Dagblaðið Vísir - DV - 12.12.2001, Síða 26

Dagblaðið Vísir - DV - 12.12.2001, Síða 26
34 MIÐVIKUDAGUR 12. DESEMBER 2001 Islendingaþættir Umsjón: Kjartan Gunnar Kjartansson 90 ára_________________________________ Guörún Jónsdóttir, Fannborg 8, Kópavogi. Hún verður aö heiman. 85 ára_________________________________ Halldóra Guöjónsdóttir, Gröf, Króksfjaröarnes. Páll Jónsson, Hátúni 10, Vík. Svava S. Jónsdóttir, Vesturgötu 7, Reykjavík. Þuríöur Jóhannesdóttir, Bragagötu 22a, Reykjavtk. 80 ára_________________________________ Rico Arthur Guidice, Kirkjuteigi 11, Keflavík. 75 ára_________________________________ Hulda Guömundsdóttir, Dalbraut 16, Reykjavík. Hulda Svanlaug Bjarnadóttir, Blómsturvöllum 8, Neskaupstaö. Loftur Jónsson, Hrísmóum 1, Garöabæ. 70 ára_________________________________ Stella B. Þorláksdóttir, Nónási 4, Raufarhöfn. 60 ára_________________________________ Karl Sigurhjartarson, Sólheimum 27, Reykjavík. Magdalena Björgvinsdóttir, Melgeröi 31, Reykjavík. 50 ára_________________________________ Gísli Sverrisson, Túngötu 14, Hvanneyri, Borgarnes. í tilefni afmælisins taka Gísli og Guörún Ásta Einarsdóttir, kona hans, á móti vinum og vandamönnum í félagsheimilinu Brún, laugard. 15.12. kl. 21.00. Einar L. Guömundsson, Suðurhólum 6, Reykjavík. Guömundur Karl Jónsson, Stangarholti 7, Reykjavík. Ingibjörg Sigríður Jónsdóttir, Efstasundi 81, Reykjavík. Lilja Jóhannsdóttir, Nónvöröu 14, Keflavík. Ólafur Arnar Jónsson, Herriðarhóli, Hella. Ólafur Þóröur Harðarson, Barmahliö 2, Reykjavik. Sólveig B. Aöalsteinsdóttir, Þverbrekku 4, Kópavogi. Stefanía Diljá Reynisdóttir, Torfufelli 21, Reykjavík. Þorsteinn Unnsteinsson, Miöleiti 3, Reykjavík. 40 ára_________________________________ Ásta Emma Ingólfsdóttir, Skólatúni 6, Bessastaöahreppi. Gísli Ósvaldur Valdimarsson, Smyrlahrauni 14, Hafnarfiröi. Guadalupe Galiegos Rosales, Öldugötu 15, Reykjavík. Hermann Rannver Jónsson, Vesturgötu 18, Hafnarfiröi. Kristján Þór Pétursson, Sunnubraut 15, Garði. Lárus Þór Guömundsson, Bæjargili 98, Garöabæ. Siguröur Hannesson, Holtabyggö 2, Hafnarfirði. Þórunn Gunnarsdóttir, Krókamýri 80, Garðabæ. Aðventu-Ieiðískrossar 12V - 34V Sent í póstkröfu, sími 898 3206 Sigurbjörg Marteinsdóttir frá Sjónarhóli i Neskaupstað er látin. Regína Aöalsteinsdóttir, Torfufelli 9, Reykjavík, lést á Landspítalanum viö Hringbraut föstud. 7.12. Sæbjöm Vignir Ásgeirsson, Ennisbraut 21, Ólafsvik, lést af slysförum föstud. 7.12. Siguröur Kristjánsson listmálari lést á Hrafnistu í Reykjavík miðvikud. 28.11. sl. Útförin hefur fariö fram í kyrrþey aö ósk hins látna. Magnús Þorbergsson húsasmiður, Kárs- nesbraut 53, Kópavogi, lést á líknar- deild Landspítalans í Kópavogi sunnud. 9.12. Fólk í fréttum Arngrímur Hermannsson framkvæmdastjóri í ferðaþjónustu Arngrímur Hermannsson. Arngrímur hefur starfaö um árabil með Jöklarannsóknarfélaginu og Flugbjörgunarsveitinni. Hann er þaulvanur ferðamaöur sem hefur farið í fjölda jökla- og öræfarferðir og þvi vel kunnugur gersemum íslenskrar náttúru. Arngrímur Hermannsson, stjórn- arformaður íslenskra ævintýra- ferða, var sæmdur viðurkenning- unni „Frumkvöðull ársins” af DV, Viðskiptablaðinu og Stöð 2. Starfsferill Arngrímur fæddist í Reykjavik 1.12. 1953 og ólst þar upp. Hann var í Langholtsskóla, Breiðagerðisskóla og Réttarholtsskóia, stundaöi nám við lýðháskóla í Þýskalandi, útskrif- aðist frá Röntgentæknaskóla ís- lands 1976 og stundaði framhalds- nám í röntgentækni í Svíþjóð. Að loknu framhaldsnámi var Arngrímur yfirröntgentæknir við Borgarspítalann 1979-88. Hann hóf störf við ferðaþjónustu á eigin veg- um 1985 en það starf þróaðist í fullt starf er hann stofnaði Addice - Add- ís 1988. í janúar sl. var fyrirtækið síðan sameinað þremur íslenskum ferðaþjónustufyrirtækjum, Langa- jökli, Vélsleðaleigunni Geysi og Bátafólkinu, undir heitinu íslensk- ar ævintýraferðir. Hjá fyrirtækinu starfa nú um þrjátíu starfsmenn og fjöldinn allur af verktökum. Hið nýja fyrirtæki festi síðan kaup á þrotabúi innanlandsdeildar Sam- vinnuferða-Landsýnar. Arngrímur hefur verið virkur meðlimur í Jöklarannsóknafélaginu og Flugbjörgunarsveitinni frá 1972 og hefur gegnt fjölda trúnaðarstarfa fyrir hvoru tveggja, m.a. setið í Landsstjórn björgunarsveita i tíu ár. Hann hefur starfað að rannsókn- arstörfum fyrir Raunvísindastofnun og Landsvirkjun á jöklum íslands í mörg ár, hefur farið íjölda leiðangra og tekið þátt í björgunaraðgerðum hérlendis og erlendis. Hann var í vettvangsstjórn í nánast hverju út- kalli í meira en áratug. Þá sat hann í stjórn Starfsmannafélags Reykja- víkurborgar um skeið, situr í nefnd- um fyrir SAF - Samtök ferðaþjón- ustunnar og situr í starfsnefnd, skipaðri af ráðherra, um starfsleyfi fyrir afþreyingarfyrirtæki. Arngrímur og félagar hans í Flug- björgunarsveitinni gengu yíir há- lendið að vetrarlagi frá Egilsstöðum ofan í Borgarfjörð, 500 km leið, á tuttugu og tveimur dögum 1976. Tíu árum síðar óku þeir sömu leið á jeppum yfir jöklana þrjá á sjö dög- um. Þeir félagar óku á jeppa upp á Hvannadalshnjúk 1992 og óku tvisvar yfir Grænlandsjökul 1999. Þá fór hann fimm leiðangra til að finna átt bandarískar flugvélar í Grænlandsjökli á árunum 1983-92. Fjölskylda Arngrímur kvæntist 1976 Önnu Hallgrímsdóttur, f. 2.12. 1954, fjár- málastjóra íslenskra ævintýraferða. Hún er dóttir Hallgríms Pétursson- ar, verkstjóra í Reykjavik, og Krist- ínar Þorvaldínu Salómonsdóttur húsmóður sem bæði eru látin. Synir Arngríms og Önnu eru Hallgrímur Örn, f. 20.3. 1979, jarð- fræðinemi við HÍ; Hermann, f. 10.11. 1981, háskólanemi; Haukur, f. 3.11. 1986, nemi. Systkini Arngríms eru Henný Hermannsdóttir, f. 13.1. 1952, dans- kennari og verslunarmaður í Reykjavík; Björn, f. 26.8.1958, starfs- maður hjá Hugviti, kerfis- og hug- búnaðarfyrirtæki, búsettur i Reykjavík. Arngrímur er sonur Hermanns Ragnars Stefánssonar, f. 11.7. 1927, d. 10.6. 1997, danskennara, og k.h., Unnar Amgrímsdóttur, f. 10.1. 1930, danskennara. Núverandi sambýlismaður Unnar er Gunnar Valgeirsson flugvirki. Ætt Hermann var sonur Stefáns, kennara og verkstjóra á Kirkju- sandi, Sveinssonar, b. á Neðri- Rauðalæk á Steinsstöðum í Öxna- dal, Björnssonar, b. á Flögu í Hörg- árdal, Jónssonar. Móðir Stefáns kennara var Soffla Björnsdóttir, b. í Flöguseli í Hörgárdal, Benedikts- sonar. Móðir Hermanns var Rannveig Ólafsdóttir, frá Engilæk í Hjalta- staðaþinghá í Norður-Múlasýslu, Þorsteinssonar. Móðir Rannveigar var Júlíana Jónsdóttir. Unnur er dóttir Arngríms, skóla- stjóra Melaskólans í Reykjavík, Kristjánssonar, b. á Sigriðarstöðum í Ljósavatnsskarði, bróður Helgu, móður Jóns Péturssonar, prófasts á Kálfafellsstað í Suðursveit. Kristján var sonur Skúla, b. á Sigríðarstöð- um, Kristjánssonar, og Elísabetar Þorsteinsdóttur, systur Rósu, ömmu Margrétar Thorlacius lækninga- miðils og Magnúsar Thorlacius hrl. Önnur systir Elísabetar var Guð- rún, móðir Sigtryggs, fóður Karls, skálds á Húsavík. Móðir Elísabetar var Guðrún Jó- hannesdóttir, b. í Leyningi, Hall- dórssonar, b. á Reykjum í Fnjóska- dal, Jónssonar, b. á Reykjum, Pét- urssonar, ættfoður Reykjaættarinn- ar. Móðir Arngríms var Unnur Jó- hannsdóttir, b. á Skarði í Grýtu- bakkahr., Bessasonar. Móðir Unnar Arngrímsdóttur var Henny Othelie, f. Helgesen í Bergen, húsmóðir. Fertugur Kjartan J. Hauksson kafari og framkvæmdastjóri í Kópavogi Kjartan J. Hauksson, kafari og framkvæmdastjóri Sjóverks ehf., Bakkabraut 5a, Kópavogi, varð fer- tugur í gær. Starfsferill Kjartan fæddist á ísafirði og ólst þar upp við Skipasmíðastöð Marsel- íusar Bernharðssonar og í fjörunni þar í kring. Hann var í Barnaskóla og Gagnfræðaskóla ísafjarðar, lærði stálvirkjasmíði við Vélsmiðjuna Þór á ísafirði, lærði köfun í Plymouth í Bretlandi 1985 og í Nor- folk í Bandaríkjunum 1987, öðlaðist kennsluréttindi í björgunarköfun og lærði auk þess eiturefnaköfun í Bandaríkjunum. Þá stundaði hann nám i atvinnuköfun í Port William í Skotlandi 1991. Þá hefur hann stundað nám við Vélskóla Islands og er meö vélstjóraréttindi þaðan. Kjartan hóf ungur atvinnuköfun, 1976, er hann var fimmtán ára og hefur stundaði köfun síðan að meira eða minna leyti. Hann hefur stundað verktakastörf um árabil og hefur starfað við sæstrengjalögnun og viðhald á sæstrengjum sl. tíu ár. Hann stofnaði fyrirtækið Sjóverk 1993 og hefur starfrækt það síðan. Kjartan hefur verið virkur félagi í björgunarsveitum sl. tuttugu ár, einkum með hjálparsveitum. Auk þess var hann kennari við Björgun- arskólann í fjölda ára og sá um köf- unarnámskeið fyrir björgunarsveit- ir í mörg ár. Kjartan bjargaði tveimur drengj- um frá drukknun á ísafirði er hann var á unglingsárunum. Þá kom hann fyrstur á vettvang er flugslys- ið hörmulega varð í Skerjafirði 7.8. 2000. Fjölskylda Böm Kjartans eru Haukur Jakob, f. 8.3.1984, nemi í Borgarholtsskóla; Líf, f. 4.3.1985, nemi við MS; Saga, f. 28.7. 2000. Systkini Kjartans eru Ari Daníel, f. 1957, forstjóri í Noregi; Helgi, f. 1960, matvælatæknifræðingur í Danmörku; Soffia, f. 1965, verslunar- maður í Bolungarvík; Eyþór Páll, f. 1966, starfsmaður við prentsmiðj- una Odda í Reykjavík. Foreldrar Kjartans: Haukur S. Daníelsson, f. 1932, d. 2000, vélstjóri á ísafirði, og k.h., Valgerður Jakobs- dóttir, f. 1936, forstöðumaður í Kópavogi. Ætt Haukur var sonur Daníels Rögn- valdssonar, skipasmiðs á ísafirði, og k.h., Soffiu Helgadóttur. Valgerður er dóttir Jakobs Krist- jánssonar, b. í Reykjarfirði á Hom- ströndum. Upplýsingar vegna afmælisgreina í jólablað DV þurfa að berast ættfræðideild eigi síðar en miðvikudaginn 19.12. Merkir Islendingar örn Arnarson er skáldanafn Magnúsar Stefánssonar sem fæddist í Kverkártungu á Langanesströnd 12. desember 1884, sonur Stefáns Ámasonar, bónda þar, og Ing- veldar Sigurðardóttur, frá Svínafelli I Hjaltastaðaþinghá. Örn var alinn upp í fátækt og stund- aði lengi almenn störf sem til féllu, s.s. sjómennsku og vegavinnu. Hann lauk samt gagnfræðaprófi og kennaraprófi og var skrifstofumaður og kennari síð- ari árin, búsettur i Hafnarfirði. Öm gaf út kvæðasafnið Illgresi 1925 sem varð mjög vinsælt. Hann var ekki nýrómantíkus eins og menntaðir samtíma- menn hans. í bókmenntasögu Kristins E. Andréssonar er honum skipað á bekk með skáldum sem ortu undir eldri áhrifum, s.s. Jakobi Thorarensen og Guðmundi frá Sandi. Hann var málsvari íslenskrar al- þýðu og orti um brauðstrit hennar sem hann þekkti af eigin raun. Þess vegna er grunnt á þjóðfélagsádeilu og beiskju í kvæðum hans þó hann sé gamansam- ur og glettinn á yfirborðinu. Öm orti í mjög hefðbundnum stíl, bjó yfir mik- illi bragsnilld og er feikilega kjamyrt- ur. Þekktustu kvæðin hans eru sjó- mannskvæðin Stjáni blái og Hrafnistu- menn, Rímur af Oddi sterka, ljóðið um lítinn fugl á laufgum teigi, sem oft er sungið við lag Sigfúsar Halldórs, og hið fal- lega kvæði Þá var ég ungur sem hann orti til móður sinnar skömmu fyrir andlát sitt 1942. Örn Arnarson Jarðarfarir Ámi Helgason, Gullengi 33, Reykjavík, verðurjarðsunginn frá Grafarvogskirkju miðvikud. 12.12. kl. 13.30. Útför Vals Sigurössonar frá Bergi við Suðurlandsbraut, fer fram frá Fossvogskirkju föstud. 14.12. kl. 15.00. Tryggvi Helgason verður jarðsunginn frá Bústaðakirkju fimmtud. 13.12. kl. 13.30. Smáauglýsingar 550 5000

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.