Dagblaðið Vísir - DV - 12.12.2001, Page 10
10
MIÐVIKUDAGUR 12. DESEMBER 2001
Viðskipti__________
Umsjón: Vidskiptabladiö
SAMfélagið gerir stóra
tölvuleikjasamninga
SAMfélagið hefur gert einkasamn-
inga við hin þekktu tölvuleikjafyrir-
tæki Infogrames, Disney Interactive,
Lego Media og BBC Multimedia um út-
gáfu og dreifmgu tölvuleikja á íslandi.
Að sögn Birgis Sigfússonar, fram-
kvæmdastjóra Sammyndbanda, má
segja að þetta séu fyrstu skref SAMfé-
lagsins inn á tölvuleikjamarkaðinn en
það hefúr til þessa einbeitt sér að út-
gáfu kvikmynda í kvikmyndahús, á
myndböndum og á DVD.
„Við vorum reyndar með eitt ör-
smátt umboð í íyrra en það er fyrst
núna sem segja má að við séum að láta
að okkur kveða á tölvuleikjamarkaðn-
um. Með tilkomu þessara fjögurra um-
boða mun SAMfélagið strax ná ákveð-
inni fótfestu og markaðshlutdeild á
tölvuleikjasviðinu, auk þess sem félag-
ið mun auka veg sinn á íslenska af-
þreyingarmarkaðinum enn frekar,"
sagði hann í samtali við Viðskiptablað-
ið.
Meðal tölvuleikja, sem SAMfélagið
hefur nú fengið umboð fyrir, má nefna
hinn geysivinsæla Civilization frá In-
fogrames, Teletubbies frá BBM Multi-
media, Harry Potter frá Lego Media og
Atlantis: The Lost Empire frá Disney
Interactive. Tveir
síðastnefndu leik-
imir eru byggðir á
bíómyndum sem
Sambíóin taka
jafnframt til sýn-
inga.
Hefur Harry
Potter þegar verið
frumsýnd en Atl-
antis verður tekin
til sýninga nú um
jólin. „Með því sjáum við fram á að ná
fram samlegðaráhrifúm milli þessara
tveggja deilda, og að þeir sem sjái
myndirnar fái áhuga á tölvuleikjunum
og öfugt,“ sagði Birgir.
SAMfélagið samanstendur af Sam-
bióunum, Sammyndböndum og Sam-
fjölfóldun en auk tölvuleikjaumboð-
anna er félagið með einkasamninga á
útgáfú kvikmynda á myndböndum og
DVD frá Wamer Bros, Walt Disney,
Paramount, Universal, Dreamworks
og fleiri aðilum. Enn fremur er félagið
með dreifmgarrétt á kvikmyndum í
kvikmyndahús frá fyrirtækjunum
Wamer Bros, Buena Vista (Disney),
UIP (Universal og Paramount) og
fleiri.
Árni
Samúelsson.
28,5% tekjusamdráttur hjá Heklu á fyrstu sex mánuðum ársins 2001:
143 milljóna króna
tap á rekstri
Eimskip
styrkir
Umhyggju
Undanfarin ár hefur Eimskip,
eins og mörg önnur fyrirtæki, sent
jólakort til viðskiptavina sinna og
ýmissa samstarfsaðila. f stað þess
mun félagið nú leggja kr. 500.000 í
Styrktarsjóð Umhyggju.
Hlutverk Styrktarsjóðs Umhyggju
er að styrkja langveik börn og fjöl-
skyldur þeirra sem orðiö hafa fyrir
verulegum fjárhagsörðugleikum
vegna veikindanna. Umhyggja er fé-
lag sem vinnur að bættum hag
sjúkra barna og fjölskyldna þeirra. í
félaginu starfa foreldrar langveikra
bama og fagfólk innan heilbrigðis-
kerfisins. Umhyggja er jafnframt
regnhlífarsamtök 13 foreldrafélaga
langveikra bama, þ. á m. eru Ein-
stök böm, Neistinn, foreldrafélag
hjartveikra barna, SKB, styrktarfé-
lag krabbameinssjúkra barna o.fl.
„Við þökkum Eimskip kærlega fyr-
ir stuðninginn og hlýhug í garð fé-
lagsins,“ sagði Dögg. Káradóttir,
framkvæmdastjóri Umhyggju, við
móttöku styrksins.
Ríflega 143 milljóna króna tap
varð af rekstri Heklu hf. á fyrstu
sex mánuðum ársins samkvæmt
rekstrareikningi félagsins sem nú
liggur fyrir i kjölfar skuldabréfaút-
boðs félagsins. Þar kemur enn frem-
ur fram að heildarrekstrartekjur
Heklu-samstæðunnar fyrstu sex
mánuði ársins drógust saman um
28,5%. Þetta kom fram í Viðskipta-
blaðinu er kom út i morgun. Heild-
arrekstrartekjur voru 3.977 milljón-
ir króna en á sama tímabili árið
2000 voru þær 5.562 milljónir kr.
Meginskýringin á lækkun rekstrar-
tekna er sú að á fyrstu sex mánuð-
um þessa árs hefur orðið verulegur
samdráttur í sölu á nýjum bifreið-
um hér á landi og mikil verðsam-
keppni hefur verið á milli markaðs-
aðila eins og segir í skýringum
skráningarlýsingar skuldabréfaút-
boðsins.
Þess má geta að 68% af sölutekj-
um félagsins verða til við sölu á nýj-
um og notuðum fólksbifreiðum og
því hefur samdráttur í sölu bifreiða
bein áhrif á afkomu félagsins. Enn
fremur má geta þess að 10% tekn-
anna koma frá þjónustudeild bíla-
sviðs, tæpur fimmtungur tekna
(19%) kemur frá vélasviði og sala á
lækningatækjum og raftækjum
stendur undir um 2% tekna. Ýmis
umboðslaun eru um 1% af tekjun-
um.
Rekstrargjöld fyrstu sex mánuði
ársins lækkuðu um 22% og voru
4.103 milljónir. Rekstrartap fyrir
fjármunaliði var 126 milljónir króna
en á sama tímabili árið áður var
rekstrarhagnaður 318 milljónir
króna. Rekstraráætlanir Heklu hf.
fyrir árið 2001 gera ráð fyrir að tap
verði um 230 milljónir kr. á árinu.
Þá má geta þess að eigið fé félagsins
nam 1.361 milljón króna í lok tíma-
bilsins samkvæmt árshlutareikn-
ingi.
Mettúr hjá
Akraberginu
- skipið væntanlegt til breytinga á Akureyri
Hluthafafundur
Hluthafafundur íTæknivali h/f, (AcoTæknivali h/f)
kt. 530276-0239, Skeifunni 17, Reykjavfk verdur
haldinn miövikudaginn 19. desémber 2001
kl. 17:00 íSkeifunni 17, ffundarsal f kjallara.
Daqskrá
1. Tillaga um breytíngu á 1. gr. samþijkkta félagsins,
nafn félagsins uerði AcoTækniual h/f.
Dagskrá hluthafafundar og tillaga liggur frammi á
skrifstofu félagsins, hluthöfum til afhendingar.
Stjórn Tæknivals h/f
AcoTSaeknival
Skeifunni 17 - Sími 550 4000
milljónir
Eitt skipa Sam-
herja, Akraberg FD-
10, landaði á föstu-
dag metafla eftir túr
í Barentshafi, þegar
það kom að landi
með rúm 472 tonn af
frosnum afurðum,
aðallega þorski, að
verðmæti um 220
lenskra króna.
Skipið, sem var um sjö vikur á
veiðum, landaöi í Immingham í
Englandi og var það í fyrsta sinn
sem skipið hefur landað þar. Að
sögn Gústafs Baldvinssonar, fram-
kvæmdastjóra sölu- og markaðs-
sviðs Samherja, er ástæða þess að
ákveðið var að landa þar sú aö Sam-
herji er að keppast við að koma fisk-
inum á markað fyrir jól og því hefði
verið ákveðiö að sigla þangað.
Akraberg er gert út frá Færeyjum
í samvinnu Samherja og færeyskra
aðila. Eru allir skipverjar í áhöfn
skipsins færeyskir. Aflinn í þessum
mettúr fékkst í rússneskri lögsögu,
austarlega á veiðisvæðinu í
Barentshafi, en að sögn Högna Han-
sens skipstjóra voru fá skip eftir á
þeim slóðum þegar Akrabergið hélt
Sígrænt eðaltré í haesta gaeðaflokki frá
skátunum prýðir nú þúsundir íslenskra heimila.
» 10 ára ábyrgð <* Eldtraust
»•12 stœrðir, 90 - 500 cm » Þarf ekki að vökya
Stálfótur fylglr » íslenskar leiðbeiningar
» Ekkert barr að ryksuga f* Traustur söluaðili
f* Trufiar ekki stofublómin f* Skynsamleg fjárfesting
SmáralM, 1. Ihse® vðS
Bandolag Íílenskra skóto
heimleiðis.
Akrabergið er
væntanlegt til Akur-
eyrar á allra næstu
dögum þar sem fyr-
ir dyrum standa
breytingar á milli-
dekki sem unnar
verða hjá Slippstöð-
inni. Aö þeim loknum heldur skipið
aftur til Færeyja en ekki er búist
við því að skipið haldi aftur í
Barentshafið fyrr en í febrúar og þá
í norska lögsögu. Að sögn Högna
Hansens er framundan árstimi þar
sem allra veðra sé von og því ekki
eftirsóknarvert aö vera á þessum
sióðum næstu vikurnar.
Lífeyrissjóður
bænda og LL
í samstarf
í gær undirrituðu Lífeyrissjóður
bænda og Landsbankinn-Landsbréf
samning um eignastýringu. Lands-
bankinn-Landsbréf munu sjá um
stýringu hluta verðbréfasafns sjóðs-
ins að fjárhæð um 2,6 milljarðar
króna frá næstu áramótum.
Fram kemur í tilkynningu sem fé-
lögin sendu frá sér vegna þessa að
með samningi þessum vonast Líf-
eyrissjóður bænda til þess að aukin
fjölbreytni fáist í eignasafn sjóðsins,
ávöxtun batni og góð áhættudreif-
ing náist vegna mismunandi að-
ferðafræði eignastýringafyrirtækja.
Jafnframt verði rekstrarkostnaði
sjóðsins haldið í lágmarki.
Landsbankinn-Landsbréf fylgja fyr-
irfram ákveðnum heimildum til fjár-
festinga og er ávöxtun mæld reglulega
og borin saman við viðmið. Lands-
bankinn-Landsbréf hafa gert nokkra
samninga af þessu tagi á undanfömum
árum og hefúr fyrirtækið byggt upp
víðtæka reynslu á þessu sviði.
I>V
HEILDARVIÐSKIPTI 2.868 m.kr.
Hlutabréf 269 m.kr.
Húsbréf 922 m.kr.
MESTU VIÐSKIPTI
© íslandsbanki 55 m.kr.
© Össur 29 m.kr.
© Marel 27 m.kr.
MESTA HÆKKUN
© íslenski hlutabréfasjóðurinn 4,4%
© Landssíminn 4,1%
© Hlutabréfasj. Búnaðarbanka 3,2%
MESTA LÆKKUN
© Íslandssími 6,7%
© Marel 3,7%
© Hlutabréfamarkaðurinn 3,6%
ÚRVALSVÍSITALAN 1.098 stig
Breyting O +0,02%
Mesta styrking
krónunnar á
einum degi
Krónan hefur aldrei styrkst eins
mikið og hún gerði í gær eftir að nú-
verandi fyrirkomulag millibanka-
markaöar með gjaldeyri var tekið í
gagnið í júlí 1997. Krónan sem end-
aði í 148,95 við lokun markaðar á
mánudaginn styrktist um 2,76% eða
um 400 punkta í gær og endaði í
144,95 stigum. Heildarviðskipti gær-
dagsins námu 12,5 milljörðum
króna. Krónan hefur styrkst um
4,1% síðustu daga miðað viö lág-
markið í síðustu viku en gengið fór
þá hæst í 151,25 stig.
Fram kemur i upplýsingum frá
gjaldeyrisborði íslandsbanka að að-
alástæða þessarar styrkingar er
sennilega viðræður ASl, SA og
stjórnvalda um að styrkja krónuna
og lækka verðbólgu. Það sem hefur
mest vægi í umræðunni eru tillögur
ASÍ um aö ríkið taki erlent lán og
greiði niður innlend lán. Einnig má
telja aö fréttir af sölu Landssímans
hafi hjálpað til.
Viðskipti með krónuna hafa verið
vel yfir meðallagi síðustu daga.
Gengi krónunnar var óbreytt í
fyrradag í 7 milljarða viðskiptum en
hún styrktist á föstudaginn í 13
milljarða viðskiptum.
Vextir í BNA
í 40 ára lág-
mark í dag
Fyrsti samdrátturinn í áratug í
Bandaríkjunum gæti leitt til þess að
seðlabanki Bandaríkjanna lækkaði
stýrivexti bankans niður í 1,75% í
viðleitni sinni til að auka eftirspum
í hagkerfinu. Ef af yrði yrðu þetta
lægstu stýrivextir bankans í 40 ár,
eða frá því í júlí 1961 þegar Kennedy
var við völd.
Bankinn hefur nú þegar lækkað
vexti tíu sinnum á þessu ári, þar af
voru fjórar vaxtalækkanir eftir 11.
september. Mesta atvinnuleysi í 6 ár
og áframhaldandi erfiðleikar í fram-
leiðslu munu leiða til þess að Alan
Greenspan seðlabankastjóri lækki
vexti á morgun samkvæmt könnun
Bloomberg-fréttastofunnar meðal 57
sérfræðinga á markaði.
GENGH)
KAUP SALA
flÍDollar 104,550 105,080
IsSHpund 150,820 151,590
l*lkan. dollar 66,700 67,120
SS’Dónsk kr. 12,5690 12,6380
EBNorskkr 11,6910 11,7550
ESsœnsk kr. 9,9810 10,0360
HHn. mark 15,7401 15,8347
SjFra. franki 14,2672 14,3529
UÍBelg. ftanki 2,3199 2,3339
E3 Sviss. franki 63,3800 63,7300 i
CShoII. gyllini 42,4677 42,7229
T^Þýskt matk 47,8500 48,1375
' í lh. líra 0,04833 0,04862 j
BAust. sch. 6,8012 6,8421 j
i: .‘Port. escudo 0,4668 0,4696 ;
• jSpá. peseti 0,5625 0,5658 I
1 * Ijap. yen 0,83190 0,83690 I
B lírskt pund 118,830 119,544
SDR 132,4700 133,2600
HÍECU 93,5864 94,1488