Dagblaðið Vísir - DV - 07.11.2001, Blaðsíða 14

Dagblaðið Vísir - DV - 07.11.2001, Blaðsíða 14
14 Menning Af jaðri mannlífsins Kerstin Ekman Skáldsaga hennar frá Jamtalandi er lífsreynsla út af fyrir sig. Sverrir Hólmarsson Þessi síðasta þýðing hans ber málgáfu og smekk hans fagurt vitni. Sænski verðlaunahöfundurinn Kerstin Ekman kom hingað á Bókmenntahátíð í fyrra og ekki trúi ég að nokkrum gleymist sem heyrði hana þá lesa úr nýjustu bók sinni, Miskunnsemi Guðs, í Iðnó. Þegar bókin er lesin öll í úrvalsþýðingu Sverris Hólmars- sonar kemur í ljós hve vel valinn kaflinn var sem hún las, sá heit- asti og erótískasti í bókinni. En þó að ekki séu aðr- ir kaflar eins heitir er bókin í heild jafnvel ennþá magnaðri en ógleymanleg frásögnin af ferðalagi Tronds og Hillevi til byggða rigningardaginn góða. Miskunnsemi Guðs er heill heimur út af fyrir sig. Víðfeðm skáldsaga með ótal persónum og mikl- um örlögum. Hún gerist á mörkum í ýmsum skiln- ingi. Meginhluti hennar gerist í hrjúfu landslagi Jamtalands í Norður-Svíþjóð þar sem fólk af norsk- um, sænskum og samiskum ættum kemur saman, og í henni eru töluð íjögur tungumál, ríkissænska, mállýska héraðsins, samíska og norska. Tekst Sverri prýðilega að gefa hugmynd um þessa málauðgi í þýðingunni. Meginsagan hefst 1916 þeg- ar mannlíf Jamtalands er enn á mörkum fornaldar og nútíma og bendir ýmislegt í mannlífinu til að fátt hafi breyst frá því Ólafur helgi reyndi að heimta þar skatt forðum tíð. Þetta er svæði sem þeir kannast við sem lesið hafa þekktustu bók Kerstin Ekman, Atburði við vatn, sem fékk Bók- menntaverðlaun Norðurlandaráðs 1994. Á þessum slóðum bjó Kerstin sjálf í aldarfjórðung. Unga ljósmóðirin Hillevi Klarin fer frá heima- borg sinni Uppsölum norður í land á flótta undan ýmsu í sínu lífi, og allt venjulegt fólk hefði sjálfsagt gefist upp strax á leiðinni, eða að minnsta kosti eft- ir fyrsta barnið sem hún tekur á móti. Hin örlaga- ríka fæðing í Lubben við Svartvattnet, þar sem búa hálfgerðir útlagar úr mannlegu samfélagi, fylgir henni raunar alla ævi þaðan í frá og veldur henni bæði harmi og tjóni, en hún gefst ekki upp, hvorki þá né síðar. Bókmenntir Hillevi er aðalpersóna sögunnar en hún segir hana ekki. Sögumaður sem horfir á þessa atburði úr samtímanum sem gömul kona og talar við og við í fyrstu persónu er Kristin eða Risten, fósturdóttir- in sem Hillevi bjargaði frá ömurlegum aðstæðum. Þó að meginhluti bókarinnar sé sagður í þriðju per- sónu af alvitrum sögumanni er tilflnn- ingin sú að þær frásagnir komi líka frá Kristinu, hún hefur yfirsýnina og inn- skot hennar gefa iðulega upp það sem á eftir að gerast löngu seinna, jafnvel eft- ir að þessu bindi sleppir. Framígripin gefa sögunni blæ munnlegrar frásagnar og eru þó ekki til lýta, miklu fremur gera þau að verkum að ennþá meira gaman er að lesa söguna aftur. Kristin er af lappakyni í móðurætt en breskum aðalsættum í fóðurætt og er að ýmsu leyti líkari Hillevi en henn- ar eigin börn, og það er enginn vandi að ímynda sér að hún hafi sett sig vand- lega inn í lífshlaup hennar. Fjær Krist- inu er Elis, ólánsami drengurinn sem flýr frá Lubben eftir hina örlagaríku at- burði í upphafi sögu. Ferðalög hans frá einu berklahælinu til annars Noregs- megin og svo til listnáms í Þýskalandi stækka söguna til mikilla muna og verða kannski áhrifamesti hluti bókarinnar og sá óvæntasti. Vel valin kápumyndin eftir Franz Marc vísar til þess hluta en líka til úlfsskinnsins sem Trond gefur Hillevi. Það liggja miklar rannsóknir að baki svona verki og vissulega auðga þær söguna og gera hana sann- færandi. Mestur fengur er þó að skáldskapnum sem mettar hverja setningu bókarinnar og heldur les- anda hugfóngnum frá upphafi til enda. Silja Aðalsteinsdóttir Kerstin Ekman: Miskunnsemi Guös. Sverrir Hólmarsson þýddi. Mál og menning 2001. Bókmenntir Hasar í álfa- og mannheimum Sumir kynnu að halda að álfar, tröll og dvergar væru aðeins til í þjóðsögum. En ætli það sé rétt? Vilja álfarnir kannski ekki að við vitum af þeim? Þannig er það i sögunni um Artemis Fowl. Artemis Fowl er 12 ára illmenni sem hefur komist að tilvist álfa og hyggst komast yfir álfagull - en til þess þarf hann að komast yfir helgasta leyndardóm álfa, Bókina, þar sem allar venjur þeirra og reglur koma fram. Hann nýtur stuðnings Butlers sem er dyggur þjónn hans og reyndar kemur fram í bókinni að brytaorðið í ensku (butler) sé dregið af þessari fjölskyldu sem hefur þjónað Fowl-ættinni í marga ættliði. Artemis ákveður að ræna álfl og hóta því að koma upp um tilvist þeirra til að komast yfir gullið. Sagan um Artemis Fowl er skemmtileg fantasia sem er eins konar sambland af James Bond og Harry Potter. Álfamir búa í samfélagi neðanjarðar sem minnir reyndar ótrúlega á samfélag manna of- anjarðar (alveg eins og i islenskum þjóðsögum þar sem álfar áttu kýr og kindur). Álfar eru jafnvel tæknivædd- ari en menn - með alls konar leyni- myndavélar, huliðsgræjur, ofurbyssur og annars konar James Bond-tæki og tól. Aöalhetja sögunnar (fyrir utan ill- mennið Artemis) er Holly Short sem er geðþekkur varðstjóri í BÚÁLF-sveitun- um en yflrmaður hennar er Root varð- stjóri, dæmigerður geðvondur yfirmað- ur í þessari tegund bókmennta. Þriðji úr hópi álfa sem kemur mikið við sögu er Eykur sem er reyndar ekki álfur heldur kentár og gegnir hann hlutverki Q í James Bond-myndunum; hannar alls kyns tæki og tól og eldar svo grátt silfur við Root en innst inni líkar þeim vel hvorum við annan. Mennimir í sögunni eru einnig af ýmsu tagi. Artemis sjálfur virðist holdgerving illskunnar en hefur þó einn veikleika. Móðir hans er gengin af göflunum eftir að faðir hans dó og hann er reiðubú- inn til að fórna ýmsu til að hjálpa henni. Á þessari stundu er óljóst hvort Artemis er illmenni eða and- hetja en bókin opnar á framhald þar sem það skýrist ef til vill. Butler virðist vera nánast ómennsk drápsvél en hann hefur einnig veikleika, systurina Júlíu, sem þrátt fyrir þjálfun Butler-ætt- arinnar er algjör gelgja. Bæði menn og álfar eru haganlega smíðaðar persónur, skemmtilegar og ekki lausar við alla dýpt. Þýðing Guðna Kolbeinssonar er vel úr garði gerð. Artemis Fowl er hasarbók, spennandi og skemmtileg. Ýmsar bókmenntagreinar þættast þar saman og úr verður forvitnileg bók. Þó að söguhetj- an sé bam er bókin ekki fyrst og fremst barnabók heldur aíþreyingarbók sem gæti orðið vinsæl jafnt hjá eldri börnum, unglingum og fullorðnum. Katrín Jakobsdóttir Eoin Colfer: Artemis Fowl. Guöni Kolbeinsson þýddi. JPV-útgáfa 2001. ~..i i • « r\ J0* £ IJl J S fOWL - ts>iu C&xrzo. - -dM-Hie-ííSlc- »' Bókmenntir_________________________________________________ Þjóðríkiö í smásjá Guðmundur Hálfdánarson sagnfræðingur hefur unnið sér sess sem einn helsti sérfræðing- ur íslands í þjóðemishyggju, og rit hans um íslenska þjóðrikið er ávöxtur margra ára rannsókna á því efni. Það kemur út i ritröð- inni íslensk menning sem óhætt er að binda vonir við. Þetta er laglegasta bók og skemmtilega skreytt með myndum Stefáns Jónssonar frá lýöveld- isárinu 1944. íslenska þjóöríkið - uppmni og endimörk er hálf- gert ritgerðasafn. Flestir kaflarnir byggja á ritgerð- um sem Guðmundur hefur birt í íslenskum og er- lendum tímaritum en hann hefur feflt þær að nýrri heild. Bókin hefst á skilgreiningu á þjóðarhugtak- inu. Þar eru aðalpersónurnar menn eins og Emest Renan, Anthony Smith og Ernest Gellner. Þeir eru orðnir góökunningjar lesenda Skímis og annarra fræðitímarita enda hefur umræða um þjóðemi stað- ið þar yfir í ein tíu ár. Gott er þó að fá þetta saman tekið i upphafi. Annar hluti bókarinnar fjallar um upphaf sjálf- stæðisbaráttu íslendinga og er sá frumlegasti aö minni hyggju. Guðmundur bendir þar á að á fyrstu árum sjálfstæðisbaráttunnar héldust í hendur íhaldssöm viðbrögð við þjóðfélagshræringum 19. aldar og barátta fyrir sjálfstæði landsins. Hann tengir saman baráttu fyrir sjálfstæði og baráttu gegn frjálslyndi danskra stjómvalda. Þetta var þó ekki algilt því að Jón Sigurðsson var í senn sjálf- stæðishetja íslendinga og ágætur fulltrúi frjálslyndra hugmynda, eins og Guðmund- ur dregur fram 1 öðrum kafla þessa hluta. Ein fimmtán ár em síðan Guðmundur setti fyrst fram kenningar sínar um þetta en þær eru enn tals- vert ögrandi. Þriðji hluti bókarinnar er mikilvægur til að tengja 19. öldina og nútímann en það dofnar aðeins yfir bókinni eft- ir hinn hressilega annan hluta. Margt áhugavert kemur þar þó fram. Til að mynda er áhugaverð skýringartilgáta Guðmundar á því hvers vegna þjóðin tók fullveldinu árið 1918 með hálfgerðu fálæti en sameinaðist síðan lýðveldisár- ið 1944. Hann tengir þetta því að sjálfstæðisbaráttan hafi ekki verið nógu nátengd bar- áttu fyrir almennum borgara- réttindum. Fullveldi þjóðar og einstaklinganna þarf að hald- ast í hendur og það gerði það ekki í nógu ríkum mæli árið 1918. Hér er Guðmundur á flugi en mér finnst skorta brodd í það sem síðan kemur, kaflann um stjómmálaátök millistríðsáranna. Fjórði hluti bókarinnar snýst um inntak íslenskrar þjóðernis- hyggju, hvemig Þingvellir hafa orðið að „þjóðminningastað" og um vægi náttúrunnar í þjóðern- ishyggjunni. Hér er Guðmundur á áhugaverðum brautum en lik- legt þykir mér að hér muni fræðimenn sem á eftir koma bæta miklu við. Þingvellir og náttúran era góð dæmi um það sem er mest áberandi í íslenskri þjóðerniskennd en fleiri þættir kynnu þar að vera ekki síður mikilvægir sem Guðmundur fjallar lítið sem ekkert um, t.d. afstaðan til sögualdar. í fimmta hluta og lokakafla bókarinnar er Guðmundur í nú- tímanum og fjallar um Evrópu- sambandið og hnattvæðinguna. Spjallþættir hafa sinnt vel þess- um hluta bókarinnar. Hann er til marks um að Guðmundur reynir hér að sinna þeirri skyldu að skipta máli, með því að fylgja rannsóknum sínum til nútímans. Ármann Jakobsson Guömundur Hálfdánarson: íslenska þjóöríkiö - uppruni og endimörk. Hiö Islenzka bókmenntafélag og Reykjavík- urAkademían 2001. Guðmundur Hálfdánarson Tengir saman baráttu fyrir sjálfstæði og baráttu gegn frjálslyndi danskra stjórnvalda. MIÐVIKUDAGUR 7. NÓVEMBER 2001 x>v Unisjón: Silja Aöalsteinsdóttir Nýjar hljóöbækur Frá Orði í eyra, hljóð- bókaútgáfu Blindrabóka- safns, koma nú fimm fjöl- breytilegar hljóðbækur, og ber þar fyrst að nefna ævi- sögu Jónasar Hallgrímsson- ar eftir Pál Valsson sem vakti mikla at- hygli þegar hún kom út fyrir tæpum tveimur árum og fékk íslensku bók- menntaverðlaunin. Nú er hægt að hlusta á þetta heillandi verk um listaskáldið góða í lifandi lestri Hjalta Rögnvaldsson- ar. Fyrsta bindi ævisögu Einars Bene- diktssonar eftir Guðjón Friðriksson hlaut einnig íslensku bókmenntaverð- launin. Nú er þriðja og síðasta bindið komið út á hljóðbók, einnig í lestri Hjalta Rögnvaldssonar. Verðlaunaverk DV, Stúlka með fingur eftir Þórunni Valdimarsdóttur, sem einnig var til- nefnd til Bókmenntaverðlauna Norður- landaráðs, kemur nú á hljóðbók lesin af Sunnu Björk Þórarinsdóttur. Dalalíf, hið fræga verk Guðrúnar fra Lundi, var endurútgefið fyrir fáeinum árum. Nú leggur Orð í eyra sitt af mörk- um við útbreiðslu þess með hljóðbókar- útgáfu á fyrstu tveimur bindum verks- ins. Þessi sígilda sveitasaga frá aldamót- unum 1900 er lesin af Þórunni Hjartar- dóttur. TömauarflUðspjall Tómasarguðspjall Einn merkasti hand- ritafundur 20. aldar varð árið 1945 nærri bænum Nag Hammadi í Egyptalandi. Meðal pap- írusarhandrita sem þá litu dagsins ljós var Tómasarguðspjall sem hafði horfið sjónum manna á 4. öld, að talið er. í því er að finna orð Jesú sjálfs og þeirra sem fóru að túlka þau þegar á fyrstu öld, og er þessi frásögn af lífi og örlögum Jesú ómissandi þáttur í því að rekja sögu hins sögulega Jesú. Tómasarguðspjall er 50. ritið í flokki Lærdómsrita Bókmenntafélagsins. ís- lenska þýðingu gerði Jón Ma. Ásgeirsson og ritar hann einnig inngang og skýring- ar. Ritstjóri flokksins er Vilhjálmur Ámason heimspekingur. Barist um bikarinn Iðunn hefur gefið út bókina Barist um bikar- inn eftir Nigel Roebuck, einn þekktasta kappakst- ursblaðamann heims. Formúlu 1 keppnin hefur á örfáum árum orðið ein alvinsælasta íþrótt hérlendis. Kappar eins og Schumacher og Hakkinen eru heimsfrægir og nöfn eins og Ayrton Senna, Gilles Villeneuve, Stir- ling Moss, Jochen Rindt, Niki Lauda, Keke Rosberg og Nigel Mansell láta kunnuglega í eyrum. En hvað afrekuðu þessir menn? Hvað er á bak við nöfnin? Hvað gerðist á Imola árið 1994, daginn þegar allt breyttist? Hér rifjar höfundur upp minningar úr sögu keppninnar og segir frá glæstum sigrum og sorgarstundum, kappaksturs- snillingum og ógleymanlegum einstak- lingum úr hópi ökumanna, eigenda og annarra sem komið hafa að keppninni. Ólafur Bjarni Guðmundsson þýddi bók- ina. Þegar Brandur litli týndist Barnabókin Þegar Brandur litli týndist er eftir hinn kunna lista- mánn og rithöfund Sven Nordqvist og seg- ir frá gömlum félögum, karlinum Pétri og kett- inum Brandi, sem margir kannast við úr bókunum Veiðiferð- inni og Pönnukökutertunni. í nýju bók- inni segir frá fyrstu kynnum þeirra fé- laga, þegar Pétur fær örlítinn kettling að gjöf og lærir að meta félagsskap hans. Þess vegna bregður Pétri heldur betur í brún þegar Brandur týnist... Þorsteinn frá Hamri þýddi söguna en Mál og menning gefur hana út.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.