Alþýðublaðið - 18.03.1969, Blaðsíða 12

Alþýðublaðið - 18.03.1969, Blaðsíða 12
12 AOiþýðublaðið 18. marz 1969 LEIKHUS Framhald af 4. síðu. vegna Guðmundu Elíasdóttur, Iiinni góðkunnu söngkonu, er falið þetta lilutverk; en óneitanlega gætir þess til muna í sýningunni að Guð- munda er lítt reynd leikkona þó hún sé sviðsvön; það kemur hins- vegar að engri sök að Róbert er ekki reyndur söngvari. Engu að síður fór Guðmunda snoturlega með hlutverkið þó vera megi að meiriháttar leikkonu hefði auðnazt meira jafnræði við Tevje í leiknum. Snoturleg var einnig frammistaða þriggja eldri dætranna í leiknum, Kristbjargar Kjeld, Völu Kristjáns- son, iSigríðar Þorvaldsdóttur, en ekki frásögúverð umfram það; af tengdasonum Tevjes, Þórhalli Sig- urðssyni, Jóni Gunnarssyni og Herði Torfasyni, vakti Jón mesta eftirtekt í hlutverki Perchiks stúdents, álit- legur leikari sem hér leysti af hendi sitt langhelzta hlutverk til þessa. Þess er aðvitað enginn kostur að nefna alla á nafn sem fram koma í þessari fjölmennu og umsvifamiklu sýningu, en vert er að geta sérstak- lega um Bríetu Héðinsdóttur sem lék allstórt lúutverk, Yentu hjúskap- armiðlara, af verulegum röskleik; Björgu Árnadóttur og Guðrúnu Á. Símonar sem fram komu í vofulíki í „draurni" Tevjes, einhverju skemmtilegasta atriði leiksins; — Einar Þorbergs sem var fiðlungur sjálfur, þögult hlutverk, enda bara „tákn“; og gesti leikhússins auk Stellu Claire dansarana Svenn Berglund, Leif Björnseth, Frank Shaw sem áreiðanlega áttu mikinn þátt í smitandi fjöri sýningarinnar. En það er fjörið og gáskinn, sú leikgleði og þróttur sem óumdeilan- . lega ber hana uppi sem einkum gerir sýninguna minnisverða, veru- lega ánægjulega afþreyingu. Mér er ekki ljóst að hve miklu leyti leikmynd og búningar Gunn- ars Bjarnasonar eru frumlegt verk hans og að hve miklu leyti þær hlíta fyrirmyndum; en þessi um- gerð sýningarinnar er ótvírætt fál- legt og smekklegt verk. Egill Bjarna son þýddi textann sem vafalaust hefur verið vandaverk, en málfar leiksins er ofur-dauft og bragðlítið á íslenzku, og óleystur vandi enn sem fyrr að koma söngtextum á lipurt og óþvingað mál; þýðandan- um verður þó ekki kennt um öll vandkvæði leikaranna, svo sem það að hvorki Gunnar Eyjólfsson né Þórhallur Sigurðsson reyndust kunna að beygja orðið „brúður". Fiðlarans á þakinu hefur verið beðið með eftirvæntingu í Þjóðleik- liúsinu enda vel og rækilega ýtt undir hana með kynningu leiksins fyrirfram af Ieikhússins hálfu og fréttaflutningi af æfingum, síðast urðu alveg passlegar slysfarir skömmu fyrir frumsýningu. Eins og fyrr segir urðu undirtektir leik- húsgesta á frumsýningu ánægjulegri og innilegri en gengur og gerist og TRICITY HEIMILÍSTÆKl HUSBVGCIEnDUR <H> ÍSLENZKUR IÐNAÐUR ALLT TRÉVERK A EINUM STAD Eldhúsinnréttingar, raf- tæki, ísskápar, stáívaskn ar, svefnherbergisskáp- ar. harSviSarklæðning- ar, inni- og útihurðir. NÝ VERZLUN NY VIDHORF OÐiNSTORG. SkólavöfHustíg 16, - sími 14275 —nrx aiKstut -tSSS— cr •• Vttrii5 . HfreVS v rt** 1 * ! íevvur ***• 1* * Sng - VáVómetTa«a ^ & sóVarhrmg o» VirVi'gía’ ‘ °g aíhenðm" >'5ur • 06 •viö 1 BÍlALEIGANfiW car rental service ® Bauðarárstíg 31 — Sími 22022 á Jeik.urinn áreiðanlega vísa' miklá aðtókn og hylli í vetur og vor. Það er-muðvitað gott og blessað. Samt cr ‘það vonandi að sams konar alúð og'áhugi, eftirtekt og uppörvun al- incnnings megi senn beinast að lijgæflni og veigameiri viðfangsefn- ifiú í Þjóðleikhúsinu en Fiðlari á þá'kihu verður með nokkru móti taítnn. — ÓJ. -y. --.- - • Launþegar Framhald af 7. aiðu. leiðslunni og einbeita-þeim að lausn hins sameiginlega vanda. En það er einmitt einn megintilgangur þeirra, sem vilja koma á lýðræði í atvinnu- lífinu, að launþegar og stjórncndur fyrirtækja taki höndum saman til þess að bæta afkornu fyrirtækjanna og skapa þar með gagnkvæman skilning og traust milli þessara aðila. Vilji menn, að launafólk fái hlut- deild í stjórn fyrirtækja hér á landi mætti gera það m.a. með eftirfar- andi hætti. 1. Starfsfólkið kysi úr sfnurn hópi fulltrúa, er eigi sæti f stjórnum fyrirtækjanna, hvort sem þau eru í eigu einkaaðila eða þess opinbera. Með því .væri fyrir því séð, að sjónarmið launþega kæmu örugg- lega frám, þegar ákvarðanir eru teknnr um hin mikilvægustu mál. Má í þessu sambandi vísa til frum- várps, er Benedikt Gröndal flutti fyrir tveim árum, þess efnis, að stárfsfólk Sementsverksmiðju ríkis- ins á Akranesi kjósi tvo fulltrúa úr sínum hópi í stjórn verksmiðj- unnar. 2. Koma má á laggirnar sérstök- um samstarfsnefndum innan fyrir- tækjanna, er skipaðar verði fulltrú- um frá starfsfólkinu og stjórnend- um þeirra líkt og Alþýðusamböndin og samtök vinnuveitenda á Norður- löndum hafa gert með sér samkomu- lag um. í Danmörku t.d. nær það til fyrirtækja í iðnaði og handverki, sem hafa fleiri en 50 manns í sinni þjónustu. Fjöldi fulltrúa í þessum nefndum fer eftir fjölda starfsmanna í fyrirtækinu og er þeir yfirleitt 3—6 frá hvorum aðila. Hlutverk samstarfsnefndanna er m.a. að efla íramleiðsluna með því að stuðla að hagkvæmum rekstri og vinnutil- högun og sem beztri nýtingu vinnu- afls, véla og hráefna. Þær eiga að- gang að upplýsingum um afkomu fyrirtækisins og þær fjalla um ýmiss mál, er varðar starfsfólkið. Ef inn' á þessa braut yrði farið hér á landi hæfist í rauninni nýr þáttur í samskiptum atvinnurekenda og verkalýðsfélaganna. Fyrir launa- fólk og verkalýðshreyfinguna yrði þetta óneitanlega nokkuð vandasamt verkefni, sem undirbúa þyrfti með stórauknu fræðslu- og upplýsinga- starfi fyrir félaga í verkalýðshreyf- ingunni. Sérstakur verkalýðsskóli, eins og tillaga liggur nú fyrir um á alþingi gæti'hér komið að rniklu Hði, enda er það fyrir löngu orðið hrýn nauðsvn, að slík menntastofn- un verkalýðshreyfingarinnar kornist á legg. Nú standa yfir erfiðar samninga- viðræður niilli verkalýðsfélaganna og atvinnurekenda um kjaramálin. Verkalýðsfélögin knýja á með kjara- bætur og atvinnurekendur segjast ekki geta tekið á sig neinar kaup- hækkanir. Ókleift er að sjá fyrir að svo stöddu hvernig þessurn við- ræðum lvktar. Væri því ekki einmitt rétti tíminn nú til að taka mál, eins og stjórnarhlutdeild launþega í at- vinnulífinu til yfirvegunar. Gæti ekki samkomulag milli þessara að- ila um samstarfsnefndir á vinnu- stöðum, er hafi það hlutverk að stuðla að endurbótum á rekstri at- vinnufyrirtækjanna, svo þau gætu greitt verkafólki hærri laun, stuðlað að lausn þessarar deilu? Guðmundur Vésteinsson. fcuo r M ^ I ® U S Cð m bp ° S •S £ Ö cu •S Cú Ö a, § > ö 'O •r—5 tn JO , Ö I 60 kO ■ > s a 5 3 tí > £ ö 75 U2 % &, r—H CSI ^ co 13 rH Ó to S Sh cð > cn - ö 04 00 r-l :p 3 bJCl p—i 'O pn 00 -0 ■ S, bo 1 1 ^MATUR OG BENSÍN M& aSIan sólarhringinn. J^eitingaskálinn, Geitháisi. •fjSfcv

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.