Við nánari athugun líkist mynstrið óneitanlega sáðfrumu sem virðist vera í miðjum klíðum við að hlykkjast út úr byggingunni, akkúrat í rétta átt. Hvað það er sem veldur því að þetta gerist allt saman er ekki gott að segja en hér eru samt nokkrar kenningar sem upp hafa komið um ómeðvitaðar, að sjálfsögðu, meiningar með þessu mikla mannvirki. Ein er sú að óafvitandi eru viðskiptavinir verslanna Smáralindar litlar sætar sæðis- frumur sem eru að pumpa auknu lífi í dalandi efnahags- kerfi Islands með aukinni neyslu. Onnur kenning gæti verið eitthvað á þá leið að sá eða þeir sem teiknuðu húsið séu ómeðvitað örgustu kommar og hafi alveg óvart sýnt fram á hvernig kapítalisminn misþyrmir óæðri enda verkalýðsins með því að láta hann eyða launum svita síns í óþarfa hluti einstaklingshyggjunnar í stað þess að leggja þá til samfélags- ins og heildarinnar. Fokkmerki Satans Þriðja kenningin gæti haft eitthvað með að aðstandendur byggingarinnar hafi lesið yfir sig af Freudískum kenningum og séu uppteknir af reðuröfund, fallusartáknum og öðrum ósóma sem Freud kom inn í orðabækur heimsins. Langsótt kenning er sú að Satan hafi verið puttana ( málunum og að Smáralindin sé ekkert annað en langvarandi og vel lagaður fingur handa Guði, á góðri íslensku, fokkmerki. Síðan getur náttúrlega bara vel verið að þetta hafi allt saman verið alger- lega óvart. Sama hver ástæðan er þá ber að fagna svo vel formaðri byggingu sem Smáralind og njóta veru hennar hér næstu árhundruðin, því hún er jú til marks um viðreisn (s- lensks viðskipta- og efhahagslífs. OllJRHI-T.IIJU IlVi'ltS» \GSI\S Hvernig er ég svona? Er ég að gera eitthvað fyrir þig. Ég get alveg gert meira, sjáðu... ... sést nokkuð í þú veist, þarna, æi það sem allar segulbandsspólur eru með. Ég er dálítið viðkvæm fyrir því... r "N ... og pabbi maður. Hann yrði alveg sjóðsegulbandvitlaus. A NOS f f ó k u s 8 26. október 2001

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.