Alþýðublaðið - 18.03.1969, Blaðsíða 3
AlþýðuWaðJð 18. marz 1969 3
Samtök
kellbrigðisstétta
STOFNUÐ hafa verið samtök
heilbrigðisstétta á Islandi. A stofn-
fundi mættu fulltrúar frá 10 fé-
lögum sem starfa að heilbrigðismál-
um. Tilgangur samtakanna er: Að
efla gagnkvæm kynni milli aðild-
arfélaga, m. a. með fræðslu um
starfssvið einstaklinga og hópa
innan samtakanna. Að stuðla að
framförum á sviði heilbrigðismála
m. a. með margs konar fræðslu og
kynningu á starfssemi heilbrigðis-
stofnana, svo og kynningu æski-
legra nýjunga í heilbrigðismálum.
Aðild að samtökunum geta átt
öll stéttarfélög heilbrigðisstarfs-
manna. A fundinum var m. a.
rætt um læknamiðstöðvar og þá
hópsamvinnu sem starfsmenn lieil-
brigðisstétta gætu átt þar saman.
I stjórn voru kosnir: María Pét-
ursdóttir, formaður, Arinbjörn Kol-
beinsson, varaformaður, Einar Bene-
diktsson, ritari, Georg Lúðvíks-
son gjaldkeri.
SambúÖiif
versnar eem
KARACHI. 15. 3. (ntb-afp); —
Miklar óeirðir urðu í Austur-Pakist-
an í gærkvökli og voru þá að
minnsta kosti átta manns felldir og
546 byggingar eyðilagðar. Hefur
almenningur lýst yfir megnrt óá-
nægju með stjórn landsins og veitzt
að lögreglu og yfirvöldum hvað
eftir annað að undanförnu.
1
Umferðarslysum
fækkar, en
drykkjuskapur
eykst
Sænsk skólayfirvöld hafa nú mikl-
ttr áhyggjur af vaxandi áfengis- og
tóbaksneyzlu nemenda í sænskum
skólum. Nýjustu athuganir sýna, að
ijeyzla þessara nautnalyfja fer ört
vaxandi meðal ungu kynslóðarinn-
ar — og greinilegt er, að áfengis-
drykkja ungra stúlkna færist ískyggi
lega í vöxt. Skólayfirvöld hafa þvi
komizt að þeirri niðurstöðu, að
bindindisfræðsla og aðhald í þeim
efnum séu ónóg í sænskum skól-
um um þessar mundir. Sé gengið
út frá könnun, sem fram fór árið
1967, má ætla, að meira en 40%
nemenda í æðri skólum reyki að
staðaldri — og 35% drengja í öðr-
um bekk gagnfræðaskólanna drekka
brennivín reglulega eftir því sem
athugun frá síðasta ári leiðir i ljós.
Til samanburðar má geta þess, að
skv. tölum frá 1956 neyttu þá að-
eins 11% drengja í öðrum bekk
áfengis. Alvanalegt er — og þykir
víst varla tiltökumál — að hinir
ungu ncmendur drekki meðalsterk
og létt vín svo og sterkan bjór, en
eins og áður segir eykst neyzla
sterkra vína, þ. á m. brennivíns,
ískyggilega hröðum skrefum. Þá
hefur nokkuð borið á eiturlyfja-
neyzlu í unglingaskólunum, en það
vandamál er smávægilegt í saman-
burði við hinn vaxandi drykkju-
skap.
1
I
I
I
I
I
I
I
H
i
I
I
I
I
I
I
I
I
I
I
I
I
I
I
I
I
I
I
I
I
I
H
1
H
H
H
H
i
„FJAÐRAFOK“ heitir nýtt ís-
íslenzkt leikrit eftir Matthías Jo-
hannessen, ritstjóra, sem Þjóðleik-
Jtúsið er að hefja æfingar á, og
sýnt verður í kringum 20. apríl á
19 ára afmæli Þjóðleikhússins. —
Leikstjóri er Benedikt Arnason, en
Valur Gíslason og Herdís Þorvalds-
dóttir leika aðalhlutverkin.
Þá hefjast bráðlega æfingar á
leikriti eftir brezka Ieikritahöf-
undinn, Ieikstjórann og leikarann
Peter Ustinov og heitir það á ensku
„Halfway up die tree.“ Leikstjóri
verður Klemenz Jónsson. Ekki er
ákveðið hvort leikritið verður sýnt
á þessu leikári, og ef Fiðlarinn á
þakinu gengur vel, verður þa3
ekki tekið upp fyrr en næsta haust.
I i
FARGJÖLD: RVK.-KBH. EÐA KBH.-RVK. FARGJÖLD: RVK.-THORSH. EÐA THORSH.-RVK.
I. FARRÝMI II. FARRÝMI HÓPFERÐA FARRÝMI 1. FARRÝMI II. FARRÝMI HÓPFERÐA FARRÝMI
FRÁKR. TILKR. FRÁ KR. TIL KR. KR. FRÁ KR. TIL KR. FRÁ KR. TILKR. KR.
GULLFOSS 7.220— 8.582 5.327 — 5 859 3.906' GULLFOSS 3.255 — 4.025 2.663 — 2.841 2012
KRONPRINS FREDERIK 9.174 — 1.0.535 6.510 — 7.220 4.735 KRONPRINS frederik 4.143 — 5.031 3 255 — 3.551 2.486
FARGJÖLD MEÐ M/S GULLFOSSI RVK.-LEITH EÐA LEITH-RVK. FRÁ KR.2.663 TIL 7.280
FERÐAÁÆTLUN M/S GULLFOSS (EIMSKIP) M/S KRONPRINS FREDERIK (DFDS) APRÍL-OKTÓBER 1969.
KF G KF KF G KF G KF G KF G KF KF G KF G KF G KF G KF G KF G
Frá Kaupmannahöfn .... 26/4 7/5 10/5 24/5 28/5 7/6 11/6 18/6 25/6 30/6 9/7 12/7 19/7 23/7 30/7 6/8 12/8 20/8 26/8 3/9 10/9 17/9 24/9 4/10*
Til og frá Leith Til og frá Thorshavn .... 28/4 9/5 12/5 26/5 30/5 9/6 13/6 20/6 27/6 2/7 11/7 14/7 21/7 25/7 1/8 8/8 14/8 22/8 28/8 5/9 12/9 19/9 26/9 6/10
Til Reykjavikur 1/5 12/5 15/5 29/5 2/6 11/6 16/6 22/6 30/6 4/7 14/7 23/7 28/7 3/8 11/8 17/8 25/8 31/8 8/9 15/9 22/9 29/9 "8/10
Frá Reykjavík 3/5 14/5 17/5 31/5 4/6 12/6 18/e 23/6 2/7 5/7 16/7 24/7 30/7 5/8 13/8 19/8 27/8 2/9 10/9 17/9 24/9 1/10
Til og frá Thorshavn .... Til og frá Leith 5/5 19/5 2/6 7/6 14/6 21/6 25/6 5/7 7/7 19/7 15/7 26/7 2/8 7/8 16/8 21/8 30/8 4/9 13/9 19/9 27/9 3/10
Til Kaupmannahafnar .... 7/5 21/5 4/6 9/6 16/6 23/6 27/6 7/7 9/7 21/7 17/7 28/7 4/8 9/8 18/8 23/8 1/9' 6/9' 15/9 21/9 1/10 5/10
' Brottför frá Kaupmannahöfn kl. 12
NÁNARI UPPLÝSINGAR VEITIR f
H.F. EIMSKIPAFELAG ISLANDS
FARÞEGADEILDIN. SfMI 21460