Dagblaðið Vísir - DV - 12.12.2001, Page 12

Dagblaðið Vísir - DV - 12.12.2001, Page 12
12 MIÐVIKUDAGUR 12. DESEMBER 2001 Útlönd DV Ákærður fyrir hryðjuverk Zacarias Moussaoui, marokkóskur Frakki, hefur verió ákæröur fyrir árásirnar á Bandaríkin í september. Fyrsta ákæran fyrir hryðjuverka- árásirnar vestra Bandarísk yfirvöld hafa ákært franskan ríkisborgara af marokkóskum uppruna, Zacarias Moussaoui, fyrir aðild að hryðju- verkunum í New York og Was- hington 11. september síðastliðinn. í þessari fyrstu ákæru vegna árásanna er Moussaoui gefið að sök að hafa lagt á ráðin með Osama bin Laden, nítján flugræningjum og öðr- um um að myrða þúsundir manna. Réttað verður yflr hinum 33 ára gamla Moussaoui í alríkisdómstóli í Alexandriu í Virginíu en ekki í her- dómstóli eins og Bush forseti hafði lagt til að gert yrði við útlendinga sem tengjast árásunum. Moussaoui á yfir höfði sér dauðadóm. Moussaoui, sem var flugnemi, hefur verið í haldi sem vitni frá því eftir hryðjuverkaárásirnar. Ræddu kjarnorku- og efnavopn við Osama bin Laden Tveir pakistanskir kjarnorkuvís- indamenn, sem eru í haldi yfir- valda, hafa viðurkennt að hafa rætt vítt og breitt um kjamorku-, efna- og sýklavopn við Osama bin Laden, að því er bandaríska blaðið Was- hington Post hafði í morgun eftir pakistönskum embættismönnum. Embættismennirnir sögðu að við- ræðurnar hefðu verið á fræðilegum grunni, eins og þeir komust að orði, og engar visbendingar væru um að þær hefðu leitt til framleiðslu vopna af neinu tagi. Vísindamennirnir, sem hafa ver- ið í yfirheyrslum i tvo mánuði, sögðu upphaflega að þeir hefðu hitt bin Laden aðeins til að ræða við hann um hjálparstarf í Afganistan. Tvímenningarnir breyttu framburði sínum hins vegar nýlega. Liösmenn al-Qaeda sömdu um skilyrðislausa uppgjöf í gær: Létu ekki sjá sig á umsömdun tíma Sprengjuflugvélar bandaríska hers- ins, af gerðinni B-52, héldu í morgun áfram árásum á skotmörk í fjalllendi Tora Bora í suðurhluta Afganistans og hófust þær klukkustund eftir að frestur liðsmanna al-Qaeda-samtaka Osama bin Ladens til að gefast upp rann út klukkan 08.00 að staðartíma í morgun. Liðsforingjar samtakannna höfðu i gær samþykkt að gefast upp fyrir andstæðingum sínum og leggja niður vopn, en þegar ekkert hafði sést til liðsmanna al-Qaeda á umsömdum tíma var loftárásum haldið áfram. Mohammed Lad, foringi hersveita Norðurbandalagsins á svæðinu, sagð- ist eftir árásirnar þó eiga von á því að liðsmenn al-Qaeda gefist upp fyrr en síðar. „Þeir gætu verið seinir fyrir, en árásirnar í morgun ættu þá að ýta við þeim. Þeir samþykktu i gær að gefa sig fram í 20 til 40 manna hópum og við erum tiibúnir að taka við þeim,“ sagði Lal og bætti við að samið hefði verið um það að þeir kæmu vopnlaus- I viöbragðsstöðu Hermenn Noröurbandalagsins bíöa þess aö hefja lokaárásina á liössveitir ai-Qaeda-samtakanna. ir að eftirlitsstöðvum Norðurbanda- lagsins og þaðan yrðu þeir fluttir með herbílum til þorpsins Agom, í næsta nágrenni þar sem þeir verða vistaðir til að byrja með. Að sögn Lals hefur fréttamönnum verið haldið frá helsta átakasvæðinu í Tora Bora, en það sem eftir er af liðs- sveitum al-Qaeda hefst nú við í gili í nágrenni heilasvæðisins í Spin Gar í Hvítufjöllum. „Við vitum ekki hvort sprengjurnar í morgun lentu í gilinu, en þaðan heyrðust þó miklar drunur og skothvellir. Við vitum ekki enn þá hvað er að gerast á svæðinu eða hverj- ir hafa verið að skjóta," sagði Lal. Mohammad Zaman, yfirmaður varnarmála hjá Norðurbandalaginu, sagði í morgun að ef liðsmenn al-Qa- eda legðu ekki þegar niður vopn yrðu þeir að taka afleiðingunum. „Þarna er aðailega um arabíska liðsmenn sam- takanna að ræða, sem geta aðeins bjargað lífi sínu með því að gefast skilyrðislaust upp. Við vitum ekki enn hvað þeir eru margir, en þeir verða síðan afhentir Sameinuðu þjóð- unum, sem munu væntanlega dæma í málum þeirra," sagði Zaman. ♦aamkvæmt könnun DV á siilu allra bóka vikuna 3. - 9. desember REUTER-MYND Fórnarlambanna minnst í New York Sekkjapípuleikari úr rööum lögreglunnar í New York leikur lagiö Amazing Grace á meöan slökkviliðsmenn og verkamenn viö rústir World Trade Center- turnanna á Manhattan hlusta. Þrír mánuöir voru í gær frá árásunum. Stríðsglæpadómstóllinn í Haag: Milosevic ákærður fyrir þjóðarmorð Slobodan Milosevis, fyrrum forseti Júgóslavíu var í gær leiddur fyrir stríðsglæpadómstól Sam- einuðu þjóðanna í Haag í þriðja sinn, þar sem hon- um var birt ákæra í þriðja sinn og núna m.a. fyrir þjóðarmorð gegn Bosníu- múslímum og Króötum. Það tók rúma klukku- stund að lesa Milosevic ákæruna sem var í 29 lið- um, þar sem hann er ákærður fyrir þjóðar- morð, morð og pyntingar í Bosníustríðinu á árunum 1992 til 1995. í ákærunum kemur fram að Milosevic beri ábyrgð á morðum þúsundum Bosníu- múslíma og Króata sem yfirmaður hersins, auk þess sem þúsundir hafi þurft að lifa við hungur, mengað vatn, vinnuþrælkun, ónóga læknishjálp og stöðugt líkams- og and- legt ofbeldi. Eins og áður neitaði Milosevic öllu samstarfl við dómstólinn og kaus að þegja við dómsupp- kvaðninguna, en áður hefur hann neitað öllum sakargiftum og sagt alla dómsmeðferðina ólög- lega. Það kom því í hlut dómara að gefa út yfir- lýsingu um sakleysi for- setans fyrrverandi, sem segir að sér beri að þakka að friður komst loksins á í Bosníu. Slobodan Mllosevic Slobodan Milosevic var í gær ákæröur fyrir þjóöarmorð. hægrisveifla Anders Fogh Rasmussen, forsæt- isráðherra Dan- merkur, notaði tækifærið þegar hann hitti norræna kollega sína hjá ESB til að vísa á bug öllum fullyrð- ingum um að umtalsverð hægri- sveifla hafl orðið í Danmörku eftir kosningarnar í síðasta mánuði. Örlög ABM ráðast senn Svo kann að fara að bandarísk stjórnvöld tilkynni þegar á morgun að þau hyggist falla frá ABM-gagn- flaugasamningnum sem gerður var við Sovétríkin árið 1972. Ekki donsk Blóðug átök á Sri Lanka Sextán menn féllu og 23 særðust í tveimur árásum skæruliða tamíla á stöðvar lögreglu og hers í morgun, fyrstu stórárásunum frá kosningun- um í síðustu viku. Kínverjar hamast Kínverjar eru enn að hamast við að endurskrifa gömul lög til að þau uppfylli kröfur Heimsviðskiptastofn- unarinnar (WTO) sem Kínverjar gengu í í vikubyrjun. Mörg erlend fyrirtæki bíða með óþreyju eftir að komast inn á kínverskan markað. Argentína á hengifluginu Argeniínsk stjómvöld reyna af öllum mætti að ná pólitískri sam- stöðu um aðhaldsaðgerðir í efna- hagsmálum til að koma í veg fyrir að skuldir falli og gjaldmiðillinn rýrni. Bush hugar að næsta leik George W. Bush Bandaríkjaforseti sagði í gær að næsta forgangsat- riði í stríðinu gegn hryðjuverkamönn- um væri að koma í veg fyrir að svoköll- uð þrjótaríki geti breitt út gjöreyðingarvopn. Þar á forsetinn við ríki á borð við írak og Norður-Kóreu. Norðanmenn taka Ástrala Hermenn Norðurbandalagsins í Afganistan hafa handtekið ástralsk- an mann sem hlaut þjálfun hjá al- Qaeda-hry ðj u verkas veitunum. Enn lækka vextirnir Alan Greenspan, seðlabankastjóri í Bandaríkjunum, hef- ur enn einu sinni lækkað vexti vestan hafs til að reyna að örva efnahagslífið. Vaxtalækkunin er hin ellefta á árinu og millibankavextir eru nú 1,75 pró- sent og hafa ekki verið lægri i 40 ár. Ferðamaður út í geim Bandaríska geimvísindastofnun- in NASA og félagar hennar í alþjóð- legu geimstöðinni hafa fallist á að 28 ára Suður-Afrikumaður fái að fara í geimstöðina sem ferðalangur. Rabbani hefur áhyggjur Burhanuddin Rabbani, sem er forseti Afganistans að nafninu til, lýsti í morgun yfir áhyggjum sínum yflr samkomulaginu um nýja stjóm- skipan í landinu sem gerir það að verkum að hann missir embættið.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.