Dagblaðið Vísir - DV - 07.11.2001, Blaðsíða 23

Dagblaðið Vísir - DV - 07.11.2001, Blaðsíða 23
31 MIÐVIKUDAGUR 7. NÓVEMPER 2001______________________ 3>V Tilvera Harry Potter og viskusteinninn frumsýnd í London: Verður Harry Potter vinsælli en Titanic? Sjálfsagt hefur sjaldan verið beð- ið með jafn mikilli eftirvæntingu eftir frumsýningu einnar kvik- myndar og fyrstu myndarinnar um Harry Potter. Og það var ljóst fyr- ir sýninguna i Leicester Square í London á sunnudaginn að merkis- viðburður var að eiga sér stað. Þúsundir aðdáenda flykktust að til að fagna leikurum og öðrum að- standendum þegar þeir komu til frumsýningarinnar og var ekki laust við að hinir ungu aðalleikar- ar, Daniel Radcliffe, Rupert Grint og Emma Watson, væru feimnir við allt þetta umstang í kringum frumsýninguna, enda hafði ekkert þeirra leikið í kvikmynd áður. Ekki var hrifningin minni meðal þeirra sem sáu þessa einu sýningu sem í boði er fram til 16. nóvember og var myndin lofuð bæði af gagn- rýnendum sem og bíógestum og er þegar farið að tala um að hún gæti orðið vinsælli en Titanic sem er vinsælasta kvikmynd sem gerð hefur verið. Krakkarnir voru umvafðir blaða- mönnum og reyndu að svara spurn- ingum þeirra eftir bestu getu: „Ég hef aldrei séð svona margt fólk,“ sagði Emma (Hermione). „Mér líður eins og ég fari að æla á næstu mín- útum.“ Emma, sem sjálf er mikill leikaraaðdáandi, var með eigin- handaráskriftabókina sína með sér þar sem hún lætur fræga leikara skrifa nöfnin sín. „Þetta var rosa- legt,“ sagði Daniel (Potter) að lok- inni frumsýningu. Sá sem fékk bestu viðbrögðin frá þeim sem úti voru var Robbie Coltrane sem leikur Hagrid. Col- trane, sem er þekktur gamanleikari, lék á als oddi og gantaðist við fólk á meðan hann gaf eiginhandaráritan- ir. Sá sem kannski var hamingju- samastur eftir kvöldið var leikstjór- inn, Chris Columbus: „Mér líður dá- samlega. Stressið er farið af mér og nú er bara að njóta ávaxtanna. Ég er mjög stoltur af myndinni og hef sjaldan verið eins öruggur um að ég var að gera rétt í þetta skiptið. Col- umbus er ekki óvanur því að fá met- aðsókp á myndir sínar. Hann leik- stýrði fyrstu tveimur Home Alone- myndunum og Mrs. Doubtflre, sem hlutu allar þrjár gríðarlega aðsókn. Það er eitthvað sem loðir við nafnið Harry Potter sem gerir það að verkum að ekkert getur mistek- ist sem tengist því. Bækurnar hafa selst í tugum milljóna eintaka. Fyrstu kvikmyndinni er spáð met- aðsókn og hver skyldi nú verða jóla- gjöfin i ár? Ekki kæmi á óvart að það yrðu Harry Potter-leikfóng en þegar er búið að skrifa undir hundr- að milljón dollara samning við leik- fangafyrirtæki. -HK rjm Harry Potter, Ron Weasley og Hermione Grainger. / raunveruleikanum heita þau Daniel Radcliffe, Rupert Grint og Emma Watson. I Hogwartskóla Það er enginn venjulegur skóli sem Harry Potter gengur í. Harry er grannur 10 ára strákur með gleraugu. Foreldrar hans létust þegar hann var á fyrsta ári og var honum komið í fóstur hjá harðbrjósta móðursystur sinni og manni hennar, Dursley- hjónunum. Þau eiga soninn Dudley sem er á svipuðum aldri og Harry. Hjónin ofdekra son sinn en fara illa með Harry. Þau hafa til dæmis aldrei hald- ið upp á afmælið hans - en hlaða rán- dýrum gjöfum á Dudley þegar hann á afmæli. Á ellefu ára af- mæli sínu fær Harry skilaboð sem breyta lífi hans - honum hefur verið boðin innganga í Hogwart-galdraskól- ann. Fréttin hefði ef til vill ekki haft svo mikil áhrif á Harry ef hann hefði haft hugmynd um að hann væri göldróttur. En Harry vissi ekki einu sinni að galdramenn og -konur væru til og hvað þá að hann ætti eftir að fara í heima- vistar- skóla sem kenndi galdra. Nám í skólanum tekur alls sjö ár og að loknu því námi telst nemandinn fullnuma galdramaður eða -kona. Böm- in læra meðal annars að fljúga á kústum, blanda ýmis galdraseyði og að breyta fólki í froska. Harry nýtur lífs- ~ ins í Hogwartskóla og eignast tvo góða vini, Ron We- asley og Hermione Grainger, en Aðdáendur Harrys eru mjög sáttir við Daniei Radcliffe í hlutverkinu. hann eignast líka óvini. Þeirra verst- ur er illmennið Voldemort, sem átti sök á dauða foreldra hans, og svo er það drengurinn Draco Malfoy sem þolir ekki vinsældir Harrys. Þar að auki grunar Harry suma kennarana um græsku. En þó að i skólum sé að finna hrekkju- svín og menni Hogwart samt samleg- ur stað- ur í augum Harrys og verður brátt heimili hans. Hver er Harry Potter? Almennar sýning- ar 16. nóvember Þó að um frumsýningu hafl verið að ræða á Harry Potter og viskusteinin- um á sunnudaginn þá fer myndin ekki í almennar sýningar í Bandaríkjunum og Englandi fyrr en 16. nóvermber. Hér á landi verður myndin frumsýnd 30. nóvember í flestum kvikmyndahús- um í Reykjavík, á Akureyri og í Kefla- vík. Ljóst er að myndin mun fá geysi- lega aðsókn í upphafi og er áætlað að sýna hana í rúmlega 4000 kvikmynda- sölum i Bandaríkjunum sem er met hvað snertir fjölda kvikmyndasala þar í landi. í heildina munu Harry Potter og viskusteinninn verða sýnd í 140 löndum í desember. Þurfti að tala fyrir Radcliffe? Framleiðendur myndarinnar Harry Potter og viskusteinninn hafa alfarið neitað þeim fréttum sem hafa birst í blöðum í Englandi um að rödd Daniels Radcliffes hafi brostið og að þurft hafi að ráða annan dreng til að tala fyrir hann. Þeir viðurkenna þó að ungur leikari, Joe Sowerbutts, hafi verið ráð- inn til raddsetningar eftir á, en það hafi alls ekki verið fyrir aðalleikarana. Sióræningjaútgáfur Það er erfitt að veijast „sjóræningj- um“ og þegar má nálgast atriði, mis- munandi löng, úr Harry Potter og viskusteininum á Netinu. En eins og þeir sem nenna að hafa fyrir þvi að kópera eða horfa á slíka útgáfu eru gæðin mjög léleg. Þá er um leið varað við að atriðum úr myndinni hefur ver- ið komið fyrir á DVD-diski sem er seld- ur á svörtum markaði. Ekki þarf að fara mörgum orðum um það að slík út- gáfa eyðileggur meira en skemmtir því mynd eins og Harry Potter og visku- steinninn nýtur sín best á stóru tjaldi. Höfundurinn Joanne Kathleen Rowling, höfundur Harry Potter-bókanna, fæddist í Bret- landi 31. júlí 1965. Hún fór snemma að hafa áhuga á bókmenntum og var ekki nema sex ára þegar hún skrifaði fyrstu söguna sina sem fjallar um kanínu sem fær mislinga. Skömmu síðar flutti fjölskylda hennar til Winterboume, sem er skammt frá Bristol, og þar kynntist hún nýjum leikfélögum sem hafa eftimafnið Potter. Leið hennar lá í University of Exeter til að læra frönsku og sígildar bókmenntir. Eftir útskrift vann Rowling um tíma hjá Amnesty Intemational og deildi íbúð í suðurhluta London með vini sínum. Jafnframt því vann hún að tveimur skáldsögum fyrir fullorðna sem hún skrifaði í matarhléum, á krám og kaffl- húsum. Árið 1990 var Rowling á ferð í lest við King’s Cross í London þegar persóna Harrys Potters steig fúllsköp- uð inn í huga hennar og hún fór að skapa heiminn í Hogwart-galdraskól- anum. Samkeppnin mun koma frá Hringa- dróttinssögu Eins og komið hefur fram hér á síð- unni er jafnvel búist við að Harry Pott- er og viskusteinninn muni verða mest sótta kvikmynd allra tíma. í kringum 20. desember verður hún að vera kom- in langt með þetta markmið því þá verður frumsýndur fyrsti hluti Hringa- dróttinssögu (The Lord of the Rings) sem ekki verður minna tilefni til fagn- aðarláta að því er sagnir herma. Miklu er búist við af þeirri kvikmynd og má gera ráð fyrir að hún fái mjög mikla aðsókn þó ekki verði sú að- sókn jafnmikil og að Harry Potter, enda með öðruvísi bakgrunn - klass- ískt verk sem samið var fyrir miðja síðustu öld.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.