Dagblaðið Vísir - DV - 12.12.2001, Side 11
MIÐVIKUDAGUR 12. DESEMBER 2001
11
r>v
Norðurland
^ Niðurstöður fjárlaga fyrir árið 2002:
Ahyggjuefni fyrir FSA
- sagði Halldór Jónsson, forstjóri Fjórðungssjúkrahússins á Akureyri
DV-MYND GK
Ráöherrann mættur
Jón Kristjánsson heilbrigöisráöherra var mættur á ársfund FSA í gær og
ávarpaöi samkomuna.
Halldór Jónsson, forstjóri Fjórð-
ungssjúkrahússins á Akureyri, sagði
á ársfundi sjúkrahússins í gær að
fjárlög næsta árs, sem afgreidd hefðu
verið á Alþingi, væru vissulega
áhyggjuefni fyrir starfsemi FSA.
„Gert er ráð fyrir flötum niður-
skurði sem nemur 1% eða 25 milljón-
um og verðlagshækkanir, sem ekki
voru bættar á yfirstandandi ári, flytj-
ast óbættar til næsta árs og virka í
reynd sem flatur niðurskurður,"
sagði Halldór og honum var greini-
lega ekki skemmt yfir niðurstöðum
fjárlagafrumvarps Alþingis.
„Fjárveiting til nýbyggingar er
lækkuð úr 35 milljónum í 10 milljón-
ir. Er sú lækkun ekki í neinu sam-
ræmi við það samkomulag sem gert
var í desember í fyrra um flýtifjár-
mögnun við Islenska efðagrein-
ingu,“ sagði Halldór. Hann sagði
ljóst að fjárveitingar næsta árs
lækkuðu að raungildi ef ekki tækist
að finna leiðir til að styrkja rekstur-
inn og tryggja áframhaldandi upp-
byggingu þjónustunnar.
„Sjúkrahúsið er langstærst þeirra
sjúkrahúsa sem eru utan Reykjavík-
ur og er ætlað mikilvægt hlutverk í
heilbrigðisþjónustu á Norður- og
Austurlandi og á sumum svæðum á
landsvísu. Sjúkrahúsið er sér-
greinasjúkrahús og varasjúkrahús
landsins alls. Það er því nauðsyn-
legt að fjárveitingar til sjúkrahúss-
ins séu í samræmi við þá starfsemi
og þá þjónustu sem sjúkrahúsinu er
ætlað að veita á hverjum tima.
Fjórðungssjúkrahúsíð á Akureyri
þyrfti að gera ráð fyrir aukinni
starfsemi á næsta ári. Við hljótum
að velta fyrir okkur hvað gerist ef
þjónustan sem óskað er eftir er ekki
veitt á FSA. Svarið við þessu er ein-
falt: Þjónustan er og verður í boði í
Reykjavík, innan og/eða utan
veggja sjúkrahúsa þar. Við hljótum
þvi að leita allra leiða til þess að sú
þjónusta sem mögulegt er að veita á
FSA verði þar í boði og okkur sé
gert kleift íjárhagslega að standa
undir henni,“ sagði Halldór.
Ársfundurinn i gær var fyrir árið
2000 en það ár varð 39,2 milljóna
króna halli á rekstri FSA en þá er
ekki tekið tillit til aukafjárveitingar
að fjárhæð 41,4 milljónir króna. Á
árinu var fjöldi sjúklinga 5.873,
skurðaðgerðir voru tæplega 3.500 og
fæðingar 441. Komur á slysadeild
voru um 9.300. Stöðuheimildir voru
461 en meðaltal setinna staða 493. Á
yfirstandandi ári stefnir í nokkum
halla af rekstri sjúkrahússins en
hann skýrist eingöngu af auknum
kostnaði vegna hvíldarákvæða í
samningum EES, mikilla kostnaðar-
hækkana, gengisbreytinga og hækk-
unar launakostnaðar. -gk
Frá Raufarhöfn.
Sparisjóður Þórshafnar og nágrennis:
Ekki opnað á Raufarhöfn
- en stefnt að opnum á Kópaskeri í lok janúar
Slökkviliðið á Akureyri:
Vill tækjabíl
Slökkviliðið á Akureyri hefur tví-
vegis á nokkrum dögum orðið að
beita klippum til að ná slösuðu fólki
út úr bifreiðum eftir mjög harða
árekstra en tækjabíll slökkviliðsins
er orðinn mjög gamall og úr sér
genginn þannig að þeir sem starfa á
honum gætu vel hugsað sér betra
vinnutæki.
„Við erum að berjast í því að fá
nothæfan björgunarbil undir klipp-
urnar en það gengur hægt, því mið-
ur,“ segir Tómas Búi Böðvarsson,
slökkviliðsstjóri á Akureyri. „Við
erum með í þetta gamlan sjúkrabíl
sem er orðinn mjög þreyttur. Bíllinn
hefur mjög slæma aksturshæfileika
og við getum engan veginn fylgt
sjúkrabilunum eftir á honum eins og
þyrfti að gera. Við erum að horfa til
þess að geta fengið góðan bíl í þetta
verkefni," segir Tómas Búi. -gk
Mettúr:
220 mil|jónir
á 7 vikum
í gærmorgun hófst löndun úr frysti-
togaranum Akrabergi i Immingham í
Englandi en Akraberg, sem gert er út
frá Færeyjum í samvinnu Samherja
hf. og færeyskra aðila, kom þá til
hafnar með rúmlega 472 tonn af frosn-
um afurðum, aðallega þorski, að verð-
mæti um 220 milljónir íslenskra
króna. Akraberg var 35 daga í veiði-
ferðinni.
Frá þessu var sagt á heimasíðu
Samherja og þar sagði Gústaf Bald-
vinsson, framkvæmdastjóri sölu- og
markaðssviðs Samherja, að þetta væri
í fyrsta skipti sem skipið landaði í
Englandi. Akrabergið er væntanlegt
til Akureyrar eftir nokkra daga. -gk
„Við höfum ekki uppi nein áform
um að opna útibú á Raufarhöfn eins
og einhvers staðar hefur komið
fram. Við ákváðum að opna útibú á
Kópaskeri eftir að hafa fengið um
þaö beiðni frá heimamönnum. Eftir
að það var ákveðið vorum viö
spurðir um Raufarhöfn en við sögö-
um að það væri ekkert í skoðun aö
opna þar. Við viljum að heimamenn
hafi að því frumkvæði ef eitthvað
slíkt á að gerast því við erum ekki
að fara á þessa staði vegna þess að
við teljum svo mikla gróðavon þar,“
segir Guðni Hauksson, sparisjóðs-
stjóri Sparisjóðs Þórshafnar og ná-
grennis.
Guðni segir að smábið verði á að
sparisjóðurinn opni á Kópaskeri.
„Við ætlum að reka útibúið í hús-
næði íslandspósts og vera í sam-
vinnu við það fyrirtæki. Þeir eru nú
á bólakafi í að afgreiða jólapóstinn
og við munum bíða þar til þeim
önnum lýkur. Eftir áramótin förum
við síðan á fullt í flutninginn sem ég
reikna með að taki 2-4 vikur þannig
að í lok janúar ættum við að vera
búnir að opna á Kópaskeri."
Nokkuð hefur verið rætt um að
mikill slagur muni verða milli
Landsbankans og Sparisjóðsins í
Öxarfirði en flutningur sparisjóðs-
ins þangað kom i kjölfar þess að
Landsbankinn tilkynnti um niður-
skurð í starfsemi og mannahaldi og
það var sveitastjórnin sem átti
frumkvæðið að því að sparisjóður-
inn opnar þar útibú. Menn hafa því
gert því skóna að Öxarfjarðarhrepp-
ur a.m.k. muni flytja viðskipti sín
til sparisjóðsins og Guðni segir að
það sé vissulega mikilvægt að ná
sem mestum viðskiptum. „Það eru
hins vegar engin skilyrði frá okkar
hendi að einhverjir komi í við-
skipti.
Við ætlum hins vegar að sýna
betri þjónustu en Landsbankinn og
ná þannig til okkar viðskiptum,"
segir Guðni. -gk
Fyrstu önn ÚA-skólans lokiö:
Um þriðjungur starfsfólks á námskeiðum
Höfuðstöövar Útgeröarfélag Akureyringa hf.
Útgerðarfélag Akureyringa hf.
réðst í það metnaðarfuUa verkefni á
haustdögum að stofnsetja ÚA-skól-
ann með það að markmiði að bjóða
öllu landvinnslufólki sínu upp á úr-
val af námskeiðum og var Símennt-
unarmiðstöð Eyjafjarðar ráðin til aö
hafa umsjón með skólanum. Þetta
kemur fram á heimasíðu félagsins.
Fyrstu önn skólans er lokið og
var boðið upp á alls 30 námskeið
fyrir ÚA og dótturfyrirtæki þess um
ailt land. Um 30% af starfsfólki Út-
gerðarfélagsins sóttu þessi nám-
skeið sem að mati Katrínar Dóru
Þorsteinsdóttur, framkvæmdastjóra
Símenntunarmiðstöðvarinnar, verð-
ur að teljast mjög góð þátttaka.
í ÚA-skólanum hafa verið í boði
margvísleg námskeið þar sem
starfsfólki hefur gefist tækifæri til
þess að auka færni sína, bæði í leik
og starfl. Námskeiðunum var skipt í
„persónuleg námskeið" þar sem
lögð var megináhersla á að styrkja
stöðu þátttakenda í starfi en ekki
síður í samfélaginu sem slíku.
ÚA hefur greitt þessi námskeið
niður um 60% og flestir eiga rétt á að
sækja um styrk til sins stéttarfélags
fyrir hinum hlutanum, þ.e. 40%, hafi
þeir ekki þá þegar nýtt sér það.
Hinn flokkurinn var „tómstunda-
námskeið" og greiðir ÚA allt að 50%
af þeim námskeiðum.
Að sögn Katrinar Dóru er megin-
markmiðið með ÚA-skólanum að
byggja upp markvissari þekkingu
innan fyrirtækisins og stuðla
þannig að virkari þátttöku starfs-
manna og aukinni samkeppnis-
hæfni fyrirtækisins. -gk
Notaðir bílar hjá
Suzuki bilum hf.
Suzuki Baleno Wagon 4x4
Skr. 5/98, ek. 51 þús.
Verð kr. 1050 þús.
Suzuki Baleno Wagon 4x4
Skr. 7/98, ek. 85 þús.
Verð kr. 960 þús.
Suzuki Jimny JLX 4x4
Skr. 6/00, ek. 28 þús.
Verð kr. 1290 þús.
Suzuki Jimny JLX 4x4
Skr. 5/99, ek. 47 þús.
Verð kr. 1090 þús.
Suzuki Vitara JLX, ssk.
Skr. 9/95, ek. 105 þús.
Verð kr. 990 þús.
Suzuki Vitara JLX, bsk.
Skr. 5/97, ek. 115 þús.
Verð kr. 990 þús.
Daihatsu Terios SX 4x4
Skr. 10/98, ek. 35 þús.
Verð kr. 990 þús.
Daihatsu Terios SX 4x4
Skr. 5/99, ek. 53 þús.
Verð kr. 990 þús.
Subaru Impreza 2,0 4x4
Skr. 11/99, ek. 31 þús.
Verð kr. 1580 þús.
Sjáðu fleiri á suzukibilar.is
$ SUZUKI
---................
SUZUKI BÍLAR HF.
Skeifunni 17, simi 568-5100