Dagblaðið Vísir - DV - 12.12.2001, Síða 23

Dagblaðið Vísir - DV - 12.12.2001, Síða 23
MIÐVIKUDAGUR 12. DESEMBER 2001 31 DV Tilvera Dýrin í Hálsaskógi - : Láttekkieinsoð- úsértekkiðanna ★ ★★ Hefðbundnum útsetningum gefið langt nef Drjúgur fjöldi íslendinga hefur eflaust hlustað á Dýrin í Hálsa- skógi í æsku og jafnvel þurft svo að ganga f gegn- um sífellda hlust- un síðar sem foreldrar. Kannski ekki eins sjálfviljugir og fyrrum. Áhrif Thorbjöms Egners í tali og tónum á íslensk börn og foreldra eru sennilega órannsökuð fræði. Leikrit hans og söngvar hafa skapað ómælda ánægju meðal barna en trúlega líka vænan skammt af pirringi hjá hinum eldri vegna ofspilunar. Sá sem þetta ritar er ekki mjög vel að sér f Hálsaskógar- fræðum. Sum lögin á diskinum sem hér er til umfjöllunar hljóma mjög kunnuglega en önnur ekki. Það er óvitlaus hugmynd hjá saxófónleikar- anum Óskari Guðjónssyni og félögum hans að gera upp þennan menningar- kima með þeim hætti sem hér er gert. Tiltækið er bara nokkuð vel heppnað. Líklega flokkast svona músík undir tilraunir en á það ber að líta að til- raunamúsík á borð við þessa hefur verið við lýði árum saman. Má velta því fyrir sér hvort slíkur stimpill verði á svona músík um eilífðaraldur. Hvers vegna tilraunamúsík? Aðal- lega vegna þess að hefðbundnum út- setningum er gefið langt nef. Bara það að sleppa bassaleik gerir músíkina undarlega áheymar, eykur á tilfinn- inguna fyrir henni sem tilviljana- kenndri uppákomu. En það er ekki þar með sagt að allt sé þetta bara frjáls performans. Ljóst er að svo er ekki - ekki alveg, í það minnsta. Það skemmtilega við diskinn er að hann minnir á drullukökubakstur, kofa- smíði og fleira sem krökkum flnnst gaman að. Það er eins og spilurunum hafi tekist að ná sambandi við barnið í sjáifum sér. Óskar sleppir sér sjaldnast langt frá laglínunni en skoðar hana stundum hikandi eða (djúpt?) hugsi. Saxófónn- inn segir: en skrýtið. Einkennilegar hljómaraðir koma úr gftar Eðvarðs Lárussonar og af og til er spilið eins og verið sé að núa saman tveimur rör- bútum. Trommuleikur Matthiasar Hemstock eykur enn á þessa tilfinn- ingu fyrir vangaveltum um efnið fremur en afgerandi afstöðu til þess. Saman virðast þeir félagar sammála um að vera ekki alltaf sammála. Nið- urstaðan er kostuleg og allnokkuð frumleg músik sem hlýtur að höfða sérstaklega vel til þeirra sem hlust- uðu sér til óbóta á Dýrin á einhverju aldursskeiði. Maður hefði viljað hafa hröðu lögin lengri en kannski var búið að segja allt á einni mínútu. Pét- ur Grétarsson tók upp herlegheitin á Revox og TEAC upptökutæki sem voru nokkuð vinsæl til heima- og bíl- skúrabrúks á áttunda áratugnum. Auk þess lék Pétur á vatnsfón(l). Ingvi Þór Kormáksson DV-MYNDIR: HARI Þeir voru helðraðir Ágúst Guömundsson, Arngrímur Hermannsson og Lýöur Guömundsson voru aö sjálfsögöu ánægöir meö viöurkenning- ar sínar. Viðskiptamenn ársins og Frumkvöðullinn: Ágúst, Lýður og Arngrímur Að viðstöddu fjölmenni í hádeg- inu á Grand Hóteli í gær voru Við- skiptamönnum ársins 2001 veittar viðurkenningar ásamt Frumkvöðli ársins 2000. Þeir sem urðu fyrir val- inu þetta árið eru Ágúst Guðmunds- son, stjórnarformaður Bakkavarar Group hf„ og Lýður Guðmundsson, forstjóri félagsins. Þá hlaut Arn- grímur Hermannsson, stjórnarfor- maður íslenskra ævintýraferða, við- urkenningu sem Frumkvöðull árs- ins. Það eru DV, Stöð 2 og Við- skiptablaðið, sem veita þessar við- urkenningar. Bakkavarar-bræður vöktu mikla athygli þegar þeir gerðu stærstu kaup íslendinga á erlendu fyrirtæki er þeir keyptu breska fyrirtækið Katsouris Fresh Food Ltd. Og að flestra mati hafa stjórnendur Bakkavarar brotið blað í íslenskri viðskiptasögu með þessum kaupum. Arngrímur Hermannsson, stjórn- arformaður íslenskra ævintýra- ferða, leiðir íslenskar ævintýraferð- ir sem urðu til fyrir réttu ári þegar Qögur fyrirtæki sem sinna afþrey- ingu i ferðaþjónustu á íslandi sam- einuðust í eitt. Þá hefur Arngrímur nýlega fest kaup á þeim hluta Sam- vinnuferðar-Landsýnar sem sér um innanlandsferðir. -HK Viðskiptaráðherra afhendir viðurkenningu Vatgerður Sverrisdóttir viöskiptaráðherra afhenti viöur- kenningarnar. Hér afhendir hún Arngrími Hermannssyni, frumkvööii ársins, sína viðurkenningu. Þrír úr viðskiptalífinu Meöal gesta á Grand Hóteli voru taliö frá vinstri, Þórólfur Árnason, forstjóri Tal, Hreinn Jakobsson, forstjóri SKÝRR og Ragnar Birgisson, framkvæmdastjóri Stöövar 2. Málin rædd Lýöur Guömundsson, forstjóri Bakkavarar, ræöir málin viö Hrein Jakobsson, forstjóra SKÝRR. JEr frd 18. og 19. öíd. (juímundur Jíennannsson úrsmiðut Bœjaríímfi • S. 554 77711 • www.wr.is Æiliiifliam: Smáauglýsingar 550 5000 Kennsluforritið Ævar: Komið í alla grunnskóla Kennsluforritið komið í notkun Áhugasamir nemendur viö tölvuna og farnir aö nota Ævar. Sævar Þór Jónsson, fram- kvæmdastjóri Juventus hugbún- aðarhúss, afhenti Birni Bjamasyni menntamálaráð- herra síðasta ein- takið af kennslu- forritinu Ævari sem dreift hefur verið ókeypis í alla grunn- og framhaldsskóla landsins. Afhend- ingin fór fram í Langholtsskóla og Björn Bjarnason afhenti síðan Hreiðari Sig- tryggssyni skólastjóra eintakið. Þá var sýnd bráðabirgðaútgáfa af næsta Ævari. í framtíðinni mun verða hægt að gefa forritinu radd- skipanir og þá á forritið einnig að geta svarað. Starfsmenn Juventus hugbúnaðarhúss og Voiceera segja að með forritinu geti íslenskt menntakerfi boðiö nemendum hér- lendis upp á sambærilegan búnað og gerist erlendis. Björn lýsti yfir ánægju sinni með það frumkvöðlaverk sem hefur ver- ið unnið. Hann var einnig ánægður að sjá að þróun á forritinu væri nú þegar komin af staö. Nemendur i Langholtsskóla voru hæstánægðir með forritið og töldu það gera náms- efnið mun skemmtilegra ásamt þvf að vera góð æfing. Aukin ökuréi ■HKHI Kennsla á leigu-, vöru- og hópbifreiðog vömbifreið með eftirvagn. Nútíma kennsluaðstaða og aldeilis frábærir kennarar. Innritun alla miðvikudaga, áfangakerfi. Námslok trvggð Lofum verklegum prófum áður en tyær vikur eru liðnar frá bókiúgú námi, Nú er rétti tíminn til að afla sér nýrra atvinnumöguleika! Hringdu núna og láttu bóka big! Sími 567-0300 Þarabakka 3,109 Reykjavík & OKU 5KOMNN IMJODD

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.