Dagblaðið Vísir - DV - 07.11.2001, Blaðsíða 32

Dagblaðið Vísir - DV - 07.11.2001, Blaðsíða 32
■*» FR ETTAS KOTIÐ SÍMINN SEM ALDREI SEFUR Hafir þú ábendingu eöa vitneskju um frétt, hringdu þá í síma 550 5555. Fyrir hvert fréttaskot, sem birtist eöa er notaö í DV, greiðast 3.000 krónur. Fyrir besta fréttaskotiö í hverri viku greiðast 7.000. Fullrar nafnleyndar er gætt. Viö tökum við fréttaskotum allan sólarhringinn. 550 5555 Ríkisendurskoðandi um Flugmálastjórn og útleigu á TF-FMS: Skylda að varð- veita farþegalista - og afhenda Þjóðskjalasafni Ríkisendurskoöandi telur að sam- kvæmt lögum um Þjóöskjalasafn hafi Flugmálastjórn skyldu til að varð- veita farþegalista TF-FMS og afhenda safninu til varðveislu. Þá gagnrýnir ríkisendurskoðandi í minnisblaði að þeir sem leigja vél Flugmálastjórnar skuli ekki gera grein fyrir tilefni ferða, farþegum og áfangastöðum. DV greindi frá því í siðustu viku að farþegalistum stofnuninnar hafi ver- ið fleygt. Það kom fram í máli Heim- is Más Péturssonar upplýsingafull- trúa. Þá voru gögnin ekki tiltæk í þeim ráðuneytum sem leigðu vélina. í svari til Gísla S. Einarssonar al- þingismanns rökstyður ríkisendur- skoðandi þessa skoðun sína: „Sam- kvæmt 5. grein laganna skal Stjórn- arráðið og þær stofnanir sem undir það heyra afhenda Þjóðskjalasafninu skjöl sín til varðveislu. Ljóst er því að skilaskylda skv. lögunum nær til Flugmálstjórnar. Ef ofangreint laga- boð er túlkað rúmt, eins og mér býð- ur í grun að gera beri, verður að telja líklegra en hitt að geyma skuli far- þegalista flugvéla, bæði Landhelgis- gæslu og Flugmálastjómar, nema þvi Gísli S. Einarsson. Heimir Már Pétursson. aðeins að stjóm Þjóðskjalasafnsins hafi heimilað Flugmálastjórn að farga þeim eða slíkt sé heimilt sam- kvæmt sérstökum reglum sem settar hafa verið um ónýtingu skjala ...,“ segir í minnisblaði ríkisendurskoð- anda. Þá rökstyður ríkisendurskoðandi einnig að líta verði svo á frá sjónar- hóli þeirra sem sinna ríkisbókhaldi og hafl með höndum eftirlit á fjár- reiðum ríkisins að þeim ríkisaðilum sem leigja vél Flugmálastjórnar eða annarra rekstraraðila beri að gera grein fyrir tilefni útgjaldanna svo sem tilefni ferða og hverjir hafi verið á ferð. Þar eigi að gilda sömu reglur og þegar keyptur er farmiði með áætlunarflugi fyrir starfsmenn. Fæst ráðuneytanna sem leigt hafa TF-FMS hafi getað eða viljað gefa upp hverjir ferðuðust með vélinni. Um það hefur verið ítrekað spurt. „Ég tel að menn hafi ekki farið að lögum og hef óskað eftir svörum frá Þjóðskjalasafni um það hvort undan- þágan hafi verið veitt,“ segir Gísli S. Einarsson alþingismaður sem krafist hefur utandagskrárumræðu um mál- ið á Alþingi. Ólafur Ásgeirsson þjóðskjalavörð- ur gat í morgun ekki svarað því hvort undanþága hafi verið veitt en segir stofnun sína vera að skoða mál- ið. Heimir Már Pétursson, upplýs- ingafulltrúi Flugmálastjórnar, sagði að samkvæmt loftferðalögum bæri stofnuninni ekki að varðveita far- þegalistana. „Kemst þetta ekki inn i höfuðið á þér að það eina sem segir í lögum um farþegalista að þá verður að geyma meðan á flugi stendur?" spurði Heimir Már. Hann gat ekki svarað því hvort Flugmálastjórn hefði umrædda undanþágu. -rt/aþ Vextir lækka í viðskiptalöndum íslands: Um 9% vaxtamunur - íslandsbanki segir forsendur fyrir vaxtalækkun Vaxtamunur milli íslands og út- landa er nú orðinn um 9% en vextir hafa verið að lækka verulega i helstu viðskiptalöndum okkar á sama tíma og Seðlabankinn heldur uppi stífri aðhaldsstefnu í peningamálum á ís- landi. Engu að síður hefur þetta ekki leitt til þess að fjárfestar flykkist til landsins og kenna sérfræðingar sem blaðið ræddi við þvi um að krónan sé einfaldlega ekki gjaldgengur gjald- miðill, hún sé ekki hluti af því vinnu- umhverfi sem menn starfi í erlendis. Seðalbanki Bandaríkjanna hefur til- kynnt um vaxtalækkun niður í 2% og eru það lægstu vextir þar í landi í fjóra áratugi og í fyrsta skipti síðan 1991 sem Seðlabankinn lækkar vexti 10 sinnum innan 12 mánaða tímabils. i Japan eru vextir nánast við núllið. Vaxtamunurinn milli íslands og útlanda hefur verið að aukast mikið síðustu vikur og mánuði og raunar HVILIK VAXTAPARADÍS! Ingólfur Bender. hefur hann verið í stöðugri aukningu síðustu 12 mán- uði. Stöðugt fleiri bætast nú í þann hóp sem telur að forsendur séu fyr- ir vaxtalækkun hjá Seðlabankan- um og færir Ingólfur Bender hjá Greiningu íslandsbanka rök fyrir því í markaðsyfirliti bankans sem birt var í gær. Þar segir að samdráttur í íslensku efnahagslífi sé staöreynd og aliar hagtölur sem lýsa stöðunni núna staðfesta þetta og hinar sem segja til um framtíðina beri þess merki að samdrátturinn eigi enn eftir að aukast. „Vandséð er hvenær botnin- um verður náð en ljóst er að það fer í miklu eftir hagstjórnaraðgerðum og ekki síst aðgerðum Seðlabankans í vaxtamálum. í ljósi ofangreinds telur Greining Islandsbanka forsendur fyr- ir vaxtalækkun af hálfu Seðlabank- ans og spáir að vextir verði lækkaðir um 3 prósentustig á næstu 14 mánuð- um. Líkur hafa aukist á að næsta vaxtalækkun verði á þessu ári.“ Aðr- ir sérfræðingar sem blaðið ræddi við hafa þó aðeins aðrar áherslur og telja ólíklegt að úr því sem komið er muni Seðlabankinn lækka vexti fyrr en eft- ir áramót. Segja þeir að ólíkt t.d. Seðlabanka Bandaríkjanna hafi Seðlabanki íslands fest sig í gamal- dags seðlabankastefnu þar sem verð- bólgan er kæfð jafnvel þó það kosti að allt annað sé kæft í leiðinni. Erfitt geti verið fyrir bankann að breyta um taktík nú, enda óvíst hvort slík stefnubreyting skipti máli úr því sem komið er. -BG FRJÁLST, ÓHÁÐ DAGBLAÐ MIÐVIKEJDAGUR 7. NOVEMBER 2001 DV-MYND HILMAR ÞÓR Leifur heppni fær hár Móeiöur Helgadóttur vinnur að því að setja hár á sílikonhöfuð Leifs heppna sem verður í hópi 29 sögupersóna sem komið verður fyrir í hitaveitutanki í Öskjuhlíð þar sem Islandssagan verður sögð á nýstárlegan hátt. Stefnt er að því að Sögusafnið verði opnað /' hitaveitutankinum á þjóðhátíðardaginn 17. júní. Sjá nánar á bls. 37. Sjúkraliðar og ríkið: Engin efnisatriði enn - fundir í dag Sjúkraliðar hafa nú fengið leiðrétt- ingu launa sinna frá því um siðustu mánaðamót. Kristín sagði jafnframt að þeir hefðu fengið tíu milljónir úr verkfallssjóði Bandalags starfsmanna ríkis og bæja í gær. Þriggja daga alls- herjarverkfall sjúkraliða hefst þann 12. nóvember nk. hafi ekki samist fyr- ir þann tíma. -JSS Samninganefndir sjúkraliða annars vegar og allmargra sjálfseignarstofn- ana og ríkis hins vegar verða á fund- um hjá ríkissáttasemjara í dag. Fund- ir þessara aðila stóöu í nær allan gær- dag. Kristín Á. Guðmundsdóttir, for- maður Sjúkraliðafélags íslands, sagði við DV að verið væri að flnna flöt á að hefja beinar samningaviðræður. Eng- in efnisatriði hafl verið rædd enn. Sótt um einkaleyfi á 350 lyfjamörkum: Fyrsta þrepið í lyfjaþróun ÍE - framleiðsla möguleg í framhaldinu Islensk erðagreining greindi frá því í dag að vísindamenn fyrirtækis- ins hefðu uppgötvað með lífupplýs- ingatækni 350 erfðavísa sem geyma upplýsingar um byggingu próteina í flokkum þekktra lyfjamarka, eða svokölluðum „drug targets." Hefur ÍE lagt inn umsóknir um einkaleyfi á öllum þessum lyflamörkum. Þar er gerð grein fyrir tengslum þeirra við algenga sjúkdóma. Þessir erfðavísar stýra eða skrá fyrir próteinum sem taka þátt i mik- ilvægum ferlum innan og utan frumna, svo sem samskiptaferlum. Páll Magnússon. Með uppgötvun- um ÍE hafa þessi lyfjamörk verið sett í samhengi við niöurstöður úr erfðafræði- rannsóknum á yfir 40 sjúkdóm- um. Páll Magnússon upplýsingafulltrúi segir þessar upp- götvanir nýtast sívaxandi lyfjaþróun- arsviði íslenskrar erfðagreiningar. „Þetta styrkir mjög stöðu fyrirtæks- ins á þessu sviði. Við erum að leggja vaxandi áherslu á að hefja lyfjaþró- unina sjálfir en ekki eingöngu í sam- vinnu við aðra.“ - Kemur þá til greina að ÍE fari sjálft út í beina lyfjaþróun og fram- leiðslu? „Það má segja sem svo að þetta er fyrsta þrepið. Hvað við fórum langt á því sviði á eftir að koma í ljós. Þetta eru fyrstu skrefin á langri leið. Það verður síðan metið eftir því hvar hagsmunir fyrirtækisins liggja helst, hversu langt menn ganga.“ -HKr.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.