Alþýðublaðið - 18.03.1969, Blaðsíða 4
4 Alþýðublaðið 18. marz 1969
X’jóðleikhúsið:
FIÐLARTNN Á ÞAKINU
Bvggður á sögum eftir Scholom
Aleichem /-
Lejkritun: Jpseph Stein
Músik: Jerry Bock
Söngtextnr: Sheldop Harnick
Upphafleg syiðsetning og dansar:
Jeroine Robbins .
J'ýðing: F.gill Bjarnason
Sviðsetning og koreografía:
Stella Claire
Leikstjúrn:
Stella Claire og Benedikt Árnason
Leiktjöld og búningateikningar:
Ounfiar Bjarnason
'Hljómsveitarstjórn:
Magnús Blöndal Jóhannsson
Hljómsveit: Sinfóníuhljómsveit
íslands.
i
Amerísk músíköl lifa einkenni-
legu sníkjulífi á góðum og gildum
bókmenntum, klassísk og hálfklass-
ísk bókmenntaverk eftirlætisvið-
fangsefni músíkal-höfunda, að um-
. semja þau til sinna nota, og nægir
að nefna til dæmis verk eins og
My Fair Lady og West Side Story.
Shakespeare og Shaw þykja víst
ekki dónalegur selskapur, ekki
aldeilis, en því miður er ég ekki
nægjanlega kunnugur sögum Sho-
lom Aleichem til að leggja mat á
það hve mikið eitni eftir af hinum
upprunalega kúabónda, Tevje, í
músíkalinu um Fiðlarann á þakinu.
Sjálf táknmynd leiksins, þess lífs
og samfclags sem hann lýsir, mynd
fiðlungs uppi á þaki, mun þó ekki
kynjuð frá Sholom Aleichem sjálf-
um, heldur er hún upprunnin á
frægu málverki eftir annan mik-
> inn gyðing og mikinn listamann,
. Marc Chagall. Chagail var eins og
á Sholom Aleichem rússneskur gyð-
; íngur að ætt og eðli, niðji hinnar
jiddísku menningar sem þreifst og
1 dafnaði í ríkjum zarsins á oldinni
; sem leið og ekki leið til fullnustu
| undir lok fyrr en með blóðveldi
i þvzkra nazista á þessari öld. Var
1 V° alltaf grunnt á gyðingahatri og
i ofsóknum í Rússaveldi hinu forna,
i eins jog vikið er að í Fiðlaranum á
j þakinu sem Iýkur í pógrómunuin
■ 1905j og í Pójlandi hefur gyðinga-
í hatur verið landlægt og illkynjað
- franí á þennan dag. En nú á dögum
I munu viðhaldsmeiin jiddískrar
! tunpj, hókmennta og menningar
; helzf fyrirfinnast í Bándaríkjunum
: þar íem Sholom Aleichem lézt land-
j flóttá árið I9Ió; og þar er nú uppi
. höfundur á jiddísku, Isaac Bashevis
Singer, sem á seinni árum liefur
orðið viðlíka kunnur og viðlesinn
höfundur og Sholom Aleichem á
undan Iiónum’, báðir tveir miklir
sögumenn sém aúsa af ótæmándi
brunni jiddískrar sögu og siða, þjóð-
tr.úar og menningar sinna heima
Itaga sem nú virðást svo ótrúlega
langt undan bæði í tíma og rúmi.
Ætla má að það sé híð framandi
og annarlega andrúmsloft sem
Sholom Aleichem lýsir, siðvenja,
hugsunarháttur, þjóðtrú og siðir
hinna fornu gvðingaþorpa sem einn-
ig hafa innblásið myndlist Chagalls,
sem einkum og sér í lagi hefur
laðað hina amerísku músíkal-höf-
unda, Stein, Bock, Harnick, Robb-
ins, að sögum hans um Tevje kúa-
bónda, ekki söguefnin sjálf og ekki
heldur lýsing Tevjes sent í eðli
sínu er alvarleg, jafnvel tragísk
mannlýsing. Músíkalið er eins og
fyrr getur sníkjuform listar sem
einkum og sér í lagi virðist til
þess fallið að útþynna, útvatna alvar-
legar bókmenntir alveg eins og
amerískar kvikmyndir á blómaskeiði
Hollywood; og mannlíf gyðinga-
þorpsins í sögum og málverkum
Sholom Aleichems og Chagalls,
LEIKHÚS
þykir hæfilega rómantiskt, fjarri
daglegu lífi og veruleika, skrýtið og
skemmtilegt efni að tilreiða það við
milljónasmekk, efni sem engum
kemur lengur við en ævintýralegur
bragur þess gerir öllum áhugavert.
Sigurför Fiðlarans um lönd og
álfur, nú síðast upp á svið Þjóð-
leikhússins okkar, sýnir ljóslega til
hverrar hlítar þetta hefur tekizt.
F.nda er Fiðlari á þakinu verk sem
ótvírætt er samið af mikilli hag-
virkni, leikni og kunnáttu, langri
reynslu hinnar öflugu iðngreinar
sem amerískur show-business er,
sniðið til að geðjast hinum fjöl-
mennu skörúm hvarvetna um lönd-
in sem sí og æ hungrar og þyrstir
eftir nýrri og nýrri afþreyingu.
Það má kannski einu gilda hversu
trúlega söngleikurinn um fiðlung
uppi á þaki fari með söguefni
Sholom Aleichems. Hvernig sem
því er háttað er lýsing Tevjes þunga
miðja leiksins, hins góða drengs í
sínu náttúrlega trúnaðarsambandi
við drottin sinn og skapara; og upp-
runalegur þokki þessarar mannlýs-
ingar er jafn óumdeilanlegur og
dramatískir möguleikar hennar. Ut
af þeim er ekkert veður gert í leikn-
um, áhugi hans beinist einkum og
sér í lagi að því gyðinglega og smá-
skrýtna í Anatevka, og mannlífið í
þorpinu er einhliða gott og blessað
í Ieiknum. F.n hlutverk Tcvjes held-
ur leiknum saman, kringum hann
hverfist hið litskrúðuga, skrýtna og
skemmtilega mannlíf þorpsins; at-
burðarásin í leiknum, hjúskapar-
sögur dætra hans þriggja, er einung-
is tilefni leiksins til að draga upp
sína rómantísku mynd hins frum-
stæða, saklausa og góða lífs sem
hann iýsir. Samhengi sitt og merk-
ingu fær sú lýsing af lýsingu Tevjes
sem óumdeilanlega gefur mikilhæf-
um leikara mörg og margvísleg
tækifæri tii að slá strengi tiífinn-
inga í brjósti áhorfenda sinna, frá
hlátri til gráts og allt þar í milli.
Vafalaust hefur það þótt sjálfsögð
ákvörðun í Þjóðleikhúsinu að fela
Róbert Arnfinnssyni þetta hlutverk,
og óumdeilanlega á ltann mjög
verulegan þátt í þeim sigri sem
vannst með frumsýningu leiksins á
föstudagskvöld. Heiður þeim sem
hciður ber — en heiðurinn af sýn-
ingunni er auðvitað engan veginn
allur Róberts Arnfinnssonar þó bágt
sé að sjá hver annar hefði getað
komið í staðinn hans. Fiðlari á
þakinu er eitthvert stærsta og viða-
mesta „show” sem Þjóðleikhúsið
þefur færzt í fang, og að líkindum
það sem bezt hefur tekizt til þessa.
Þær sýningar sem helzt koma í
hug til samanburðar eru O, þetta
er indælt stríð og Marat/Sade und-
ir leikstjórn Kevin Palmers, þó
ólíku sé saman að jafna; en vera
má að Fiðlarinn njóti að sínu leyti
ávaxtanna af fyrra starfi og sýning-
um. Hvað sem því Iíður hefur þeim
Stellu Claire og Benedikt Árnasyni
auðnazt að gera verulega svipsterka,
samfellda og enda beinlínis fallega
leiksýningu úr Fiðlara á þakinu í
Þjóðleikhúsinu, sem í senn auðkenn-
ist af þrótti og fjöri leikhópsins,
ögun og smekkvísi sýningarinnar í
heild sinni. Fins og endranær á
stórum og fóiksfrekum sýningum
er að vísu ljóst að leikhúsið á ekki
á að skipa því úrvali Ieikara sem
nægði öllum hlutverkum leiksins.
En eins og stundum áður kom á
daginn að slíka erfiðleika má yfir-
vinna að verulegu leyti með nógu
sterkri og kunnáttusamri leikstjórn.
Róbert Arnfinnsson hefur leikið
hvert stórhlutverk af öðru í Þjóð-
leikhúsinu undanfarið, Sade (
Marat/Sade, Jón Hreggviðsson,
Púntila Brechts svo nokkur dæmi
séu nefnd. Vera má að Tevje kúa-
bóndi sé meir vlð almenningsskap
en þessir herrar; minnsta kosti man
ég ekki dæmi þess að leikari hafi
verið hylltur jafn innilega að leiks-
lokum og Róbert í Þjóðleikhúsinu
á föstudagskvöld. Þar fyrir hygg
ég að ómaklegt væri að láta Tevje
skyggja á önnur ágæt verk Róbert
Arnfinnssonar undanfarið. En því
má líka slá föstu að hlutverk Tevjes
er með hinum beztu, þó það teljist
vart með tilkomumestu verkum
Róberts Arnfinnssonar, og ekki
minna urn hlutverkið vert þó það
kunni að þykja einfalt { sniðunum,
mannjeg hlýja og spaugsemi þess af
biliegra tagi. Þar er við að sakast
eðli leiksins sjálfs en ekki leikar-
ann; Róbert Arnfinnssyni tókst ein-
mitt mætavel að forðast öfgar til-
finningasemi og/eða hetjugerving-
ar í hlutverki Tevjes; og að því
skapi naut sín náttúrlegur þokki
hlutverksins í meðförum hans.
Onnur hlutverk eru miklu minni
í leiknum, einnig Goldu, konu
Tev-jes, forsjá hans næst drottni al-
máttugum. Mér er ekki Ijóst hvers
Frh. á 12. síðu.