Alþýðublaðið - 25.03.1969, Qupperneq 4
4 Alþýðublaðið 25. marz 1969
s
i
ÓIAFUR JÓNSSON SKRIFAR
UM DAGBLÖÐIN
5. ALÞÝÐUBLAÐIÐ
AÐ
J^lþýðublaðið er minnsta dagblað-
ið í Reykjavík, liefur minnsta
útbreiðslu og lægst auglýsingahlut-
fall, og hefur það ekki farið du!t
að blaðið á við fjárhagslega erfið-
leika. að etja að því skapi; þeirri
frétt ier öðru hverju slegið upp í
öðrum blöðum að nú sé Alþýðu-
blaðið í þann veginn að gefast upp
á sínu stríði. Alþýðublaðið er enn-
fremur í nokkru minna broti en hin
blöðin, dálkhæð 34 cm en er 36—
40 cm í hinum blöðunum, en ekk-
ert tillit er tekið til þess við taln-
ingu >lesmálsins hér á eftir heldur
allt efni talið í heilum dálkum sem
áður; blaðið var 16 síður daglega
þessa viku en frá telst vikuleg út-
varpsdagskrá sem fylgir því á laug-
ardögum. Þegar athugun sú var
gerð i á blöðunum og efni þeirra
sem nú hefur verið lýst að mestu,
var Alþýðublaðið í þann veginn að
breyta í nokkru hátturn sínum, og
valdist til athugunar fyrsta vika
blaðsins í hinum nýju sniðum,
4/3—9/3. 'Má vera að efnisyfirlit
blaðsins 'á meðfylgjandi töflu gefi
að nokkru til kynna þann mun
sem orðinn er á Alþýðublaðinu og
væntanlega á eftir að verða meiri
og gleggri þegar fram í sækir. A
því kann framtíð blaðsins að velta
bvort í fyrsta lagi breytingar þessar
séu til þess fallnar að gera blaðið
verulega frábreytt hinum blöðun-
um í einhverju því sem máli skipt-
ir, og í öðru lagi hvort sá munur
sé líklegur til að laða aúkinn kaup-
endafjölda að Alþýðublaðinu og
með honurn væntanlega auknar
auglýsingatekjur.
I
£ins og taflan um efni blaðsins
ber með sér eru fréttir minni í
Alþýðublaðinu en öðrum blöð-
■» um, einungis 19% af öllu efni þess,
en eru 24—31% af efni annarra
blaða. lafnframt var auglýsingahlut-
fall blaðsins til muna lægra en ann-
arra blaða, 17%, en er 25—31%
annars staðar, og raunar furðulega
lágt þessa viku; fast efni blaðsins
og íþróttafréttir þess voru hins veg-
ar í tiltölulega mjög svipuðum snið-
: um og gerist í hinum blöðunum;
fasta efhið 12% af öllu efni þess,
en það er annars 10—14% af efni
blaðanna; íþróttafréttir 4%, en þær
eru annars 3—5% af öllu efni blað-
anna. Um hið fasta efni blaðanna
er þess að geta að kjarni þess er
binn sami í þeim öllum: útvarps-
dagskrá, framhaldssaga, dagbók
með fundar- og messuboðum, trú-
lofunar og hjúskaparfréttum og öðr-
um nytsömum fróðleik, myndasög-
ur og skrýtlur. Dagbækur blaðanna
veita íesendum hagkvæma þjónustu
sem 'þau rækja raunar mjög svo
misjafnlega, en líka gætir tilhneig-
ingar að lífga upp á hana með
ýmis konar skemmtiefni; af því
tagi eru grófar og klúrar innlendar
skopmyndir í Morgunblaðinu og
stundum í Tímanum ásamt venju-
legum skrýtlum og skrýtlumynd-
um; Alþýðublaðið vanrækir dag-
bókina að mestu, en birtir daglegan
spaugdálk og spaugsama kveðlinga,
og þar er ennfremur sérstök fram-
haldssaga og myndasaga fyrir börn.
Barnaefni -nwn annars birtast viku-
lega í Alþýðublaðinu og minnsta
kosti alloft í Þjóðviljanum, en ó-
reglulega eða alls ekki annars stað-
ar. En hið fasta efni blaðanna er
sem sagt að verulegu leyti afþrey-
ingar og skemmtiefni.
Fréttir voru minni í'AIþýðublað-
inu en öðrum blöðum og erlendar
fréttir svo.. sem engar þessa viku;
hins vegar birti blaðið nokkuð af
þýddum fréttafrásögnum og grein-
um úm alþjóðamál auk innlendra
fréttagreina og frásagna. Sé þetta
efni taíið saman með sama hætti
og í hinum blöðunum áður reynist
innlerrt fréttaefni samtals 111 dálk-
ar eða 24% af öflu efni blaðsins, en
erlent 35 dálkar eða 8%; greinaefni
Alþýðublaðsins, talið með sama hætti
og í hinum blöðunum er þá 34%,
157 dálkar, en er 18—27% í öðr-
um blöðum. En þessi greining er
raunar ónákvæm og ófullnægjandi,
og verður það enn ljósara af Al-
þvðublaðinu en hinum blöðunum.
Breyting sú sem Alþýðublaðið reyn-
ir að gera á -sér er sem sé ekki síð-
ur fólgin í meðferð efnisins en efn-
isvali beinlínis: blaðið leggur mest
upp úr Iéttu og læsilegu efni, velur
sér efni ekki síður til afþreyingar og
dægradvalar en vegna fréttnæmis, og
leggur áherzlu á létta og læsilega
meðferð fréttanna. Aherzla blaðsins
á léttar fréttir og fréttameðferð
kann raunar að koma betur fram
að jafnaði en þessa viku sem hörmu-
legar slysafréttir yfirgnæfðu önnur
fréttaefni tvo daga af sex, en hið
létta innlenda efni er jafnan fyrir-
ferðarmikið inni ! blaðinu, svo sem
í opnu þess með viðtölum og frá-
sögnum af útvarpi, sjónvarpi, kvik-
myndum, leikhúsum og léttum við-
tölum — allt efni sem er samið og
birt af einhverju timabæru tilefni
og þykir kannski „fréttnæmt“ að
vissu rnarki, en er engu síður ætlað
til jórturs fremur en. fylli. Kann að
vera áhorfsmál með köflum hvað
teljast megi innlencl frétt eða frétta-
frásögn og hvað létt innlent* efni,
hvaða erlend fréttagrein eða frásögn
og hvað létt erlent efni, slúður af
svipuðu tagi og Vísir og Tímjnn á-
stunda. Svipuð efni koma vissulega
fyrir í öllum hinum blöðunutn sem
öll leggja meira eða minna upp úr
skemmti- og afþreyingarefni, en á-
herzla Alþýðublaðsins á létt efni og
efnismeðferð er það sem sterkast
mótar svip þess eftir breytinguna.
Bæði efnisval, efnismeðferð og um-
"brot blaðsins er að þokast nær hátt-
urn erlendra kvöldblaða en önnur
íslenzk blöð hafa farið, þó Alþýðu-
blaðið komi enn út að morgni dags.
nú innlent fréttaefni og létt
innlent efni talið saman annars
vegar en erlendar fréttir og frásagn-
ir og létt erlent efni hins vegar,
reynist innlenda efnið samanlagt 154
dálkar, 33% af öllu efni blaðsins,
en hið erlenda 66 dálkar, 14%, og
hygg ég að þessar tölur veiti rétt-
asta hugmynd um efni og efnis-
hlutföll blaðsins með tilliti til þess
sem áður sagði um meðferð efnis-
ins. Eiginlegt greinaefni Alþýðu-
blaðsins verður þá ekki jiema 19%
af efni þess, 86 dálkar, eða því nær
hið sama sem í Vísi. Þessi efnisþátt-
ur, greinar um þjóðmál og menn-
ingarmál og önnur greinaefni blaðs-
ins, er hins vegar ósnortinn að kalla
af þeim breytingum sem orðið hafa
á blaðinu. Væri þó ærið svigrúm
fyrir ný og frábrugðin viðhorf, nýj-
ungar í éínisvali og meðferð hins
alvörugefnara greinaefnis íslenzkra
blaða eins og nánar verður vikið að.
En Alþýðublaðið virðist litlu póli-
tískara blað en Vísir, pólitískar frétt-
ir litlar og óverulegar þessa viku.
Greinar blaðsins um þjóðmál eru
þó að langmestu leyti af svipuðum
toga og hinna blaðanna, þingræður
og greinar flokksmanna af eldri og
yngri gerð auk hinna reglulegu
forustugreina, en aukaleiðara vant-
ar og vikulegt yfirlit yfir þjóðmál-
in í sama stíl og hin blöðin birta;
koma stuttir þættir ritstjóra og ráð-
herra í stað þess í Alþýðublaðinu;
þessi skrif virðast alls ekki mótuð
af jafn einstrengingslegu flokks- og
áróðurssjónarmiði og gerist í hin-
um blöðunum nema Vísi. En sé
þetta efni talið saman reynist það
um það bil 32 dálkar, eða 7% af
öllu efni blaðsins, en sama hlutfall
var einungis 3% í Vísi. Hins má
spyrja um Alþýðublaðið ekki síður
en Vísi hvort blaðið reynist þá á-
hugaverður skoðanamiðill á ein-
hverjum öðrum sviðum en stjórn-
málasviðinu.
[
|nnlent fréttaefni og pólitík þeirra
er það sem sterkast mótar svip
dagblaðanna, slíkur sem hann er,
óg þarf það engum á óvart að
koma: það er tilgangur blaðanna
að flytja fréttir, bera pólitískan boð-
skap. Og stytta lesendum sínum
stund: mjög verulegur hluti af efni
þeirra er sem fyrr segir margs
konar þjónustu og afþreyingareíni
beint og óbeint. Alþýðublaðið, Tím-
inn, Vísir virðast öll reyna að móta
innlendan fréttaflutning sinn á sinn
sérstaka hátt, hvert um sig með
áherzlu á sina sérstöku efnisþætti,
og það er þessi viðleitni sem helzt
mótar þessum blöðum sérstakan
svip; Alþýðublaðið leggur mest upp
úr léttu fréttaefni og beinni afþrey-
ingu, Vísir greiðri frásögn daglegra
tíðinda, Tíminn almennum innlend-
um fréttum með áherzlu á málefn-
um samvinnuhreyfingar og bænda,
oft með pólitískum undirtón. Þjóð-
viljinn mótast hins vegar einkum
af hinum pólitíska fréttaflutningi,
og vanrækir önnur fréttaefni að því
skapi; en svipfar Morgunblaðsins
mótast að sínu leyti mest af stærð
blaðsins og fyrirferð án þess sérstak-
ur áhugi komi fram á meðhöndlun
og tilreiðslu hinna innlendu frétta
umfram annað efni, ritháttur oft
furðu slappur og álappalegur ekki
síður á frumsömdu efni en þýðing-
um. En hin blöðin eiga vissulega