Dagblaðið Vísir - DV - 12.12.2001, Side 18
26
MIÐVIKUDAGUR 12. DESEMBER 2001
Skoðun
Hverjar jólabókanna
heilla þig helst?
Spurt á Akureyri
Hlín Garöarsdóttir verslunarmaöur:
Höll minninganna og Eyðimerkur-
blómið. Er búin að lesa þá
síðarnefndu.
Einar Gíslason nemi:
Sakamálafrásagnir og útkallsbækur
Óttars Sveinssonar.
Helgi Jóhannsson nemi:
Ég er að leita að bók fyrir- foreldra
mína, ætla að gefa þeim Bjórbókina.
Birna Þórmundsdóttir nemi:
Sakamálasagan eftir Arnald Indriða-
son sem kemur út fyrir þessi jól.
Siguröur Rúnar Marinósson
verslunarmaður:
Artemis Fowl eftir Eoin Colfer sem er
saga í anda Harrys Potters.
Hannes Gunnlaugsson:
Ekkert farinn að spá í það,
les helst DV.
Þuríður Einarsdóttir
skrífar:
Þessa dagana er mikli umræða
um búsetumál fatlaðra. Birst hafa
fréttir af ótrúlega erfiðum aðstæð-
um þar sem fatlaðir á miðjum aldri,
með mikla þörf fyrir þjónustu, eru
ennþá búsettir i heimahúsum, jafn-
vel hjá öldruðum foreldrum sem
ekki hafa lengur krafta til að annast
börn sín.
Á biðlistum fyrir húsnæði á
Reykjanesi og höfuðborgarsvæðinu
munu vera yfir 200 manns. Þarna er
um að ræða einstaklinga með mjög
mismunandi fötlun og mismikla
þörf fyrir þjónustu, einstaklinga
sem í mörgum tilfellum þurfa ein-
ungis „venjulegt“ húsnæði en samt
meiri aðstoð en við, „hin heil-
brigðu“.
Staðreyndin er sú að þegar mikill
skortur er á húsnæði, sem í þessu
dæmi er vegna tregðu og áhugaleys-
is stjórnvalda, fá að sjálfsögðu þeir
fyrst úrlausn sem eru i mestri þörf.
í nokkuð langan tíma hefur verið
í byggingu nýtt sambýli fyrir fatl-
aða við Sólheima i Reykjavík, þetta
sambýli er sérhæft, enda ætlað fyrir
einstaklinga sem þurfa mikla þjón-
ustu. Þeir einstaklingar sem þarna
fá pláss eru nú þegar á sambýlum
sem ekki henta þeim að öllu leyti.
Þegar þeir flytja í hið nýja húsnæði
munu losna pláss og mætti þá ætla
að þeir sem lengst hafa beðið fengju
þau. En það er ekkert gefið. Það eru
nefnilega svo margir á biðlistum
með aöstæður sem flokkast undir
neyðarástand og skiljanlega verður
að veita þeim úrlausn.
Þetta verður til þess að þeir sem
ekki eru í „brýnni þörf ‘ og eiga að-
standendur sem ennþá geta sinnt
þeim sitja eftir og eru oft komnir á
miðjan aldur. En eins og máltækið
segir „flýtur á meðan sekkur ei“ og
á meðan einhver er til að veita þeim
A sambýli fatlaöra
Hverjir fá plássin sem losna?
„Á tnedan eldast foreldrarn-
ir og eiga stöðugt erfiðara
með að hjálpa sínum börn-
um. Þá getur áður en varir
komið að því að þeir falli
frá eða verði á einhvem
hátt ófœrir um að sinna
þessu hlutverki.“
lágmarksþjónustu búa þeir á „Hótel
mömmu“. Margir þessir einstak-
lingar þurfa ekki einu sinni sérhæft
húsnæði og þurfa ekki mikla þjón-
ustu, þeir geta bara ekki búið einir
og hafa ekki tekjur til að eignast eða
leigja húsnæði á almennum mark-
aði. Því hlýtur að vera tiltölulega
auðvelt að leysa vanda margra
þeirra.
íslenskt samfélag hefur sett sér
þessar reglur en þegar að fram-
kvæmdinni kemur þá brestur eitt-
hvað og því mega allir þessir einstak-
lingar sætta sig við biðtíma sem eng-
inn getur sagt fyrir um hvað verður
langur. Á meðan eldast foreldrarnir
og eiga stöðugt erfiðara með að
hjálpa sínum börnum. Þá getur áður
en varir komið að því að þeir falli frá
eða verði á einhvern hátt ófærir um
að sinna þessu hlutverki.
Er því von að spurt sé: Hvað þarf
hann/hún að bíða lengi eftir að geta
flutt að heiman?
Hve lengi þarf að bíða?
Helgarsport ASÍ og SA
Jón Gíslason
skrifar:
Mikið mega launþegar á íslandi
vera þakklátir forkólfum ASÍ og þá
ekki síður forustu Samtaka at-
vinnulífsins fyrir að eyða helginni í
að ræða viðsjár í efnahagsmálum
okkar Islendinga. Við vitum að ekki
verður ráðum ráðið í þessu þjóðfé-
lagi nema „vinnumarkaðurinn"
sem svo er títtnefndur í fréttum, sé
sáttur. Ekki má hækka launin, ekki
má lækka skatta, og ekki má koma
böndum á verðbólguna, nema um
það skapist „þjóðarsátt".
Þjóðarsátt yrði hins vegar aldrei
um þessa þætti þjóðlífsins, mættu
launþegar ráða. En með „helgar-
sporti" forkólfa ASÍ og SA verða
Nú munu því forkólfar áð-
umefndra samtaka halda
áfram í helgarsportinu eins
og ekkert sé því þau hafa
þegar ákveðið, þótt þau
þori ekki að staðfesta það,
að fresta öllum umrœðum
um launaliði kjarasamn-
inga til vors. “
gerðar heiðarlegar tilraunir til að
reyra kjör launþega í viðjar vanans
með enn einni þjóðarsáttinni. Og
eftir standa launþegar á sokkaleist-
unum eins og avallt áður eftir þjóð-
arsáttir.
Nú munu því forkólfar áður-
nefndra samtaka halda áfram í helg-
arsportinu eins og ekkert sé því þau
hafa þegar ákveðið, þótt þau þori
ekki að staðfesta það, að fresta öll-
um umræðum um launaliði kjara-
samninga til vors. Þá verður líka
helftin af forkólfunum farin í frí til
útlanda, og gagnvart fjölmiðlunum,
sem eru ekki til stórræðanna, verð-
ur gripið til gömlu klisjunnar: Ekki
hefur náðst í alla samningsaðila,
vegna sumarfría og þvi verður þvi
ekki af fundum í helgarsportinu
fyrr en með haustinu!
- Svona er hægt að möndla og
höndla endalaust i íslenska „frírík-
inu“ sem virðist utan við lög og rétt
siðaðra samfélaga á Vesturlöndum.
pakka og
blessa hann
með skatta-
lækkun eða
lækkun trygg-
ingargjaldsins
á fyrirtækin
þannig að í
þessum efnum
eru menn
beinlínis að
komast á
beinu brautina
líka. Svart-
sýnistalið er
því fyrir bí og
Garri fær ekki
betur séð en
menn geti sleg-
ist í hóp með
Davíð og fyllst
bjartsýni á
framtíðina á
ný. Það hlýtur
þvf að vera í
lagi að eyða og
spenna, undir
kjörorði dags-
ins: Lifi Davíð, skítt með viðskiptahallann, skítt
með skuldimar og upp
með sólgleraugun! CyXi'fc
Sólgleraugun upp
Eitt af því sem Garri hefur lært af því að
leggja ávallt við hlustir þegar Davíð Oddsson tal-
ar er að gefa ekki upp vonina um að bjart sé
fram undan í efnahagsmálum. Bölsýnismenn
allra tíma og allra flokka hafa iðulega verið
óþreytandi við að tala um erflða efnahagsstöðu
og botnlaus vandamál fram undan, á meðan Dav-
ið hefur verð sá sem talar í þjóð sína kjark og
neyslueldmóð. Og Davíð hefur haft betur. Þjóðin
er f eðli sínu bjartsýn og kýs frekar að ganga
milli rekka í verslunum og tína vörur í körfuna
sína með sólgleraugu á nefinu en að rýna á verö-
merkingamar í skammdegisbirtu svartsýninnar.
En þó Garri hafi um skeið verið kominn á
fremsta hlunn með aö gefa upp vonina þegar
fjárlaga- og niðurskurðarumræðan stóð sem
hæst, þá má segja að vonin hafi á elleftu stundu
verið höluð upp úr svatnættinu, því þótt þú
gleymir Davíð, þá gleymir Davíð ekki þér.
Viðsnúnlngur
Og í DV í gær fékk Garri staðfestingu á mann-
gæsku og snilli Davíðs. Mikill viðsnúningur hef-
ur oröið á afkomu fyrirtækja á Verðbréfaþingi
og eru þau nú í heildina búin að snúa bullandi
tapi sem blasti við um mitt sumar yfir i dálag-
legan hagnað. Þar er ekki fyrir að fara vesæld
eða voli, þó vissulega sé afkoma
einstakra fyrirtækja og einstakra
greina misjöfn eins og gengur. En
það eru útflutningsgreinamar sem
mest munar um og sjávarútvegur-
inn er náttúrlega í alveg blússandi
uppsveiflu. Þar hafa menn ekki
séö annað eins í áratugi og óstað-
festar fregnir herma að meira að
segja Kristján Ragnarsson sé far-
inn að brosa af gleði í gegnum tár-
in eins og fegurðardrottning - og
telja sumir það eitt út af fyrir sig
vera áttunda undur veraldar.
Þjóðarsátt
Ekki spillir það fyrir bjartsýni
Garra að heyra að verkalýðshreyf-
ingin hefur nú komist að þeirri
niðurstöðu að hóf sé best í öllu,
líka kröfugerð. Þannig eru for-
menn aðildarfélaga ASÍ búnir að
gangast inn á eins konar þjóðar-
sáttarleið sem sérfræðingar telja
að sé bara þokkalega lfkleg til að lækka verð-
bólguna og styrkja gengið. Ríkisstjómin undir
forustu Davíðs mun svo koma inn í þennan
Björgunarþyrlan TF-LÍF
Nætursjónaukar bíöa samþykkis.
Kerfið og þyrlan
Magnús Magnússon skrifar:
Dapurlegar fréttir vora þetta af sjó-
slysunum tengdum Vestmannaeyjum
og Ólafsvík. Fögnuður var þó mikill
vegna frækilegrar björgunar eins
manns úr Ólafsvík með þyrlu varnar-
liðsins. Fróðlegt var að horfa á viðtöl
við þann sem af komst, og björgunar-
manna hans og einnig yfirflugstjóra
Gæslunnar sem upplýsti að ekki væri
enn komin nætursjónauki í vélar
Gæslunnar og mættum við bíða enn
um stund, jafnvel fram á næsta vetur.
Kerfið sér um að gera þessa fram-
kvæmd þunga og erfiða. Það þurfi að
„samþykkja" tækin og „koma þeim
fyrir“! Erum við virkilega að kafna í
reglum og úttektum kerflsins? Hve
langt getur þetta gengið?
Ríkið á að spara
T.Ó.K. skrifar:
Það er alvarleg þróun hér, að við-
skiptahallinn skuli vera orðinn efna-
hagslífinu fjötur um fót. Kjarasamn-
ingar fram undan og lítið sem ekkert
er hægt að gera annað en sækja í vasa
skattborgaranna. Ráðstafanir upp á
gamla mátann ganga einfaldlega ekki
lengur. Niðurskurður ríkisútgjalda er
eina ráðið sem dugar til að koma efna-
hagslíflnu í sæmilegt horf. Einstakl-
ingar og fyrirtækin verða að skapa at-
vinnu og nýja möguleika. Ekki ríkið.
Vandi okkar er heimatilbúinn eins og
OECD segir í skýrslu um efnahagsmál
íslendinga. Það er þó ekki bót í máli
að skilaboð fjármálaráðherra til þjóð-
arinnar er „sparnaður". En sjálft rík-
ið er að ausa út fjármunum ótæpilega
í allt það sem það ætti ekki að koma
nálægt.
Flugleiðir
Frysting eða launauppbót?
Flugleiöir í frystingu?
Friðrik Árnason hringdi:
Hvað skyldu stjórnendur Flugleiða
vera að hugsa? Eru þeir að ryðja braut-
ina fyrir einhvers konar sáttagjörð eða
þjóðarsátt fyrir aðila atvinnulífsins -
eða ríkisstjórnina? Er ekki nóg komið
af aðstoð til Flugleiða? Frysting launa
starfsfólks í 18 mánuði nær varla fram
að ganga, nema þá vegna þess að þetta
sama starfsfólk sé orðið svo yflrþyrm-
andi doflð af ógöngum félagsins. Væri
nú ekki skynsamlegra fyrir Flugleiðir
að hífa reksturinn upp með því að
bæta starfsfólki upp undanfarin ótíð-
indi með verulegri launauppbót? Það
myndi þó peppa upp starfsandann.
Þeir hlúa að tónlistinni
Kolbrún skrifar:
Mikið er ég sammála Sigurgeir bæj-
arstjóra á Seltjarnarnes um að hætta
að styrkja Sinfóníuna og beina fjár-
mununum til tónlistarlífs innan bæj-
arins. Auðvitað á ekki að taka fjár-
muni úr bæjarsjóði hér á Nesinu til
að styrkja Sinfóníuna. Það er tíma-
bært að huga að þessum málum nú
því það tekur sinn tíma að gera laga-
breytingar í bæjarfélaginu. Svona
eiga sveitarstjórar annarra sveitarfé-
laga að hugsa. Gæta hagsmuna sveit-
arfélagsins. Það kostar svita og tár að
framleiða menningu, og það er svo
sannarlega gert á Seltjarnarnesi.
Lesendur geta hringt allan sólarhring-
inn í síma: 550 5035.
Eða sent tölvupóst á netfangið:
gra@dv.is
Eða sent bréf til: Lesendasíða DV,
Þverholti 11, 105 Reykjavik.
Lesendur eru hvattir til að senda mynd
af sér til birtingar meö bréfunum á
sama póstfang.