Dagblaðið Vísir - DV - 26.10.2001, Side 20

Dagblaðið Vísir - DV - 26.10.2001, Side 20
Stuöbandalaginu á Mótel Venusl, Borgarnesi. Allir velkomnir, einnig nærsveitungar nær og fjær. í kvöld kl. 20 verður kvikmyndin Princess Diaries frumsýnd í Kringlubíói, Bíóborginni, Borgarbíói Akureyri og Nýja bíói Keflavík. Myndin kemur úr smiðju Walts Disneys en með aðalhlutverk fara Julie Andrews, Anne Hathaway, Hector Elizondo og Mandy Moore og leikstjóri er Garry Marshall. fllvöru Öskubuskusaga Myndin fjallar um hina feimnu unglingsstúlku Miu Thermopolis sem kemur frá San Francisco. Hún lifir hefðbundnu lífi en það tekur skyndilega stakkaskiptum þegar hún fær óvænt þær fréttir að hún sé prinsessa og hennar bíði kóróna og allt tilheyrandi í land- inu Genovíu. Mia hefur þá mikið nám með hjálp ömmu sinnar, drottningarinnar Clarisse Ren- aldi, til þess að læra að hegða sér líkt og prinsessu sæmir. Þeim kemur þó ekki alveg saman því Miu langar ekkert til þess að segja skilið við sitt hefðbundna og vana- fasta líferni á meðan ömma henn- ar reynir að sannfæra hana um að henni beri skylda til að læra að hegða sér líkt og hefðarfrú. Hún vill ala hana upp á nýtt til þess að hún geti tekið við stjórnartaumun- um í þessu fjarlæga landi. Mia stendur því frammi fyrir erfiðustu ákvörðun líf síns. Annað hvort segir hún skilið við allt sem heitir fjölskylda og vinir til þess að axla þá miklu ábyrgð sem því fylgir að verða prinsessan af Genovíu eða hún afneitar konunglegum upp- runa sínum. Með hlutverk Miu fer Anna Hathaway en ömmu hennar, drottninguna, leikur óskarsverð- launahafinn Julie Andrews. Sag- an sem myndin er byggð á er skrif- uð af Meg Cabot en handritið ger- ir Gina Wendkos. Leikstjórn er í höndum Garry Marshalls og fram- leiðendur eru Debra Martin Chase, Mario Iscovich og engin önnur en söngkonan Whitney Houston. í kvöld sýna Smárabíó og Stjörnubíó kvikmyndina Evil Woman með þeim Jason Biggs, Jack Black og Steve Zhan í aðalhlutverkum. Köld eru kvermardð Darren Silverm- an, Wayne Le Fessi- er og J.D. McNm gent hafa verið bestu vinir síðan þeir muna eftir sér. Þeir voru saman í barna- skóla þar sem þeir voru algerir lúðar sem stöðugt var gert grín að og þeir héldu áfram að vera vinir þegar í gagnfræða- skóla var komið en þar lék Wayne með fótboltaliði skólans, J.D. var lukkudýr þess og Darren að- alklappstýran. Núna er skólagöngu þeirra lokið í bili en þeir hafa stofnað hljómsveitina Diamonds in the Rough sem flytur lög eftir uppá- haldstónlistarmanninn þeirra, Niel Diamond. Þeg- ar þar er komið kynnist Darren hinni kynþokkafullu Judith sem er eins konar Yoko Ono því hún kemur inn í lif þeirra félaga með það markmið að skemma vinskap þeirra og á endanum nær hún að brjóta hljómsveitina upp. Wayne og J.D. reyna því að koma Darren og gömlu kærustunni hans, Sandy, saman og endur- heimta þannig vin sinn en Judith hefur of sterk tök á honum til þess að það gangi upp. Þeir ræna því Judith og sviðsetja dauða hennar með von um að þá geti Darren og Sandy tekið saman aftur. Allt fer svo að sjálfsögðu á annan endann. Með hlutverk Darrens fer Jason Biggs sem lék í American Pie og Loozer en Wayne er leikinn af Steve Zhan sem hefur helst unnið sér það til frægðar að leika í kvikmyndum á borð við That Thing You Do og You’ve Got Mail. J.D. er svo leikinn af Jack Black sem hefur leikið í t.d. Enemy of the State, I Still Know What You Did Last Sum- mer og Bongwater. Amanda Peet fer svo með hlut- verk Judithar en Sandy er leikin af Amöndu Det- mer. Myndin er frumsýnd í kvöld kl. 20 í Smárabíói og Stjömubíói. Nú er mætt galvösk danska kvikmyndin „Italiensk for beg- yndere“ og eins og nafnið gefur til kynna gerist hún að miklu leyti á ítölskunámskeiði. Enn ein Dogma-mynd... Sögusviðið er smábær í Dana- veldi þar sem fyrmefnt ítölsku- námskeið fer fram og eins og er nú smábæjarbúa von og vísa þá er mikið um einsemd og ástarþörf á svæðinu. Fyrir vikið umbreytist ósköp eðlilegt ítölskunámskeið í samkomustað einmana sálna sem vilja finna sér rómantískan föru- naut, helst varanlegan. Upp úr þessu spretta ýmsar uppákomur, misprenthæfar, og ýmislegt skemmtilegt gerist sem fær góð- vinkonu okkar hana Gróu á Leiti til að masa viðstöðulaust... Myndinni er leikstýrt af hinni galvösku Lone Scherfig sem hef- ur getið sér gott orð fyrir verk sín allar götur síðan hún útskrifaðist frá Den Danska Filmskole árið 1984. Lone þessi þykir hið mesta ólíkindatól og ku vera með húmorinn í lagi þannig að hver veit nema hún sé með þessari mynd að yrkja um eigin lífs- reynslu á (tölskunámskeiði endur fyrir löngu... Hitt er svo annað mál að mikið er látið með það að myndin sé „löggild" „Dogma“- mynd sem þýðir væntanlega að enn einu sinni getur maður ekki setið fremst í salnum á danskri kvikmynd. Er það allt nema vel og er þá heldur dregið úr! Meðal leikara í nýju hristi-myndinni eru Anders W. Berthelsen, Jesper Vestergaard, Peter Gantzler, Lars Kaalund og svo er Ann Eleonora einnig á vappi þama einhvers staðar... •Popp ■ BOKK Á VEGUM UWGUSTAR I kvöld ver&a haldnir rokktónleikar á vegum Unglistar í Tjamar- bíói kl. 20. Fram koma hljómsveitirnar Lúna, Kuai, Sofandi, Úlpa og Fidel en sérstök gesta- hljómsveit er Castor frá Seyðisfir&i. •K1 ú b b a r ■ BENNIA 22 Dj. Benni mætir í búriö á Club 22 á miðnætti og spilar framúrskarandi djammtón- list aö hætti hússins alla nóttina. Frítt er inn til klukkan eitt eftir miðnætti og handhafar stúd- entaskírteina fá frrtt inn alla nóttina. ■ SPORTKVÖLD Á SPOIUGHT Allir mæta i strigaskóm og meö svitaband því Dj. Sesar mun sjá tii þess að það verði brjáluð stemning á Spotlight. ■ STLIÐ Á PÍANÓBARNUM Dj. Gelr Flóvent í búrinu á Píanóbamum. Ávallt með ferskasta og besta hiphopið og r'n’b'-iö í bænum þótt víðar væri leitað. Októbertilboö á veigum (Irtill á 300, stór á 400). Aðgangur kr. 500 eftir kl. 12 á mið- nætti. •Krár ■ ÞOTULH>H> Á CATAUNU Hin stórgóða hljóm- sveit Þotuliöið ætlar að halda uppi stemningunni á Catalinu í Kópavogi í kvöld. Fritt inn. ■ BSG Á PLAYERS Reynsluboltarnir i BSG, Bó, Sigga og Grétar, sjá um rokk og ról á Players. ■ BUFF Á yÍDALÍN Buff mættir aftur á Vídalín og í enn betra formi en í gær. ■ CAFÉ AMSTERDAM Dj Þróstur FM-týpa af guðs náð, mun halda uppi fjöri fyrir þá sem ætla sér að koma á Café Amsterdam í kvöld. ■ FJÖR Á NELLYS Dj. U Chef sér um sveitta stemningu á Nellys Café. ■ FÓSTBRÆÐUR Á CELTIC CROSS Föstbræík urnir Gunnar Ólason og Ingvar Valgeirsson spila og syngja fyrir gesti Celtlc Cross. ■ GOTT Á GRAND ROKK JEVER stemning á Grand rokk. Alltaf sama góða verðið. alveg ein- stök tilfinning fyrir sálartetrið, sem og budduna. ■ LAND&SYNIR Á GAUKNUM Hreimur og fé- lagar í Landi&sonum halda eina af seinustu tón- leikum sínum á Gauki á Stöng áður en Bandarik- in leggjast að fótum þeirra. ■ NICE Á VEGAMÓTUM N'iceTtvöld á gleði- staðnum Vegamótum. Plötusnúðurinn Hólmar gefur landanum smakk af partíi sem hann skipu- leggur i New York. Margeir verður honum til halds og trausts. ■ S&H Á GULLÓLDINNI Stuðdúettinn Sven- sen&Hallfunkel eru mættir enn á ný á Gullöld- ina. ■ SIXTIES Á KAFFl REYKJAVÍK í kvöld heldur hljómsveitin Sixties aftur uppi fjörinu á Kaffi Reykjavík. Gott stuð. ■ STEFÁN P OG ANNA VIL Knæpan Ásgaröur býður upp á magnaða skemmtidagskrá um helg- ina en Hljómsveit Stefans P mun leika fýrir gesti. Altt verður að sjálfsögöu flæðandi eins og venju- lega. Hver veit nema ástsælasta söngkona landsins, Anna Vilhjálmsdóttir, mæti á svæðið? •Böll ■ STÓRDANSLEIKUR í ÁSGARPI, GLÆ$IBÆ Það verður mikið um dýröir í Ásgarði í Glæsibæ í kvöld þegar nokkrir af hressari tónlistarmönnum okkar stíga á svið og fagna vetri. Hljómsveit Stef- áns Pé er mætt að nýju og að þessu sinni ásamt Hallbergi Svavarssyni og Önnu Vilhjálms. Það má svo sannarlega búast við stuði og stemningu þarna í kvöld. •Klassík ■ SUNGK) INN í SKAMMDEGIÐ Sungið Inn i skammdegið með Jóhönnu V. Þórhallsdóttur og góðum gestum í tónlistarhúsinu Ými fer fram í kvöld, kl. 20. •S veitin ■ BUTTERCUP Á HÓFN Stuðgrúppan Buttercup mætir á Höfn í Hornafirði. Frá kl. 20-22 verður spilað í félagsmiöstöðinni Þrykkjan fyrir ungling- ana á staönum. Seinna um kvöldið verður slegið upp stórdansleik á Hótel Höfn þar sem fram fer lokahóf Sindra í fótboltanum. Bailið er opið öllum sem eru orðnir 18 ára. ■ PJ SKUGGABALDUR Á CAFÉ MENNINGU. DALVÍK i kvöld spilar DJ Skuggabaldur fleiri gulF na smelli á Café Mennlngu. Ekki missa af þessu! ■ DÚNDURSTUÐ í HHJFELU Stuðguttarnir í í svórtum fötum spila sig sveitta á nýja staðnum Iðufelli í Laugarási, Biskupstungum. ■ FORSOM Á HM-KAFFI Hljómsveitin ForSom verður I stuði á HM-kaffi á Selfossi. ■ HUNANG Á N-1BAR Hljómsveitin Hunang sér um fiöriö á N-1 Bar í Reykjanesbæ. ■ JÓN FORSETI Skemmtikrafturinn Jón forseti heldur uppi fjörinu á Búöarklettum Borgamesi í kvöld. ■ MÓTEL VENUS Herbie G. leikur í kvöld ásamt ■ NÝDÓNSK í SJALLANUM Hinir ódauölegu popparar i Nýdanskri slá ekkert af í Sjallanum, Akureyri. ■ STUÐ Á BREHHNNI Árneska poppstuðsveitin Á móti sól rokkar feitt á Breiöinnl, Akranesi. ■ STUÐ í EGILSBÚÐ Evróvisjön-veislan heldur áfram i EgHsbúð, Neskaupstað, eftir vel lukkaða frumsýningu um seinustu helgi. íslensk og erfend evrólög tekin með trompi. Dansleikur eftir sýn- ingu með Kristjáni Euro og Spútnik. Miðaverð 1800 kr. og 18 ára aldurstakmark. ■ SÓLDÓGG í HÖLUNNI Stuðboltarnir i SóF dögg rokka feitt í Höllinni, Vestmannaeyjum. ■ ÁLAFOSS FÓT BEZT Hljómsveitin Acoustic leikur fyrir dansi í kvöld á hinum rómaða skemmtistað, Álafoss föt bezt. •Leikhús ■ BEÐH> EFTIR GOÐOT Hilmir Snær Guðnason og Benedikt Erlingsson fara á kostum í leikritinu Beðið eftir Godot sem sýnt verður í kvöld á íjöi- um nýja sviðsins í Borgarieikhúsinu. Hefst sýn- ingin kl. 20 og örfá sæti eru laus. ■ BLESSAÐ BARNALÁN Leikfélag Akureyrar sýnir um þessar mundir verkiö Blessað barnalán eftir Kjartan Ragnarsson og veröur þaö sett upp í kvöld, kl. 20. ■ BLJÐFINNUR Barnaleikritiö Blíðfinnur eftir Þor- vald Þorsteinsson, í leikgerð Hörpu Arnardóttur, verður sýnt í dag, kl. 14, á stóra sviöi Borgarieik- hússins. ■ PAUÐADANSINN í kvöld frumsýnir Borgar- leikhúsiö verkiö Dauðadansinn eftir August Strindberg í samvinnu við Strindberghópinn á litla sviðinu og hefst sýningin kl. 20. ■ ENGLABÓRN I kvöld sýnir Hafnarfjaröarieik- húsið verkið Englaböm eftir Hávar Sigurjónsson og hefst sýning kl. 20. Athygli er vakin á því að leikritið er stranglega bannað börnum. ■ KRISTNIHALD Leikritið Kristnihald undir Jökli eftir Halldör Laxness verður sýnt i kvöld, kl. 20, á stóra sviði Borgarieikhússins. Árni Tryggvason fer á kostum í hlutverki Jóns primusar en tónlist við verkið er eftir Quarashi. ■ SYNGJANPI í RIGNINGUNNI Leik og söngverkið Syngjandi í rigningunni verður sýnt i kvöld í Þjóðleikhúsinu á stóra sviði þess, kl. 20. Meðal þeirra sem taka þátt í sýningunni eru Selma Björnsdóttir og Stefán Karl Stefánsson. ■ VIUI EMMU Leikritið sívinsæla, Vilji Emmu, verður sýnt í kvöld, kl. 20, á stóra sviði Þjóðleik- hússins. Höfundur er David Hare. •Kabarett ■ LADDI OG GEIRFUGLARNIR í LEIKHÚS- KJALLARANUM í kvöld býður Laddi, e.þ.s. Þór- hallur Sigurðsson, upp á frábæra skemmtun við allra hæfi og hefst borðhald kl. 20 og sjálf sýning- in ki. 22. Eftir sýninguna munu Geirfuglarnir leika fýrir dansi fram eftir nóttu. Húsið verður opnað fyrir gesti kl. 23.30 og aðgangseyrir er eins og svo oft áöur 1000 krónur. ■ Ó BORG MÍN BORG Sýningin Ó borg mín borg verður sýnd i kvöld kl. 20 á Hótel Borg. Kristján Kristjánsson, KK, og Magnús Eirríksson sjá um fjörið ásamt gestum. •Fyrir börnin ■ PG MAGIC SHOW Á BROADWAY PG Magic show, meö galdramanninum Pétri Pókus, er frá- bær fjölskylduskemmtun. Sýningin í dag hefst klukkan 15 og er miðaverð 1800 krónur fýrir fulf orðna en 1200 krónur fyrir börn. •Opnanir ■ GLOÐARAUGA Á HRINGTORGI i dag, kl. 15. verður afhjúpað listaverkiö Glóðaraugaeftir Har- ald Jónsson. Verkið verður á horni Suðurgötu og Hringbrautar, gegnt hringtorginu við Þjóðminja- safnið. Glóðarauga er unnið í nánu samstarfi við vegfarendur, gatnamálastjóra og lögregluna í Reykjavik.Verkið mun aðeins verða sýnilegt tíma- bundið á þessum stað en I framtíðinni á það hins vegar eftir að birtast í öðrum myndum víðs vegar um höfuðborgina. Við afhjúpun verksins verður boðið upp á léttar veitingar og eru allir velkomnir. .Glóðarauga" er hluti í sýningaröðinni Ustamað- urinn á hominu en aðstandendur hennar eru myndlistarmennirnir Gabriela Friöriksdóttir og Ásmundur Ásmundsson. ■ STÓRVIÐBURPIR í USTASAFNI ISLANPS Opnuð verður yfirlitssýning á verkum Gunnlaugs Scheving í dag í Ustasafni íslands. Markmið sýn- ingarinnar er að gefa yfrrl'rt yfir alian listferil Gunn- laugs Scheving (1904-1972) og gefur þar að líta fiölda verka sem aldrei hafa verið sýnd opinber- lega áður. Á sýningunni á veggjum safnsins eru um 90 myndir Gunnlaugs, olíumálverk, teikning- ar og tréristur frá árunum 1928-1970, en auk þess eru sýndar myndir hans i stafrænum gagna- grunni. Alls á Listasafn íslands tæplega 2000 verk eftir Gunnlaug (málverk, teikningar, vatnslita- myndir, skissubækur oggrafikverk). Gunnlaugur er af þeirri kynslóö sem fram kom í íslenskri myndiist á fióröa áratugnum. Ný myndefni urðu þessari kynslóð áleitin: Maðurinn við vinnu sína, götumyndir og nánasta umhverfi. í list Gunnlaugs er maðurinn ávallt í öndvegi, hvort sem um er aö ræða stórsniðnar sjávarmyndir, draumkenndar sveitalífsmyndir eða samsett þjóðsagnaminni. Sýningin á verkum Gunnlaugs Scheving stendur yfir i öilum sölum safnsins til 9. desember. í tik efni sýningarinnar kemur úr bókin „Gunnlaugur 20 f ó k u s 26. október 2001

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.