Dagblaðið Vísir - DV - 12.12.2001, Blaðsíða 28

Dagblaðið Vísir - DV - 12.12.2001, Blaðsíða 28
36 MIÐVIKUDAGUR 12. DESEMBER 2001 Tilvera ÐV 1 i f i Átfíklar eiga erfiðar stundir: Jólatónleikar Fíladelfíu Árlegir jólatónleikar verða í Hvítasunnukirkjimni Fíladelfíu, Hátúni 2 í kvöld. Um tvenna tónleika er að ræða sem hefjast kl. 20 og 22. Fram koma Lof- gjörðarhópur Fíladelfíu, Gospel- kompaniið og hljómsveitin Godzpeed. Einsöngvarar eru Páll Rósinkranz, Guðriin Gunnars- dóttir, Þóra Gréta Þórisdóttir, Kristín Ó. Gestsdóttir, Erna Varðardóttir, Geir Jón Þórisson og Hjalti Gunnlaugsson. Krár og klúbbar TVIHOFÐI A GAUKNUM Tvíhöfði, Sigurjón og Jón Gnarr, sjá um aö skemmta á sinn óborganlega hátt á Gauki á Stöng. Partíbandiö Buff sér um spilamennskuna. JÓLASTEMNING Á SPOTLIGHT Jólagleöi verður á Spotllght í kvöld. Dj. Sesar veröur í jólastuði. BÚGALÚ Á VÍDALÍN Fönkbandið Búgalú leikur fönktónlist á Vídalín í kvöld. Meölimir þess eru Steinar Siguröarson, saxófónn, Þorgrímur Jónsson, kontrabassi, Eric Qvick, trommur og Ásgeir Ásgeirsson, gítar. Tónleikarnir hefjast kl. 22.30. Síðustu forvöð SAMSYNING HJA OFEIGI Samsýn ingu fimm ungra listamanna í List- húsi Ófeigs lýkur í dag. Hafsteinn Michael Guömundsson, Helgi Snær Sigurösson, Kari Emil Guömunds- son, Skírnir H. Einarsson og Stella Sigurgeirsdóttir sýna verk sem unn- in eru í ólíka miðla. Fundir og fyrirlestrar BRIDS A FRÆÐSLUKVOLDI Fraeöslukvöld kvenna veröur í kvöld kl. 19.30 í Hreyfilshúsinu við Grensásveg. Þaö er hið fýrsta af þremur í umsjón Guömundar Páls Arnarsonar, bridgespilara. Spiluö veröa 12 spil og þau síðan skoðuö og rædd frá öllum sjónarhornum. Klassík JOLATONLEIKAR GOSPELSYSTRA Gospelsystur halda tónleika í kvöld í Langholtskirkju, undir stjórn Margrétar J. Pálmadóttur. Þær munu meðal annars flytja nýtt jólalag eftir Björgvin Þ. Valdimarsson við texta eftir stjórnandann. Stúlknakór Reykjavíkur kemur einnig fram á þessum tónleikum. Undirleik- ari er Agnar Már Magnússon og f Stefán S.Stefánsson leikur á flautu, saxófón og slagverk. Tónleikarnir hefjast kl. 20.30. Bíó AMERICAN PIMP I GALLERI SKUGGA Skugeasvnine verður í Gallerí Skugga, Hverfisgötu 39 í kvöld. Bakatil í galleríinu veröur sýnd hin umdeilda heimildarmynd Hughes-bræöra, American Pimp. BJörn Þór Vilhjálmsson, bókmennta- fræöingur mun í stuttu spjalli veita innsýn í ýmsa þætti myndarinnar og oröiö veröur laust. Húsiö veröur opnað kl. 20 og gefst gestum einnig kostur á aö skoöa myndlistar- 'i sýningu þeirra Jóns Sæmundar Auöarsonar og Páls Banine, „Séö og heyrt". Happdrætti Bókatíðinda Vinningsnúmer 12. desember: 96256 Borða deigið áður en það er bakað „Jólin eru mjög erfitt timabil fyr- ir fólk með átröskun enda eru þá allir aö úða í sig góðgæti og sykur verkar á átfíkla eins og áfengi á alkóhólista. Því verða þeir að forð- ast vissan mat,“ segir Inga Bjarna- son leikstjóri. Með átröskun á hún við lystarstol, lotugræðgi og ofát. Allt eru þetta lífshættulegir sjúk- dómar enda telja læknar átröskun verða eitt stærsta heilbrigðisvanda- mál þessarar aldar. Inga barðist sjálf á tímabili við þennan sjúkdóm þvi þegar hún var 24 ára þurfti hún að grennast hratt fyrir sjónvarps- kvikmynd sem hún var að leika i úti í Bretlandi. „Ég var bara svo heppin að ég fékk strax réttu með- höndlunina," segir hún. Inga hefur haldið námskeið fyrir stúlkur sem berjast við lystarstol og lotugræðgi. Áður hafði hún kynnt sér þessa sjúkdóma í Bandaríkjunum og unn- ið á meðferðarstofnun í Flórída sem vann eftir svokölluðu 12 spora kerfi OA-samtakanna, (Overeaters An- onymous). Þau eru systursamtök AÁ (Alcoholics Anonymous). „Ég fór til náms í þessu vegna þess að litil stúlka sem mér þótti vænt um var haldin þessum sjúkdómi," segir hún. Hefur tröllatrú á nýju bókinni Nýlega kom á markað hérlendis bókin Matarfikn - Leið til bata með 12 spora kerfi OA-samtakanna. Hún er eftir bandarískan höfund sem segir frá þvi hvernig hann náði tök- um á ofátsflkn sinni, léttist um 50 kíló og hefur viðhaldið þeim ár- angri í 19 ár með hjálp samtakanna. Inga sem er nýbúin að lesa bókina segir hana taka öðru fram sem hún hafi lesið um átröskun á íslensku og hefur á henni tröllatrú. „Þeir sem eru búnir að reyna 30-40 megrunar- kúra ættu að lesa þessa bók. Hún prédikar engar skyndilausnir en hún er vel skrifuð og á eftir að koma mörgum að gagni,“ segir hún. Inga bendir á að hin fimmtíu ára gömlu AA-samtök, sem byggi á sömu aðferðum og lýst sé í bókinni, hafi breiðst út um allan heim og bjargað milljónum mannslífa. „Þeir sem nota mat á óeðlilegan hátt eru Bíógagnrýni Fagnar nýrri bók um matarfíkn Inga Bjamason hefur unniö meö stúlkum meö lystarstol og lotugræögi. DV-MYND BRINK álíka illa settir og alkóhólistar. Mat- urinn stjórnar lífi þeirra. Þessi nýja bók, Matarfíkn, hvetur fólk til að vera í 12 spora kerfmu sem hefur reynst svo gríðarlega árangursríkt. Hún er góð uppsláttarbók og í henni eru líka kaflar sem ætlaðir eru for- eldrum, mökum, læknum og öðrum sem láta sig þetta mál varða. Þess vegna fagna ég henni,“ segir Inga. Maturinn er notaður sem deyfilyf Inga segir átröskun hafa verið til frá örófi. Það sanni skrif Hip- pokratesar og Freuds. En ýmislegt í okkar samfélagi ýti undir hana, svo sem hraði og streita. „Þetta mikla draslfæði sem flæðir yfir eykur líka á vandamálið," segir hún og bætir við að líklega sé tískan þó verst. Hún hefur ýmis dæmi á takteinum um slæm átröskunartilfelli, til dæmis um konuna sem fór á fætur á nóttunni til að hræra sér pönnu- kökudeig og var búin að borða það áður en það komst á pönnuna. Ekki er minni þjáningin hjá þeim sem ekki geta hugsað sér að setja neitt inn fyrir sínar varir. Inga telur und- irrót vandans oft vera innibyrgðar og óuppgerðar tilfinningar, svo sem hræðsla, reiði og sorg. „Maturinn er notaður sem deyfilyf og allar höml- ur bresta," segir hún. Hún segir fyrsta skrefið í batanum vera það að viðurkenna vanmátt sinn fyrir þess- um veikleika. „Það er átak að segja MMn| „ég stjórna ekki eigin lífi. Ég verð að gefast upp“. En leiðin út úr ógöngunum er fólgin í OA-samtök- unum sem bókin Matarflkn lýsir svo vel og þau samtök hafa náð fót- festu hér á landi.“ Sjúkdómur einmanaleikans Inga segir að lokum að átfíkn hafi gríðarleg áhrif á líf þess fólks sem af henni þjáist. Þvi sé hættara við syk- ursýki og kransæðastíflu en öðrum, fyrir utan alla fordómana og vanlíð- anina sem það eigi við að stríða. „Þetta er sjúkdómur einmanaleik- ans,“ segir hún og bætir við: „Alkinn getur drukkið með félögum sínum en maður ælir ekki með öðr- um.“ -Gun. Stjörnubíó - The Man Who Wasn’t Here: ★ ★ ★ ★ Glæpur og refsing í anda Coen-bræðra Það eina sem maður getur örugg- lega búist við af kvikmyndum eftir þá Coen-bræður er að þær komi manni á óvart. Þeir hafa daðrað við flestallar kvikmyndategundir; film noir, glæpamyndina, geggjuðu gam- anmyndina o.s.frv. í þeirra nýjustu kvikmynd, The Man Who Wasn’t There, fara þeir aftur á sömu slóðir og í Blood Simple - sinni fyrstu mynd - film noir-hefðina. The Man Who Wasn’t There tekur ofan hatt- inn fyrir Hitchcock og bestu noir- kvikmyndunum frá fimmta ára- tugnum, eins og Double Indemnity og The Postman Always Rings Twice. Þar með er ekki sagt að þeir steli neinu (þeir fá ekki einu sinni lánað) en svart/hvítt andrúmsloft kvikmynda þar sem glæpur er fram- inn, að því er virðist fullkomlega, en óheppnin eltir aðalpersónurnar og þær enda króaðar af vegna smá- atriða sem enginn tók eftir, lifir í þessari mynd. Hér er glæpur fram- inn en það er ekki beint hans vegna sem glæpamaðurinn hlýtur refs- ingu. Billy Bob Thornton leikur Ed Crane, rakara sem hefur aldrei ver- ið ánægður í starfi, í hjónabandi, í lífinu. Enda hefur hann sjálfur aldrei tekið neina ákvörðun, hann hefur bara ekki hreyft mótmælum og þess vegna er hann nákvæmlega í þessum sporum: að vera rakari hjá mági sínum í Kaliforníu stuttu eftir seinni heimsstyrjöld. Konan hans, Doris (Frances McDormand), vinn- ur sem bókari í verslun og heldur Rakarinn Ed Crane Billy Bob Thornton í hlutverki manns sem aldrei hefur veriö ánægöur í lífinu. fram hjá honum með yflrmanni sín- um, Stóra Dave Brewster (James Gandolfini). Ed er nokkurn veginn sama, hann fær sér bara aðra sígar- ettu og horfir út í bláinn. En þegar frekar vafasamur sölumaður (Jon Polito) býður honum að verða félagi sinn í þurrhreinsunarævintýri er eins og Ed vakni úr dái eitt augna- blik og fjárkúgar Stóra Dave til að geta sett fjármagn í þurrhreinsun- ina. Fjárkúgunin hrindir af stað at- burðarás sem leiðir til svika og morða og bæði kemur á óvart hverj- ir drepa og hverjir eru drepnir. The Man Who Wasn’t There er svart/hvít og svo undurfallega tekin og svo listilega er leikið með ljós og skugga að maður situr agndofa af aðdáun. Coen-bræöur hafa verið þekktir fyrir stílvissar myndir og þessi er engin undantekning - það er heldur að hún fari skrefi lengra. Handritið er frábært, spennuþrung- ið en kryddað dökkum húmor á óvæntum stöðum - söguþráðurinn fer alltaf aðrar leiðir en maður býst við og heldur manni límdum við Sif Gunnarsdóttir skrifar gagnrýni um kvikmyndir. tjaldið. Billy Bob Thornton býr yfir leikhæfileikum sem ég hafði ekki hugmynd um, hann er svo góður í hlutverki hins þögla, keðjureykj- andi og lokaða Ed Crane að það er unun að fylgjast með honum. Stund- um minnir hann örlítið á Hump- hrey Bogart - bara dýpri. í kringum hann eru leikarar sem fara vel með hlutverk sín eins og Frances McDormand í hlutverki drykkfelldr- ar og svikullar eiginkonu, Tony Shalhoub, sem úrræðagóður og hraðmæltur lögfræðingur, Scarlett Johannsson, í hlutverki unglings- stúlku sem ekki er sakleysið upp- málað, og góðkunningi sjónvarpsá- horfenda, James Gandolfini, sem Stóri Dave, og það verður nú að segjast að hann minnir um margt á Tony Soprano. Það allra besta við myndina er hversu róleg hún er. Sagan færist áfram ákveðnum en afar hægum skrefum. Það er enginn að flýta sér á leiðarenda. Leikstjóri og handrits- höfundar treysta sögunni, leikurun- um og ekki síst okkur áhorfendum fullkomlega til að fylgja persónun- um alla leið. Og þvílík leið - og þvi- líkur endir. Minnisstætt listaverk sem ekki ætti að missa af. Leikstjóri: Joel Coen. Handrit: Joel & Et- han Coen. Kvikmyndataka: Roger Deak- ins Tónlist: Carter Burwell. Aöalleikarar: Billy Bob Thornton, Frances McDormand, James Gandolfini, Michael Badalucco, Scarlett Johansson, Jon Polito, Tony Shalhoub o.fl.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.