Dagblaðið Vísir - DV - 07.11.2001, Blaðsíða 15
15
MIÐVIKUDAGUR 7. NÓVEMBER 2001
DV_____________________________________________________________________________________________________Menning
Hugvísindaþing afar vel heppnað:
Málfræðin vinsælust
Aósókn að Hugvísindaþingi
um helgina var svipuð og fyrir
tveimur árum og örugglega
betri en í fyrra, aö sögn Jóns
Ólafssonar, framkvœmdastjóra
Hugvísindastofnunar Háskóla
íslands. „Allir gestir voru mjög
ánœgöir og fyrirlesarar líka,
enda komu talsvert fleiri nem-
endur en áöur og þaö finnst okk-
ur skipta miklu máli. Ég held aó
okkur hafi núna tekist aö feta
milliveginn á milli þess að
halda frœðilegum standard og
hafa fyrirlestra og málstofur vió
hœfi almennings. 1 fyrra var
þingið of frœöilegt en nœsta
þing þar á undan var helst til
létt að margra mati. “
Eflaust gleður það áhuga-
menn um Islenska tungu að það
sem vakti mesta athygli á þing-
inu hafði allt með íslenskt mál,
málfræði og málvísindi að gera.
Það kom skipuleggjendum
þingsins þægilega á óvart að
fyrirlestrar og umræður um
málfræðilegt efni nánast fylltu
alla sína sali.
Blinda Dana
Fjölmennastir voru þó fyrirlestrar í hátíða-
sal, eins og vera ber, enda var þar hver silki-
húfan upp af annarri. Þingið hófst á erindi
Eriks Skyum-Nielsen, danska bókmenntafræð-
ingsins sem hefur ötullega kynnt íslenskar
bókmenntir í Danmörku, bæði með skrifum
um þær og þýðingum sínum á mörgum úrvals-
ritum. Fyrir þetta hlaut hann Fálkaorðuna i
þessari heimsókn en ekki skartaði hann henni
í hátíðasalnum. Draumar á jörðu eftir Einar
Má Guðmundsson er nýkomin út í þýðingu
hans, og það hefur verið sérstaklega gaman
fyrir Erik að koma hingað núna, því sagan fær
svo fallegar umsagnir í öllum helstu dagblöð-
um Danmerkur að íslenskur lesandi kemst við
undir lestrinum. Þýðingin fær auðvitað sinn
skerf af hrósinu.
Erik hóf mál sitt á íslensku en sagðist ekki
ætla að fyrirlesa á því máli, þá hættu íslend-
ingar að hlusta á merkingu orðanna en ein-
beittu sér að málvillunum! Svo hélt hann
áfram á dönsku.
sist vegna þeirrar samræðu
þjóðlegrar sagnagerðar og evr-
ópskrar skáldsagnahefðar sem
færi fram í verkum hans og
minnti á höfunda frá fyrrver-
andi nýlendum sem nú eru efst
á baugi i heimsbókmenntun-
um.
Nú, sagði Erik Skyum-Niel-
sen, eru danskar bókmenntir
hálf-sveitalegar miðað við þær
íslensku. Danir eru orðnir
meiri jaðarþjóð í bókmennta-
legu tilliti en íslendingar.
Innri ævisagan
Annar aðalfyrirlesari var
Böðvar Guðmundsson sem tal-
aði um einkenni og útgáfur
Ameríkubréfa, en fyrsta bindi
þeirra kemur út á næstunni í
samantekt hans.
1 sendibréfum er eina ævi-
sagan sem máli skiptir, innri
ævisagan, sagði Stephan G.
Stephansson, og er illt til þess
að vita hve fáar við eigum eft-
ir að síminn varð almennur.
Blómaskeið bréfritunar var 19.
öldin og eftir að Vesturferðir
hófust skrifaði fólk bréf sem aldrei fyrr - eða
síðar - í sögunni (kannski þar til nú að tölvu-
bréfin ganga á víxl). Hundruð milljóna bréfa
fóru milli landnemanna og gömlu heimkynn-
anna i Evrópu á um það bil einni öld. Þetta
voru einkabréf - en þó ekki eingöngu, þvi í
mörgum þeirra voru upplýsingar sem ætlaðar
voru heilu byggðarlögunum. Enda voru mörg
íslensku bréfanna afrituð og látin ganga milli
bæja og nokkur jafnvel prentuð í blöðum.
Ameríkufararnir komu ekki aðeins í fram-
andi umhverfi heldur líka framandi málsamfé-
lag, og Böðvar nefndi dæmi um skemmtilegar
alþýðuskýringar á enskum orðum sem íslend-
ingar tóku inn í sitt mál. Til dæmis heita ein-
hleypir karlmenn bachelors á ensku, en af því
að þeir komust illa af svona einir í búskapnum
kölluðu íslensku landnemarnir þá „baslara"!
Og uppskerutiminn sem heitir harvest á ensku
var svo mikið strit (en vel borgað) að íslend-
ingarnir kölluðu hann „harðvist"!
Bréfasafn Amerikufaranna kemur út hjá
Máli og menningu.
DV-MYND BRINK
Guömundur Hálfdánarson, Erik Skyum-Nielsen og Böövar Guömundsson
Guðmundur stýrði fundi en hinir tveir töluðu spaktega á fyrsta degi Hugvísindaþings.
I fyrirlestrinum fjallaði Erik Skyum-Nielsen
um þýðingar íslenskra bókmennta í Dan-
mörku og hvernig dönsk þjóðemishyggja og
áhersla á hið samnorræna hefði stýrt bæði vali
á bókum sem vom þýddar og þýðingarstarfinu
sjálfu. Þannig hefðu Danir fram á áttunda ára-
tuginn nær eingöngu þýtt verk sem þóttu end-
urspegla norrænt eðli íslands, en ekki þau
verk sem voru nútímaleg og framúrstefnuleg.
Þegar kom fram á sjöunda áratuginn varð
þetta til þess að nær alveg var hætt að þýða ís-
lenskar bókmenntir í Danmörku og frumherj-
ar módemismans í sagnagerð eins og Guðberg-
ur Bergsson og Svava Jakobsdóttir voru nær
ekkert þýdd. Raunar fannst dönskum bók-
menntamönnum á þeim tíma háskalegt hvern-
ig íslenskir skáldsagnahöfundar voru að
myrða allar þær íslensku hetjur sem þeir
þekktu best og elskuðu mest!
Erik hélt því líka fram að þessi þjóðlega sýn
Dana á íslendinga hefði leitt til ákveðinnar
blindu þeirra á t.d. þætti i höfundarverki Hall-
dórs Laxness, sem væri um margt einstakur
höfundur og langt á undan sinni samtíð ekki
Bókmenntir
Heyr dúfunnar raust
Þrennt veldur
því að ljóðabók-
inni Sorgar-
gondól ber að
fagna sérstak-
lega. Fyrir það
fyrsta er Tomas
Tranströmer
ekki einungis
eitt vinsælasta
og merkasta’ skáld Svía heldur
einnig að mínu viti eitt mesta
skáld Evrópu nú á dögum. í öðru
lagi ber þýðing Ingibjargar Har-
aldsdóttur þess glögg merki að þar
hefur ekki verið kastað til hönd-
um heldur unnið af djörfung og
tryggð við upprunalegan texta.
Síðast en ekki síst fagna ég því
einatt þegar ljóðabækur eru þýdd-
ar sem heild en ekki valið úr þeim
að geðþótta eða eftir því hvað auð-
veldast er. Ekki þýðir lengur að
bjóða lesendum upp á styttar
skáldsögur og því skyldu ljóðales-
endur ekki vera jafnkröfuharðir.
Tranströmer hefur reyndar notið
þess áður að eftir hann hefur verið þýdd heil
bók því Njörður P. Njarðvík þýddi För levande
och döda, verðlaunabók Norðurlandaráðs 1990,
í safnritinu Tré og himinn sem út kom hjá
Urtu 1990.
Sorgargondóll er nýjasta bók Tranströmers
og kom út 1996, ekki mikil að vöxtum fremur
en bækur hans yfirleitt, 16 ljóð og tveir ljóða-
flokkar, og um margt eru viðfangsefni hans
hér gamalkunnug. Sem fyrr er víða vísað í evr-
ópskan menningararf, ekki sist tónlist og mál-
aralist, og sem fyrr er yfirborðsmynd ljóðanna
oft ferðalag, jafnt hið innra sem ytra, jafnt í
draumi og veru. Allt þetta kemur skýrt fram í
ljóðaflokknum Sorgargondóll nr. 2, átta ljóða
greina nýjar áherslur, ljóðin
eru knappari en fyrr og
þannig er í Sorgargondólnum
hækuflokkur i þrem hlutum,
ellefu hækur alls og í viðauka
annar slíkur, ellefu hækur í
fjórþættum flokki. Hækur
þessar finnst mér vera með
því besta sem Tranströmer
hefur ort og einkum athyglis-
verðar að því leyti að Tran-
strömer fellur ekki í þá gryfju
að herma eftir japönskum
hugsunarhætti, sem aldrei
hefur gefist vel, heldur tekst
honum að fella hækuformið
að eigin ljóðheimi. Margar af
þessum hækum eru hreinustu
perlur, t.a.m. þessar tvær úr
sínum bálkinum hvor:
Eikur og máninn.
Ljós og þögn stjörnumerkja.
ískaldur sjórinn.
Vegastikurnar
lögðu af stað gangandi.
Heyr dúfunnar raust.
Fróður maður tjáði mér að Tranströmer
heföi áður ort hækur og á síðasta ári kom út
hjá Svíum kverið Fangelsishækur sem hann
mun hafa ort 1959. En hvort sem um er að
ræða nýjungar á ljóðferli Tranströmers eða
ekki verður því ekki haggað að Sorgargondóll
er ljóðperla og þegar slíkar gersemar berast
manni í hendur er ekki annað en að gera en
þakka auðmjúklega.
Geirlaugur Magnússon
Tomas Tranströmer: Sorgargondóll og fleiri Ijóö. Ingi-
björg Haraldsdóttir þýddi. Mál og.menning 2001.
TomasTranströmer og þýöandi hans
Þýðingin er unnin afdjörfung og tryggð við upprunalegan texta.
flokki sem fjallar í senn um þá tengdafeðga
Franz Liszt og Richard Wagner, samtíma
þeirra og list og okkar eigin samtíð. Þetta er
III. ljóðið:
Horft til 1990.
25. mars. Litháen vekur kvíða.
Dreymdi heimsókn á stórt sjúkrahús.
Ekkert starfsfólk. Allir voru sjúklingar.
í sama draumi nýfœdd telpa
sem tjáði sig í fullburða setningum.
En þó mörg séu minnin kunnugleg má
Laufin aftur á sviö
Nú eru sýningar að hefjast aftur á Lauf-
unum í Toscana eftir Lars Norén, eitt
fremsta nútímaleikskáld Norðurlanda.
Verkið var frumsýnt í Þjóðleikhúsinu í
mars í vor og hlaut mjög góðar viðtökur
gesta og gagnrýnenda.
Laufin í Toscana segir frá stórfjölskyldu
sem á hverju sumri kemur saman til að
treysta böndin, þótt það kosti átök og
árekstra. Sögusviðið er sænski Skerjagarð-
urinn á sumarmánuðum 1992 og 1993. Ætt-
faðirinn er orðinn heilsulaus og börnin
hans hafa tekið ákvörðun um að selja sum-
arbústaðinn, sameiningartákn fjölskyldunn-
ar. Þau eru óhamingjusöm og eirðarlaus,
elska rangar manneskjur eða afneita þeim
sem elska þær i raun. Allt er á hverfanda
hveli og fjölskyldan stendur frammi fyrir
veigamiklum spurningum sem varða líf
þeirra í nútíð og framtíð. Þetta er meinfynd-
ið verk um ráðvillt nútímafólk sem leikhús-
áhugafólk ætti ekki að láta fram hjá sér
fara.
Hlín Agnarsdóttir þýddi leikritið, leik-
stjóri er Viðar Eggertsson og leikendur eru
Ragnheiður Steindórsdóttir, Sigurður
Skúlason, Guðrún S. Gísladóttir, Valdimar
Örn Flygenring, Erlingur Gíslason, Hjalti
Rögnvaldsson, Atli Rafn Sigurðarson, Stef-
án Jónsson og Nanna Kristín Magnúsdóttir.
Fyrsta sýning er á fóstudagskvöldið. Sýn-
ingafjöldi er takmarkaður.
Oröastaður
JPV útgáfa hefur sent
frá sér bókina Orðastaður
- orðabók um íslenska
málnotkun eftir Jón Hilm-
ar Jónssón. Þetta er aukin
og endurskoðuð útgáfa
bókarinnar sem kom fyrst
út fyrir nokkrum árum og
var tilnefnd til íslensku
bókmenntaverðlaunanna.
Ástkæra ylhýra málið á það til að vefjast
fyrir okkur og ósjaldan spyr sá sem þarf aö
orða hugsanir sínar á blaði: Hvernig segir
maður þetta? Hvernig á ég að koma orðum
að því? Þá er ekki ónýtt að hafa orðabók við
höndina og geta rakið sambönd þeirra orða
sem helst koma upp í hugann. Þegar lýsing
orðanna er skoðuð kemur oft í ljós að
margra kosta er völ og orðin eiga sér marg-
breytilegt notkunarmynstur.
í Orðastað eru rakin virkustu orðasam-
bönd 11 þúsund flettiorða, í 45 þúsund orða-
samböndum ásamt 15 þúsund notkunar-
dæmum, að viðbættum 100 þúsund samsett-
um orðum. Lýsingin er rækilega flokkuð,
svo að auðvelt er að fá yfirsýn og finna það
sem leitað er að. í þessari útgáfu er það ný-
mæli að birtur er valinn málsháttur við
rösklega 1100 flettiorð.
Umsögn í Le Monde
Einar Már Jónsson í París undraðist það
í frétt um viðtökur Frakka við kvikmynd-
inni 101 Reykjavík, sem birtist á menning-
arsíðu í gær, að ekki hefði komið umsögn í
Le Monde. Hún birtist svo í þriðjudagsblað-
inu, óvenjuseint miðað við vinnubrögð á
þeim bæ, en er jákvæð og skemmtileg.
„Hlynur Björn er orðinn til úr ólíklegum
samsetningi tveggja mannlegra bölva,“ seg-
ir þar, „tveggja eðliseinkenna sem hafa til
þessa verið vandlega aðgreind landfræði-
lega, nefnilega bandarísku iðjuleysi og
skandinavískri sálarkreppu. Hann þarf að
verða fyrir losti frá spánskri konu til að
fara að horfast í augu við lífið!“ Er niður-
staöa gagnrýnanda sú að þetta sé afar vel
gerð gamanmynd.
Einar Már bætti því við að norrænar
kvikmyndir hefðu ekki átt upp á pallborðið
hjá Frökkum og vísunin i sálarkreppuna
væri eflaust skot á Ingmar Bergman! Því sé
einstakt hve vinsamlega 101 Reykjavík sé
tekið nú.