Dagblaðið Vísir - DV - 07.11.2001, Blaðsíða 7
MIÐVIKUDAGUR 7. NÓVEMBER 2001
I>v
Fréttir
Viðamiklum breytingum á rekstrarformi Kaupfélags Eyfirðinga að ljúka:
Framtíðin björt að
mati stjórnenda
- þrát.t fyrir ónýtt rekstrarár - stefnt að stórfjölgun félagsmanna
Jóhannes Geir
Sigurgeirsson.
Eiríkur S.
Jóhannsson.
Kaupfélag Eyfirðinga er að ljúka
umpólun á rekstrarformi félagsins.
Hnífar hagræðingar hafa víða bitið
og hafa aðgerð-
irnar vakið sárs-
auka. Félaginu
var þó nauðugur
kostur að mati
stjórnenda. Ella
hefði fyrirtækið
flotið sofandi að
feigðarósi.
Stærsta sýni-
lega breytingin á
Kaupfélagi Ey-
flrðinga hefur
verið að færa
rekstur samstæð-
unnar yfir í
hlutafélög.
Ákvörðun um
þetta var fyrst
kynnt á fulltrúa-
fundi í desember
1998. Hlutafélags-
formið var síðan
lagt fram til af-
greiðslu á aðalfundi KEA 29. apríl
sl. og staðfest á framhaldsaðalfundi
í júní sl. Jafnframt var samþykkt að
færa eignir og skuldir KEA yfir í
eignarhaldsfélagið KEA (KBA hf.)
og samvinnufélaginu KEA markað
mikilvægt hlutverk til framtíðar.
Stefnt er að því að 15% þess félags
verði í eigu félagsmannanna, 15% í
B-deild félagsins og 70% eign sam-
vinnufélagsins.
Segja má að rekstur félagsins hafi
því einkum breyst með eftirfarandi
hætti: Annars vegar hefur KEA ver-
ið breytt í samvinnufélag sem mun
að sögn stjórnenda hvetja til íjár-
festinga og nýsköpunar í atvinnulífi
félagssvæðisins og leita hagstæð-
ustu viðskiptakjara við félagsmenn.
Hins vegar verður stofnað fyrr-
greint eignarhalds- eða fjárfestinga-
félag sem heldur utan um eignir
KEA og leitast við að hámarka arð-
semi af þeim.
Höfum beitt hnífnum mjög
Það er einmitt arðsemiskrafan
sem varð til þess að rekstri félags-
ins var umbylt og lýkur því skrefi
um áramótin næstu. Jóhannes Geir
Sigurgeirsson, stjórnarformaður
KEA, segir: „Við höfum beitt hnífn-
um mjög til að verja þessa eign.“
Húsvíkiiigar telja sig ekki síst illa
leikna eftir að tæplega 20 starfs-
mönnum var sagt upp vegna breyt-
inga á mjólkurstarfseminni. Eiríkur
S. Jóhannsson, kaupfélagsstjóri
KEA-menn blása senn til markaösherferöar svo aö félagsmönnum fjölgi
Helstu fríðindin eru lægra vöruverð t.d. í Nettóbúðunum.
KEA, segir óánægju þeirra mjög
skiljanlega. Hins vegar viti fólk að
framtíðararðsemi sé nauðsynleg til
að fyrirtæki viðhaldi sér og vitnar
Eiríkur í nýlega skýrslu RANNÍS
sem spáir að í framtíðinni verði að-
eins 2 afurðarstöðvar í mjólkur-
vinnslu á öllu landinu.
Eignir minnka
Þrátt fyrir að rekstrarbreyting-
arnar sársaukafullu hafi skilað mik-
ilvægum árangri að mati stjórnenda
ríkir ekkert góðæri hjá félaginu.
Hrein bókfærð eign KEÁ er metin á
milli 2 og 3 milijarða sem stendur
en fyrir nokkrum misserum mat
kaupfélagsstjóri eignirnar á 7 millj-
arða.
Þessar breytingar má m.a. rekja
til viðskiptaumhverfisins sem verið
hefur sérlega óhagstætt að undan-
fórnu. Lækkun gengisins og háir
vextir eiga þar stóran þátt svo dæmi
sé tekið: „Þetta rekstrarár er hrein-
lega ónýtt,“ segir Eirikur S. Jó-
hannsson kaupfélagsstjóri.
Vantar ungt fólk
Ef ná á markmiðum félagsins um
burðarhlutverk KEA á norðaustur-
horni landsins er sýnt að fjölga
verður félagsmönnum. Þeir eru
milli 7.500 og 8.000 nú en hár meðal-
aldur félagsmanna er mönnum
áhyggjuefni. Því stendur til að beita
sér fyrir markaðssókn á næstu vik-
um til að fjölga ungu fólki. Einn
helsti hvati fólks til að gerast félag-
ar eru Kostakortin sem Visa ísland
Björn Þorláksson
biaðamaður
Innlent fréttaljós
gefur út í samstarfi við KEA. Kortið
virkar sem kreditkort og veitir af-
slátt af vörum á tilteknum stöðum.
Gegn 500 króna greiðslu geta
óbreyttir neytendur gerst aöilar að
þessu kerfi og verður að sögn kaup-
félagsstjóra hægt að bjóða betri kjör
eftir þvi sem félagsmönnum íjölgar.
Þá er einnig stefnt að því að hægt sé
að bjóða debetkort í framtíðinni í
samstarfi við Visa.
85% jákvæöir
Um ástæður þess að KEA var
ekki einfaldlega alfariö breytt í
hlutafélög á frjálsum markaöi
segja stjómendur fyrirtækisins að
byggöafesta sé eitt af lykilorðun-
um með tilgangi starfseminnar.
Kallað hefur verið eftir aukinni
samvinnu aðila á landsbyggðinni
aö undanfömu og því kann að
vera að Eyfirðingar og nágrannar
muni líta á það sem aðild að nauð-
synlegum hagsmunasamtökum að
gerast félagar í KEA. Einhverjum
kann þó að þykja slíkt tíma-
skekkja og beinlínis hallærislegt
þar sem kaupfélög hafa ekki verið
ofarlega í sinni nútímaneytenda.
Eiríkur bendir þó á að nýleg við-
horfskönnun Gallup hafi sýnt að
85% aðspurðra í Eyjafirði og Suö-
ur-Þingeyjarsýslu séu frekar já-
kvæðir eða mjög jákvæðir í garð
félagsins. Því ætti framtíðin að
geta orðið björt.
Eignir KEA eru þannig að félag-
ið á 66% hlut í Norðurmjólk, 60%
í Norðlenska matboröinu, 46% í
Hagræði sem er með Lyf og heilsu-
apótekin á sínum snærum, 100% í
áburöar- og fóðurvörusölunni Bú-
stólpa, 50% í Nýju kaffibrennsl-
unni, 49,9% í Samkaupum (sala og
dreifing matvöru), 100% í fasteign-
arfélaginu Klettum og 52,7% í fóð-
urverksmiðjunni Laxá.
Hótel Tindastóll á Sauðárkróki:
Margir vilja kaupa
„Viö erum
búnir að fá nokk-
ur tilboð í hótelið
og það er greini-
lega áhugi fyrir
hendi hjá
ákveðnum aðil-
um að kaupa
það,“ segir Theó-
dór Bjarnason,
forstjóri Byggða-
stofnunar, en
stofnunin og Ferðamálasjóður sem
leystu til sín Hótel Tindastól á Sauð-
árkróki í haust vinna nú að því að
selja hótelið. Þar til það tekst er hót-
elið í rekstri einkaaðila sem leigir
hótelið.
Theódór segir að ekki hafi verið
Pétur
Einarsson.
Theódór
Bjarnason.
settur neinn
ákveðinn frestur
á að skila inn til-
boðum í hótelið,
en hann segir að
það fari að líða
að því að ákvörð-
un verði tekin
um það hvaða- til-
boði verði tekið.
Hann segir að 4-5
tilboð hafi borist,
en þar á meðal sé ekkert tilboð frá
Pétri Einarssyni, fyrrum eiganda
hótelsins, en sögusagnir eru uppi
um að Pétur hafi boðist til að kaupa
hótelið fyrir um 25 milljónir króna.
Byggðastofnun lánaði á sínum
tíma til fjármögnunar á hótelinu, en
Hótel Tindastóll
Hótelið er í einu elsta húsi á Sauðárkróki sem hefur verið mikið endurbætt.
sú fjárhæð er nú orðin um 40 millj-
ónir króna. Hótelið er í einu elsta
húsi á Sauðárkróki sem var allt
endurbætt og gert hið glæsilegasta.
Fleiri aðilar lánuðu fé til verksins
s.s. Ferðamálasjóður og þá munu
talsverð dæmi um það samkvæmt
heimildum DV að iðnaðarmenn sem
unnu við breytingarnar hafi ekki
fengið greitt fyrir sína vinnu. -gk
Pétur Blöndal.
Tækjaleit RÚV:
Brýtur gegn
stjórnarskránni
- að mati þingmanns
„Hvar er friðhelgi heimilisins?
spurði Pétur Blöndal (D) á þingi í
gær í umræðum um útvarpslög. Til-
efni orða hans var tækjaleit RÚV á
heimilum lands-
manna en þing-
maðurinn telur
vinnulagið brjóta
gegn stjórnar-
skránni. Hann
sagði að viðhorf
stofnunarinnar
væru aftan úr
grárri forneskju
og það væri auk-
inheldur engin heimild fyrir því að
starfsmenn RÚV væru einir undan-
þegnir afnotagjöldum.
Á vefsíðu RÚV kemur fram að ár-
lega finnist á milli þrjú og fjögur
þúsund óskráð viðtæki. Berist ekki
svar við fyrirspurn afnotadeildar-
innar fer tækjaleitarfólk á staðinn
og spyr um viðtæki á heimilinu. „I
flestum tilvikum er tekið vel á móti
tækjaleitarfólkinu en komi sú staða
upp að rökstuddur grunur er um að
tæki sé á heimilinu en heimilisfólk
neitar því og vill þess utan ekki
sýna fram á að heimilið sé tækja-
laust verður tæki skráð á heimilið
og gíróseðlar sendir fyrir afnota-
gjöldunum," segir á vefsíðunni. Það
var einmitt þetta atriði sem Pétur
gerði athugasemdir við.
„Öllum ber að greiða afnotagjald
og meðan það breytist ekki er það
réttlætismál að það gangi jafnt yfir
alla, sérstaklega fyrir þá sem greiða
afnotagjaldið samviskusamlega, en
þannig er því háttað með langflesta
íslendinga. Ríkisútvarpið hyggst
því halda áfram öflugri tækjaleit,"
segir á vefsíðu RÚV. -BÞ
Noröausturland:
Olíumenn
í heimsókn
Fulltrúar
norska fyrirtæk-
isins InSeis og
samstarfsfyrir-
tækis þess, Sagex
Petroleum, koma
í dag til íslands
til viðræðna við
Valgerði Sverris-
dóttur iðnaðar-
ráðherra. InSeis
var í júlí veitt
leyfi til leitar að oliu- og gasi i norð-
austurhluta efnahagslögsögunnar
næstu þrjú árin og fóru fram hljóð-
endurvarpsmælingar á þessu svæði
á þess vegum i sumar. Samkvæmt
upplýsingum frá iðnaðarráðuneyt-
inu mun fyrirtækið í þessari heim-
sókn sinni skýra frá framkvæmd
mælinganna, úrvinnslu þeirra og
fyrstu niðurstöðum. Það mun
einnig skýra nánar frá fyrirætlun-
um sínum um framhald leitarinnar
á næsta ári. -BG
Nýjung á Netinu:
Fræðsluvef-
síða um hveri
Fræðsluvefsíða um hveri hefur
verið opnuð á slóðinni
http://www.hot-springs.org. Vefsíð-
an er á vegum Rannsókna- og fræöa-
seturs Háskóla Islands í Hveragerði
og er unnin af Steinunni Aradóttur,
landafræðinema við Háskóla ís-
lands. Á vefsíðunni er að finna fróð-
leik um hveri, jarðhita og skyld
málefni. Vonast er til að þar geti
þeir sem vilja fræðast á þessu sviði
nálgast helstu upplýsingar um efnið
og síðan sérstaklega hentug náms-
mönnum við gerð verkefna eða rit-
gerðasmíð en þar er einnig efni sem
höfðar til almennings, m.a. er fjall-
að um ýmis hverasvæði og sýndar
myndir af hverum þeirra. Fyrirhug-
að er að þýða efni síðunnar yfir á
ensku og gera það þannig aðgengi-
legt fleirum en íslendingum. í
enskri útgáfu verður síðan einnig
landkynning erlendis. -MA
Valgerður
Sverrisdóttlr