Alþýðublaðið - 18.03.1969, Blaðsíða 5
Alþýðubliaðið 18. marz 1969 5
Madras 3. 3. 1969.
Ég fór á kappakstur í gær í fyrsta
sinn á ævinni.
Kappaksturbrautin er kippkorn
ítorðan við Madras meðfram vegin-
um til Kalkútta. Hún er gamall
flugvöllur sem hefur ekki verið
notaður síðan á striðsárunum, tölu-
vert stór en ekki heppilegur að
lögun.
Mikill mannfjöldi var þarna sam-
ankominn í steikjandi hita og
brennandi sól, flestir stó^u undir
pálmablaðaskvlutp, en hátt uppyfir
var stúkan, lauslega upphrófað
gálgatimbur, og ekki laust við að
sumir væru hræddir um að hún
'hryndi niður með öllu fólkinu.
Keppt var á venjulegum indversk-
um bílum sem ekki geta talizt hrað-
fara, sportbílum sem smíðaðir eru í
ýmsum löndum, svo og mótorhjól-
um.
Ekki urðu nein slys, enginn bíll
valt svo ég sæi, enginn árekstur
varð, en nokkrir mótorhjólagæjar
flevttu kerlingar eftir brautuniim er
'hjól þeirra biluðu eða fóru um koll.
Engum varð meint af, hekl ég,
því allir voru pakkaðir inn í gúmí
og trefjar svo diúpt var á beini.
Þetta var töluvert hörð keppni.
Fólk klappaði og hrópaði eins og
það hafði þrek 'til. F.n þegar hitinn
er 32 stig 1 skugea þá er maður
ekki eins hress að klappa og ólátast
og í stormbelgingnum á Melavellin-
um í Revkiavík. Enda þótt menn
sýnilega fvlgdust mpð af áhuga var
ekki nærri eins kröftugl-ga látið og
ég á að veninst frá Evrópu tf eitt-
livað áþekkt fer fram. Kannski eru
I.ndverjar meiri prúðmenni en við?
Að mörgu levti er ég víst hálf-
gerður umskiptingur, hef enda oft
fengið að heyra að ég sé ekki cins
og fólk er flest fa";'- vita livað átt
er við með þvíO. F.g horfi oftast
nær á einhverja aðra hlið en annað
fólk. A hvers konar kappleikjum
hef ég t.d. miklu meiri áhuga á að
sjá áhorfendur en keppnina. Og á
skemmtistöðúm finnast mér þeir
sem eru að skemmta sér alltaf bezta
skemmtiatriðið.
Skemmtiatriði eru nefnilega alltaf
eins. F.ngum dvtti í hug að troða
upp með atriði sem enginn vissi
fyrirfram hvað væri. Skemmtiatriði
er því aðeins skemmtilegt að menn
viti fvrirfram að það sé skemmti-
legt. Sama gildir um kappleiki yfir-
leitt. Skemmtanir og kappleikir
minna mig á revfára og leynilög-
réglusögur, maður véit allt fyrir-
fram. Oll spcnnan liggur í ein-
hverri furSulegri óvissu um einhver
ómerkileg smáatriði.
En áhorfendurnir eru alltaf nvir.
Það skemmtilega við mnnnfólkið
er nefnilega að það er alltaf ekta,
líka þegar það revnir mest að sýnast,
því með þvt hvernig það hagar
sér við að revna að sýnast veitir
það merkilegar upplýsingar um'
hvernig það er. Þess. vegna' er í
rauninni alveg sáma hvort menn
ljúga eða segja satt, þeir segjá
kannski aldrei meira satt en þegar
þeir Ijúga (shr. Halldór Laxness:
Kristnihald undir jökli, örð biskups
á bls. 19).
Þegar . menn eru að horfa á
keppni 'er ekki einasta gaman að
athuga hvernig einstaklingarnir
bregðast við, það er líka gaman að
fvlgjast með allri heildinni. Stund-
um er eins og vindur bæri gras, þá
er sem alda fari yfir skarann.
Yfirleitt eru áhorfendur alveg á
valdi keppninnar, ekkert syfjaðir,
spennan heldur þeim vakandi, rnuna
í mesta lagi eftir að næra sig á ís
og kók, því hér býr siðmenntað
fólk og étur samkvæmt tízku. Eg
held kennarar mættu vera ánægðir
ef nem. fylgdust með af slíkum
með“ hvers málstað þeir gera að sín-
um. Þá fyrst er garnan, þá fyrst eru
þeir sjálfir á vígvellinum.
Þétta sýnir hve menn eru óskap-
lega hundleiðinlega persónulegir.
Ef það væri keppnin sem hugur-
inn beindist að mundu þeir hafa
meira gaman af vopnaviðskiptum en
leikslokum, og mig grunar að
venjuleg keppni rnundi þá missa
sitt aðdráttarafl. Oft er hún alls
ekki íþrótt sem unnt er að horfa
á og fylgjast með hversu leikin er
— alls ekki neitt á borð við íslenzka
glímu þar sem leikurinn skiptir jafn-
vel meira máli en úrsiltin — heldur
hana-at sem ekkert hefur sér til
ágætis nema úrslitin, sem auðvitað
verða alltaf einhver.
Þessi sífellda sókn manna eftir að
vera r-sjálfur keppantli og vinna
gengur geðbilun næst, og kannsk*
er luín einmitt sú geðbilun sem veld
ur því að þessi heimur er eins og
vitfirringahæli þar sem vitfirring-
unum hefur tekizt að „lækna<r
læknatia. I
Eitthvað svipað gildir þegar. mentv
eru að horfa á kvikmynd eða lesa
skáldsögu. Þar þarf alltaf að vera
einhver skúrkur, einhver til aS
vera „á móti“, og líka hetja til að
vera „ég“ sjálfur. Og það þarf að
vera einhver sérstakur endir ',á öllu.
snman, sagan eða myndin má ekki-
hætta í lausu lofti. Þetta þarf allt aS
ganga einsog „ég“ sjálfur geti veriði
nteð í spilinu, og helzt þurfa enda-
lokin að verða eins og „ég“ gcc
hugsað mér mín eigin sögulok, ekki
satt? „Eg“ þarf annað hvort að
verða stórkostleg hetja eða hágöfug-
ur píslavottur, til þess að svp meg*
verða má ekki vanta skúrkana, því
við eitthvað þarf að rniða, og svo
verður kannski reist af „mér‘r
myndastvtta á almanna færi! —•
gaman, gaman!
Þannig er hægt að taka sjálfur
þátt í ævintýrinu.
En í mannlífinu er enginn sérstak-
ttr skúrkur og engin hetja. Mann-
kynið er guðsblessunarlega laust við
hetjur, annars væri það farið norð-
uí og niður fyrir löngu. I mann-
lífinu eru bara ég og þú og allir hin
ir, nauða-hversdagslegt fólk sém
aldrei lendir í ævintýrum, og þótt
eitthvað komi fyrir einhvern þá er
það ekki ævintýri fyrr en farið er
að segja frá því.
I mannlífinu er líka allt upphafs-
laust og endalaust. Flesta langar víst
til að komast í einhvers konar
himnaríki og þess vegna vilja þeir
Framhald á bls. 6.
V
áhuga.
Hvers végna hafa menn svona
gaman af keppni?
Tuttugu bilar fara allir af“stað“í'
einu, eiga að aka einhverja leið sem
allir þekkja og þar að auki er hund-
ómerkileg, allir vita að einhver
kemur fyrst að rnarki, og hver það
er — ja, hvaða máli.skiptir. það? ,
Flvað er spennandi við þetta?
Raunverúlega er það ekki keppn-
in sem menn hafa mest gaman af.-
Fáir fylgjast í sannleika með keppn-
inni. Það sem mönnum þykir gafn-
an að er sú árátta sem mest er
áberandi í öllu mannlífi: að sigra,
verða sjálfur sá sem vinnur - fræg-
ur. snjall og mikill.
Langfæstir hafa unún af keppni
liema þeir hafi einhvern til að
„halda með“, og þá eru þeir ,,á
móti“ öllum hinum.
Jafnvel þótt menn þekki engan
sem þátttekur í keppni þurfa þeir
að velja sér einhvern til að „halda