Dagblaðið Vísir - DV - 07.11.2001, Blaðsíða 2
2
MIÐVIKUDAGUR 7. NÓVEMBER 2001
Fréttir I>V
Árni Mathiesen vændur um að hafa stöðvað sáttatillögu um stjórn fiskveiða:
Útvegsmenn vilja
stríö en ekki frið
Stuttar fréttir
Vatnsból í hættu
Hjálmar Ámason
og Sigríður Jóhann-
esdóttir, þingmenn
Reykjaneskjördæm-
is, vilja að flutning-
um eldsneytis eftir
Reykjanesbraut og
Grindavíkurvegi
verði hætt. Hafa
tvær þingsályktunartillögur verið
lagðar fram á Alþingi sem snerta
hættu sem olíuflutningar skapa fyr-
ir vatnsból á svæðinu.
- segir Kristinn H. Gunnarsson - ráðherra gengur erinda LÍÚ að mati Samfylkingar
Árni Mathiesen sjávarútvegsráð-
herra átti þátt í að stöðva ákveðna
málamiðlunartillögu innan endur-
skoðunarnefndarinnar um stjórnun
flskveiða fullyrðir Kristinn H.
Gunnarsson, þingflokksformaður
Framsóknarflokksins. Hann segir
að endanleg niðurstaða endurskoð-
unarnefndarinnar hafi verið skref
afturábak.
„Það kom ákveðin tillaga til um-
ræðu í nefndinni sem tók tillit til
beggja sjónarmiða. Bæði þeirra sem
vilja óbreytt eignarhald á veiði-
heimildum og einnig þeirra sem
vilja breyta því. Ég hvatti bæði ut-
anríkisráðherra og sjávarútvegsráð-
herra til að beita sér fyrir því að
menn næðu samkomulagi á grund-
velli þessarar tillögu og ég tel að
það hefði verið hægt að ná sam-
komulagi ef sjávarútvegsráðherra
hefði beitt sér fyrir því. Mér finnst
þvi ummæli sem hann lét falla í
garð nefndarmanna vera afar ómak-
leg. Hann sakaöi nefndarmenn um
að vinna ekki af heilindum," segir
Kristinn.
Aðspurður
nánar um efni til-
lögunnar segir
Kristinn að hún
hafi verið innan-
hússplagg og því
sé ekki rétt að
greina nánar frá
efni hennar. En
telur Kristinn að
sjávarútvegsráð-
herra hafi ekki viljað ná sátt í mál-
inu eins og formaður Samfylkingar-
innar heldur fram?
„Það er ljóst að þessi niðurstaða
endurskoðunarnefndarinnar er
mjög nálægt viðhorfum LlÚ og
miklu nær en niðurstaða auðlinda-
nefndarinnar. Menn bökkuðu frá
þeim ávinningi sem þar náðist og
um var pólitískt samkomulag allra
flokka. Ég tel að málum hafi miðað
afturáfiak og það geti aldrei orðin
neinn friður um niðurstöðu sem er
mjög í anda þessara hagsmunaaðila.
Mér sýnist að LÍÚ hafi valiö þá leið-
Árni
Mathiesen.
Össur Kristinn H.
Skarphéðinsson. Gunnarsson.
ina að vilja ekki frið heldur stríð,“
svarar Kristinn.
Spurður um afstöðumun hjá ann-
ars vegar Halldóri Ásgrímssyni og
hins vegar Áma Mathiesen til fyrr-
nefndrar sáttatillögu, segist Krist-
inn ekki vilja svara í smáatriðum
þar um. Hins vegar hafi á öðrum
vettvangi komið fram hjá utanríkis-
ráðherra að hann gæti vel hugsað
sér einhverja niðurstöðu um fyrn-
ingarleiðina.
„Þetta staðfestir það sem ég hef
haldið fram að Árni Mathiesen hafi
vísvitandi reynt að rjúfa þá sátta-
möguleika sem voru uppi á borðinu
eftir starf auölindanefndar," segir
Össur Skarphéðinsson, formaður
Samfylkingarinnar. Hann segir að
Árni hafi með stífum hætti haldið
fram þeirri leið sem hentaði LÍÚ
best. „Hann hefur alla tiö beitt
blekkingum þegar hann hefur talað
um umfjöllun auðlindanefndarinn-
ar um veiðigjaldsleiðina."
Össur segir að auðlindanefndin
hafi gert ráð fyrir að hluti veiði-
heimilda yröi innkallaöur og settur
á markað en á það hafi ráðherra
aldrei bent. „Ég tel að Árni hafi vís-
vitandi æst til ófriðar í kringum
þetta mál til að slíta í sundur sátta-
möguleikana sem bæði voru innan
auðlindanefndarinnar og það sem
Kristinn H. Gunnarsson hefur nú
staðfest sem einn af stjórnarliðun-
um í kvótanefndinni að væru fyrir
hendi.“
DV náði hvorki tali af þingmönn-
um Sjálfstæðisflokksins í endur-
skoðunarnefndinni né sjávarútvegs-
ráðherra. -BÞ
Landsbankinn:
Lokaður
vegna dufts
Landsbanki Islands við Austur-
stræti verður lokaður til hádegis í
dag en bankanum var lokað síð-
degis í gær eftir að duft sást koma
úr bréfi sem barst bankanum frá
Bandaríkjunum. Halldór J. Krist-
jánsson bankastjóri sagði í samtali
við DV í morgun að farið yrði yfir
stöðu mála skömmu fyrir hádegi í
dag en allt útlit væri fyrir að bank-
inn yrði opnaður á tilsettum tíma.
Hann sagði starfsfólk hafa tekið
vel á málum og haldið ró sinni
þrátt fyrir hina torkennilegu send-
ingu.
Gripið var til viðeigandi örygg-
isráðstafana eftir að tilkynnt var
um bréflð og fóru fimm slökkvi-
liðsmenn í eiturefnabúningum inn
í bankann og var starfsfólk beðiö
að halda kyrru fyrir á meðan á
rannsókn stóð. Tíu starfsmenn
bankans voru fluttir á Landspítala
þar sem þeir voru settir á fyrir-
byggjandi lyfjameðferð gegn milt-
isbrandi. Duftbréfið er til rann-
sóknar og er niðurstöðu að vænta
síðar í dag.
-aþ
DV-MYND E.ÓL.
Öryggisráðstafanir viö Landsbanka íslands síðdegis í gær
Aöalbyggingu Landsbanka íslands var lokaö í gær eftir aö torkennilegt duft sást koma úr sendibréfi sem barst bank-
anum frá Bandaríkjunum. Slökkviliösmenn sótthreinsuöu bygginguna og fluttu duftiö í sérstöku hylki á rannsóknar-
stofu. Niöurstööu er aö vænta síöar í dag.
Maðurinn með Costgo-pöntunarlistana:
Dæmdur fyrir skjalafals og
sætir kærum fyrir fjársvik
Goði Jóhann Gunnarsson, maður-
inn sem hefur boðið landsmönnum
svokallaðan Costgo-pöntunarlista und-
anfama daga, hefúr verið dæmdur fyr-
ir skjalafals og sætir sem stendur kær-
um fyrir fjárdrátt og fjársvik og
fjárdrátt bæði hjá lögreglunni í Reykja-
vík og Kópavogi. Byko kærði hann fyr-
ir fjársvik í sumar en húsfélag hefúr
hins vegar kært hann fyrir að svikja
480 þúsund krónur út úr sjóðnum árið
2000. Goði sagði við DV í morgun að
þetta „sé eldgamalt" og „skipti ekki
neinu máli“.
Árið 1996 var Goði dæmdur í tveggja
mánaða skilorðsbundið fangelsi fyrir
skjalafals. Hann var sakfelldur fyrir að
hafa skömmu fyrir jólin árið þar
á undan farið í menntamálaráðu-
neytið og afhent þar umsókn
meistara um sveinspróf fyrir
nema á árssamningi. Umsóknin
var dagsett sama dag. Þetta gerði
Goði i þvi skyni að fá heimild til
að fá að taka sveinspróf í fram-
reiðslu. Á umsóknina hafði hann
falsað undirskrift manns sem
vottaði að iðnnámi nemans hefði
verið lokið.
Héraðsdómur Reykjavíkur ákvarð-
aði refsingu Goða með hliðsjón af því
aö brotið hefði „verið sérlega ámælis-
vert og beindist að opinberum hags-
munum“.
Lögreglan í Kópavogi rann-
sakar fjársvikamál á hendur
Goða. Byko, eigandi Elko,
kærði hann í sumar fyrir að
nota ógilt tékkhefti til að
greiða um 400 þúsund krónur
inn á viðskiptareikning með
tékka sem var upp á 700
þúsund. Letur af honum
hvarf. Þetta mál er játað af
hálfu Goða. Lögreglan í
Reykjavík rannsakar hins
vegar annað fjársvikamál þar sem
kærendur gefa honum að sök að hafa
svikið um hálfa milljón króna út úi’
hússjóði í Grafarvogi.
Aðspurður hvort ekki sé erfitt að fá
tiltrú almennings á vörulistunum í
dag, sem reyndar enginn virðist hafa
fengið að sjá enn þá, sagði Goði: „Fyrst
þessa efasemdir eru komnar fram þá
ætla ég að leyfa fólki að þreifa á hlut-
unum sjálft. Við erum sennilega að
opna í Skeifunni 8, þar er verið að
ganga frá samningum. Við ætlum að
vera þar með matvöru og raftæki.
- Hve margir eru búnir að greiða
þér fyrir listann?
„Ég á eftir að athuga það hjá lög-
fræðingnum mínum til að sjá stöðuna.
Ég get ekki svarað neinu af spuming-
um núna, þetta er allt á viðkvæmu
stigi eins og er,“ sagði Goði Jóhann
Gunnarsson. -Ótt
Goði Jóhann
Gunnarsson.
Fækkun í byggingariönaði
Umtalsverður samdráttur blasir
við í byggingarstarfsemi að mati
fjármálastjóra íslenskra aðalverk-
taka hf. (ÍAV), gert er ráð fyrir að
um eitt þúsund færri störf verði i
byggingariðnaði á fyrstu mánuðum
næsta árs en voru í ágúst sl. - MBL.
greindi frá.
Vantar 700 milljónir
700 milljónir
króna vantar inn í
rekstur Linu-Nets
til að mæta fjárþörf
fyrirtækisins.
Breyta þarf skamm-
tímalánum í lang-
tímalán og gert er
ráð fyrir 350 millj-
óna króna hlutafjáraukningu til að
mæta fjárþörfinni. Tap fyrstu níu
mánuði ársins nemur 151 miljón
króna. - RÚV greindi frá.
Biö eftir aðgerðum
Sjúklingar á almennri skurðdeild
Landspítalans viö Hringbraut
þurftu að meðaltali að bíða 82 vikur
eftir aðgerð samkvæmt upplýsing-
um frá því í maí. Bið eftir þvagfæra-
skurðaðgerð á sama stað var 122
vikur á sama stað og 92 vikur eftir
lýtaaðgerð. - RÚV greindi frá.
Óheppnir á Vesturgötunni
Ökumaður bifreiðar sem ekið var
norður Garðastræti í gærkvöld og
beygði inn í Vesturgötu missti vald
á bifreiðinni vegna hálku. Háfnaði
hún á rafmagnskassa og síðan á
veitingahúsinu Naustinu. Engar
skemmdir urðu. Þegar verið var að
taka bifreiðina í burtu vildi ekki bet-
ur til en svo að aðra bifreið bar að, og
var henni ekið á þá sem hafði ekið á
Naustið. Þar var hálkunni einnig um
að kenna en skemmdir urðu ekki
miklar.
Stálu negldum dekkjum
Brotist var inn í geymslu í fjölbýlis-
húsi í Breiðholti í gærkvöldi. Sá eða
þeir sem þar voru á ferö komust án
erfiðleika inn í sameign og spörkuðu
síðan upp hurðinni á einni geymsl-
unni. Þaðan hirtu þeir fjögur negld
vetrardekk á felgum og stálu að auki
einhverju af verkfærum. Þeir komust
undan og er málið í rannsókn.
bak
„Ég fullyrði að all-
ir stjórnmálaflokk-
amir fimm em að
drepa umræðunni á
dreif,“ sagði Einar
Oddur Kristjánsson
alþingismaður í
ræðu vegna frum-
varps ríkisstjómar-
mnar um breytingar á stjóm fiskveiða.
„Það er enginn sem ræðir það að okk-
ur hafi miðað stórkostlega aftur á bak,
að við höfum ekki náð neinum ár-
angri.“ - BB greindi frá.
Búist við stórskjálfta?
Páll Einarsson jarðeðlisfræðingur
segir að smáskjálftar að undanfómu
skammt ofan við Reykjavík eigi upp-
tök sín á svæði sem skjálfl að meðal-
tali á 30 ára fresti. Síðast varð þar jarð-
skjálfti árið 1968. Hann segir líklegt að
þar verði stór skjálfti innan fárra ára.
- RÚV greindi frá. -HKr/-gk
Miðar aftur á