Dagblaðið Vísir - DV - 12.12.2001, Side 15
MIÐVIKUDAGUR 12. DESEMBER 2001
15
I>v
Greind á við hnetu
Bókmenntir
Um svipað leyti og
snjónum tók að kyngja
niður í Reykjavík með
tilheyrandi ófærð og ves-
eni las undirrituð eftir-
farandi setningu í glæ-
nýrri bók: „...þegar snjó-
ar er minn tími runninn
upp. Ég á jeppa.“ (12)
Þetta er eitt „snilldar-
kommentið" af mörgum sem hrýtur af
vörum Dagbjarts Þórarinssonar, aðal-
söguhetju Sigurvegarans eftir Magnús
Guðmundsson.
Dagbjartur þessi, eða Daddi eins og
hann er kallaður, leiðir lesendur i allan
sannleika um hverni'g menn eiga að bera
sig að á leiðinni á toppinn og hvaða að-
ferðum best sé að beita á leiðinni til virð-
ingar, fjár og frama. Galdraformúlan sem
lagt er upp með er sú að gera aldrei neitt
fyrir neinn nema sjálfan sig, neita sér um
viðkvæmni og sleppa tilgangslausu dekri
við hagsmuni annarra, þar með talda ætt-
ingja og vini (6). Ef þessu er fylgt er næsta
víst að sigrinum sé náð. Hér er að vísu að-
eins tekið mið af veraldlegum gæðum en
samkvæmt hugmyndum Dadda kemur
andleg og líkamleg vellíðan í kjölfar
þeirra. Sá (karl)maður sem á fallegt hús,
pott í garðinum, snotra konu, meðfæri-
lega krakka (sem fá litla umhyggju því þá
læra þau betur að bjarga sér sjáH) og er í
vel launaðri vinnu við að gera ekki neitt
hefur enga ástæðu til annars en vera
hamingjusamur. Þessi maður þarf aðeins
að sinna einu verkefni: að viðhalda virð-
ingunni svo hann geti haldið áfram að
safna auði við að gera ekki neitt. Það er reyndar
heilmikið verk sem krefst útsjónarsemi og út-
pældrar harðstjórnar.
Daddi er gaurinn sem er sjaldan glaðari en þeg-
ar allt er að fenna í kaf því þá getur hann í krafti
valdsins (jeppans) svínað fyrir hina aumingjana.
hans hlut. Hann hlustar „skilningsríkur" á
jafnréttishjal kvenna sem honum líst vel á
um leið og hann hugleiðir plott til að kom-
ast undir pils þeirra. Hann mætir með hlut-
tekningarsvip í jarðarfarir og erfidrykkjur
fólks af göfugu ætterni sem er honum alls-
endis óskylt og lætur sig hafa að mæta
reglulega í hádegisverð með karlmönnum
sem hampa verðleikum sinum með gull-
kortum og eðalvögnum. Allt þetta gerir
Daddi með bros á vör á meðan hugurinn
ólgar af reiði og fyrirlitningu í garð allra
„aumingjanna" sem hann neyðist til að um-
gangast til að viðhalda stöðu sinni.
Magnús Guðmundsson
Sigurvegarinn er allnýstárleg ádeila á peningahyggju
og valdagræögi.
Kemur síðan allt of seint í vinnuna af því hann
þurfti að „hjálpa" svo mörgum sem sátu fastir á
víð og dreif um borgina. Hann stillir upp vinnu-
legu umhverfi í skrifstofunni með útkrotuðum
blöðum síðan í árdaga, en passar sig á því að láta
aðra púla fyrir hrósinu sem kemur ævinlega í
hans
Ruddaskapur, óskammfeilni og mannfyr-
irlitning Dadda skemmtir lesanda til að
byrja með, en hægt og sígandi fara eiturpill-
ur hans og ofvaxið sjálfstraust að fara
ískyggilega i taugarnar á honum. Ekki síst
vegna þess að Dadda verður hvergi á í
messunni og fær því ekki þau maklegu
málagjöld sem „skúrkum“ sæmir! Um leið
sýnist tilgangi sögunnar náð, þeim að af-
hjúpa þann kaldhæðnislega veruleika að
ekki virðist þurfa nema greind á við hnetu,
smá klækindi, netta siðblindu og dágóðan
arf frá tengdapabba til að lifa af - og sigra.
Sigurvegarinn er að hluta til dulbúin og
allnýstárleg ádeila á peningahyggju og
valdagræðgi en kannski fyrst og síðast
írónískur og kvikindislegur umsnúningur á
jákvæðu hugarfari, vinnuhörku og dugnaði
sem engu skilar! Þó er lopinn þæfður um of.
Stórmennskubrjálæði Dadda er orðið end-
urtekið efni í lokin og innst inni á lesandi
svolítið erfitt með að trúa öllum sigrum
En í þeim vafa felst kannski aðalblekking
sögunnar?
Sigríður Albertsdóttir
Magnús Guömundsson: Sigurvegarinn. Forlagið 2001.
Andspænis náttúrunni
Bókin handa myndlistar-
sinnuðum vinum erlendis
er komin: Confronting Nat-
ure sem Listasafn íslands
gefur út með enskum texta
í tilefni samnefndrar sýn-
ingar á verkum 24 is-
lenskra listamanna í
Corcoran-safninu í Wash-
ington DC í Bandarikjunum. Sýningin var opnuð
i október og er stærsta kynning á íslenskri mynd-
list í Bandaríkjunum til þessa. í bókinni eru
greinar um íslenska myndlist eftir sérfræðinga
frá íslandi og Bandaríkjunum, sérstakar kynning-
ar á öllum listamönnunum og 38 litmyndir af
verkum þeirra.
Þeir sem skrifa texta í bókina
eru Ólafur Kvaran, forstöðu-
maður Listasafns Islands,
Jacquelyn Days Serwer, yfir-
sýningarstjóri Corcoran-safns-
ins, Arthur C. Danto heimspek-
ingur, Auður Ólafsdóttir list-
fræðingur og Martica Sawin
listgagnrýnandi. Kynntir eru
listamennirnir Þórarinn B. Þor-
láksson, Ásgrímur Jónsson, Jón
Stefánsson, Jóhannes Kjarval,
Júlíana Sveinsdóttir, Jóhann
Briem, Gunnlaugur Scheving,
Louisa Matthiasdóttir, Svavar
Guðnason, Jóhann Eyfells,
Jón Stefánsson: Hraunteigur við Heklu
Ein fjölmargra mynda af listaverkum í
bókinni.
Nína Tryggvadóttir, Krist-
ján Davíðsson, Erró, Sig-
urður Guðmundsson,
Steina Vasulka, Finnbogi
Pétursson, Ragna Róberts-
dóttir, Helgi Þorgils Frið-
jónsson, Georg Guðni
Hauksson, Sigurður Árni
Sigurðsson, Hrafnkell Sig-
urðsson, Brynhildur Þor-
geirsdóttir, Katrín Sigurð-
ardóttir og Ólafur Elíasson.
Á bókarkápu er mynd af
„Fjallamjólk" Jóhannesar
Kjarval.
Tónlist
DVA1YND E.ÓL.
Guömundur Kristmundsson víóluleikari
Verkiö sem hann lék eftir Atla Heimi hristi upp í áheyrendum.
Hneyksli?
Guðmundur Kristmundsson víóluleik-
ari frumilutti klukkutíma langt tónverk
eftir Atla Heimi Sveinsson á Caput-tón-
leikum í Listasafni Reykjavíkur á laugar-
daginn var. Verkið bar nafnið „Melodía
fyrir víólu og aðrar hljóðlindir aö vild“ og
hófst á einfaldri, reikandi laglínu sem í
sjálfu sér var ekkert óþægileg áheyrnar.
En síðan leið meira en hálftími og bar ekk-
ert til tíðinda annað en að téð laglína
gnauðaði í salnum án teljandi framvindu
eins og þráhyggja af verstu sort. Að vísu
var kveikt á græjum fljótlega og spiluö
upptaka af ílutningi Guðmundar á tón-
smíð Atla, en þannig voru „tveir“ viólu-
leikarar að spila það sama megnið af tím-
anum. Það virtist þó ekki hafa neinn
merkjanlegan tilgang annan en að breiða
úr laginu.
Er áheyrendur voru farnir að ókyrrast
allverulega hætti Guðmundur leik sínum,
en upptakan hélt áfram. Atli Heimir stóð
þá á fætur, gekk fram á sviöið og tók
ásamt Guðmundi að beija slagverk sem
stillt hafði verið upp. Voru þeir kumpánar
þarna að leika sér drykklanga stund við að
dangla í alls konar tól, en á meðan spilaði
víólan undir í hátölurunum. Svo endaði
tónverkið en áheyrendur skjögruðu út úr
salnum, greinilega komnir með ógeð.
Er rætt var við tónleikagesti i hléinu á
eftir var augljóst að Atli hafði valdið tölu-
verðu hneyksli. Af óljósum ástæðum
fannst undirrituðum þessi furðulegi gjörn-
ingur þó ekkert leiðinlegur; hann var ágæt
tilbreyting frá öðru sem flutt var á þessari
tónleikaröð Caput-hópsins, en henni lauk
um helgina. Tónskáld taka sig yfirleitt
alltof hátíðlega, og það er ágætt að eitt-
hvert þeirra hristi aðeins upp i fólki.
Mönnum hættir líka til að festast í fyrir-
fram ákveðnum hugmyndum um hvernig
tónlistin EIGI að vera, og því eflaust kom-
inn tími til að áheyrendur fái annað sjón-
arhorn.
Guðmundur flutti verk eftir þrjú önnur
tónskáld, Svein Lúðvík Björnsson, Paul
Hindemith og Luciano Berio. Fyrst var
snyrtilega samin tónsmíð eftir Svein Lúð-
vík sem bar nafnið „Tveir“, þar næst hin
margslungna sónata Hindemiths opus 25
nr. 1 og loks Sekvenza VI eftir Berio.
Sekvenza Berios er yflrgengilega erfið og
lék Guðmundur hana af tæknilegu öryggi
og fltonskrafti, og má segja hið sama um
sónötu Hindemiths, sem var túlkuð skáld-
lega og af mikilli innlifun. Óneitanlega
voru þetta áhugaverðir tónleikar og -
þökk sé Atla - með þeim eftirminnilegri á
árinu. Jónas Sen
___________Menning
Umsjón: Silja A&alsteinsdóttir
Kötturinn
með hattinn
kötturinn
MEB
> hattinn
w
Hin geysi-
vinsæla barna-
saga i bundnu
máli eftir dr.
Seuss, Köttur-
inn með hatt-
inn, er komin
út hjá Iðunni í
nýrri þýðingu
Böðvars Guð-
mundssonar.
Eins og allir sem komnir eru til
ára sinna muna er þessi köttur ein-
stakur hrekkjalómur, hugmynda-
ríkur með afbrigðum þegar kemur
að því að stríða fólki og ögra prúð-
um viðhorfum og steingeldum hug-
myndum um mannasiði. Hann
heimsækir okkur Siggu systur
einn ömurlegan rigningardag þeg-
ar mamma er í bænum, sýnir frá-
bærar fjölleikakúnstir með gull-
fiskinn í skálinni og aðra heimilis-
muni og kynnir okkur fyrir tveim-
ur ótuktarpeyjum sem setja allt á
annan endann. Draslið er yfir-
gengilegt! En þegar sést tU mömmu
kemur kötturinn á vettvang ak-
andi á stórvirku vinnutæki:
Já, köttirm sáum viö síöan
sópa, laga og þrífa
og allt var aftur í skorðum,
undirskál, sloppur og hrífa,
blœvœngur, bolli, terta,
bœkurnar, skip og diskur,
i skálina sína einnig
skutlaöist okkar flskur.
Aftur gerói hann
allt saman gott
og hattinum lyfti
og hélt á brott.
Ekki ónýtt tæki það á sum heim-
ili. Ný þýðing Böðvars er munn-
töm, lipur og fyndin.
'C WSSÍItSi- %
NARN I A
Sigling Dagfara
Muninn endur-
útgefur nú
fimmtu ævintýra-
bókina um töfra-
landið Narníu eft-
ir C.S. Lewis,
Siglingu Dagfara í
þýðingu Kristínar
R. Thorlacius.
Játvaröi og
Lúsí er enn á ný stefnt inn í Narn-
íu, í þetta sinn gegnum mynd af
skipinu Dagfara. Með þeim er leiö-
inlegi frændinn Elfráður Skúti.
Börnin fara í sögulega sjóferð með
Kaspían konungssyni og fylgdar-
liði hans austur undir heimsenda
þar sem leitað er að vinunum sjö
sem hurfu fyrir löngu.
Narníubækurnar eru löngu
orðnar sígildar og eru gefnar út
aftur og aftur um allan heim. Þær
eru sjö alls.
Æskubækur
Æskan gefur út
tvær litiar létt-
lestrarbækur með
myndum, Stefndu
hátt, Rósa! eftir
Hazel Hutchins og
Dagur risabani eft-
ir Budge Wilson.
Rósa er ákveðin
í þvi að verða
besti söngvari í heimi og tekur
því fagnandi þegar tónlistarkenn-
arinn býður henni að syngja fyr-
ir bekkinn. En
hún getur ekki æft
sig af því í næstu
íbúð eru nýfæddir
tvíburar sem eiga
bágt með svefn og
svo reynist snúið
að finna lag sem
hún ræður við og
texta sem hún
kann. En það er um að gera að
sníða sér stakk eftir vexti...
Dagur er enginn venjulegur
mömmustrákur, hann er afskap-
lega hugmyndaríkur drengur og
sést ekki alltaf fyrir. Einn daginn
leika þeir Símon sér svo innlifað
að það er bæði kallað á lögguna
og sjúkrabílinn ...
Letur er stórt og skýrt. Sesselja
Halldórsdóttir þýddi og stað-
færði.