Dagblaðið Vísir - DV - 26.10.2001, Blaðsíða 15

Dagblaðið Vísir - DV - 26.10.2001, Blaðsíða 15
5 Unnur Steinsson Það má fullyrða það að í öllum kosningum um feg- ursta fólkið undanfarin ár hafi Unnur Steinsson verið ofarlega á blaði. Hér er hún efst kvenna og á það vel skilið. Unnur er ein af þessum ódauðlegu, það er ekkert sem dregur úr fegurð hennar. 6 Linda Pétursdóttir Linda Pétursdóttir er líka ein af þessum ódauðlegu. Hún er áberandi f þjóðfélaginu og starfsins vegna heldur hún sér í góðu formi. Hvemig ætti fyrrum alheimsfegurðardrottning svo sem nokkum tímann að geta hætt að vera falleg? Spyrj- ið bara Fjölni. 7 Racnheiður Elín Clausen Það er ekki að ástæðulausu að Ragnheiður var fengin til að sýna tignum erlendum gestum land og þjóð fyr- ir nokkrum árum. Ekki einasta er Ragnheiður bráð- myndarleg heldur er hún einstaklega sjarmerandi. Allir þekkja hana af skjánum en í eigin persónu hækkar stúlkan um nokkra flokka. Þetta er orðið á götunni og þessu vill fólk kynnast. 8 Ólafur Racnar Grímsson Forseti vor er líklegast sá óvæntasti á listanum. Stað- reyndin er samt sú að fólk kann að meta virðuleikann sem fylgir forsetaembættinu. Það fílar að sjá hann með sam- ankrepptar hendumar af- henda börnum hvatningar- verðlaun. Margir vonast jafn- vel til að Dorrit hefði aldrei komið til sögunnar. Athyglis- verðasta staðreyndin við það að Ólafur kemst á listann er samt sú að hann fékk 40% at- kvæða sinna ffá karlmönnum. 10 Racnheiður Guðnadóttir Öskubuskan á listanum er Ragnheiður Guðfinna Guðnadóttir. Ragnheiður sigraði glæsilega í keppninni um Ungfrú Island en varð að hætta við keppnina út af því að hún var með barni. Og hvað hún var enn glæsi- leg þegar hún tilkynnti um óléttuna. Þá sá fólk fyrst hve náttúran var gjafmild á þetta eintak. Islensk fegurð af bestu gerð. 9 Þórhallur Gunnarsson Þarna er máttur sjónvarpsins hvað augljósastur. Þórhallur hefur verið fastagestur í sjónvarpi undanfarin ár og hefur fengið kvenþjóð- ina að skjánum. Hann þykir einstaklega sjarmerandi (sumir segja meira að segja klígjulega sjarmerandi) og fólk kaupir hvað hann er að segja, eða heldur það alla vega. Hann er kannski ekki að segja neitt merkilegt en er fólk nokkuð að hlusta hvað sjónvarpsfólkið seg- ir í raun? Þessi komust ekki á blað Það er alltaf for- vitnilegt að bera saman nýjar og gamlar kannanir um smekk landans á kynþokkafuilu fólki. Að þessu sinni eru þónokkur andlit sem virðast dottin út sem oft hafa trónað ofar- lega í könnunum sem þessari. Þótt eitt atkvæði hafi hlotið þá er vert að geta Stefáns Jóns Hafstein hér þar sem í síðustu könn- un sem Helgarblað DV gerði fyrir nokkrum misserum trónaði þessi skör- ungur á toppi lista kynþokkafuUra kalla. Annar dreng- ur sem oft hefur verið að bítast um toppsæti vinsælda- lista sem þessa er Ingvar E. Sigurðs- son. Hann kemst ekki á blað og sjálf- sagt einhver konan sem lyftir brúnum yfir því. Ólöf Rún Skúladóttir er hvergi nefnd, auk þess sem dalandi ár- angur Völu Flosa- dóttur virðist einnig draga úr kynþokka hennar. Bergþór Pálsson virðist ekki eiga upp á pallborðið hjá landanum og sömu sögu má segja um yfirmann íslensku kirkjunnar Karl Sigurbjömsson enda kynþokki hans látið á sjá í þeim gusti sem leik- ið hefur um guðs- manninn. Sendi- herrahjónin Jón Baldvin og Bryn- dis Schram hafa oft verið vinsæl í draumórum íslend- inga en eru það ekki að þessu sinni. Sama má segja um borgarstjórann Ingibjörgu Sól- rúnu Gísladóttur. Poppdívan Móeið- ur Júníusdóttir er annað fómarlamb flöktandi skoðana Frónbúa á kyn- þokka, sem og glæsikvendiö Tinna Gunnlaugs- dóttir. Fegurðar- samkeppnin Ungfrú Island.is virðist ekki í takt við þjóðarsálina því sigur- vegari síðustu keppni, Kolbrún Helgadóttir er hvergi nefnd í könnun Fókuss. Einhver kynni að halda að Margrét Rós Gunnarsdóttir, fréttaskutla á Skjá ein- um, ætti heima hér á opnunni en svo er ekki. Auk þess sem einhver hefði haldið að Ragnhildur Gísla- dóttir hefði komist á lista þar sem hún geislar sem aldrei fyrr. Að lokum er Björgvin Hall- dórsson eitthvað aö dragast aftur úr í kynþokkakapp- hlaupinu. Fleiri verðugir kandídat- ar komust ekki á lista en svona er þetta með árstíða- bundnar sveiflur í fegurðarskyni kald- lyndra klakabúa. 26. október 2001 f ó k u s 15

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.