Alþýðublaðið - 18.03.1969, Blaðsíða 6
6 Alþýðublaðið 18. marz 1969
Fermingamyndatökur
Pantið allar myndatökur tímanlega.
Ljósmyndastofa
SIGURÐAR GUÐMUNDSSONAR,
Skólavörðustíg 30,
Sími 11980 — Heimasími 34980.
Bréfakassi
Framhald af 9. sí3u.
sagt við þá: Þið fáið ekki leng
ur skyrið, sem þið hafið keypt
hingað til. Ef þið ekki viljið
öskjuskyrið, þá fáið þið ekki
neitt!
Ég læt hvern og einn um að
draga lærdóminn af þessu.
Svipað er að gerast í mjólk
ursölunni. Aðeins örlítið af
fernum er sent í mjólkurbúð
irnar fyrir þá fyrstu, sem koma
á morginana að bítast um, aðrir
verða að sitja uppi með hyrn
urnar illræmdu, þótt fjórða
'hver Iþeirra leki mjólkinni á
götuna eða gólfið í eldhúsinu.
Kröfum neytenda er ekki sinnt.
G. G.
Hetjur
Framhald af S. síðu.
hafa tilhlýðilegan endi á öllu. —
Himnaríkið getur verið allur skratt-
inn, allt frá því að hafa lag á að
sitja lengst allra manna uppá háum
staur eða sigra í óteljandi kapp-
leikjum, uppí það að fá vængi eftir
dauðann og sitja með básúnur á
skýjunum.
Mér skilst einmitt að nútíma
skáidsagan (og nútíma kvikmynd-
in) eigi örðugt uppdráttar af því
að hana vantar þetta persónulega
eliment. Sjónarmið höfundarins er
alls ekki í sögunni sjálfri, heldur
einhvers staðar utan við hana. Það
er enginn sérlega góður og enginn
vondur, engin atburöarás, engin
sögulok. Höfundurinn reynir að
j lífTRYGGing
er l»@zta gj#d£in.
í önn dagsins vill oft gleymast að hugsa um framtíö eiginkonu og barna,
ef fjölskyldufaöirinn fellur frá.
VERÐTRYGGÐ LÍFTRYGGING hentar sérlega vel hér á landi, þar sem verö-
hólga hefur komiö í veg fyrir eðlílega starfsemi líftrygginga. Tryggingar-
upphæðin og iðgjaldið hœkkar árlega eftir vísitölu framfærslukostnaðar.
IÐGJALD er mjög lágt, t. d. greiöir 25 ára gamáll maður kr. 1.000.00 á-ári
fyrir líftryggingu aö upphæð kr. 248.000,00.
HringiS sfrax í síma 38500 eða í næsta umboSsmann og fáið nánári upp-
! lýsingar um þessa hagkvæmu líftryggingu.
LÍPTRYGGINGAFÉLAGIÐ AIWAKA
ÁRMÚLA 3 - SÍMI 38500 ■
bregða upp myndum af því sem
hann sér, og til þess að hafa gaman
af að athuga þær má lesandinn ekki
gleyma sér við að hugsa sjálfan sig
inn í þær, með öllum sínum persónu
legu dyntum. Þetta eru eins og
málverk í orðum. Hann verður að
vera einhvers staðar fyrir utan þær
og ofan, líkt og horft sé yfir lands-
lag með allri þess fjölbreytni.....
Þotta þykja kannski undarlegar
hugleiðingar í kappakstri en það var
einmitt þetta sem ég var að hugsa
meðan bílarnir þutu drynjandi hjá.
Ég hafði heldur ekki á neinn að
hrópa, þetta var ekki á Melavellin-
um í gamla daga og Fram var ekki
að keppa.
— SIGVALDI.
í;
Framhald af síðu 11.
Staðreyndin er sú, að bú
izt hafði verið við meiru af
Lakers. Það er enginn að
segja að liðt ð sé veikara,
en það er heldur ekki mik
ið betra en lið Lakers síð-
lasta kepp,n(j.stímabil. Þó er
liðið 7 og háifum leik fram
ar nú, eftir sama leikfjölda
og síðasta ár. En það getur
líka sannað að önnur lið
séu orðiin veikari, sem ein-
mitt er vandamál atvinnu-
'liðanna í E'andaríkjujnum
nú. Með tilkomu nýrrar
kepprþsdeild.ar ABA (Aimer
ican Basketball Associati.
on) eru atvinnuliðin í körfu
knattleik í Bandaríkjunum
orðin of mörg og þar af leið
andi ekki nógu sterk, eins
og æskilegt þætti. Aðal-
marfcmið eigenda Los Ang-
eles Lakers með kaupunum
á Wilt Chamberlailn var að
rétta fjárhag félagsins við,
því Chamberlain er langvin-
sælasti körfuknattleiksmað-
urann í Bandaríkjunum,
í dag, en aukniingin er ekki
eins mkil og þeir bjuggust
vrð. Samt sem áður eru mjög
marg'.r tsem telja Lakers mikl
um mun sterkari eft.r að lið
inu bætt.ist Chamberlain, og
eru meðal þai.rra allflestir
þjálfarar hiinna atvinnulið-
anna. Leikmenn annarra liða
verða ætíð að gæta hans
vel, og verða auk þess oft að
hjálpast að við það. Þá losn
ar oft um aðra leikmenn Lak
ers og hefur það gert and-
stæðángum þeirra mjög erfitt
fyr'ir.
Aðalfrákastsmaður Lakers
hefur verið til þessa Elgin
Baylor, en nú hefur Chamb-
erlain tekið við þvl hlut-
verkii, og áetiii því Lakers
ekki að vera í vandræðum
með skyndiupphlaupin. Það
hefur farið á annan veg.
Chamberlain hirð'r ótal frá-
köst, en hann kemur ekki
knettinum nógu fljótt frá
sér, það er gallinn. ,,Þetta er
gamalt lið og alls ekki fært
um að taka skyndiupphlaúp11
segir Chamberlain. Þétta
skýnir Lakers vel í dag.' í
stað þess að Chamberlain að
lagi sig leikaðferðum Lakers,
þá hefur hann þv'ngað liðið
tíl að aðlagast sér, og er það
aðaltilefni deilu van Breda
Kolff og Chamberlains. Eins
og sagt er, ekki er allt gull
sem glcfr, og sannast það vel
á Chamberlain. Og forsvars
menn Los Angeles Lakers
hugsa nú um það hvort
,,hinn gam.L“ Wilt Chamber
lain (33 ára) hafi efcki, eftir
iallt saman, verið keyptur
of háu verði Nú er aðeins
eftir að sjá hvernig liðinu
tekst upp í lokaátökunum í
apríl, þegar úrslitakeppni
NBA hefst.'
VELJUM ÍSLENZKT-^WV
ÍSLENZKAN IÐNAÐ
Börn eða fullorðið fólk vantar til blaðburð-
ar við:
Hringbraut
ALÞÝÐUBLAÐIÐ — Sími 14900
Hurðir og póstar h.f.
Sköfum upp og innpregnerum útihurðir, endurnýjum
stafla og járn á opnanlegum gluggum, setjum í tvöfalt
gler og f jarlægum pósta og sprossa úr gömlum glugg
um og setjum í heilar rúður.
Framkvæmum einnig innanhúsbreytingar. — Athugið
hið sanngjama verð.
Upplýsingar í síma 23347.